Morgunblaðið - 08.01.1969, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1969.
13
Lúðvík Kristjánsson, rithöfundur:
Hvað eiga sparif járeigendur ai gera?
Nokkrar spurningar til stjórnar Seðlabanka ísl.
MEÐ BOGIÐ BAK
OG BROTINN STAF
Miiklatorg íslenzks mannlífs
hefur venju meira komið við
sögu undanfarnar vikur, og
ósennilegt er ekki, að svo verði
enn um sinn. — Nepjudag einn
á miðri jólaföstu stóð ég á mínu
torgi, sem að vísu heitir einnig
Miklatorg ,og beið þess að Hafn-
arfjarðarvagninn renndi þar í
hlað. Nú sem ég hinkraði þarna
á torginu og einn aldrei þessu
vant, sá ég að í átt til mín pauf-
aðist bakboginn maður og studd-
ist við staf. Þegar hann átti svo
sem armslengd til mín, leit hann
upp. starði eins og andartak á
mig. og sagði síðan:
Jæja, þar datt ég í það. Ekki
átti ég von á þér hér og það í
þessum andskotans belg'svelj-
anda. eða er það ekki sem mér
sýn sí, að þetta sé hann Lúlli.
Ég kvað svo vera, og lagði nú
í hi ndartakið alla þá alúð sem
ég mátti.
H/að heldurðu að það sé langt
SÍðau við stóðum saman fynstu
trollvaktina?
Það get ég sagt þér, Fúsi minn.
í maí síðastliðnum voru það ná-
kvæmlega 40 ár, og þá vorum við
vestur á Hala.
Já. þær eru orðnar svo marg-
ar blækurnar ,sem maður hefur
flækzt með í 58 ár, að maður
man ekki hvenær maður kynnt-
ist hverri.
Er nú Fúsi kominn í land fyr-
ir fullt og fast?
Já. Fúsi tók pokann sinn fyrir
þremur árum. Þegar ég gat ekki
lengur staðið í stykkinu, gengið
að verki eins og aðrir vildi ég
ekki vaeflast fyrir hi.num yngri
eins og einhver drusla. Sivo mér
fannst þá tími til kominn að
segja far vel.
Þú hefur auðvitað komið með
ásláttarpoka í land í vertíðar-
loikin?
Ja. von er að þú segir það. —
Onei, það var bara skaufi, reynd
ar gHsskaufi, eftir •allt saman, að
vísu dávænn, en þetta er orðinn
langur tími, mikið púl og vos og
miklar vökur.
Ekki hefur öll híran farið fyr-
ir grogg hjá þér?
Nei, vertu í eilífri náðinni. Þótt
maður hafi einstöku sinnum
stungið út úr einni og einni
grogg- eða bjórkollu í Cuxihaven
eða Hull eða einhvers staðar
annars staðar, einkum þegar
mest var þörfin, eins og á öllum
stríðsárunum, þá eru mörkin eða
pundin, sem ég hef látið fyrir
þá blessuðu hýrgun teljandi. Það
er hvorki groggið eða bjórinn,
sem veldur því, að ég kem ekki
með ásláttarpoka í land í lokin.
— Enga á ég kerlinguna og hef
aldrei átt, og því er nú grevilsins
verr, að ég hef aldrei dugað til
þess að unga út svo miklu sem
einum barnfugli. — En einhleyp-
ingar fiá skatta og við þvi er
ekkert að segja, og þá hef ég
alltaf borgað upp á punkt og
prik. Ég hef líka alltaf viljað
vera heldur veitandi en þiggj-
andi. Og hverjir eru það, sem
eiga ekki eittíhvert skyldfólk? —
Oft og einatt hafa verið með mér
strákar, sem hafa verið við :iiám,
sumir einhvers staðar í útlönd-
um ,allt prýðis guttar, lausir við
menntahroka. Þeir hafa verið að
klóra 1 bakkann til þess að geta
lokið námi. Þó ég segi sjálfur
frá, hef ég rétt nokkrum þeirra
kökubita og stundum drepið
sæmilega ofan á hann. Sumir af
þessum greyjum eru nú einhvers
staðar í háum stöðum, líklega
einhverjir hjá ríkinu. Þessir ang-
ar draga flestir langan skulda-
hala á eftir sér, þegar þeir loks-
ina koma heim fíá námi. Og hánn
Fúsi minn fer ekki að minna þá
á, að hann hafi einhvern tíma
stungið að þeim kökubita, hon-
um er fyrir öllu að vita af því,
að þeir vinni landi og lýð til
gagns, og svo þykir mér vænt
um, að þeir sniðgangi mig ekki,
ef ég verð á vegi þeirra. En ef
Fúlsi fréttir, að einhverjir af þess
um gömlu kökuþurfum féfletti
náungann, þá sVeiar hann sér í
for og bak og segir, að þeir væru
bezt komnir niðri á áttræðu.
