Morgunblaðið - 28.11.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1968
3
Fyrirferöarmikill minnihluti nem-
enda ber ábyrgö á öfgaskrifunum
FRÉTT Morgunblaðsins í gær
um grein ritstjóra í skólablaði
Menntaskólans í Hamrahlíð,
þar sem fram kemur megn
vanþóknun á lögum og lög-
reglu í landinu, hefur vakið
mikla athygli. Hefur Morgun-
blaðið fengið fjölda upphring-
inga, þar á meðal frá foreldr-
um, sem nemendur eiga í skól
anum. Sögðust þeir hafa haft
áhyggjur af sjónarmiðum
mikils minnihluta nemenda,
sem væri svo fyrirferðar-
mikill, að aðrir nemendur,
hófsamari í skoðunum, kæm-
ust hreinlega ekki að.
Morgunblaðinu þóitt rétt í
tilefni af þeissu að sniúa sér
til Guðmunc’ar Arnlaugssonar,
rektors, og fá fram viðhorf
forráðamanna skolans til
þessa máls. Var hann að því
spurður, hvort fynmefnd
grein ritstjóra he'fði verið birt
með vitund forráðamamna skól
ans.
Guðmundur sagði, að á-
byrgðarmaður blaðsins væri
úr hópi kenniara, og færi hann
yfir efni blaðsins áður en það
kæmi út. Á hinn hóginn væri
þessi grein ritstjórans fyrst og
fremst biirt á hans eiginn á-
byrgð, en hann væri kosinn
til þessa starfs af nemendum
skólans.
Guðmundur var þessu næst
að því spurður, hvort hann
teldi rétt að greiin sem þassi,
er væri í raunimnd bein árás
á lögreglu, fengi a‘ð birtast í
blaðinu. Svaraði hann því til,
að ábyi'gðarmaður blaðsins
hefði ekki talið rétt að tafca
upp svo stranga ritskoðum að
himdra birtingu greinarinnar,
það væri að sumu leyti hrein-
legra að leyfa þessum sjónar-
miðum að koma fram.
Morgunblaðið spurði Guð-
mund, hvort hann teldi þessi
viðhorf er birtust í téðri rit-
stjórnargrein, vera almenn
innan skólans. Kvað rektor nei
við, sagðist halda, að greinin
væri í rauninni hálfgert einka
viðhorf þess nemanda, sem
hana ritaði, er sjálfur kall-
aði sig „kristilegan stjórnleys-
ingja."
Rektor gat þess að síðustu,
Guðmundur Arnlaugsson
rektor
Sigurjón Sigurðsson,
lögreglustjóri
að hann eftirléti ábyrgðar-
manni blaðsins að hafa al-
gjöra umsjón með því efni,
er í blaðinu birtist. Kvaðst
hann vita, að ábyrgðarmaður-
inn hefði rökrætt greinina við
ritstjórann, áður en hún birt-
ist, og lýst andúð sinni á
henni. Ritstjórinn hefði við-
urkennt, að hún væri mjög
einstrengingslega skrifuð, en
talið sig rita hana í von um
að fá aðra nemendur til að
andmæla henni. Hefði ábyrgð
armaður þá ekki viljað neita
greininni um birtingu.
Vegna ummæla þeirra, sem
fram komu í greininni um lög
reglu, sneri Morgunblaðið sér
til Sigurjóns Sigurðssonar,
lögreglustjóra, og fékk hans
álit á þessum ummælum. Sig-
urjón sagði:
„Það er vissulega áhyggju-
efni, að hugsunarháttur sá,
sem fram kemur í ritstjóra-
grein skólablaðs Hamrahlíðar
skólans, skuli eiga rót sína að
rekja til ungs fólks, sem feng
ið hefuí tækifæri til að leita
sér æðri menntunar. Bót er þó
í máli, að ekki er ástæða til
að ætla, að greinin sú túlkun
á skoðun meirihluta nemenda.
