Morgunblaðið - 07.11.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.11.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1968 21 hæfa“. Ég hefi áður bent á að íslenzk skólamálastefna verður heldur ekki réttlætt vegna ómannúðlegrar sérstöðu, sem takmörkuð æðri menntun hefur í för með sér. Það er alvarlegt vandamál, að meirihlutí þjóðar- innar hefur orðið að ganga í gegnum refsingu stóradóms fyrir þá sök eina að hafa meðal greindarvísitölu, eða með öðrum orðum almenna greind. Ef einhver skyldi fá þá hug- mynd, af orðum mínum, að ég telji námsefni í íslenzkum skól- um of þimgt, þá er það alger misskilningur. Námsefnið er síð- ur en svo of þungt. Það er skóla kerfið sjálft, sem er of þungt. 13 ára börn á íslandi hafa lært minna og kunna minna en jafn- aldrar þeiirra í öðrum 1 öndum Evrópu. Sama má segja um ungl- inga á íslandi, sem lokið hafa landsprófi, gagnfræðaprófi eða stúdentsprófi. Samanburðurinn er alltdf augljós til að hægt sé að líta á þessi mál og segja síð- an, að flest sé í lagL Ég vil benda á samaniburð, sem Ingvar Ingvarsson gerði á kunnáttu ís- lenzkra og danskra nemenda í reikningi og eðlisfræðL Einnig má benda á niðurstöður Svein- björns Björnssonar og saman- burð á niðurstöðum Jónasar Pálssonar og Hjálmars Ólafsson ar við niðurstöður Torsten Hus- én frá 1950. Undanfarin fjögur ár hefi ég unnið meira að rann- sóknum á íslenzkum skólamálum he'ldur en nokkru öðru verk- efni. Ég tel mig því hafa nokkuð góða aðstöðu til að dæma um þessi mál. Þegar flestar aðrar þjóðir hafa tekið upp þá stefnu að veita hverjum einstaklingi færi á að afla þess náms, sem hann hefur hæfileika til, þá sitjum vér fs- lendingar enn f sama farinu. Auðvitað segja forráðamenn vor ir að þetta sé einmitt takmark íslenzkrar skólamálastefnu. En þeim góðu mönnum hefur hrapal lega yfirsézt. Hér á landi, eins og flestir ættu að vita, stuðlar skólakerfið ekkl að því að hver einstaklingur fái að njóta þess máms, sem hann hefur hæfileika og vilja til, heldur að hver ein- staklingur fái tækifæri til að sýna hvort hann hafi hæfileika til að ná ákveðnum námsár- angri innan ákveðins tíma. Hér er um verulegan mismun að ræða. Vegna einblíningar á prófið og annað, er að því lýtur, hefur hið raunverulega menntunarstarf skólanna tiðið verulega. Fræðsla og menntun f nútímaþjóðfélagi hefur ekkert að gera með hnit- miðuð stéttaskil hinna greindu og hinna miður greindu. Fræðsla og menntun í nútíma þjóðfélagi á öllum fremur að einkennast af samhæfðu átaki þjóðarinnar til þess að veita hverjum einstakl ingi aðstöðu til að njóta þeirrar menntunar, sem hann hefur hæfi leika til. Til þess að þetta geti orðið þarf þjóðfélagið sjálft að búa svo að þessum málum að þessi starfsemi geti borið árang- ur sem þjóðinni yrði til sóma og þegnunum tiO. gæfu og hagsbóta. Þegar landsprófið er athugað, í framkvæmd kemur greinilega í ljós að það er illa fært um að gegna því hlutverki, sem því er ætlað innan skólakerfisins. Þetta kemur berlega í ljós í margvís- legum undanþágum, sem ýmsir skólar hafa neyðzt til að setja um viðbótamám og inntökupróf. Það sem aftur á móti stendur ó- haggað meðan landsprófinu er haldið við, eru hin lamandi á- hrif, sem það hefur á kennslu og nám. Það er jafnvel ástæða til að ætla, að það Stuðli beinlín is að viðhaldi á gömlum kennslu bókum og standi gegn eðlilegri þróun nýrra námsbóka og