Ekki trúi ég því, að þú þurfir
neinu að kvíða fjárhagslega og
svo hjálpa nú Tryggingarnar.
Já, víst eru þær góðar það sem
þær niá, og sízt er ég að van-
þakka það, sem frá þeim kemur.
En hver getur-dregið fram lífið
á ellilaununum? Ég þekki ekki
þá mannskepnu.
Hvers vegna hefurðu ekki sett
peningana þína í eittlhvað fast,
t.d. hús, sem þú hefðir svo getað
leigt út?
Það er von að þú spyrjir. En
Fúsi befur nú áldrei verið neinn
fjármálasnillingur. — Mín hugs-
un hefur æ og alla tíð snúizt um
að ná inn trollinu og koma bönd-
unum fyrir í stíunum. Það sem
aifgangs hefur orðið af mínum
monningum, hefur alltaf farið í
þá bláu, eða með öðrum orðum
rakleitt í bankann. Mér hefur
einhvern veginn Skilist, að frá
bönkunum eða sjóðum í tengsl-
um við þá lægju allir þræðir til
skipakaupa, til flugvélakaupa, til
húsbygginga, jó, til alls og alls,
sem gæti orðið til þess að koma
þessu þjóðarkríli upp úr pond-
inu. Hafa ekki bankastjórar og
leiðtogar þjóðarinnar verið að
brýna fyrir fólki, einnig okkur
togarajöxlunum, að sýna þegn-
skap, svo sem með því að virða
fornar dyggðir, eins og ráðdeild,
sparsemi og nýtni, og þá fyrir
alla muni að gleyma ekki bláu
bókunum. Ég er af gamla skól-
anum, meinlaus sauðarhaus, og
hef því trúað að treysta mœtti
þeim mönnum, sem settir eru yf-
ir stórt. En nú er Fúsi farinn
að verða blendinn í trúnni, ég
er kall minn farinn að halda, að
fleiri en verðugir hafi náð í
suma þráðanspottana, sem liggja
frá bönkunum og jafnvel ein-
hverjir, sem sitja í fínum stof-
um með harðviðarþiljum, geri
það á kostnað bláu bókarinnar
minnar. Þeir ættu að vita það
blessaðir, að þegar þeir voru
að klingja glösum á jólum í sín-
um harðviðarmusterum, var ég
og ótal margir aðrir kófsveittir
í brunagaddi og bullandi ágjöf
vestur á Hala við að berja ís-
inn af dallinum, svo hann færi
ekki niðúr með öllu draslimu.
Heyrðu Fúsi, finnst þér heim-
urinn hafa versnað, t.d. síðan við
vorum fyrst saman?
Vernsnað og versnað ekki. Ég
neita því ekki, að það er ekki
samanberandi að vera á togara
núna eða fyrir hálfri öld, og
sjáðu öll þessi hús, alla þessa
bíia og hvað fólkið er orðið fint
í tauinu. — Einu sinni lærði ég
fjandans ári góða vísu, en nú
er maður orðinn svo fjári gleym-
inn, að ég man ekki nema seinni
partinn:
En orðheldnin hans Ingólfis brann
til ösku á þeseum grunni.