Þvert á móti má telja lík-
legt, að hér sé á ferð ritsmíð
einstaklings, eða nokkurra ung
menna í skólanum, sem þeg-
ar hafa sýnt það á aknanna-
færi, að þeim er mikið í mun
að láta á sér bera.
Greinin í skólablaðinu varð
lögreglumönnum óneitanlega
til vonbrigða. Þeim er þó vel
kunnugt að vinsamlegum sam
skiptum við skólaæskuna á
undanförnum árum, að skiln-
ingur nemenda á nauðsyn góðr
ar samvinnu þeirra og lög-
reglunnar, fer ört vaxandi.
Hins vegar minnir greinin á
þá staðreynd, að auka þarf
að miklum mun þann þátt
fræðslustarfs skólanna, sem
höfðar til þjóðfélagslegrar á-
byrgðar einstaklingsins og
minnir á skyldur hans gagn-
vart samborgurunum. Hið
gamla spakmæli: „Með lög-
um skal land byggja“ er enn
í fullu gildi. Kenningar þær,
sem fram koma x ritstjóragrein
inni, byggjast á ranghugmynd
um, sem kennurunum ber að
leiðrétta og löghlýðnum borg-
urum að ándmæla kröftug-
lega.“
ASl-þing rœðir kjaramál:
Vísitölubinding láglauna
og atvinnuöryggi
— er höfuðkrafan sagði Björn Jónsson
— Kjör almenns launafólks má ekki
skerða, sagði Eðvarð Sigurðsson
Björn Jónsson sagði í fram-
söguræðu um kjaramál á
þingi ASÍ í gær, að krafan
um tengingu verðlags og
launa láglaunastéttanna væri
ein höfuðkrafa verkalýðssam
takanna, sem barátta næstu
tíma mundi snúast um og
framgangur þeirrar kröfu á-
samt kröfunni um atvinnuör-
yggi mundi rísa hæst í kjara-
stefnu verkalýðshreyfingar-
innar.
Björn Jónsson sagði enn-
fremur, að ástandið um þess-
ar mundir leggði verkalýðs-
hreyfingunni þær skyldur á
herðar að freista þess að
leggja fram úrræði sem sönn-
uðu verkalýðshreyfingunni
sjálfri og þjóðinni allri að
væru fær um að varna yfir-
vofandi kjaraskerðingu.
Eðvarð Sigurðsson, formað-
ur Dagsbrúnar, sagði við
sömu umræðu, að tekjur al-
menns launafólks mætti ekki
skerða, aðrir yrðu að taka á
sig byrðarnar. Eðvarð sagði
að þetta yrði að segja afdrátt
arlaust og jafnframt að vísi-
talan yrði áfram að tengja
laun almenns Iaunafólks við
verðlagið.
í upphafi ræðú sinnar í gær,
sagði Björn Jónsson, að utanrík
isrviðskipti þjóðarinnar hefðu ver
ið rekin með geigvænlegum
halla sl. tvö ár oig næimi hann á
þriðja iþúsund mi'lljónir króna.
Gjaldeyrisvarasjóðurinn væri
þnotinn og sfcyndilián innflytj-
enda næmu nær einum milljarði.
Erlendar sfculdir næmu um 12-13
milljörðum króna og greiðslu-
byrðin á ári hverju uim 2000
milljómum. Ríkisibúskapurinn
væri refcinn mneð sívaxandi halla
og sfculdir ríkissjóðs helfðu auik-
izt á einu ári uim einn og hálf-
an milljarð króna. Þrtátt fyrir
gxfurlega gemgisfellingu í fyrra I
hefði orðið að grípa til nýrra
uppbóta á þessu ári til útvegs-
ins, sem næmu 700 mil.lj ónuna
króna. Iðnaðurinn hefði ein-
kennzt af samdrætti og í sumaum
iðngreinum svo sem miálmiðnaði
og byagingaraðnaði hefðii orðið
hrun. Allmörg frystihús hefðu
stöðvast vegna skulda og óreiðti
í sölumálum erlendis. Lausleg
allsherjarathugun á vegum ASÍ
í haust hefði sýnt að atvinnxxihorf
ur væru víða slæmar og sums
staðar svo að leitt gæti til fjölda
atvinnuleysis, sem raunar hetfði
verið fyrir hendi. Hið slæma at-
vinnuástand sæist bezt á því að
á fyrstu 8 mánuðum þessa órs
hefði orðið að greiða atvinnuleys
isibætur að upphæð 18-19 millj-
ónir króna sem væri sama upp-
hæð og greidd hefði verið öll ár
in frá því að bæturnar komu
fyrst til framikvæmda 1957 og
fram að síðustu áramótxxm. Gen-g
isbreytingin yki rekstramfjáriþörf
atvinnuiveganna sem bezt mætti
sjá af því að olíuifélögín ein
teldu sig þurfa 200 milljónir í
viðbót vegna gengisbreytingarinn
ar og bankar og stjómarvöld
stæðu ráðþrota frammi fyrir því,
hvar finna ætti þetta fjiármagm.
