Morgunblaðið - 07.11.1968, Page 20

Morgunblaðið - 07.11.1968, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 19«8 Dr. Bragi Jósepsson: Skðlaprðf og lundspróf Tilgangur prófa og áhrif þeirra á námsárangur Ýmsir af skólamönnum vorum hafa látið í Ijós þá skoðun að landspróf beri að afnema. Þessa skoðun styð ég eindregið. Ég er Steindóri Steindórssyni sammála um að gagnfræðaskólarnir skuli sjálfir annast lokapróf úr gagn- fræðaskólum. Jafnframt þessu tel ég að utanaðkomandi próf í óbeinum tengslum við námsefn ið (Sjá Skýrimynd B.) séu heppileg ef aðstæður til slíkrar starfsemi yrðu viðunandi. Þá vil ég að nýju víkja að áðurnefndri grein Matthíasar Jónassonar. Höfundur segir: „Landsprófi er ætlað að stað- festa hæfni unglinga ti'l æðra náms. í því felst vitanlega, að prófið hlýtur einnig að staðfesta óhæfni. Þó skiptir mkilu máli, á hvorum þætti áherzlan hvílir. Lengi réð sá skilningur, að próf- um væri einkum ætlað að bægja unglingum frá æðra námi.“ í fyrsta lagi er það rangt að próf- ið hljóti því að staðfesta óhæfni. Rétt hefði verið að segja, að á sama hátt væri prófinu ætlað að staðfesta óhæfni. Hér er þó greinilega um athugunarleysi höf undar að ræða fremur en skiln- ings'leysi. Síðari staðhæfingin verður hins vegar ekki afsökuð, enda alröng, hvernig sem á mál- ið er litið. Höfundur segir: „Þó skiptir miklu máli, á hvorum þætti áherzlan hvílir.“ f fyrsta lagi er verið að skipta þeim stóra hóp, sem prófið taka, í tvo hópa, þar af leiðandi skiptir engu máli hvort lögð er meiri eða minni áherzla á annan hópinn. Hinn hópurinn er jafn mikill veruleiki eigi að síður. í öðru lagi skiptir hér engu máli hver hugsjónin er að baki, raunveruleikinn er hinn sami, tveir hópar. Það má vissu- lega fegra þetta vandræðafyrir- komulag með því að segja, að þjóðin hafi ekki þörf fyrir stærri hóp manna til æðri mennt unar, eða með því að segja að einungis lítill hópur unglinga hafi hæfileika til þess að stunda æðra nám. Einnig mætti segja að aðstæður til æðri menntunar á ís landi séu einungis miðaðar við litinn hóp, eða að skilgreining vor á æðra námi nái ekki til hinna almennu, hagkvæmu nýt ingar á tæknimenntun og vísind- um. Slíkar skýringar rista þó grunnt meðal íslenzkrar alþýðu í dag. Hér verður heldur ekki staðar numið, því þjóðin hefur vaknað til meðvitundar um að nýr dagur er risinn. Hin stein- runna hönd ómannúðlegrar upp- eldisheimspeki og framtaksleysis hefur gert íslenzk skólamál að viðundri. Þetta er viðfangsefn- ið, sem hin nýja kynslóð horfist í augu við. Þegar að 4. dálki kemur í grein MJ, er engu likara en að höfundur hafi fengið nokkra eft irþanka. Hér lýsir hann ótvírætt þeirri skoðun, sem ég hefi bent á hér að framan, að landspróf- ið er mjög vafasamur mælikvarði. Ef höfð eru í huga þau miklu réttindi, sem æðra námi fylgja, er erfitt að réttlæta þá stefnu, sem birtist í valdi og áhrifum þessa stóradóms. MJ segir: „Með an þekkingarprófi er beitt sem einhlítum mælikvarða, hlýt- ur margur unglingur að lenda undir í tilskildu einkunnamarki, sem þó mundi reynast vel hæf- ur, ef fjólþættari könnun væri beitt.“ Síðan segir höfundur: „All ur, ef fjölþættari könnun væri ur tornæma hafa lokið lands- prófi með framhaldesinkunn, og ... umtalsverður hundraðshluti þeirra landsprófsnema .....sem er langt ofan við meðalgreind, lendir undir tilskildu einkunna- marki.