Já, hún hefur brunnið orð-
_heldnin og brennur enn. Af því
sýp ég seyðið og ég og ég gætu
víst fleiri sagt. Þótt ég kæmi
ekki nema með gilsskauifa í land
í vertíðarlokin, trúði ég því, að
það, sem í honum væri, nægði
mér, þangað til ég væri kominn
að rórinu á leið út hafið mikla.
En sú von ætlar að verða sér til
skammar. Var ekki gengisfelling
í fyrra, og hún kom við skauf-
ann minn, og var ekki önnur fyr-
ir nokkrum vikum, já, önnur
stærri og meiri. Ég skammast
mín fyrir að minnaet á það við
nokkurn mann, að ég haifi átt gils
skaufa, eða ef ég á heldur að
kalla hann bliáa bók. Hún hefur
lengi verið eldsmatur. Eff við
kikkum nú forút um gluggann í
hólnum sýnist mér, að ekki verði
lát á þessari miklu brennu á
næstunni. Ég hafði ásett mér að
damla svo yfir veraldarpollinn,
að ég þyrfti ekki að leita á náð-
ir annarra. En Fúsi er hættur
að gera því skóna, nema forsjón-
in grípi heldur fyrr en síðar í
taumana.
Þetta er ekki traustur staifur,
Fúsi minn, sem þú gengur við.
O, jæja, læt ég það nú vera.
Hann brotnaði reyndar um dag-
inn, og ég lét spengja hann. A
maður ekki að vera nýtinn, á
maður ekki að hugsa um þá
bláu, á maður ekki að hugsa um
þjóðina sína?
Ég hafði sleppt fram hjá mér
einum vagni, meðan við Fúsi
ræddumst við, en nú var sá
næsti kominn. Hann rann í suð-
Fvrri hluti
urátt, en Fúsi hélt upp til Hlíða,
gamall og útslitinn, maður með
bogið bak og brotinn staf.
BANKABÖKIN
Einn af nemendum Árna
prófessors Pálssonar sagði um
hann látinn: „Hann heff ég þekkt
mennskastan allra manna“. —
Veturinn 1929—11930 dvaldist
Árni í Ameríku, og ég ætla í
boði Vestur-íslendinga. Þar
flutti hann marga fyrirlestra og
fór víða um. Þegar Árni var
aftúr heim kominn og sat eitt
sinn í hópi kunningja, innti ein-
hver hann eftir, hvað bóka hann
hefði séð merkilegasta í för
sinni. Árni bað menn geta. Marg
ar voru nefndar, og þótti honum
menn ekki getvísir. Þar að kom,
að hann sagði með miklum
þunga í röddinni: „Heyrið þið,
piltar mínir, það var baníkabók-
in hans Vals Benediktssonar“.
Þegar ég heyrði sagt frá þessu
tilsvari Árna, skauzt utan af
jarðarsvæðum vitundar minnar
bernskuminning. Guðrún Skúla,
eins og hún var tíðast nefnd, var
kona fríð sýnum, fyrirmyndar-
húsmóðir, er þurffti að stjórna ein
stóru heimili, þá er bóndi henn-
ar var mánuðum saman víðs
fjarri að manuera með sínum
skakköllum á skonnortu Ix>vísu.
Það er sem enn kveði við í eyra
mér þessi setning sumra kvenna
í Hólminum, þegar eittlhvað þótti
vel gert og umtalsvert: Hvað er
svo sem að tala um Guðrúnu
hans Skúla. Og fyrir bar að bætt
var við: Er það ekki annars hún
sem á sparisjóðsbókina númgr
eitt. Þetta innskot olli mér nokfkr
um heilabrotum, og niðurstaðan
varð sú, að sparisjóðsibók hlyti
að vera bók bóka. — Reynslan
hefur kennt mér, að þessi álykt-
un mín hafi ekki verið eins mikil
fjarstæða og ætla hefði mátt.