Eina úrræðið virtist vera lén-
ta'ka erlendis og kvaðst ræðu-
maður þá sérstaklega líta til
Norður.landanna í þeim efnum.
Björn Jónsson sa.gði að verka-
lýðshreyfingi.n yrði að meta þess
ar staðreyndir af raunsæi þegar
hún mótaði stefnu sína 1 launa-
I málum og atvinnumálum. Verfca
lýðshreyfingin yrði að standa sam
an, hyggja allar slínar gerðir á
sameiginlegu mati, álbyrgðartil-
finningu fyrir þjóðarihagsmunum
og bjargfastri áikvörðun um að
beita afli samtaka sinna ef á
þyrfti að 'halda. Það væri hlut-
verk þessa þings að meta úrræð-
in og byggja á þeim þá stefnu í
launa- og atvinnxxmálum sem
verkalýðsJhreyfingin gæti samein
ast um og borið fram til sigurs
undir sterkri faglegri forustu,
sem setti hin brýnu ha.gsmuna-
mál heildarinnar ofar öllum öðr
um sjónarmiðum
Björn Jónisson sagði að gengis-
breytingin leiddi til hækkana
sem svöruðu til 15-20 vísitölu-
stiga sem launafólk ætti að bera
án bóta. Hann sagði að slíkar
ráðagerðir væru í senn óraun-
hæfar, ósanngjarnar og ófram-
kvæmanlegar. Þær legðust með
tiltölulega mesitum þunga á bök
þeirra sem lægst lauin hada og
þegar hefðu orðið fýrir mikilli
kjaraskerðingu vegna atvinnu-
samdráttar og aflabrests. Bjöm
Jónsson sagði að höifuðkröfur
verkalýðssamtakanna um vísi-
tölubindingu launa láglaunastétt
anna og atvinnuöryggi stefndu að
því að tryggja viðunandi aifkomu
verkalýðsstéttarinnar og síðan
batnandi kjör þegar við hefðum
með skynsamleig.um aðgerðum
fetað okkur fram úr mesta vand
anum og hindrað yfirvofandi
krappuástand.
Eðvarð Sigurðsson sagði í ræðu
sinni að við almenningi blasti
stórfelldasta kjaraskerðing í ára-
tugi. Samhliða væri gerð árás á
samningafrelsi verkalýðsfélag-
a.nna. Launafólk ætti að taka á
sig dýrtíðarflóð bótalaust. Ræðu
maður kvaðst ekki vilja draga úr
því að þjóðinni væri nú mikáll
Framhald á bls. 27
STAKSTEIKAR
Framsókn og gjald-
eYrisvarasjóðurinn i
Afstaða FramsóknarflokksinS
til gjaldeyrisvarasjóðsins sýnir j
hnotskurn hringlandahátt þeirra
í málefnum lands og þjóðar.