nýrra kennsluaðferða. í þessu sam- bandi má nefna þá erfiðleika, sem enskukennarar við gagn- fræðaskólana hafa haft við kynningu á nýjum kennslubókum og aðferðum til landsprófs. Hin vaxandi þörf sérskólanna fyrir inntökupróf er eðlileg. Nemend- ur hafa ekki hlotið þá menntun í gagnfræðaskólunum, sem talin er viðunandi. Hvað er þá að? Eru íslenzkir nemendur ógreind ari en nemendur annara þjóða? Þessu svarar prófessor Matthías Jónasson í grein, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins, 20. nóvember, 1966. Hann segir: „ís lenzk börn og unglingar hafa hæfileika til jafns við það, sem við þekkjum bezt með öðrum þjóðum — mannvænlegri æska óx aldrei upp í þessu landi —, en andstæð öfl og óvæntur hraði í menningarþróun okkar gera upp eldisstarfið vandasamara en það var nokkru sinni fyrr.“ Hin and stæðu öfl, sem Matthías Jónasson talar um, hafa svo sárlamað fræðsluna í skólunum að mikill hluti nemenda á vart aft- urkvæmt til nokkurs jákvæðs framhaldsnáms. Eins og fyrr greinir, er meg- intilgangur landsprófsins, að velja úr nemendur til mennta- skólanáms. Þjóðfélagslegar að- stæður allar, hafa það í för með sér, að þeir, sem ekki ljúka landsprófi hafa takmarkaða möguleika til að leggja stund á akademiskt framhaldsnám innan hinna einstöku sérgreina verk- náms. Skólakerfið hefur því al- gerlega snúið baki við þessum stóra hóp íslenzkrar æsku. Það er ný stefna í íslenzkum skólamálum, sem koma skal. Sú stefna mun stuðla að eðlilegu og jákvæðu námi fyrir alla. Sú stefna mim miða að því að hver einstaklingur fái aðstöðu til náms í samræmi við eigin óskir og hæfileika. Sú stefna mun stuðla að því að þessar aðstæður verði gerðar að veruleika með nýjum skólum og víðtækri endurnýjun. Námsefni skyldunámsins ber að endurskoða. Að skyldunámi loknu ber að greina námsefni allra framhaldsskóla í námsgrein ar, þannig að auðvelda megi til- flu'tninga nemenda frá einum skóla til annars. Þetta mundi einnig stuðla að samræmingu námsgreina og gefa sérskólunum betra tækifæri til að einbeita sér að sérgreininni. Með því að á- kveða heildarnámsefni hvers skóla á grundvelli námseininga verða bein utanaðkomandi próf ónauðsynleg með öllu. Á þann hátt mundi einnig sparast mikill tími, sem nú er notaður í ítroðslu og undirbúning fyrir óskynsam- leg próf. Vér íslendingar höfum liðið mikið tjón fyrir þá sök, að fram sýni hefur skort átakanlega við Stjórn fræðslumálanna. Gagn- fræðaskólunum hefur verið hel- riðið með úreltum prófkröfum, úreltum námsbókum, úreltum kennsluaðferðum og réttindalaus um kennurum. Á þessum grund- velli er síðan „hin stóra úr- vinnsla“ framkvæmd, og „stóri- dómur“ upp kveðinn. Námsefnið og kennslan grundvallast á próf- kröfum til úrtaks fyrir mennta- skólana. Áhrif þessarar ráðstöf- unar hefur þrælbundið kennara svo, að óhugsandi hefur verið, að gera nokkrar raunhæfar breytingar til úrbóta. Frá því að lögin um gagn- fræðanám gengu í gildi, árið 1946 hafa menn átt í stöðugum vandræðum með að fyrirbyggja hin ýmsu neikvæðu áhrif lands- prófsins. Þetta hefur svo birzt í ýmisskonar skottulækningum með misjöfnum árangri. En vandræð- in voru fyrirsjáanleg áður en lögin gengu í gildi. Þetta kem ur glöggt fram í greinargerð nefndra laga (Lög um gagn- fræðanám, Nr. 48, 7. maí 1949), varðandi verknáms- og bóknáms deiddir. Þar segir svo: „UM 27. gr. Barnaprófið veitir rétt til inngöngu