Æxlast hefur svo, einhvem
veginn aff sjál'fu sér, að í þrjá ára
tugi hafa jafnan verið í minni
vörzlu sparisjóðs- og bankabæk-
ur ,sem aðrir hafa átt, stundum
fleiri, stundum færri. Eigendur
þeirra hafa yfirleitt verið aldrað
fólk, konur sem karlar. —• Ég hef
jafnan haft ánægju aff að um-
gangast bækur, og ég held, að
það sé ekíkert raup þótt ég segi,
að á þessum þrjátíu árum hafi
ég litið í marga bók. Bláu bæk-
urnar, en svo nefni ég sem fleiri
sparisjóðb- og bankaibækurnar,
hafa einnig orðið mér lestrar-
efni, en umfram aðrar bækur eru
í þeim fólgin tilbrigði, þannig að
í dag getur innilhald þeirra ver-
ið annað en það vafi í gær. Þess
vegna ættu bláu bækurnar að
geta verið bækur unaðsstunda.
Annað veifið hafa þær líka ver-
ið mér það, en ég held þó oftar
uppspretta angurs og ama.
Eins og í vel gerðri skáldsögu
getur orðið samfelldur stígandi
L bláu bókinni, og maður bíður
þesis spenntur, hvað hann ætli
að ná hátt, hvað úr honum ætli
að verða. En þetta ris bláu bók-
arinnar gerist oftast ekki án
átaka, ekki án erfiðis langra
daga og margra, og stundum
dkki án banáttu upp á lítf og
dauða, ekki án sjálfsatfneitunar,
nýtni og sparsemi. En eins og
úthafsaldan dregur undir sig á
langri leið að ströndu, faldar sivo
hátt að af tekur allt land í miðj-
ar hlíðar, unz hún kennir grunns
ins og upp af henni kemfoir í
Sömu lotu og hún brotnar og hníg
ur, svo fer oft um upphatfning-
una í bláu bókinni. — Innihald
hennar er ekki einvörðungu töl-
ur, á bak við þær er mennskt
líf. Sökum þess geta þar komið
við sögu áfiöll og óhöpp margvís-
leg, sjákdómar, atvinnuleysi,
stríð og friður, alls konar atburð
ir úti í lítt kunnum löndium,
einnig mismunandi viðhorf hér-
landsmanna til viðtfangsetfna líð-
andi stundar, að ógleymdri elli,
þegar hendin, kreppt og lúin, er
orðin svo máttvana, að hún fær
aðeins stjórnað skeiðinni.
En bláa bðkin er ekki ætíð
það, sem hún sýnist vera. Hún
getur stundum verið bók blekk-
inga, jafnvel meir en aðrar bæk-
ur, og í seinni tíð hefur sú ánátta
hennar aukizt að miklum mun.
Það sem í fyrra þótti sjálfisagt
að tákna með sex eða sjö stafa
tölu, getur verið óumflýjanlegt
að greina með tíu statfa tölu í ár.
Er þetta ekki skemmtilegur stíg-
andi, er þetta ekki að stetfna rak-
leitt inn í velferðarríkið. Stund-
um geta verið kómiskar hliðar á
ekta drama. En þegar rúgbrauð-
ið, sem ég kaupi í dag er etf til
vill fimimfalt dýrara en það, er
ég keypti í fyrra eða hitteðtfyrra,
þá fer a.m.k. hjá sumu bláubók-
afifólkinu, að hætta að örla á
kómikinni, og dramað er orðið
gegnsýrt drama, sorgarleikur —
harmleikur. Á bak við þörfina
á margstafatölu bláufoókarinnar,
eða kannski ætti heldur að segja
gildi tölunnar, er einmitt þessi
leikur berstrípaður.
Margar af þeim bláu bókum,
sem um skeið voru í minni um-
sjá, eru það ekki lengur, sölkum
þess að eigendur þeirra eru
gengnir og grafnir. Eftir er í
hug mér minnifigin um, hvernig
þeir sinntu sínu hlutverki og þá
jafnframt bláu bækurnar þeirra.
