Morgunblaðið - 07.11.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.11.1968, Blaðsíða 12
12 MORG-UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1968 ■ttfsatcTOt Eingöngu íslendingur stnrfa við birgðastöð NATO í Hvalfirði Unnið að rannsókn n skóla- mólum dreifbýlisins næsta ór SKÓLARANNSÓKNIR komu til umræðu á Alþingfi í gær. Tilefni þeirra umræðna var að Lúðvík Jósefsson mælti fyrir fyrirspurn er Jónas Árnason flutti um þau mál. Var spurning Jónasar á þá Ieið að upplýst yrði hverjar hefðu orðið niðurstöður skóla- rannsókna varðandi aðstöðumun fólks í dreifbýli annars vegar og þéttbýlis hins vegar til að tryggja börnum sínum skyldu- fræðslu og eðlilega hlutdeild í framhaldsmenntun. í svari Gylfa Þ. Gíslasonar menntamálaráðherra kom fram, að þegar starfsáætlun skólarann- sókna fyrir árið 1968 var samin var gert ráð fyrir að hafnar yrðu rannsóknir á skólamálum dreif- býlisins og gerðar yrðu áætlanir Franlhald af bís. 28 Framangreindar upplýsingar komu fram í svari sem við^dpta málaráðherra gaf við fyrirspum sem lögð var fram á Alþingi. Mun skýrsla sú er ráðherra fékk frá bönkunum um fjárfestingu þeirra verða fjölrituð og útbýtt meðal þingmanna. Sigurvin Einarsson bar fram fyrirspurnina og var hún svo- hljóðandi: 1. Hversu mikil er fjárfesting ríkisbankanna, hvera um sig frá og með 1960 til þessa tíma, í byggingarlóðum og húsbygging- um, svo og tækjum og búnaði bankahúsa: a. á verðlagi hvers árs, b. á núverandi verðlagi? 2. Hversu mikill er áætlaður kostnaður ríkisbankanna hvers um sig, af þeim hluta yfirstand- andi fjárfestingarframkvæmda, sem nú er ólokið? 3. Eru ráðgerðar einhverjar fjárfestingarframkvæmdir hjá bönkum ríkisins, sem enn er ekki byrjað á, og ef svo er, hverj ar eru þær og hvað er áætlað að þær muni kosta? um tilraun til að leysa fræðslu- vandamál þess. Hins vegar upp- lýsti ráðherra að starfsmenn skólarannsókna hefðu orðið að einbeita sér að tveimur stórverk- efnum á þessu tímabili; sam- ræmingu gagnfræðaprófa og breytingu landsprófa, og hefði því ekki unnizt tími til þessara rannsókna. Starfslið skólarann- sóknanna væri mjög lítið, en nú hefði verið ákveðið að gera á því nokkrar umbætur og stæðu vonir til að unnt væri að fá full- nægjandi athugun á umræddu vandamáli á næsta ári. Lúðvík Jósefsson og Ingvar Gíslason tóku síðan til máls og lögðu mikla áherzlu á að þessi rannsókn færi hið skjótasta fram. og árið 1966 mestar við sömu byggingu, árið 1967 mestar við viðbyggingu að Hafnarstræti 10—12 og 1968 mestar við söma byggingu. Ráðherra sagði, að á þessum árum hefði bankinn opnað 12 útibú, þar af 8 utan Reykjavík- ur. Aðalframkvæmdir Landsbank- ans sem nú eru áætlaðar er end- urbygging Hafnarstrætis 14, og munu þær framkvæmdir kosta 4—5 millj. kr. Þá eru einnig fyr- irhugaðar endurbætur á útibúum bankans á Akranesi og í Grinda- vík, en kostnaðaráætlanir liggja ekki fyrir. Útvegsbankinn: Á árunum 1960—1963 lagði bankinn ekki í neinar fjárfestingarframkvæmd- ir, en 1963 hófust framkvæmdir við að byggja ofan á húsið við Lækjartorg. Voru f j árfestingar bankans á áirunum 1963—1968 þessar: 1963 9,7 millj. kr. 1964 11,6 — — 1965 16,3 — — 1966 14,0 — — 1967 10,0 — — 1968 0,2 — — framkvæmdir við útibú Búnað- arbankans urðu þessar: Akureyri 5,4 millj. kr. Egilsstaðir 2,0 — — Blönduós 1,8 — — Hella 3,4 — — Sauðárkrókur 11,4 — — Stykkishólmur 5,2 — — Búðardaíur 0,9 — — Hveragerði 3,0 — — Framkvæmdir bankans í Reykjavík hafa verið þær að gerðar voru endurbætur á hús- inu í Austurstræti-Hafnarstræti sem kostuðu 3,2 millj. kr. Þá hef ur bankinn hafið nýbyggingu við Hlemm og er áætlaður kostn aður hennar 19,3 millj. kr. Þá hefur verið varið 1,2 millj. kr. til endurbóta á Miðbæjarútibúi bankans. Kostnaður við tæki og búnað bankans á þessu tímabili hefur verið 13,3 millj. kr. Engar nýjar fjárfestingarframkvæmdir eru fyrirhugaðar sem sakir standa. Þá gat ráðherra að til saman- burðar um fjölda banka og bankaútibúa hefðu verið fengn- ar tölur frá Danmörku. 1967 voru þar 121 viðskiptabanki og 1800 útibú, og hefðu verið 2473 íbúar á hvern banka. Hérlendis hefðu verið 6 viðskiptabankar og 47 útibú, og hefðu íbúar á hvern banka verið 3774. Fyrirspum til menntamálaráð herra um hvenær búast mætti við því, að útsendingar endurvarps- stöðvar sjónvarpsins á Skáneyj arbungu í Borgarfirði kæmist í viðunandi lag, var borin fram af Lúðvík Jósepssyni á þingfundi í gær. Flutningsmaður fyrirspurn arinnar er Jónas Árnason, en hann er nú fjarverandi frá þing störfum. Á ÞINGFUNDI Sameinaðs Al- þingis í gær svaraði Emil Jóns- son, utanríkisráðherra, fyrir- spumum um framkvæmdir i Hvalfirði á vegum Atlantshafs- bandalagsins. Magnús Kjartans- son bar fyrirspumina fram. í svörum ráðherra kom m.a. fram að íslenzkir aðalverktakar h.f. hafa tekið að sér að starfrækja olíustöðina og við hana munu eingöngu starfa íslendingar. Fyrirspum þingmannsins var í þremur eftirfarandi liðum: 1. Hverjar eru þær fram- kvæmdir, sem nýlokið er í Hval- firði í þágu Atlantshafsbanda-- lagsins? Svar ráðherra: Fyrir Atlants- hafsbandalagið hefur verið byggð olíubirgðastöð í Hvalfirði, fyrir geymslu á svartolíu. Byggð ir voru fjórir tankar sem hver um sig tekur 12 þúsund lítra. Frá tönkunum liggja leiðslur fram á bryggju sem byggð hefur verið og er hún 233 metra löng og við bryggj úhausinn er um 300 metra viðlegupláss. Þá hefur verið byggð olíuhreinsunarþró, en olíuleiðslurnar eru hreinsað- ar með sjó. Sérstök rafstöð fyrir birgðastöðina hefur verfð byggð og ketillhús til upphitunar olíunnar. Þá var einnig byggð- ur vatnsgeymir og hús fyrir skriftofu, mötuneyti og fyrir slökkvibifreið. Þá verður og Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra svaraði fyrirspurninni á þann veg, að síðan að Skán- eyjarbungustöðin var stofnsett 20. des. 1967 hefði hún bilað 9 sinnum. Stöð þessi endurvarp- aði frá Kárastaðastöð við Borg- arnes og hefði sú stöð bilað 11 sinnum, svo alls 20 sinnum hefði verið um bilanir að ræða. Ekki væri hægt að segja fyrir með komið fyrir tveimur tegufærum fyrir skip. 2. Hverjar aðrar framkvæmd- ir eru fyrirhugaðar í Hvalfirði? Svar ráðherra: Ekki er gert ráð fyrir frekari framkvæmdum í bili og engar óskir hafa kom- ið fram um þær. 3. Hvernig verður bækistöð Atlantshafsbandalagsins í Hval- firði starfrækt, þegar fram- kvæmdum er lokið? Svar ráðherra: ílenzkir aðal- verktakar h.f. hafa með samn- ingi tekið að sér að starfrækja birgðatöðina og við hana munu starfa eingöngu íslendingar. Magnús Kjartansson þakkaði ráðherra svörin, en spurðist jafnframt fyrir um það hvort fyrirhuguð legufæri væru einníg ætluð fyrir kafbáta. Þá taldi þingmaðurinn að nauðsynlegt væri að Alþingi efndi innan tíð- ar til almennra umræðna um ut- anríkismáL Emil Jónsson, utanríkiisráð- herra, kvaðst ekki geta upplýst hvort legufærin yrðu fyrir