Morgunblaðið - 08.01.1969, Side 8

Morgunblaðið - 08.01.1969, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1969. 8 Árni- Helgason, aðal- ræðismaður-Minning Dr. Árni Helgason aðalræðis- maður íslands í Chioago, lézt þar í borg 11. desember s.l. Ámi var fæddur í Hafnarfirði 16. marz, 1891, foreldrar hans voru Helgi Sigurðsson og kona hans Sigríður Jónsdóttir frá Set bergi við Hafnarfjörð. Hann ólst upp í Hafnarfirði, hóf nám í skósmíði hjá Oddi heitnum ívarssyni, síðar póst- meistara í Hafnarfirði, einnig kenndi hann sund um skeið og munu margir Hafnfirðingar hafa lært fyrstu sundtökin hjá Árna. Ttil Vesturheims hélt Árni ár- ið 1912 og dvaldist þar það sem eftir var æfinnar í Kanada og Bandaríkjunum, fyrstu árin við allskonar vinnu. Eftir að hafa verið sendur til vígvallanna í Frakklandi nokkru fyrir stríðslok 1918, hóf hann við heimkomu nám í verkfræði og lauk B.S. prófi í vélaverk- fræði frá North Dakota State Col'lege, Fargo, N.D. 1924 og M. S. prófi í rafmagnsfræði frá Uni versity of Wisconsin, Madison, Wis., 1925. Að námi loknu var hann verk fræðingur hjá Thordarson Elec- trical Manufacturing Company, Chicago, Illinois, 1925 til 1928, en þá stofnaði hann ásamt 3 fé- lögum sínum fyrirtækið Chica- go Transformer Corporation, þar sem hann var fyrstu árin yfir- verkfræðingur og síðar fram- kvæmdastjóri, þar til hann hætti störfum 1953. Ræðismaður íslands í Chicago varð Arni 1942 og aðalræðismað ur síðar. Árni varð heiðursdokt- or við North Dakota State Coll- ege 1940, harun var sæmdur ridd arakrossi Fálkaorðunnar 1939 og Stórriddarakrossi hennar 1944. Árni kvæntist eftirlifandi konu sinni Chrisitine Johanns- son (Stínu) 30. nóvember 1929, hún er fædd í Mountain North Dakota, faðir hennar var Jo- hann Johannsson bóndi þar, ætt aður úr Skagafirði. Ég kynntist Árna og Stínu vorið 1940 er ég fór vestur í leit að efni fyrir Rafha, en stríðið hafði þá, svo sem kunnugt er, lok að öllum leiðum til efnisöflunar frá Evrópulöndum. Ég naut i þessari ferð slíkrar fyrirgreiðslu og hjálpar Árna að mér er til efs að tekisf hefði að afla nauð- synlegs efnis til áframhaldandi rekstrar Rafha, ef ekki hefði til komið kunnátta Árna og þekking á þörfum okkar, ásamt einlægum vilja til að hjálpa okkur. Árni var dæmigerður iðnrek- andi, sívinnaindi, glöggur og fljótur að gera sér grein fyrir mönnum og málefnum, það var engin tilviljun að hann valdist til forystu í fyrirtæki þeirra fé- laga, enda þróaðist það og dafn aði undir stjórn hans og á stríðs- árunum komst fjöldi starfs- manna upp yfir 2500 og árið 1943 hlaut Chicago Transformer Corporation „E“ merki hers og flota Bandaríkjanna fyrir afrek í framleiðslu til hernaðarþarfa. Áhugi Árna fyrir iðnþróun fslands var mikilll, hann fylgdist vel með framförum hér, hann var meðal hluthafa Eimskipafélags- ins í^Vesturheimi og þegar Raflha í Hafnarfirði var stofnuð gerðist hann meðstofnandi og reyndist þar alla tíð áhugasamur