Morgunblaðið - 12.01.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1969. ......................JJ
Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup:
Án nísökunar
Einn mesti viðburðm- næstiðins árs
v®r fjölmennt alþjóðaþing kristinna
manna í Uppsöum. Umræður þess og
ályktanir vöktu óskipta athygli um all-
an heim, ekki sízit vegna þess, hvexsu
djarflega þar var horfzt í augu við og
tekið á félagslegum vandamálum samtím
ans. Öll helztu blöð heimsins fylgdust
með störfum þingsins frá degi til dags
og fluttu fregnir af því, auk þess sem
þau birtu yfirlitsgreinar um tiltekin dag
skrármál.
Svo smátt er ísland enn, að varla
nokkur frétt af þessu þinghaldi gat
komizt fyrir í neinu blaði hér. En slepp
um því. Sá samstillti vilji, sem bar uppi
þetta þing, þar sem saman voru komn-
ir ful'ltrúar alilra kirkjudeilda heims, og
þau alvöruorð, sem þaðan bárust, munu
stuðla að því að vekja almenningsálit
og samvizku þjóðanna, jafnt kristinna
manna sem annarra. Og þess er þörf.
í>að þarf sterk viðbrögð, ákveðinn vilja
lifandi samvizku og drengilegt vit til
þess að hefja markvísa sókn gegn þeim
meinum, sem sýkja heiminn og ógna
framitíð mannkynsins. Fyrst og fremst
þurfa þeir, sem einhvers mega sín, að
gera sér ljóst, að mannfélagsvandamál-
in eru ekki örlög, ekki óviðráðanlegur
skapadómur. Á þetta var lögð fuilfl. á-
herzla í Uppsö’lum. Styrjaldarháskinn
er sjálfskaparvíti. Kynþáttahatrið er
mannanna sök. Hungrið í heiminum er
ekki afsakanlegt. Eða eins og segir í
einni ályktun Uppsalaþingsins: „Vér nú
tímamenn þekkjum lífskjör fólksins víðs
vegar um heim. Vér höfum efni á því
að bæta þau. Þess vegna erum vér án
afsökunnar“.
Vér vitum of mikið til þess að geta
lokað augum fyrir neyðinni í heiminum.
Fyrir fáum áratugum hefðu hörmungar
fólksins í Biafra farið framhjá flestum.
hér úti á íslandi. Nú beraat neyðar-
ópin inn í hverja stofu. Nú hafa
myndir af börnum, sem hungurkval-
irnar hafa afmyndað, þrótt og títt
borizt inn á flest heimili. Það hefur
‘haft áhrif. Því miður vill stundum
fara svo, að fréttir af hrylli'legum stað-
reyndum geri menn ónæma smátt og
smátt. Þess er þó að vænta, að vér
gleymum ekki Biaframönnum í bráð.
Það er vonandi, að sá góði vilji, sem
fram hefur komið, leiði til þess að ís-
lendingar hafi samtök um að rétta þessu
fólki hjálparhönd, svo að einhverju
muni. Eins og stendur er að vísu erfitt
að koma neinni hjálp við og hefur svo
reyndar verið alla tíð. Þó hefur nokkuð
verið gert, eins og kunnugt er, m.a.
af hálfu íslendinga. Rauði Kross ís-
lands gekkst fyrir fjársöfnun í fyrra
til styrktar Biaframönnum. Þá gerðist
það á s.L vari, að djarfur flugstjóri
sænskur sýndi fram á, að unnt mundi
verða að brjótast til þessa einangraða
lands flugleiðis að nóttu til. Það varð
til þess, að hjálparsamtök kirknanna á
Norðurlöndum, „Nordchurchaid", ákváðu
að taka nokkrar flugvélar á leigu og
in tóku 5 flugvélar á leigu frá 3 nor-
rænum flugféílögum. Hinn mikli kostnað
ur af þessu var borinn uppi af sjálf-
boðaframlögum.
fslenzkar flugvélar og flugmenn komu
hér við sögu, eins og öllum er kunnugt.
og höfðu af því ágætan orðstír. En það
hefði verið ennþá ánægjulegra ef vér
hefðum getað lagt til svo sem eina
flugvél í þessa flutninga, og auk þess
eitthvað af matvælum. íslenzka kirkjan
gat sent dá'lítið af skreið, sem fór um
hendur „Nordchurcaid". Skreiðin var
keypt hér fyrir framlög góðra manna.
Hún hefur bjargað einhverjum frá húng
urdauða.
