Morgunblaðið - 28.11.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.11.1968, Blaðsíða 17
MORGUNB'LAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1968 17 VIÐ spjölluðum við nokkra fulltrúa á Alþýðusambandinu í gær og inntum frétta af mál um þeirra heimabyggðar og félaga, sem þeir eru fulltrúar fyrir. Fara svör þeirra hér á eftir: Höfn í Horafirði: ,,Sœmileg ve/ð/ — hatnar- framkvœmdir44 Einar Hálfdánarson frá Verka mannafélaginu Jökli: — Það, sem úr sjónum kem ur er raunverulega það, sem við lifum á. Ég tel að atvinna hafi ver- ið nægileg, ég veit ekki ann- að. Uppistaðan í atvinnunni er í sambandi við sjávarút- veginn. Humarveiðin brást að vísu í sumar að mestu, en fiskurinn vann það upp at- vinnulega. Bolfiskveiðin hef- ur verið alveg ágæt og betri í sumar, heldur en í fyrrasum Einar Hálfdánarson Annars held ég að aflaverð- mæti hafi náð hámarki hjá okkur árið 1966. Nú eru um 10 bátar gerðir út frá Horna-. firði. — Nokkur íbúðarhús eru í smíðum og margir eigendur þeirra vinna mikið við þau sjálf, þegar daglegum vinnu- tíma þeirra er lokið. Síðustu 2—3 árin hefur verið unnið nokkuð að hafnarmálum og er I. áfanga lokið. Langt er þó frá því að öllu verkinu sé lok ið. Það hefur verið unnið við að dýpka höfnina og þilja hluta af höfninni með járnþili, sérstaklega bryggju fyrir vöru flutningaskipin. Með þessu hefur skapazt aukið bryggju- pláss fyrir fiskibátana og út- veginn. — Útlitið? Ég er ekki spá- rnaður, og vil sem minnst um það segja. Það eru flestir með ugg í brjósti, þetta er allt svo fallvalt. Maður vonar bara að úr rætist og allt atvinnulíf nái sér á strik. Húsavik: „Atvinnan byggist á fiskinum44 Guðrún Sigfúsdóttir frá Verkalýðsfélagi Húsavíkur: Guðrún Sigfúsdóttir — Atvinna hefur verið ágæt í sumar og haust í hraðfrysti- húsinu. 40 stúlkur hafa haft atvinnu þar, að vísu sumar hálfan daginn, og 12 karl- menn hafa unnið þar. Þá hef- ur verið töluverð vinna við sláturhús Kaupfélags Þingey- inga á meðan sláturtíðin stóð yfir, en alls var slátrað lið- lega 35 þúsund kindum þar. Svo er auðvitað almenn vinna í sambandi við þjón- ustustörf. f sumar var einnig nokkur vinna 1 sambandi við kísilgúrveginn. — Það er lítið um beinan iðnað. Það var hér prjóna- stofa, sem hét Fífa, en hún var lögð niður fyrir 2 árum. Þessi saumastofa saumaði vinnufatnað og þar unnu að staðaldri 25 stúlkur, þannig að þarna hvarf góður vinnu- markaður. Nokkuð er alltaf unnið við byggingar og nú í sumar t.d. við byggðasafns- bygginguna. — Um 10 dekkbátar hafa verið gerðir út frá Húsavík í sumar auk margra smærri báta. Atvinnumöguleikar fram undan byggjast á því hvernig gæftir verða og hvernig fisk- ast. Akureyri: „Eflum skipasmíb- ar til muna" Árni B. Árnason frá Sveina- félagi járniðnaðarmanna; >— f haust hefur verið dreg ið úr atvinnu í járniðnaðin- um og nú er aðeins um að ræða venjulega dagvinnu. Ef við hefðum ekki Slippstöð- ina og þau verkefni, sem þar liggja fyrir væri hreinlega at- vinnuleysi hjá hluta félags- manna. — Mér virðist atvinnu- ástand í bænum nokkuð stöð- ugt. Þetta byggist mikið á iðn aði, bæði hjá sambandsfyrir- tækjunum og Útgerðarfélagi Akureyrar, en það gerir út 4 togara. Togararnir hafa stöð- ugt lagt upp á Akureyri í sum ar og haust og af þessu hefur skapazt mikil atvinna. — Hjá okkar félagi er það baráttumál að skipasmíðar fyrir íslendinga verði fram- kvæmdar algjörlega innan- lands. Við erum ábyggilega vel samkeppnisfærir hvað færni snertir miðáð við þær þjóðir, sem við höfum skipt við í sambandi við skipakaup — Jafnframt sókn í járn- iðnaðinum er okkur nauðsyn legt að efla menntun