kaf- báta, eða hvort legufæri þeirra væru frábrugðin legufærum ann arra skipa. Þá kvaðst ráðherra ekkert hafa á móti almennum umræðum um utanríkismál í þinginu, en eðlilegt væri að hafa við undirbúning þeirra samráð við utanríkisnefnd þingsins. vissu hvenær hægt yrði að tryggja truflanalausar útsending ar þarna, þar sem alls óráðið væri hvenær varastöðvar yrðu settar upp. Áherzla væri lögð á dreifingu sjónvarps um landið áður en varastöðvar yrðu reist- ar. 1970 væri ætlunin að reisa stöð á Arnarstapa og mundi þá væntanlega skilyrði á umræddu svæði batna mjög verulega. Vinno þarf nð skipulagi vísindarannsóknu - FJÁRFESTING Áherzla lögð á dreifingu siónvarps — Varastöðvar verða látnar bíða Ráðherra sagði í svari sínu, að hér væri um mjög umfangsmikla fyrirspurn að ræða, og væri ekki hægt að gera þessum málum ít- arleg skil í fyrirspurnartíma Al- þingis, en velkomið væri að láta þingmönnum í té sundurliðaðar upplýsingar. Þá gat ráðherra þess, að enginn bankanna hefði talið sig geta svarað þeim lið fyr irspurnianna hvað framkvæmd- irnar kostuðu miðað við núver- andi verðlag. Gerði ráðherra síð an grein fyrir helztu fjárfesting- um bankanna. Sefflabankinn: Síðan 1960 hefur bankinn fest kaup á tveimur byggingarlóðum við Lækjargötu 4 og Fríkirkjuveg 11 og var kaupverð lóðanna 19,0 millj. kr. Endurbætur á Edinborgarhúsinu kostuðu 4,8 millj. kr., og endur- nýjun skrifstofuáhalda og aðrar endurnýjanir kostuðu 5,3 milij. kr. Samtals 29,1 millj. kr. Eng- ar fjárfestingarframkvæmdir eru áætlaðar hjá bankanum. Landsbankinn: Á árunum 1960 —1968 voru fjárfestingar bank- ans ,að meðtöldum endurnýjun áhalda og tækja, sem hér segir: 1960 7,1 millj. kr. 1961 4,7 — — 1962 5,0 — — 1963 0,3 — — 1964 31,3 — — 1965 18,5 — — 1966 32,2 — — 1967 39,2 — — 1968 15,7 — — Á árinu 1964 var aðaThluti fjár festingar bankans við Hafnar- stræti 10—12 og Laugaveg 77 ár- ið 1965 mestar við Laugaveg 77, Viðhald tækja og búnaðar er um % hluti þessarar upphæðar. Á þessum árum hefur bankinn opnað nokkur útilbú og varð kostnaður við þau þessi: Útibú Laugav. 105 2,3 millj. kr. Útibú í Kópavogi 2,0 — — Útibú Grensásvegi 0,9 — — Akureyri 7,4 — — ísafirði 3,6 — — Keflavík 2,2 — — Seyðisfjörður 3,2 — — Vestmannaeyjar 0,4 — — í öllum þessum tölum er með- talinn kostnaður við endurnýj- un véla og tækja. Engar fram- kvæmdir eru fyrirhugaðar hjá bankanum að sinni. Búnaffarbankinn: Fjárfestingar — um 0A°/o af þjóðarframleiðslu varið til rannsókna f SVARI er Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráffherra, gaf viff fyrirspurn á Alþingi í gær, kom fram, aff íslendingar verja um 0,4% af þjóffartekjum sínum til vísindarannsókna. Bandaríkin verja tiltölulega lang mestu, effa um 3,3% (1964), en mörg Evrópu lönd verja til þessara mála 0,2—1%. í ræðu ráðherra kom einnig fram, að raunverulega skipti eins miklu máli að fjárveiting- unni væri vel varið og unnið væri skipulega að rannsóknar- málunum, og kvaðst hann mundi beita sér fyrir endurskoðun laga um slíkar rannsóknir, þar sem VEGABÆTUR VIÐ SKEIDHÓL Ingólfur Jónsson samgöngu- málaráðherra svaraði í gær fyrir spurn um vegamál við Skeið- hól í Hvalfirði. Voru það Hall- dór E. Sigurðsson og Jónas Árnason sem báru eftirfarandi fyrirspurn fram: Hve miklu fé var á liðnu sumri varið til vega bóta við Skeiðhól í Hvalfirði og hve mikið fé þarf til að koma þessari vegagerð í samband við aðalveginn. í svari ráðherra