Morgunblaðið - 07.11.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.11.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 19fi8 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritetjórn og afgrei'ðsla Auglýsingar Askriftargjald kr. 130.00 1 lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bj'amason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbj örn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. ÚRSLIT FORSETA- KOSNINGANNA Dichard M. Nixon verður næsti forseti Bandaríkj- anna. Hann fékk töluvert fleiri kjörmenn en Hubert Humphrey, en þegar þetta er ritað er atkvæðamagn þess- ara tveggja frambjóðenda mjög svipað. Benda allar líkur til þess að framboð Wallace fyrrum rík- isstjóra í Alabama hafi vald- ið ósigri Humphreys. Wallace fékk að vísu miklu minna fylgi heldur en skoðanakann- anir höfðu spáð honum. Engu að síður hefur framboð hans skapað þriðja aflið í banda- rískum stjómmálum. Má vel svo fara að það hafi veruleg áhrif á þróun þjóð- mála í Bandaríkjunum á næst unni. En þótt Republikanar hafi nú unnið Hvíta húsið hafa þeir orðið fyrir veru- legum vonbrigðum með þessi kosningaúrslit. Þeir höfðu gert ráð fyrir að vinna meiri- hluta í fulltrúadeild þingsins. En því fer víðsfjarri að þeim hafi tekizt það. Þeir hafa að vísu unnið nokkuð á í þing- kosningunum, bæði til full- trúadeildarinnar og öldunga- deildarinnar. En Demókratar halda þar þó áfram öruggum meirihluta. Aðstaða Nixons verður því að ýmsu leyti örðug. Þess er þó að gæta, að Suðurríkjademókratar munu ýmsir fúsari til samstarfs við Nixon en þeir voru á síð- asta kjörtímabili til samstarfs við Lyndon Johnson. Hann hafði yfirnæfandi meirihluta í báðum þingdeildum en átti þó oft í miklum erfiðleikum með að koma málum sínum fram. ★ Hinn frjálsi heimur hefur fylgzt af miklum áhuga með forsetakosningunum í Banda- ríkjunum. Bandaríkin eru forusturíki hins vestræna heims. Er það ekki ofmælt, að þau hafi um langt skeið verið brjóstvörn vestræns lýðræðis. Það er því mjög þýðingarmikið að með hið mikla vald Bandaríkjaforseta fari mikilhæfur, víðsýnn og hygginn stjórnmálamaður. Richard Nixon hefur verið mjög umdeildur maður með- al þjóðar sinnar. En honum hefur verið sýndur mikill trúnaður. Hann var ungur kosinn á þing, fyrst til full- trúadeildarinnar og síðan til öldungadeildarinnar. Þegar Republikanar unnu sinn mikla sigur undir forustu Eisenhowers árið 1952 varð Nixon varaforseti og gegndi því embætti í 8 ár. Hann féll með örlitlum atkvæðamun, þegar hann bauð sig fram í forsetakosningunum 1960 á móti John F. Kennedy. Síðan bauð hann sig fram til ríkis- stjóraembættis í Kaliforníu, sem er heimaríki hans, en féll fyrir Edmund Brown. Segja má að það gangi kraftaverki næst að stjórn- málamaður, sem fyrir 8 árum hefur fallið í forsetakosning- um skuli nú ná kjöri sem for- seti Bandaríkjanna. Sýnir það að sjálfsögðu að Richard Nixon er dugmikill stjóm- málamaður. Engu að síður mun það skoðun margra Ev- rópubúa að Bandaríkjunum hefði borið nauðsyn til örugg- ari forustu en líklegt er að Nixon geti veitt þjóð sinni. Það er hins vegar gömul staðreynd og ný, að þeim sem guð gefur embætti gefur hann einnig vit og þroska til þess að gegna því. Athyglisverð er hin geysi- mikla þátttaka í þessum forsetakosningum í Banda- ríkjunum. Mjög hafði verið rætt um og gert ráð fyrir að kosningaþátttaka nú yrði miklu minni en oft áður. Var sú skoðun byggð á því að fjöldi fólks hafði lýst yfir að það hirti lítt um, hvor þeirra yrði kjörinn Hubert Hump- hrey eða Richard Nixon. En þetta fólk sá að sér á síðustu stundu og gegndi þeirri frum skyldu sinni sem borgarar í lýðræðisþjóðfélagi að fara á kjörstað og taka afstöðu til manna og málefna. Það er ósk og von hins lýðræðis- sinnaða heims að Bandarík- in verði undir forustu nýrrar ríkisstjórnar fær um að veita þá þýðingarmiklu forustu, sem lífsnauðsynleg er í bar- áttunni fyrir frelsi og mann- réttindum í heiminum. STJÓRN NORSKU BORGARA- FLOKKANNA jC'ftir síðustu kosningar, sem ^ fram fóru til norska Stórþingsins fyrir þremur árum, mynduðu hinir fjóru borgaraflokkar í Noregi sam- eiginlega ríkisstjóm. Verka- mannaflokkurinn hafði þá farið með stjórn í Noregi nær óslitið frá stríðslokum. Mis- jafnlega var spáð fyrir hinni nýju stjórn borgaraflokk- anna. Verkamannaflokkurinn og málgogn hans héldu því fram, að stjórnin væri sjálfri FRANKLIN R00SEVELT : HERBERT H00VER J1 15Í016Í433 (87) HERBERT H00VER ALFREÐ SMITH ------ L 1924 CALVIN COOLiDGE J0HN DAVIS R0BERT LAF0LLETTE 15,725,016 (382) 8,385,586 (136) 4,822,856 (13) Ind. Progressive 1916 inminitwi cota. W000R0W WILS0N CHARLES HUGHES 9,129,606 (277) 8,538,221 (254) l/UASKA í 3 L_______ HaWAII 4 W00DR0W WILS0N 6,286,214 (435) THE000RE R00SEVELT 4,216,020 (88) Progressive WILLIAM TAFT 3,483,922 (8) sér sundurþykk. Hik og stefnuleysi myndu móta störf hennar. Þessi spá hefur ekki rætzt. Ríkisstjórn Per Bortens hef- ur reynzt mjög vel starfhæf og samkomulagið innan henn ar hefur í stórum dráttum verið gott.Hinsvegarmá segja að ekki sé um neinar stór- breytingar að ræða frá þeim árum, er Verkamannaflokkur inn fór með völd. Stefnan í utanríkismálum hefur verið óbreytt. Utanríkisráðherra Bortnstjórnarinnar, John Lyng, leiðtogi Hægri flokks- ins hefur í öllum aðalatrið- um fetað í fótspor Halvard Lange, sem verið hafði utan- ríkisráðherra Noregs í um 20 ár og getið sér hið bezta orð. Yfirleitt má segja að stjóm borgaraflokkanna hafi fam- azt vel. Stöðugrar þróunar gætir í norskum efnahags- og atvinnumálum undir for- ustu hennar og stjómin á mörgum ágætum mönnum á að skipa. Á næsta ári fara fram al- mennar þingkosningar í Nor- egi. Verður að sjálfsögðu engu spáð fyrirfram um úr- slit þeirra. En hver sem þau verða, mun það þó almenn skoðun, einnig í Noregi, að heppilegt hafi verið að takast skyldi að skapa nokkurn tví- kost í norskum stjórnmálum. í næstu kosningum verða átökin á milli Verkamanna- flokksins annars vegar og hinna fjögurra borgaraflokka hins vegar. Kommúnistar mega hins vegar heita algjör- lega þurrkaðir út í Noregí. Mættum við íslendingar gjarnan hafa hliðsjón af því fordæmi frænda okkar Norð- manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.