“ Að endingu segir svo höf undur um þetta atriði: „Þessar niðurstöður sýna, að landsprófið veldur ekki fyllilega því hlut- verki sínu að votta hverjum hæf um nemanda hæfni hans til æðra náms ... Traustur dómur um hæfni ungmenna til æðri mennt- unar þarf að hvíla á víðtækari forsendum." Fjölmörgum fslendingum mun vera kunnugt um hið stórmerka starf sem Matthías Jónasson hef ur unnið á sviði greindarmæl- inga. Þetta starf hefur hann unn ið við aðstæður, sem víða ann- ars staðar þættu algerlega óvið- unandi. Aðstoðarfólk við ákveð- in vísindastörf þekkjast vart hér á landi, ef raunvísindum sleppir. Af þessu leiðir að vísindamaður- inn sjálfur verður að leysa af hendi fjölmörg og þreytandi störf, sem ekki þarfnast sérfræði legrar þekkingar. Þetta hefur í för með sér slíkan seinagang að ákveðin verkefni geta dregizt árum saman, sem annars hefði mátt leysa bæði fyrr og betur. Það er rétt mælt, að hyggilegt sé að fara að flestu með gát, en þar með er ekki sagt að sein- læti teljist til dyggða. Ef há- skólinn hefði haft rænu á að út- vega prófessorum skólans al- menna skrifstofuhjálp, svo ekki sé talað um annað aðstoðarfólk, er trúlegt að starfskraftar ým- issa afburða fræðimanna skólans hefðu nýtzt betur. Hér er held- ur ekki vikið að þeim nútíma þætti háskólanáms, þar sem nem andinn fær tækifæri til að vinna með, og undir stjórn prófessors- ins, að ákveðnum rannsóknarefn um. En hér kemur einnig annað til sögunnar. Sumir af þessum af burða fræðimönnum óska beinlín is ekki eftir slíkri samvinnu eða aðstoð, heldur er engu líkara en að þeir skoði hlutskipti sitt og verkefni, sem heilagt sakramenti, sem þeir einir geti notið. Hér er um að ræða átakanlegt dæmi um misnotkun á dýrmætum starfs- kröftum, sem þjóðfélagið þarf á að halda. En í þessu er háskól- inn ekkert einsdæmi. Þjóðfélagið sem heild líður einmitt fyrir þessa sök. Skólarnir hafa ekki menntað æsku landsins til að taka þátt í hinu fjölbreytilega verksviði, sem nútímaþjóðfélag krefst. Skólarnir eru úreltir að þessu leyti. Ö’ll starfsemi þeirra miðast við forsendur sem voru mikilvægar fyrir hálfri öld og meir. Forráðamenn og yfirstjórn skólamálanna hafa flotið sofandi að feigðarósi. Af þeim sökum er það æska landsins, hin komandi kynslóð, sem líður vegna skamm sýni manna, sem ef til vill náðu fullum þroska um fermingu, og síðan ekki söguna meir. í umræddri grein segir MJ á þessa leið: „Hjá þjóðum, sem halda æðri menntastofnunum í sí felldri fjárhagskreppu virðist sú viðleitni ekki óskynsamleg að beina helzt þeim unglingum inn í æðri skóla, sem virðast hæfast- ir til að notfæra sér menntunar- skilyrðin, sem þar bjóðast.“ Þessi hógværa frásögn felur í sér harða gagnrýni. Hin prúðmann- lega framsetning prófessorsins ber vott um hinn stranga sjálfs- aga, sem honum er laginn, en vegna óbifanlegs stuðnings við ríkið leyfir hann sér ekki að setja gagnrýni sína fram á ann- an hátt. En þessi orð þurfa ekki skýringar við. öll þjóðin veit að fræðslumálin hafa verið vanrækt og hafa liðið fyrir nízku stjórnarvaldanna og skammsýni. Ég tel mig vera ein- dreginn stuðningsmann lýðræðis legra stjórnarhátta, en það fel- ur ekki 1 sér blindan og gagn- rýnislausan stuðning við vald- hafana. Það er einmitt skylda hvers þjóðfélagsþegns, að hafa opin augu og vakandi hugsun og taka virkan þátt í hinni já kvæðu baráttu þjóðarinnar, bar- áttu þjóðar, sem ekki fylgir for- ystunni, sem guðlegri útnefningu heldur sem forystu, háðri mann legri takmörkun. Matthías Jónasson hefur lagt nokkuð