Morgunblaðið - 28.11.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. NÖVEMBER 1968
7
„Hvenær fer vélin ú frjóvga sjálfa sig?“
„Ég er alltaf að velta fyrir
mér manninnm og vélinni, það
efni er mér hvati listaverka
minna. Stundum minnir það
mig á lífið og dauðann. Maður-
inn hefur framleitt svo fuli-
komnar og sumpart ógnvekj-
andi vélar, að mér finnst það
nánast tímaspursmál, hvenær
véiin fer að frjóvga sig sjálf,
fer að geta búið til aðra vél i
sinni mynd“.
Það er Jón Gunnar Árnason,
sem mælti á svo furðulegan hátt
við blaðamann Mbl. þegar þeir
hittust á Mokka á dögunum, en
þar heldur Jón Gunnar sýn-
ingu á verkum sínum, málverk
um, en sýningar þessar eru lið
ur í starfi listafélagsins SUM,*
sem býst við að sjá um Mokka
sýningar I vetur, en í félaginu
eru 12 ungir listamenn, og eru
m.a. kunnir af verkum sínum á
Skólavörðuholtinu og víðar, og
hafa menn ekki verið á eitt sátt
ir um verk þeirra, þótt flestir
viðurkenni, að eitthvað búi á
bakvið. Og Gunnar heldur
áfram að tala um manninn og
vélina.
„Hugsum okkur t.d. rafmagns
heila, og það bilar í honum ein
platan. Honum hefur verið
kennt, hvernig hann á að fara
að koma boðum frá sér um
þessa bilun, og gefur máski
skipun til rafmagnsheilans við
hliðina, að hann eigi að gera
við bilunina, þá sé ég ekki, að
langt sé í það, að rafmagnsheili
geti í framtíðinni búið til ann-
an og er þá, í raun og veru,
ekki hægt að tala um að þeir
frjóvgi sjálfa sig?
Þessar myndir hérna á veggj
unum á Mokka eru eiginlega
vinnuteikningar af höggmynd-
um, „málmskúlptúrum", því
að í raun og veru er ég mynd
höggvari en ekki málari. Til
dæmis þessi myndaröð
hérna á austurveggnum. Þær
eru allar af sama stefinu, eins-
konar sæðisfrumu, frjói. Ég geri
fyrst svona „skissur" og útfæri
þær svo í málm.
Ég er oftast nokkuð lengi að
vinna undirbúning að högg-
myndinni, — eða hvað á maður
að kalla þessi „skúlptúr" okk-
ar. íslenzkan hefur enn ekki
smíðað orð yfir þetta, sem við
erum að gera úr málmi. —
Sjálf smíðin tekur ekki svo
langan tíma.
Má ég ekki annars bjóða þér
upp á vinnustofuna mina, hún
er ekki langt héðan frá? Þar
ætla ég að sýna þér vélblómið
mitt. Það er blóm úr málmi,
sem er að þróast. Ég býst við
að verða 10 ár að ljúka því, ég
er alltaf að bæta við það“.
„Þú getur þá ekki selt það í
bráð?“
„Ég hef nú engan áhuga á að
selja það ennþá en ef að því
yrði myndi ég selja það með
þeim skilyrðum, að ég mætti
bæta við það, láta það þroskast.
Það kom nú samt fram í þætti
Hljóma í sjónvarpinu á dögun-
um.“
Og svo löbbuðum við í aust-
urátt inn Grettisgötu, og Jón
Gunnar opnar dyr, við komum
inn í vörugeymslu, þar eru
pappakassar frá gólfi til lofts,
og ég, blaðamaðurinn, verð á
undan að hvítum pappavegg.
Sé þar í fyrstu engar dyr en
þó að lokum eitthvað, sem lík-
ist dyrum skornum í einfaldan
öldupappa, hvítan, ýtti þar og
með það opnuðust dyrnar upp
á loftið þar sem vinnustofan
var og þar gaf nú á að líta.
