Morgunblaðið - 07.11.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.11.1968, Blaðsíða 28
RITSTJÓRIM • PRENTSMIÐJA AFG R EIÐSLA • SKRIFSTOFA SÍMI 10»100 FIMMTUDAGUK 7. NÓVEMBER 1968 AU6IYSJN6AR SÍMI SS*4*80 Utflutningur á síldar- mjöli stöövaöur — á meðan birgðakönnun fer fram — Ottazt að fóðurbœti skorti handa búfé t'TILTTNINGSLKYFI fyrir síldarmjöli verða ekki veitt á næstunni, meðan verið er að kanna birgðir þær sem til eru í landinu, en grunur Ieikur á að ekki sé til nægilega mikið fóð- urmjöl í landinu fyrir bústofn landsmanna. Dr. Halldór Pálsson, búnaðar- málastjóri, tjáði Mbl. í gær- kvöldi að Búnaðarfélag íslands hefði farið þess á leit við ráðu- neytið að útflutningur yrði bann aður. Dr. Halldór telur að birgð- ir fyrir inanlandsmarkað séu allt of litlar bregðist síldvei’ðin, sem hún hefur gert til þessa. Verði ekki aukin síldveiði télur hann að flytja þúrfi inn til landsins kjarnfóður, í fóðurblöndu eða sojabaunum. Þórhallur Ásgeirsson, ráðu- neytisstjóri í viðskiptamálaráðu- neytinu sagði, að útgáfa leyfa til útflutnings á síldarmjöli hefði verið stoðvuð, samkvæmt bei’ðni frá landbúnaðarráðuneytinu. — Hins vegar sagði Þórhallur, að nokkur leyfi væru útistandandi og yrðu þau ekki afturkölluð. Ný leyfi verða ekki veitt, meðan athugun á bingðum landsmanna fer fram. Um kl. 19 í gær varð árekstur milli þriggja bifreiða á mótum Miklubrautar og Grensásvegar. Verið var að draga bifreið, semvar biluð, er þriðja bifreiðin kom og ók á hinar tvær. — Ljósm. Sv. Þorm. Móbnæli d bylt- ingorolmæli HÓPUR unglinga safnaðist sam- an fyrir framan sendiráð Sovét- ríkjanna í gær — daginn fyrir byltingarafmælið, sem er í dag. Árlega hefur það tíðkast að sendiherrann hefur haft boð inni fyrir fólk sem hefur viljað bera fram heillaóskir, en af óskýrðum ástæðum var boðinu flýtt um einn dag. Lögreglan umgirti sendiráðið og sá um að menn kæmust ekki nærri því og hélt hún uppi reglu á staðnum. Mótmælendur báru spjöld, sem á voru rituð slagorð. Stóð fólkið við sendiráðið á með- an á boðinu stóð. Nokkrir unglingar, sem voru með ærsl voru teknir í vörzlu lögreglunn- ar, en sleppt fljótlega. . Pósti og reið- hjóli stolið PÓSTI vaT stolið i gær frá konu, sem ber hann út í Safamýri. Póisturinn var í körfu á hjóli og var bæði hjól og póstur horfinn, er konan kom frá póstburði úr einu húsanna. BRAK (IR ÞRANI NK FUNDIB — Leit haldið áfram ÞRÁTT fyrir mjög víðtæka leit hefur ekkert spurzt til skipverjanna níu á Þráni NK 70, sem síðast heyrðist til kl. 05.40 á þriðjudagsmorgun. Við leitina í gær fannst mik- ið brak allt frá Reynisdröng- um og vestur um Eyjar. Er talið fullvíst að það sé úr Þráni NK. Leit verður haldið áfram í dag. í dag Sem fyrr segir eru skipverj- arnir níu, sjö búa í Vestmanna- eyjum, einn í Reykjavík og einn í Kópavogi. Skipstjóri á Þráni NK er Grétar Skaftason, en aðrir skipverjar eru: Helgi Krist- insson, stýrimaður; Guðmundur Gíslason, 1. vélstjóri; Gunnlaug- ur Björnsson, 2. vélítjóri; Einar Magnússon, matsveinn; Gimnar Björgvisnsson; Tryggvi Gunnars- son; Hannes Andrésson og Einar Marvin Ólason. Leitin að Þráni hófst í dögun í gær. Munu fleiri bátar ekki hafa farið áður til leitar’ frá Vestmannaeyjum, en alls leituðu um 40 skip. Sigldu þau samsíða, en skyggni var fremur slæmt og urðu þau að sigla nokkuð þétt. Þá var gengið á fjörur allt frá Selvogi og austur á Meðalland. Fannst rauðmálaður planki á Landeyjarsandi, sem taliinn er vera úr Þráni NK. Bátarnir sem leituðu, fundu sumir hverjir brak, sem talið er Fjárfesting rikisbankanna 1960- 1968 á fjórða hundrað milljónir — Banki á hverja 3750 íbúa Á SÍÐUSTU 7 árum og þaS sem ’af er þessu ári nemur fjárfest- ing ríkisbankanna fjögurra: Seðlabankans, Landsbankans, Út vegsbankans og Búnaðarbank- ans, samtals um 324 millj. kr. Er fjárfesting Landsbankans lang- mest á þessu tímabili, eða