mikla áherzlu á að ekki sé hægt að leggja niður lands- prófið ef ekkert komi í staðinn. Þessu er ég fyllilega sammála. Ég tel ekkert því til fyrirstöðu að nota utanaðkomandi próf í óbeinum tengslum við kennsluna í skólunum, eins og ég hefi bent á hér að framan. Próf þessi gætu þá leyst af hólmi hið nú- verandi landspróf og um leið létt stórlega á þeirri þvingun, sem nú er yfir kennslunni í gagn- fræðaskólunum. F ramkvæmd slíkra prófa ætti að fela sérfróð Síðari hluti um mönnum og mætti á þann hátt stuðla að því að innleiða hér á landi hagnýta mælikvarða og mat á hæfni nemenda til almenns og sérhæfs framhaldsnáms. Með því að losna við hin beinu tengsl landsprófsins væri um leið lagð ur grundvöllur fyrir víðtækara mati, sem ekki væri háð takmörk uðum námsbókum, heldur byggð ist á þekkingunni almennt og þeirri tækni og takmörkum sem nútíma prófum eru háð. Gagnfræðaskólarnir eiga sjálfir að gefa sín eigin lokapróf og sínar eigin einkunnir, því hvort tveggja hefur hagnýtt gildi ef rétt er að staðið. Matthías Jónasson bendir á hina geigvænlegu þvingun sem landsprófið hefur á kennsluna í gagnfræðaskólunum. Höfundur tekur mannkynssögu og landa- fræði sem dæmi og segir á þessa leið: „Mannkynssaga og landa- fræði veita kennurum mikið svig rúm til túlkunar og mismunandi áherzlu á ýmiss atriði og þætti námsefnisins. Menntunaráhrif þessara greina verða ekki fylli- lega virk, nema kennarinn neyti þessa tækifæris. Hins vegar get- ur hann tæpast leyft sér nauð- synleg frávik frá kennslubókar- textanum, ef hann má vænta þess, að einstök minnisatriði verði tínd saman í alsherjarpróf fyrir landsprófsárganginn. Tveir unglingar kunna að njóta kennslu sem leggur áherzlu á ólíka þætti sögunnar, og verða samt jafn hæfir til æðra náms.“ Á öðrum stað segir höfundur um sama efni: „Kennarar taka þá e.t.v. að einblína um of á próf- ið, en við það verður kennslan bundin og staglkend og myndar beinlínis ranga forsendu fyrir dómi um hæfni unglinganna til æðra náms. Ef rétt er prófað, leiðir prófárangurinn beint af samspili náms og kennslu, sem er engu háð, nema kröfu námsefn- isins sjálfs. Þegar skóli annást próf á eigin ábyrgð, eru líkur til að prófkrafan falli betur að þeim háttum, sem megináherzla var lögð á í kennslunni." En þrátt fyrir allt þefta telur MJ að halda beri landsprófinu, og ef til vill, getur hann réttlætt þá skoðun með því að vísa til þeirr ar afturhaldsstefnu, sem mótað hefur íslenzka fræðslumála- stjórn á síðustu árum. Hin tvískipta afstaða MJ mun eiga sér fá dæmi. f flestum greinum vill hann laga málefn- in eftir eðli hinna hefðbundnu forma. Þetta hefur það í för með sér að margar af hinum ágætu hugmyndum og skoðunum MJ verða að engu, þegar ætlazt er til að hægt sé að framkvæma þær við aðstæður, sem jafnvel stuðla beinlínis að öndverðri nið urstöðu. Það verður því að telja að MJ sé dyggur forsvarsmað- ur þess fyrirkomulags, sem vér búum við í dag. Þó er ég ekki í neinum vafa um, að MJ mundi taka jákvæðari afstöðu til þessa máls, ef hann teldi nokkrar lik- ur á því, að hægt væri að hrinda því í framkvæmd. Klambr ið, sem ríkt hefur í þessum mál- um, á undanförnum árum hefur þannig orðið til þess að sætta menn við stöðugar smálagfæring ar hér og þar til þess að forða frá algeru þjóðarstrandi. Það er einmitt þess vegna, sem MJ sér ástæðu til þess að réttlæta þetta vandræðaform, sem hann hefur sjálfur gagnrýnt svo harð- lega. Sumar af skoðunum