Auðvitað komum við auga á
vélblómið fyrst af öllu, það var
„kúnstugt" og liðugt í öllum
hreyfingum. Ég veit ekki, hvað
á að kalla þessa ,mobil“-list
máski hreyfilist? Allt hreyfðist
það söng í öllu. Svo kom ég
auga á hjartað sem var mestan
part gert lir gömlum „bílastuð-
urum“, einni soggrein úr 30
tonna jarðýtu og ótal gormum
úr málmi, fengnum úr renni-
bekkjum, innan í voru svotveir
mótorar til að framleiða hjarta
slögin. Að auki stóð þetta risa-
vaxna hjarta á bílgormum,
svo að allt yrði sem mest hreyf-
anlegt. Það var músík hjartans
í þessu öllu saman, reglubund-
in sláttur, hjartaslag.
Næst bar einkennilegt fyrir
augu mín. Það voru tvær hæn-
ur inni á vinnustofunni, tveir
hvitir ítalir, og hámuðu í sig
Ihæsnakorn.
„Jú, sjáðu til þetta er eggja-
framleiðslan mín. Mér þykja
góð egg.“
,Máski færðu einhverja hug-
myndir í höggmyndirnar frá
þessum hænurn?"
,Því ekki það. Okkur ætti
ekkert að vera óviðkomandi.
Eitt er gott í dag, annað á morg
un. Það er aldrei að vita, hvað-
an hvatar í listaverk koma. Hér
fyrir innan er svo heilt járn-
smíðaverkstæði, þar vinn ég
hlutina".
„Segðu mér, Jón Gunnar ertu
kvæntur? Áttu máski börn?“
,Já sei sei Já. Ég er kvænt-
ur og á góða konu og þrjár
yndislegar dætur."
,Er það gott fyrir listamann?"
„Eiginlega ekki. Ég er þóa
ekki að kvarta fyrir mína parta
en samt ætti eiginlega að banna
hjónabönd listamanna með lög
um. En hitt er satt, að maður
fær alltaf eitthvað út úr hverju
ástandi, eins hjónabandi sem
öðru.“
„Hvað þýðir þetta SUM ykk-
ar á Mokka?"
Það þýðir ekki neitt. Við
bara skýrðum þetta svo. Enþá
gerðist það skrýtna, þegar við
sendum upplýsingar út um all-
an heim til samskonar félaga,
að þá kom einkennilegt í Ijós.
Fjöldamörg félög kölluðu sig
líka SUM, og vissu þó ekkert
af öðru. Það er heimssögu-
leg tilviljun".
„Er hún Róska í ykkar fé-
lagsskap?"
Já, annað hvort væri. Róska
er núna í Róm, það síðast ég
frétti. Róska er stórkostleg. Þeg
ar hún kemur hingað til lands,
er eins og allt fari I uppnám.
Allt verði á hreyfingu. Já, hún
er stórkostleg og dýrmæt, hún
Róska. Við þurfum hennar við
og eldmóð hennar til að „róska“
svolítið til í listinni hér uppi á
isaköldu landi“.
Með það fylgdi Jón Gunnar
okkur niður hættulegan stig-
ann út í ferska loftið. Sýningar
SUM meðlima standa í 2—3
vikur í senn á Mokka
í vetur. Það er svo sannarlega
líf og fjör hjá þessum hópi,
þótt einstaka maður af áhorf-
endunum sé ekki með á nót-
unum. — Fr.S.
OKKAR A MILLI SAGT
Þarna sjáum við vélblómið,
sem tekur 10 ár að þroskast.
Segja má, að margt sé undar-
legt og einkennilegt undir sól-
inni og þá ekki siður i Sódóma
Gengið
Nr. 126 — 12. nóvember 1968.
1 Bandar.dollar 87.90 88,10
1 Sterlingspund 210,00 210,50
1 Kanadadollar 81,94 82,14
100 Danskar kr. 1.169,30 1.171,96
100 Norskar kr. 1.230,66 1.233,46
100 Sænskar kr. 1.698,64 1.702,50
100 Finnsk mörk 2.101,87 2.106.65
100 Franakir fr. 1.772,65 1.776,67
100 Belg. frankar 174,72 175,12
100 Svissn. fr. 2.046,09 2.050,75
100 Gyllini 2.432,00 2.437,50
100 Tékkn. kr. 1.220,70 1.223,70
100 V-þýzk m. 2.210,48 2.215,52
100 Lírur 14,08 14,12
100 Austurr. sch. 339,78 340,56
100 Pesetar 126,27 126,55
100 Reikningskrónur-
Vöruskiptalönd 99,86 100,16
1 Reikningsdollar
Vöruskiptalönd 87,90 88,10
1 Reikningspund
Vöruskiptal. 210,95 211,45
Forstofuherb. í Kópavogi til leiguj rétt við strætLs- vagnabiðstöð og verzlun. Uppl. í síma 40270 frá 10—12 árdegis og kl. 6—8.30 síðdegis. Til sölu Normende útvarpstæki, sem nýtt. Upplýsingar í aima 20029.