manna í þessari grein til sérhæfing- ar og til almennra verka. Við viljum einnig að það sé á- kveðið grundvallaratriði að allir sem hljóta réttindi í þess Þær létu sér ekki nægja að hlusta á ræðumennina þessar kotí- ur á Alþýðusambandsþingi, heldur fengust við hannyrðir af kappi, útsaum og hekl. víst, að um sinn verði nema um venjulega dagvinnu að ræða hjá verkamönnum í okk ar félagi. — Við bindum í rauninni mestar vonir við fyrirtækið Hellugler, því að þar virðist framundan örugg atvinnu- aukning. — Ég tel mjög nauðsynelgt um þessar mundir að tryggja þeim lægst launuðu lífsnauð- Árni B. Árnason ari grein læri til þeirra eins og löggjöfin segir til um. Rangárþing: „Cleriðnaður — framtarastökk" Þorsteinn Sigmundsson Verkalýðsfélaginu Rangæing: — Eins og víðar eru at- vinnumálin efst á baugi hjá okkur. Nýjungar í þeim efn- um er glerverksmiðjan Hellu gler, sem vinnur tvöfalt gler úr þýzku gleri. í þessum gler iðnaði hefur verið lögð mikil áherzla á sem vandaðasta vinnu. Ingólfur Jónsson ráð- herra átti mikinn þátt í að koma þessari starfsemi á stofn þarna. Núna vinna 16 menn hjá Hellugler. í bígerð er að auka þessa starfsemi til muna og byggja m.a. verk- smiðjuhús. Ég tel það lífsnauð synlegt að þessi bygging kom ist, sem fyrst upp, því að þá koma um 40 manns til með að njóta atvinnu hjá fyrirtækinu. Farmtakið á byggingu þessari gleriðju hefur orðið til mik- illa bóta. — Vinnan hefur verið ágæt fram að þessu, en ekki er um frystihúsunum, sem eru gerðir út á línu og svo hafa tveir verið á síld, en annar er nýlega hættur um sinn að minnsta kosti. Rækjuveiðin hefur aftur á móti verið mjög góð. — Að ég held hafa iðnaðar menn haft nokkuð stöðuga vinnu og nýlega úthlutaði bær inn 20 íbúðum í fjölbýlishúsi, sem bærinn lét byggja. Þar kostar tveggja herbergja íbúð um 6—700 þús. kr. fullgerð og t.d. fjögurra herbergja lið lega 1 milljón. Svo eru ein- býlishús í smíðum, en eig- endur þeirra vinna mikið við þau sjálfir. Sumir sem hafa fest kaup á íbúð í fjölbýlis- húsinu eru uggandi um að þeir geti haldið íbúðunum, ef ekki árar því betur. — Það er stöðugt unnið í skipasmíðastöð Marselíusar og til að mynda er nú verið að byggja um 200 tonna fiskiskip fyrir Súðvíkinga. — Þetta er allt komið undir því hvernig fiskast hjá okk- ur, eins og víðast hvar á ís- landi. Hvernig fiskast verður svarið við spurningunni um það hvort fólk kemst saCmi- lega af. á.j. Þorsteinn Sigmundsson synleg kjör án verkfalla, því að á þeim græðir enginn, en allir tapa. ísafjörður: „Fiskaflinn svarar flestu Guðjón Jóhannesson formaður Sjómannafélags ísafjarðar: — Að undanförnu hefur at- vinnuástand verið ágætt. At- vinna hefur verið sæmileg fram undir þetta. Fiskiríið hef ur að vísu minnkað nokkuð að undanförnu og það hefur orðið til þess að konur hafa ekki haft fullan vinnudaga í frystihúsum. Það hefur minni afli borizt á land núna í haust miðað við haustið í fyrra. — Það eru 6 bátar frá báð- Guðjón Johannesson Nýtízku hórgreiðslustofu er til sölu nú þegar á hagstæðu verði og með góðuim kjörum éf samið er fljótlega. Þeir sem vildu siinna þesu geri svo vel að leggja inn nöfn sín oig heimilislföng, ásamt símanúmeri í lokuðu utmslagi á aifgr. Mbl. merkt: „Hag- stætt — 6825“ fyrir 7. deseaniber næistkomandi. Erlingur Bertelsson héraðsdómslögmaður Kirkjutorgi 6, sími 1-55-45. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Súgfirðingafélagið í REYKJAVÍK heldur skemmtifund í Domus Medica við Egilsgötu föstudaginn 29. þ.m fcl. 21.00. Til skemmtunar verður: Félagsvist — Dans. Góð verðlaun Fclagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.