MJ bera það greinilega með sér, að hon- um hefur ekki tekizt að aðlaga sumar af sínum vel mótuðu hug- myndum, að breyttum aðstæðum. Hinn hugsjónalegi grundvöllur, sem markar stefnu hans gagn- vart aðlögun er ofurseldur „gamla skólanum“. Honum hefur ekki enn skilizt, að nútímaþjóð félag getur veitt hinni nýju kyn slóð æðri menntun á miklu breið ari grundvelli en áður þekktist. Honum hefur ekki enn skilizt, að þær þjóðir, sem lengst eru komnar á þessum sviðum hafa fyrir löngu tekið af öll tvímæli um gildi víðtækrar æðri mennt- unar á fjölmörgum sviðum. Á- hrif þessarar stefnu hafa komið einna Ijósast fram í örum hag- vexti og þróttmeira menningar- lífi. En MJ er enn bundinn á hinn sama klafa, þar sem þjóð- félagið skilgreindi æðri mennt- un, sem tæki til að velja úr fá- mennan hóp til að gegna for- ystuhlutverki í þjóðfélaginu. MJ segir: „Inntökupróf í æðri menntastofnun markar örlaga rík tímamót í lífi margs ung- mennis. Menntun, sem á að vera meira en nafnið tómt, krefst jafnframt allmikiils námshæfi- leika.“ Samkvæmt eðli þess kerf is, sem vér búum við, markar þetta próf svo sannanlega ör- lagaríkt spor. Með því að nota hugtakið „allmiklir námshæfi- leikar“ verður ekki auðveldlega séð hvað höfundur á við. Vegna fyrri skilgreininga má þó draga þá ályktun að hann eigi við hæfileika mjög takmarkaðs hóps eða e.t.v. 10-15 af hundraði. En afstaða nútímaþjóðfélags og öll aðstaða til að veita æðra nám hefur gjörbreytzt á undan- förnum árum. Æðri menntun í dag felur í sér almenna og sér- fræðilega menntun á öllum svið- um tækni, vísinda, þjónustu, fræða og almennra og sérstakra starfa. Það hefur einnig verið bent á, að hver heilbrigður ungl ingur getur notið nytsamrar framhaldsmenntunar í samræmi við hæfileika sina. Matið á „all- miklum námshæfileikum" hefur því, vegna þeirra takmarkana, sem því er sett, einangrazt við eðli þeirrar tegundar æðri menntunar, sem þekktist fyrr á tímum. Ein af þeim ábendingum sem MJ bendir á, til þess að draga úr hinum neikvæðu áhrifum landsprófsins, er fólgin í leng- ingu undirbúningstímans til landsprófs. Höfundur segir, að þessari ráðstöfun sé „ekki æbl- að að koma í veg fyrir, að ó- hæfir nemendur fálli á prófi“ Samkvæmt því er það beinlínis tilgangur prófsins að þessir „ó- hæfu nemendur" falli, á sama hátt og það er tilgangur prófs ins, að hinir „hæfu“ standist prófið. Tilgangur MJ virðist aug ljós. Hér er þó vert að gera sér grein fyrir þeim grundvallarmun, sem felst í áherzlu MJ á að við- halda þessum sérstaka þætti kerfisins, og þeirri stefnu, sem ég og ýmsir aðrir hallast frem- ur að. Sú skoðun felur í sér al- gera stefnubreytingu gagnvart prófinu, sem tæki ríkisins, til úr vinzlu á námshæfni. Þessi stefna byggist fyrst og fremst á þeirri skoðnu, að unglingarnir verða ekki, eðlis síns vegna, flokkaðir í tvo hópa, „þá hæfu“ og „þá óhæfu“. Þessi skoðun byggist einnig á þeirri kenningu að fyrrnefnd flokkun sé afleið- ing þjóðfélagshátta, sem ekki lengur fá staðizt. Af þessum sök um ber þjóðfélaginu að aðlaga fræðslu- og skólakerfið eftir breyttum þjóðfélagsháttum. For- sendur matsins ,,hæfur“ og „ó- hæfur“ eru ennfremur óréttlæt- anlegar, vegna þess að nútíma- þjóðfélag getur veitt hverjum heilbrigðum unglingi aðstöðu til framhaldsnáms á ýmsum sviðum, án þess að leggja megináherzlu á að stimpla þá „hæfa“ eða ,ó,- B. Utanaðkomandi Próf (óbein tengsl)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.