Vil koma barni í fóstur eða til ættleiðingar. Tilboð sendist Mbl. merkt „Fram- tíð 6573“. Prestolite rafgeymar Sala, hleðsla og viðgerðir. Tveggja ára ábyrgð. Kaup- um alla ónýta rafgeyma hæsta verði. Nóatún 27. — Sími 35891.
Ný teppalögð 3ja herb. íbúð er til leigu •frá 1. des. Engin fyrirfram- greiðs'la. Tilb. leggist inn á afgr. Mbl. f. föstudagskv. merkt „Hraunbær 6547“. Brotamálmar Kaupi alla brotamálma langhæsta verði, staðgr. Nóatún 27, sími 3-58-91.
Til leigu við Álfheima 3ja herbergja íbúð teppalögð, laus nú þegar. Uppl. í síma 30101. Heitur og kaldur matur Smurbrauð og brauðtertuT. Leiga á dúkum, glösum, diskum og hnífap. Útv. stú'lkur í eldbús og framr. Veizlustöð Kópav., s. 41616.
Til leigu 1—2 herbergi og aðgangur að eldhúsi, ef óskað er. Tilboð sendist Mbl. fyrir laugardag merkt „6551“. Bendix þvottavél notuð, til sölu. Verð kr. 5000,-. Þarfnast viðgerðar. Uppl. að Hverfisgötu 26.
Flateyjarbók útgáfa Munksgaards, til sölu. Tilboð sendist í póst- hólf 592. Hangikjöt Nýlegt sauðahangikjöt og lambahangikjöt, gamla verðið. Kjötbúðin Laugavegi 32.
Volkswagen Af sérstökum ástæðum er til sölu nú þegar vel með farinn VW ’58, selst ódýrt, ef samið er strax. Sími 30514. Kjöt — kjöt 5 verðflokkar, ennfr. úrvals .hangikjöt. Opið fimmtud. frá kl. 3-5 og föstud. kl 3-7, laugard. kl. 10-12. Sláturh. Hafnarfj., s. 50791, 50199.
íbúð til leigu 4ra herbergja á góðum stað. Tiil'boð merkt ,,íbúð — 6574“ sendist Morgun- blaðinu. Föndur fyrir börn í Betaniu Lauf- ásvegi 13. María Eiríksdóttir sími 45078.
BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Bamgóð stúlka eða kona óskast á Mti8 heimili frá nk. áramótum 5 daga í vikiu. Tilb. sendist Mfbl. merkt „6575“.
Mólverkauppboð S. B.
Áríðandi er, að þeir, sem getla að selja málverk á sí8-
asta málverkauppboði ársins 3. desember n.k. léti vita
um það sem fyrst.
SIGURÐUR BENEDIKTSSON
Austurstræti 12 — Sími 1-37-15.
og Gómorra, en SUM er ekki
undanskilið.
FRÉTTIR
Æskulýðsfélag Bústaðasóknar,
eldri deild.
Fundur í Réttarholtsskólanum
fimmtudagskvöld kl. 8.30 Æsku-
lýðsfélag Garðakirkju kemur í
heimsókn.
Electrolube
smurningsolíur og feiti fyrir sjónvarp, útvarp og hvers
konar rafknúin tæki og vélar.
B. THORVALSSON umboðs- & heildverzlun
Pósthólf 548 — Sími 38472, Reykjavík.
sd NÆST bezti
Sveitamaðurinn kom á bar í borginni og bað um einn Gils og
einn Lúðvik. Barþjónninn vissi strax hvað klukkan sló og lét
sveitamanninn hafa einn einfaldan vodka og eirun tvöfaldan vodka.
HOFUM TIL LEIGU
gott skrifstofuhúsnæði
AÐ LAUGAVEGI 172.
Upplýsingar gefur Sverrir Sigfússon.
S'imi
21240
BEZT að augíýsa í Morgunblaðinu