um 154,0 millj. kr. Á íslandi eru nú 6 viðskiptabankar og 47 útibú og sparisjóðir og lætur þvi nærri að einn banki sé á hverja 3750 Samningur um síldveiðar við Ameríku til 1. júní — Einari Sigurðssyni veitt leyfi til að selja verksmiðju í Cloucester afla tveggja báta — Örn fer vestur á laugardag Sjávarútvegsmálaráðherra veitti i gær Einari Sigurðssyni, útgerð- armanni, leyfi til að selja síld úr tveimur bátum i amerískt flutningaskip. Hefur Einar gert samning um löndun úr Erni og Örfirisey til 1. júni næstkomandi. Síldin verður brædd í síldar- verksmiðju í Gloucester í Massa- chusetts, en það er eina verk- smiðjan á austurströnd Banda- ríkjanna, sem bræðir sild. Bátarnir og áhafnir þeirra munu hafa aðsetur í Gloucester, en síldveiðar hafa ekki verið stundaðar þaðan að vetri til áð- ur. Óvissa ríkir því um veiðarn- ar og sýnir vesturförin talsvert áræði sjómannanna og útgerðar- innar. Örn mun halda vestur um haf nk. laugardag, en Örfirisey fer þangað eftir hátíðar. Áhöfnin á Erni mun koma flugleiðis heim um jólin. Afköst verksmiðjunnar i Glou- cester eru 300—400 tonn á sólar- hring. Eins og kom fram í Morg- unblaðinu í gær munu íslenzku bátarnir losa síldina í ameriskt flutningaskip fyrir utan 12 mílna fiskveiðilögsögu Bandaríkjanna. íbúa. Fjárfesting ríkisbankanna varð mest á árunum 1963—1967, en hefur aftur á móti verið minni á þessu ári og eru litlar fram- kvæmdir fyrirhugaðar hjá þeim, nema Búnaðarbankanum sem er nú að vinna að húsi við Hlemm í Reykjavík og Landsbank- inn áætlar endurbyggingu Hafn- arstrætis 14 og endurbætur á úti- búum bankans á Akranesi og Grindavík. Framhald á hls. 12 Piltur slusost SLYS varð á mótum Kringlu- mýrarbrautar og Háaleitisbraut- ar skömmu eftir hádegi í gær. 17 ára piltur skall þar utan í bifrið og slasaðist. Tildrög slyssins voru, að pilt- urinn, ók skellihjóli norður Kringlumýrarbraut, en bifreið- inni, jeppa, var ekið austur Háa- leitisbraut. Ökumaður jeppans stöðvaði hann við gatnamótin, en ók síðan af stað. Lenti piltur- inn þá aftast á jeppanum — hægra megin en skall síðan í götuna. Ökumaður jeppans ber við að hann hafi ekiki séð til piltsins, sem var fluttur í Slysa- varðstofuna, en síðan í sijúkra- hús. víst að sé úr Þráni. Fannst m.a. uppstiíling af dekki, belgur merktur Þráni ög hringitr, sem lásaður er í endann á síldarnót. Þá fannsf og lok, sem í fyrstu var talið að væri kistulok af gúmbjörgunanbátskistli, en þó munu kunnugir heldur hafa álit- ið, að hér væri um lok á kistli að ræða, sem jafnan var ofan á stýrishúsi bátsiins. Einnig fuind- ust lestarfjalir. Brak þetta fannst á dreifðu svæði allt frá Vík og vestur undir Þrídranga. Sjó- menn telja líklegt, að Þráinn hafi sokkið 6—7 sjómílur austur af Elliðaey, því að þar virðist mikið brak fljóta upp. Landhelgisgæzluflugvélin SIF gerði tilraun til leitar, en vegna slæms skyggnis gat hún lítið aðhafzt. í dag mun höfuðá'herzla lögð á leit úr lofti -— verði veð- ur hagstætt. Stjórnendur leitarinnar í gær voru Sigurður Ámason, skip- herra á Óðni, og Óskar Matthías- son, skipstjóri á vb. Leó. Musoveizlo hjn; Landssímonum NÝLOKIÐ er tengingu fjög- urra bæja í Háfshverfi við sjálfvirku símstöðina í Þykkvabæ. Fljótlega eftir að lokið var við að tengja komu í ljós truflanir á línunum og } við athugun reyndist bilunin vera sú, að mýs höfðu etið sig niður á línuna, sem er jarðstrengur og nagað ein- angrunina í burtu. Ger.t var við línuna, en hún hélf samt áfram að vera góm- sæt í munni músanna, enda varð brátt aftur vart truflana. Viðgerð lauk í gænkvöldi, en þegar henni var lokið virtust allar línurnar leka, og að því er virðist víða. Viðgerðar- flokkur Landssímans situr nú með sárt ennið þarna austur frá og veit vart hvar byTja skal — og mýsnar hlæja ef- laust dátt og strjúka kviðinn ánægðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.