Meðan þessir loftflutningar stóðu yfir
voru fluttar á hverri nóttu um 70 smá-
lestir af lífsnauðsynlegum matvælum
og lyfjum til Biafra. Þýzkar mótmæl-
endakirkjur og rómversk-kaþólsku sam-
tökin „Caritas“ hafa einnig látið mikið
til sín taka í þessu hjálparstarfi. Al-
kirkjuráðið í Genf skipulagði hjálpar-
sveitir undir stjórn 150 sérþjá'lfaðra
manna. Þessar sveitir sáu um dreifingu
matvæla og lyfja.
Þessi hjálp hefur bjargað mörgum
mannslífum. En áfram heldur styrjöldin
og enn eru börnin að hxynja niður í
Biafra. Og rétt í þessu fæ ég nýjasta
fréttabréf Sameinuðu þjóðanna og þar
stendur á fyrstu síðu, að til hjálpar
snauðum þjóðum sé verið alls 4 millj-
örðum dollara, en til hernaðarútgjalda
sé varið 160 milljörðum. Móti hvexri
krónu, sem fórnað er ti'l þess að forða
fólki frá hungri, eru 40 lagðar í morð-
tæki. Þó er fleira, sem kemur til greina,
en þessi ömurlega staðreynd, að hinar
auðugri þjóðir verja svo litlu til þess
að afstýra voða af völdum hungurs, en
svo miklu til þess að magna þann voða,
sem ógnar öllu lifi á jörð. Það er líka
koma upp loftbrú til landsins. Samtök-
staðreynd, að verzlun og viðskipti þjóða
í milli eru með þeim hætti, að hinir
sterku og feitu fleyta rjómann, hinir
veiku og mögru eru arðsognir. Bilið
milli þess þriðjungs mannkyns, sem býr
við beztan hag, og hins stóra meirihluta,
sem lifir við sult og bágindi, breikkar
í sífellu.
Þessar staðreyndir eru án afsökunar.
En vér íslendingar? Höfum vér ekki
þá afsökun, að vér kostum engu til
vopna og erum peð eitt á taflborði al-
þjóðaviðskipta?
Það er oss engin afsökun. Vér til-
heyrum þeim hluta mannkyns, sem býr
við góð lífskjör. Vér erum hluti af þeirri
viðskiptaheild, sem dregur auð í bú
hinna fáu ríku, á kostnað hinna mörgu
snauðu. Vér höfum ekki rétt til þess
að gleyma þeim, sem sveita. Vér settum
ekki að gleyma Biafra aftur.
Jólin eru 'liðin. Þau voru haldin her
í allsnægtum, jafnvel óhófi. Og myndir
af þrautpíndum, dauðvona Biafrabörnum
gægðust einstöku sinnum inn á ríkmanm
leg heimili vor. Hvað mundi Betlehems-
barnið segja um skyldur vorar við þau?
Nú er skammt þangað til að langa-
fastan hefst. Ég hafði hugsað mér að
leggja til, að langafaistam yrði að þessu
sinni tileinkað Biaframönnuim sérstak-
lega, að þeirra væri minnzt í kirkjum
landsins og menm væru hvattir til þess
að fórna einhverju þeim til hjálpar. Ég
vona, að margir verði til þess að gefa
þessu gaum og ljá því lið, þegar þar að
kemur. Og það má byrja strax. Bæði
Rauði Krossinn og skrifstofa mím mumu
koma framlögum til skiila. En myndar-
legt átak íslendinga þart undirbúning og
skipulagningu. Og þar þurfa allir góð-
ir hugir og hendur að hafa samtök og
samvinnu.
— Biafra-söfnun
Framhald af bls. 24.
Fulltrúar Alþjóða Rauða
Krossins í Biafra sjá um að
framlag Rauða-krossfélaganna
komist í réttar hendur og hef
ur Rauði Kross íslands feng-
ið staðfestingu á að sú að-
stoð, sem Islendingar hafa þeg
ar veitt, hafi komið að full-
um notum.
- LINDSAY
Framhald af hls. 1
glasi sínu og skálaði fyrir borg-
innd sagði hamn: „Ég get aöeins
sagt að ég vildi að þið ölfl gætuð
verið hér með okkiur 1 dag. Ég
vildi að aHlir heifðu getað séð
andlit hinna umgu og hinna
gömiiu, hinna svörtu og hinma
hvítu. Þeir áttu eitt sameiginlegt:
Þeir voru allir þakkl'átir að
þetta lamd skyldi geta gert það,
sem Appollo gerði. Við vorum
aðeims tæki“.