í báðar deildir gagn- fræðaskólanna. Þó verður kraf- izt ákveðinnar prófseinkunnar til þess að fá inngöngu í bóknáms- deild, vegna þess, að hún mun miða námsefni sitt að verulegu leyti við undirbúning undir fram haldsnám í menntaskólum og skólum, er krefjast svipaðs und irbúnings, og er hæfni til bók- náms því skilyrði þess að geta notið námsins í þessari deild ... Verknáminu þarf að haga eftir hæfni hvers nemanda og með hliðsjón af því, hvaða atvinnu líklegast er, að hann stundi. Tak ist vel til um verknámskennslu, getur hún veitt þroska og menn- ingu engu síður en bóknám. Verk námsdei'ld ber því alls ekki að skipa óvirðulegri sess í skóla- kerfinu en bóknámsdeild, og sennilega veitir hún víðtækari réttindi að námi loknu.“ Hér má sérstaklega benda á, að skilyrð- in ti'l að stunda nám í bóknáms- deild eru þau að hafa hæfileika til bóknáms. Á hinn bóginn er talið líklegt að verknámsdeild veiti víðtækari réttindi að námi loknu. Þó er greinilegt að grein- argerðin ber með sér nokkurn ótta um að nemendur verknáms- ins muni skipa nokkuð óvirðu- legri sess en þeir sem setjast í bóknámsdeild. 1 24. gr. laganna segir svo, til að kóróna allt verk ið: „Allir skólar gagnfræðastigs- ins skulu starfa í höfuðdráttum eftir samræmdri námsskrá." Skilgreining á verknámi og bóknámi ber vott um þá algeru stöðnun, sem átt hefur sér stað varðandi námsefni í nútíma skól- um. Verknámsformið er hér not- að sem tilefni til tossabekkja fyrirkomulags, sem er algerlega ómannsæmandi. Ef þeir, sem þess um málum stjórna skildu hina raunverulegu merkingu verk- náms í nútímaþjóðfélagi er ef til vin hugsanlegt að augu þeirra mundu opnast fyrir eðli við- fangsefnisins. Auðvitað var verk námið fyrst og fremst kák, og hefur verið það allt fram á þenn an tíma. Þeir sem lögin sömdu greindu ekki eðli og áhrifþeirra öru þjóðfélagsbreytinga, sem voru í uppsigtlignu. Það sem verra er, er að þeir sem málum þessum stjórna í dag virðast ekki sjá, að með því að viðhalda þessu fyrirkomulagi standa þeir bein- línis gegn eðlilegri þróun fræðslumála í landinu. En námsefni og skipun gagn- fræðanámsins segir ekki söguna álla. Ofan á þetta bætist svo ein af stærstu afglöpum menntamála ráðherra, sem er menntun kenn- ara fyrir gagnfræðaskólana. Þetta mál er saga út af fyrir sig og verður ekki rakin að sinni. Hér má þó benda á að allar að- gerðir menn'tamálaráðherra er varða menntun gagnfræðaskóla- kennara eru hallærisráðstafanir. í þessum efnum mun þó ramma- löggjöfin hafa gefið menntamála ráðherra ærið tækifæri til veru legra aðgerða, en auðvitað verð- ur ekki ætlast til þess að menn, sem ekki vita hvað að er, viti hvað gera skal. Ég hefi bent á það áður, að úrtaksprófið til framhalds- náms er óréttlætanlegt. Einnig má benda á að skólakerfið stuðl ar ekki að því að „hinir óhæfu“ leiti frekara náms, eftir að hin- am takmörkuðu menntaleiðum, sem þeim standa opin, lýkur. Ég held því ekki fram, að hver ein- staklingur, sem lokið hefur námi og hlotið ákveðin réttindi til starfa, hafi áhuga eða vllja til að viðhalda og auka þekkingu sína með því að setjast á skóla- bekk að nýju. Flestir dugandi ein staklingar leggja sig fram um að auka og vi'ðh. þekkingu sinnimeð því að fylgjast með nýjungum, er starf þeirra og réttindi varða. En á hvern hátt, sem menn niú óska eftir því, að viðhalda þekk ingu sinni, þá er það skylda þjóð