og hjálp fús fé'lagi. Mikill fjöldi íslend- inga hefir heimsótt þau Árna og Stinu á heimili þeirra í nám- únda við Chicago og notið þar frábærrar gestrisni þeirra fyrr og síðar og ávallt var Árni reiðubúinn til aðstoðar fslend- ingum er til hans leituðu. Árni og Stína heimsóttu fs- land oft og hér áttu þau marga vini og kunningja, eftir að Árni hætti störfum heimsótti hann fs- land jafnaðarlega einu sinni á ári og var alltaf aufúsugestur. Síðast kom hann til íslands í júní s.l. Eins og fyrr segir kynntist ég Árna og Stínu fyrst vorið 1940 með okkur tókst þá strax vin- átta sem efldist með hverju ári og nú þegar hann er fallinn í valinn sakna ég góðs og tryggs vinar, en geymi minningarnar um margar og ánægj'luegar sam- verustundir. Stínu og öðrum að- standendum sendi ég og fjöl- skylda mín innilegustu samúðar- kveðjur. Axel Kristjánsson. FLOTTAMAÐUR HANDTEKINN Tirschenreuth, V-Þýzkalandi, 3. janú ar (AP) YFIRVÖLD í Bayem skýrðu frá því í dag að tékkóslóvakískir landamæraverðir hafi bersýni- lega elt flóttamann um 600 metra leið inn í Vestur-Þýzka- land, handtekið hann þar og dreg ið hann með sér inn fyrir tékkó- slókavísku landamærin. Notuðu landamæraverðirnir hund til að rekja spor flóttamannsins. Þjóðverjar, sem búa við landa mærin, tilkynntu vestur-þýzkum landamæravörðum að þeir hefðu heyrt skothvelli og síðar ein- hvern kalla á hjálp. Fóru verð- irnir þegar á vettvang, og röktu slóð tékkóslóvakísku varðanna að landamærunum. Talsverður snjór var á þessum slóðum, og bentu sporin til þess að tékkó- slóvakísku verðirnir hefðu dreg ið flóttamanninn á milii sín. Þýzku landamæraverðimir fundu fataslitrur, meðal annars rifið vesti, ermi af jakka og hluta úr buxnaskálm, við slóð- ina, og segja að slóðin eftir fang ann hafi verið blóði drifin. Hef- ur landamæravörðunum verið fyrirskipað að hafa samband við starfsbræður sína handan landa- mæranna og bera fram opinber mótmæli vegna „innrásarinnar". Hollenzkur háskólostyrkur Hollenzk stjómvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskóla náms í Hollandi námsári'ð 1969— 70. Styrkurinn er einkum ætlað- ur stúdent, sem kominn er nokk- uð áleiðis í háskólanámi, eða kandidat til framhaldsnéms. Nám við listaháskóla eða tónlistarhá- skóla er styrkhæft til jafns við almennt háskólanám. Styrkfjár- hæðin er 500 flórínur á mánuði í 9 mánuði, og styrkþegi er und- anþeginn greiðslu skólagjalda. Þá eru og veittar allt að 200 flór ínur til kaupa á bókum eða öðr- um námsgögnum. Til greina kem ur að skipta styrknum milli tveggja umsækjenda, ef henta þykir. Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borizt menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6. Reykjavík, fyrir 15. febrúar n.k., og fylgi staðfest afrit próf- skírteina ásamt meðmælum og heilbrigðisvottorði. Umsókn um styrk til myndlistar- eða tónlist- amáms fylgi sýnishorn eða ljós- mynd af verkum umsækjanda. Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. (Menntamálaráðuneytið 2. janúar 1969). FASTEIGNASALAN GARÐASTRÆTI ,17 Símar 24647 - 15221 TIL SÖLU Við Njörvasund 2ja til 3ja berb. jarðhæð, sérhiti, útb. 250 til 300 þúsund. Við Úthlíð 3ja herb. rúmgóð risíbúð. Við Hraunbæ ný 4ra herb. íbúð á 1. hæð (3 svefnher- bergi), fallegar og vandaðar innréttingar. íbúðin er laus strax. Við Laugarnesveg 5 herb. íbúð í steinhúsi á 1. hæð ásamt vinnurými í kjallara, útb. 500 þúsund. Við Rauðalæk 5 herb. hæð (4 svefnherbergi) á 2. hæð, s'érhiti, laus strax. Við Sörlaskjól 4ra herb. ris- íbúð, nýmáluð, laus strax. Eignaskipti Parhús í Kópavogi með 2 íbúðum 5 herb. og 2ja herb. í skiptum fyrir 4ra herb. íbúð. Nýjar fallegar og vandaðar íbúðir. Árni Guðjónsson, hrl. Þorsteinn Geirsson, hdl. Helgi Ólafsson, sölustj. Kvöldsími 41230. TRÉSMÍÐA- VERKSTÆÐI 2 húsgagnasmiðir óska að taka á leigu lítið verkstæði ásamt vélum. Kaup koma til greina, Tilboð merkt „Verk- stæði 6205“ sendist blaðinu fyrir nk. laugardag._ Bókosýning Sýningartíminn styttist óðum. Kaffistofan opin daglega kl. 10—22. Um 30 norræn dagblöð liggja frammi. Norrænn húsið Einknritnri Ung kona með 7 ára reynslu sem einkaritari óskar eftir starfi há'lfan daginn (eftir hádegi). íslenzk og ensk hrað- ritun. Góð meðmæli. óskir um viðtöl sendist Mbl. fyrir 13. þ. m. merkt „Reynsla 6204“. 16870 Einbýli&hús við Efsta- sund. Húsið er kjallari, hæð og ris. Mögulegt að hafa 2ja herb. íbúð eða vinnupláss í kjallara. 5 herb. endaíbúð á 1. hæð við Safamýri. Suð- ur og vestur svalir. Sér- hitaveita, bíls'kúr. 4ra herb. 108 ferm. íbúð á 4. hæð við Háaleitis- braut, sérhitaveita. 4ra herb. 116 fierm. enda íbúð á 3. hæð við Eski- hlíð. 4ra herb. 100 ferm. sér- hæð við Skipasund. Ný teppi, fokheldur bílsk. 4ra herb. 107 ferm. enda íbúð á 2. hæð við Kleppsveg. Sérþvotta- herbergi á hæðinni. 4ra herb. 115 ferm. íbúð á jarðhæð, herbergi í kjallara fylgir, sérhita- veita. FASTEIGNA- PJÓNUSTAN IAusturstræti 17 ÍSilli 4 Valdi) fíagnar Tómasson hdl. simi 24645 sölumaður fasteigna: Stefán J. fíichter simi 16870 kvöldsimi 30587 f.RB RIKISIN Ms. Esja fer vestur um land til ís,a- f jarðar 14. þ. m. Vörumóttaka miðvikudag, fimmtudag og föstudag til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Bíldudals, Þing eyrar, Flateyrar, Súganda- fjarðar og ísafjarðar. Skíðamenn! Mullersmót 1969 fer fram sunnudaginn 19. jan. næstk. kl. 13.30 við Skíðas'kálann í Hveradölum. Þátttökutilkynn- ingar verða að hafa borizt til SKRR fyrir 13. þ. m. Skíðaráð Reykjavíkur. Umrœðufundur í Félagsheimili Heimdallar F.U.S. fimmtudaginn 9. /anúar kl. 8.30 ♦ 9 Halldór Blöndal Fyrsti fundur uu: Fundarefni: Frummælendur: „Siðbót í íslenzkum stjórnmálum“. „Er pólitskt vald í nefndum og ráðum hins opinbera óhóflegt?“ Halldór Blöndal og Jón E. Ragnarsson. Félagar eru eindregið hvattir til þess að fjölmenna. Stjórn Heimdallar F.U.S. Jón E. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.