Bonmamm saigði þetta í veizilu,
sem borgamstjóri New York, John
Lindsay, hélt geimförumum til
heiðurs. 600 mamns siátu veizl-
uma.
Á etftir sagði borgaTstjórinm, að
hamm hetfði heyrt eimhverm kalla
framan úr saflmum til geimfar-
amna. „Strákar, næst þegar þið
farið, tákið Limdsay mieð y'kk-
ur“.
- OLÍULEIT
Framhald af bls. 1
ur hvers bortums kostar 170
þúsund norskar krónur á dag.
Miklum upphæðum hefur og
verið varið til tækjakaupa
o.fl. en allt er þetta smáræði
samanborið við þær fjárupp-
hæðir, sem það mun kosta að
byggja það flókna tæki, sem
notað verður til vinnslunnar
sjálfrar.
Eins og málin standa er alls
óvíst að norskur iðnaður geti
tekið á sig frekari skuldbind-
ingar en hann hefur gert nú
þegar. Að dómi ýmissa sér-
fræðinga gæti orðið arðbærast
að flytja hráefnið til landa,
sem liggja meira miðsvæðis
með tilliti til markaða, til
dæmis Danmerkur eða Bret-
lands, þó að sú lausn bjóði að
vísu heim ýmsum tæknilegum
vandamálum.
Norsku svæðin ná upp að
59. breiddargráðu og á fyrstu
sex ára áætluninni er gert ráSi
fyrir að verja allt að 600 millj
ónum norskra króna í fram-
kvæmdirnar. Norsk félög
taka þátt í 5% heildarupphæð
arinnar og skiptist hún milli
þriggja félaga.
Ýmsir hafa haldið því fram,
að norska ríkið hefði átt að
taka beinlíni þátt í olíuleit-
inni. Þær fjárhæðir, sem þá
þá hefði þurft að leggja fram
eru hins vegar svo gífurlegar,
að hætt er við að það hefði
komið norsku efnahaglífi al-
gerlega úr skorðum. Þar sem
málið snýt um mjög óörugga
fjárfestingu, svo að ekki sé
dýpra í árinni tekið, var talið
að hin voldugu alþjóðlegu
olíufélög væru ein fær um að
taka á sig slíka áhættu.
Þó að norska ríkið sé þann-
ig ekki beinn aðili að olíubor-
unum munu tekjur þess verða
verulegar, ef umtalsverður
áramgur fæst — eða um 56%
af nettohagnaði. Auk þess
mun Noregur smám saman fá
svæðin aftur, þar sem aðeins
lítill hluti meginlandsins-
grunnarins er leigður út.
Veizlumatur, veizlusalir
Útbúum veizlumat og útvegum veizlusald fyrir minni
og stærri samkvæmi.
KJÖTBÚRIÐ H.F. sími 37140.
FÉLAGSHEIMILI FÁKS sími 33679.
Pípulagningamenn—rafvirkjar
Óskað er eftir tilboðum í pípulögn og raflögn í ein-
býlishús í Garðahreppi.
Lysthafendur leggi nöfn sín inn á afgreiðslu blaðsins
fyrir 15. janúar merkt: „6846“.
Rennihekkur
og lítil sambyggð trésmíðavél eða stakar vélar óskast
til kaups.
Upplýsingar í símum 82209 og 30754.
Frá Tæknifræðingaféiagi íslands
Nokkrar lausar stóður fyrir rafmagnstæknifræðinga.
Þeir tæknifræðingar sem ekki hafa þegar fengið
atvinnu eru vinsamlega beðnir um að hafa samband
við skrifstofu félagsins að Skúlagötu 63, sem er opin
mánudaga og föstudaga kl. 18—19.
Framkvæmdastjóri.
PASKAFERÐIR UTSYNAR 7969
Sólarströnd Spánar — | Kanaríeyjar — Tenerife
Torremolinos ^ l«MgÉ Brottför 28. marz —
Brottför 28. marz — ‘ ;xfiM||||§|| 19 dagar.
19 dagar. f . g 11 15 dagar á Tenerife
15 dagar í Torremolinos 1 Éi 4 dagar í London.
4 dagar í London.
Verð frá kr. 27.500.—
Vcrð frá kr. 27.500,00.
Ferbaskrifstofan
Skíðaferð til Lech r • L - 1 Wlip
í Austurríki | ' ’ * < UTSYN
Austurstræti 17.
Brottför 24. janúar | Símar 20100 og 23510.
fáein sæti laus.