félagsins, að opna þær mennta- leiðir, sem aðrar siðmenntaðar þjóðir hafa lagt sig fram um að gera aðgengilegar, fyrir alla þegna þjóðfélagsins. Með því að opna nýjar leiðir til framhalds- nóms fyrir alþýðu manna er um 'leið lagður mikilvægur grund völlur fyrir enn þróttmeiri æðri menntun í landinu. Þessar menntaleiðir eru enn lokaðar og standa því þegnum þjóðfélagsins ekki til boða. Af þeim sökum skortir tæknimennt- aða menn, sérfræðinga á ýmsum sviðum, fjölbreyttni í atvinnulíf inu, nægan hóp velmenntaðra kennara við gagnfræðaskólana og sérskólana, fjölbreytta náms- bókaútgáfu, nýjungar í starfs- háttum skólanna, og þannig mætti lengi telja. Allt þetta skort ir, meðal annars, vegna þess, að við búum við úrelt og mjög ó- fullnægjandi skólakerfi, sem hef ur kostað þjóðina meira en nokk ur efnahagskreppa á þessari öld. Vegna þessa skólakerfis hefur þjóðin meðal annars, ekki enn haft tækifæri til að sýna hvað raunverulega í henni býr. Æska landsins hefur verið hneppt í fjötra til þess að viðha'lda úrelt um þjóðfélagsháttum. Það er því krafa æskunnar í dag, að hún fái að taka virkan þátt í upp- bygginigu þjóðarinnar á þessari öld vísinda og tækni. Af þessum sökum ber oss að afnema hið úr- elta skólakerfi tafarlaust og með >ví leysa úr læðingi hið dýrmæt asta afl, sem þjóð vor býr yfir, æskuna. Til þess að slíkt verði framkvæmt þarf þjóðin að standa saman einhuga. Hverjum einstaklingi ber skylda til, að beita áhrifavaldi sínu innan þeirra samtaka, sem þeir starfa. Það er skylda vor við æsku þessa lands, að hún fái að vaxa upp frjáls í frjálsu landi og örv- uð til dáða, því þess þarf þjóð- in svo sannanlega á að halda. Þessari skyldu höfum vér brugð izt. Þess vegna hafa þeir, sem nú eru að ljúka námi, ekki haft aðstöðu til að njóta þeirrar fjölbreyttu námsaðstöðu, sem sæmir hverju menningarþjóðfé- lagi. Með því að veita æsku vorri tækifæri til að njóta fjölbreyttr- ar menntunar, að loknu skyldu- námi, breikkum vér um leið efna hagsgrundvöll þjóðarinnar. Það er einmitt hér, sem ég vil biðja yður góðir íslendingar, að staldra við um stund. Ég vil beina orðum mínum sérstaklega til þeirra, sem skólakerfið dæmdi „óhæfa". Ég beini orðum mínum til þeirra, sem nú eru í fullum starfskrafti og lokið hafa skólanámi, iðnaðarmanna, bænda, verzlunarmanna, verksmiðju- fólks, sjómanna, verkstjóra og ó faglærðra verkamanna. Ég veit að stór hópur yðar á meðal sóttu menntun og reynslu til annara 'landa. Sumir yðar á meðal höfðu frumkvæði um nýjungar, sem urðu til þess að auðga og bæta þjóðfélag vort. Flestir, yðar á meðal, sem urðuð giftusamir í starfi eigið það að þakka þeim manndómi, sem þér höfðuð í því að brjótast áfram og vinna sigra í því verki, sem þér völduð að lífsstarfi. Aðrir, yðar á meðal, náðuð skemmra og urðuð ekki eins happadrjúgir í starfi yðar. Enn aðrir, yðar á meðal, urðuð, að mörgu leyti útundan í lífs- baráttunni. Þegar haft er í huga að þjóð- in leggur kapp á, að veita tí- unda hluta ís'lenzkra námsmanna góðan aðbúnað er það þá ekki dá- lítið furðulegt að þjóðin skuli á sama tíma vanrækja svo hrapal- lega stærsta hluta íslenzkrar æsku, sem raun ber vitni. Sum- ir segja að hver maður sé sinnar gæfu smiður, og er margt til í þessum orðum. Hitt ber oss að hafa í huga, að þjóðfélagið stend ur saman af einstaklingum,, sem eru í mörgu ólíkir. Þjóðfélag vort leggur höfuðáherzlu