ERFÐASKRÁIN
Gí'sli Ólafisson skáld frá Eiríks-
stöðum er einn af þeim mönnum,
sem seint gleymast þeim, er hon-
um kynntust. Fyrr á árum leit
hann stundum inn til mín, þegar
hann var á ferð hér syðra. Þá
brást ekki, að hann gripi til
stemmunnar og kvæði fyrir mig
nokkrar vísur, ýmist etftir sjálfan
sig eða aðra. Enginn hefiur í mín
eyru skilað jafnivel efni og anda
þessarar alkunnu vísu sem Gísli:
Auðs þótt beinan akir veg,
ævin treinist meðan,
þú flytur á einum einis og ég
allra seinast héðan.
Lúðvík Kristjánsson
Margt af mínu blláubókar fólki
hetfur kunnað og kann þessa
stöku. En þótt því hafi verið annt
um bláu bókina sína, hefur aldrei
að því hvarflað, að hún fylgdi
því í kistuna líkt og Passíusálm-
arnir hafa gert í þrjár aldir og
ekki er örgrannt um að þeir geri
enn.
Stundum hefur nokkuð verið
eftir í þeim bláu bókum, sem ég
hef haft í vörzlu, þá er eigendur
þeirra fóru að berja í nestið. Að
sjálfsögðu kusu þeir að gera sín-
ar ráðstafanir í tæka tíð, því að
þeim stóð ekki alveg á sama,
hvað um þessar krónur yrði, að
lífsstríðinu loknu. Af því hefur
leitt, að ég hef þrátfaldlega fyrir
beiðni þessa fólks látið gera
erfðaskrá. Oftast hefur það ver-
ið auðvelt og ekki í mörg horn
að líta, þar ®em viðkomandi hef-
ur átt börn á lífi eða barnabörn.
En sumt atf mínu bláubókartfólki
hefur aldrei kvænzt eða gifst,
né eignast börn, og því oft verið
tvíátta eða jafnvel margátta í
skoðun, þegar að arfleiðslugerð-
inni hefur komið. Ég hirði ekki
um að lengja mál mitt með því
að rekja þau dæmi öll, en við
hefur borið bg það oftar en í eitt
sinn, að ég hef orðið að láta gera
tvær og jafnvel þrjár ertfðaskrár
fyrir sama manninn. Verðbólg-
an og gengisfellingarnar hafa
verið eins og draugar á hælum
þeirra og þeir eins og á flótta
með þetta lítilræði, sem þeir
kynnu að skilja eftir sig. Á
flóttanum hafa þeir verið að
leita fyrir sér, hvar þeasir aurar
þeirra kæmu að beztum notum. í
gær töldu þeir sig koma auga á
beztu lausnina, en í dag eygðu
þeir aðra betri.
Einn lét orð falla við mig á
þessa leið: Eins og þú veizt var
ég lengi formaður á tímum ára-
bátanna og lenti oft í hrakning-
um, stundum mjótt á munum, að
maður næði landi. Ég held, að
björgunarskúturnar séu lítfsnauð
synlegar, og því er ég að hugsa
um að láta einhvern björgunar-
skútusjóð njóta þess, sem ég
kann að skilja eftir. — Nokkru
síðar hafði þessum sama manni
snúizt hugur, og þá mælti hann:
Heyrðu, verðbólgan er að soga
þetta allt í sig, ég held, að björg-
unarskútusjóðnum muni ekkert
um þetta, og hver veit hvenær
skútan verður smíðuð. Ég er nú
samt að hugea um að sýna þesa-
um sjóði lit, úr því að honum
hafði á annað borð skotið upp í
koll mér. En ég á ungan frænda,
sem er fátækur. Ég held, að hann
sé gott mannsefni, og hann hygg-
ur á langnám. Láttu breyta
skránni og ætlaðu honum mest-
an hlutann af þessum krónum.
— Ég gerði eins og fyrir mig var
lagt.
Nokkru síðar lézt þesisi mað-
ur. Ég mætti fyrir hönd björg-
unarskútusjóðsins hjá skiptaráð-
anda. Þar var og einnig hinn arf-
taki hins látna. Mér hló eins og
Framhald á bls. 17