kom fram að um þetta mál hefði komið fram fyrirspurn á síðasta þingi er 4. þingmaður Vesturlands, Ásgeir Pétursson, hefði beint fram þeirri áskorun, að framkvæmdum yr'ði hraðað. Minnti ráðherra á, að vegakafl- inn við Skeiðhól væri einn versti vegarkaflinn á leið- inni upp í Borgarfjörð. Eðli- legt og sjálfsagt hefði verið að hefja þessa framkvæmd s.l. sum ar og hefði þá verið unnið tölu vert í henni. En bæði vegna fjár skorts og þes3 að verkfræðingar vegagerðarinnar töldu að nauð- syn bæri til að skipta fram- kvæmdinni í tvo áfanga, svo hin mikla uppfylling næði að síga og jafna sig, hefði ekki verið lokið við framkvæmdina í sumar. Sagði ráðherra að verk- ið væri nú nálega hálfnað og ætla mætti að því yrði lokið á næsta ári. enn hefði ekki náðst sú sam- staða og samvinna vísindamanna hérlendis sem æskileg væri. Magnús Kjartansson bar fram fyrirspurnina og var hún í tveim ur liðum. í fyrsta lagi: Hvað eru fjárframlög til vísindarannsókna og tilrauna mikill hluti af þjóð- arframíeiðslu íslendinga. f öðru lagi: Hvaða ráðagerðir hefur rík- is'stjórnin um að auka fjárveit- ingar til slíkra verkefna? Menntamálaráðherra sagði m.a. í svari sínu, að Rannsókn- arráð ríkisins hefði látið fram fara könnun á fjárveitingum til vísindarannsókna á árunum 1965 og 1966 og stuðst við það verk við gögn frá Efnahags- og fram- farastofnun Evrópu í París, hvað telja skuli vísindarannsóknir. Sagði ráðherra, að oft á tíðum væri erfitt að meta það nákvæm lega. Fram kæmi í áðurnefndri skýrslu að árið 1965 hefðu fram- lögin numið 73,9 milljónum króna, eða 0,36% af þjóðarfram- leiðslunni, en árið 1966 90,3 milljónum króna, eða 0,38% af þjóðarframleiðslu. Slík skýrsla hefði einnig verið gerð fyrir ár- in 1950—1958 og mætti af henni sjá til samanburðar að árið 1958 var varið 0,31% af þjóðarfram- leiðslu til vísindarannsókna. Ráðherra sagði, að ef fjárveit- ingar til fiskileitar, fiskmats og skildra greina væru taldar sem vísindarannsóknir væru tölurnar 0,5% 1965 og 0,53% 1966. Þá vék ráðherra að fjárveit- ingum annarra landa, en tók fram, að erfitt væri að gera ná- kvæman samanburð, þar sem að- stæður væru gjörólíkar. Gat hann þess, að á árunum 1963— 1964 hefðu fjárveitingar landa sem aðiíar enu að Efnahagsstofn- uninni verið þessar, miðað við þjóðarframleiðslu: Austurríki 0,3%, Belgía 1,0%, Kanada 1,1%, Frakkland 1,6%, Vestur-Þýzka- land 1,4%, Grikkland 0,2%, fr- land 0,5%, Ítalía 0,6%, Japan 1,4%, Holland 1,9%, Noregur 0,7%, Portúgal 0,2%, Spánn 0,2%, Svíþjóð 1,5%, Tyrkland 0,4%, Bretland 2,3%, Bandarík- in 3,3%. Menntamálaráðherra sagði í ræðu sinni, að vafasamt væri að meta hagnýtt gildi rannsókn- anna eftir fjárframlögunum ein- um saman, og geta bæri þess að þau nýttust mjög misjafnlega. Nefndi hann sem dæmi að í Bandaríkjunum nýttist fjármagn ið mjög vel, sökum góðs skipu- lags og skjótrar úrvinnslu. Þess bæri einnig að geta, að víða er- lendis verðu stórfyrirtæki miklu fé til vísindanannsókna, en því væri ekki fyrir að fara hérlendis. Ráðherra sagði, að nú væri íslendingum meira í mun að móta skynsamlega stefnu í rannsóknarmáhim, heldur en að veita meiru fjármagni til þeirra, þótt vitanlega væri það einnig nauðsynlegt. Lög sem sett hefðu verið eftir ítarlega könnun fyrir þremur árum, hefðu ekki reynst sem skyldi og væri því nauð- 'synlegt að endurskoðun þeirra færi fram sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.