á að brýna fyrir oss hina ólíku náms- Páfagarði 6. nóvember — AP. Eitt blaðanna í páfagarði hefur sagt að hjónaband þeirra Jacque- line og Onassis, hafi ekki orðið til þess að hún hafi verið sett út af sakramentinu, en hins veg- ar hafi hún í rauninni afneitað trú sinni með því að giftast hon- um. Þetta er í fyrsta skipti sem yfirlýsing er gefin um brúðkaup- ið í páfagarði, og var að mestu hæfileika. Á hinn bóginn legg- ur þjóðfé'lagið minni áherzlu á að kanna ýmisskonar mannkosti sem einstaklingarnir eru búnir. Nei, góðir íslendingar, þjóðfélag vort hefur ekki gert mikið til að leiðbeina þeim stóra hóp ís- lenzkrar æsku, sem ekki fékk rétt til akademisks framhalds- náms. Kennarar vorir hafa verið svo uppteknir við að reikna út einkunnir, að þeim hefur ekki unnizt tími til að sinna því, sem meira er um vert, en það er að leiðbeina nemendum, bæði vel greindum og miður greindum, leiðbeina þeim sem einstakling- um, en ekki sem hópverum, leið beina þeim í námi, sem bezt hæf- ir, og sem þeir sjálfir hafa hug á. íslenzk æska rís nú upp og krefst þess, að forráðamenn þjóð arinnar geri þær ráðstafanir í íslenzkum skólamálum að kenn- arar geti með góðri samvizku bent þeim á menntaleiðir innan íslenzkra framhaxdsskóla, þar sem þeir geti notið fjölbreytts náms til undirbúnings fyrir það lífsstarf, sem þeir hafa valið. Ég ber þá sök óhikað á hend- ur áhrifamönnum íslenzkra skóla mála, og þó sérstaklega núver- andi menntamálaráðherra, að þeir hafa átakanlega brugðizt hlutverki sínu og ekki haldið vöku sinni. Þeir hafa sofið á verð inum og nú þegar öll þjóðin er að vakna af þeim vonda draumi að skólakerfi vort er úrelt þá hafa sumir menn geð í sér til að segja að flest sé í lagi með skóla kerfið. Það eina sem ég gét hugs að þeim til málsbóta, er að þeir vita ekki hvað þeir eru að gera. Það má vera að alþýða manna fyrirgefi þeim af þeim sökum, en hún mun eigi að síður halda fast á málum sínum og bera þau fram til sigurs. Fjórnr bækur fró Skjuldborg sf. SKJALDBORG sf., sem er ný- stofnað útgáfufyrirtæki á Akur- eyri, gefur út á þessu ári eftir- taldar bækur: „Leyniskjalið" heitir ný barna- bók eftir Indriða Úlfsson, skóla- stjóra á AkureyrL Þetta er fyrsta bók höfundar, en hann hefur áð- ur samið mörg leikrit fyrir börn, sem flutt hafa verið víða á skólaskemmtunum, og nokkur birzt í barnablaðinu „Vorið.“ „Bundið mál,“ heitÍT ný ljóða- bók eftir Jón Benediktsson, yfir- lögregluþjón á Akureyri. Þetta er önnur ljóðabók höfundar, sem kunnur er fyrir sönglög sín og ljóð víða um land. Fyrri ljóðabók han.s, „Sólbros,“ kom út 1959 og var vel tekið. „Eltingaleikur á Atlantshafi" (The Enemy Below) eftir D. A_ Rayner í þýðingu Baldurs Hólm- geirssonar segir frá einvígi milli tundurspillis og kafbáts í heims- styrjöldinni. „Svartstakkur og skartgripa- ránin“ eftir Br.uce Graeme er 'fyrsta bókin, sem út kemur á íslenzku um Svartstakk. Baldur Hólmgeirsson hefur þýtt þessa leyti endurtekning á því sem blaðafulltrúi páfagarðs hafði áð- ur sagt. Nafn Jackie var ekkj nefnt I blaðinu en það er enginn vafi á að það var átt við hana. Yfir- lýsingin var svar til eins lesanda sem hafði spurt hvort það væri satt að mikið umtöluð gifting konu nýlega, hefði orðið til þess að hún hefði verið sett út a£ saikramentinu. 'bok. Jackie ekki sett út af sakramentinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.