Þegar viðreisnarstjómin markaði
þá eðlilegu og hyggilegu stefnu,
að nauðsynlegt væri að safna -
nokkrum gjaldeyrisvarasjóði,
kom fljótt í ljós, að slíkt fór
mjög í taugarnar á Framsóknar-
mönnum og eftir því sem gjald-
eyrisvarasjóðurinn efldist varð
hann enn meiri þyrnir í augum
Framsóknarmanna. Loks kom að
því að einn af meiri háttar
spekingum Framsóknarflokksins
lagði til að gjaldeyrisvarasjóðn-'
um yrði eytt. Þeirri fáránlegu til—
lögu var auðvitað ekki sinnt. Nú
þegar gjaldeyrisvarasjóðurinn
hefur gert okkur kleift að bregð-
ast við óvæntum vanda að veli
og yfirveguðu ráði og án skjótra,
lítt undirbúixma ráðstafana,.
harma Framsóknarmenn það
mjög, að gjaldeyrisvarasjóðurinn
var nær brotixm. f málflutningi *
Framsóknarmaxma að undan-
fömu hefur það verið ein helzta
röksemd þeirra til þess að sýna
fram á hversu alvarlegt ástandið
væri, að gjaldeyrisvarasjóðurinní
væri ekki lengur til. Afstaða
Framsóknarmanna til gjaldeyris-1
varasjóðsins hefur því veriðj
þessi: Meðan verið var að safna
honum börðust þeir gegn því.l
Þegar hann var orðirm allmikilli
lögðu þeir til að honum yrðii
eytt. Þegar hann var að þrotum
kominn vegna efnahagserfiðleikai
þjóðarinnar og hafði þó gert
mikið gagn, gerðu Framsóknar-
menn það að árásarefni á ríkis-
stjórnina. Þetta litla dæmi lýsir
ekki aðeins afstöðu Framsóknar-
flokksins til gjaldseyrisjóðsins
heldur er það einnig í hnotskurn
glögg lýsing á hringlanda-
hætti Framsóknarmanna til þjóð-
mála sl. áratug.
Ef ráðum
Framsóknar ^
hefði verið fylgt
f þessu sambaudi er fróðlegt
að íhuga hvað gerzt hefði ef ráð-
um Framsóknarmanna hefði
verið fylgt. Þeir lögðu til, að
gjaldeyrisvarasjóðnum yrði eytt.
Það hefði haft í för með sér
neyðarástand í gjaldeyrisvið-
skiptum landsmanna og sam-
skiptum við aðrar þjóðir. Það
hefði knúið fram þá þegar harka-
legar kjaraskerðingaraðgerðir og
á kjölfarið hefði fylgt, að fsland
hefði misst það traust á alþjóða-
vettvangi, sem landið hefur aflað
sér í txð núverandi ríkistjórnar.
Þeir, sem hefðu þurft að kaupa
gjaldeyri, hefðu endurnýjað
gamlan kunningsskap við það
ástand, sem ríkti í stjómartíð
vinstri stjómarinnar, þegar bíða
varð eftir hinum smávægileg-
ustu gjaldeyrisyfirfærslum svo
vikum og jafnvel mánuðum
skipti vegna þess, að enginn
gjaldeyrir var til. Slikar hefðu
afleiðingarnar orðið, ef stefnu
Framsóknax-manna í gjaldeyris-
málum hefði verið fylgt á þess-
um árum.
Þegar fylgzt er með málflutn-
ingi Framsóknarmaxma í efna-
hags- og atvimiumálum vaknar
sú spurning, hvers vegna þessir
menn vilja endilega hverfa til
gamla tímans á ný. Hvers vegna
vilja þeir innflutningshöft, gjald
eyrishöft og fjárfesingarhöft á
ný? Hvers vegna horfast þeir <
ekki í augu við þá staðreynd, að
30 ára reynsla þjóðarinnar af
slíkum úrræðum hefur dæmt
þau óhæf? Svarið getur aðeins
verið eitt. Enn sem fyrr era
Framsóknarmenn að hugsa um
annarlega sérhagsmuni, sem
blómguðust á timum hafta og
skömmtunar, en verða nú að
sitja við sama borð og aðrir.
Það eru þessir sérhagsmunir,
sem Framsóknannenn einblína
alltaf á, og annað ekki. i
I