Morgunblaðið - 12.01.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.01.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1969 ennið og laut niður hjá þeim og hló, eins og hann ætlaði aldrei að geta hætt því, en svo fannst honum Símon vera að finna að þessu og leit á Lísu og þagnaði. Og hún horfði í einkennilegustu augu, sem hún þóttist nokkurntíma hafa séð. í»að voru einkennilega dökkgul með blettum, sem voru eins og gylltir, en andlitið var sól- brennt og stórt ör lá beint nið- ur eftir annarri kinninni. Sem snöggvast horfðust þau í augu en svo rétit hann snögglega út höndina og hjálpaði henni á faetur. -— Merkilegt! sagði hann í hálfum hljóðum og hristi hægt höfuðið en brosti enn. Hún horfði á hann meðan hann dustaði rykið af buxna- skálminni sinni. Hún gat ekki vitað, hvað það var, sem hon- r ÁLFTAMÝRI 7 LOMAHÚSID simi 83070 Opið alla daga öll kvöld og um helgar. Blómin, sem þér hafið ánægju af að gefa, fáið þér í Blóma- húsinu. um þótti svona furðulegt, og heldur ekki, hversvegna hún skalf eins og hún gerði Símon og kötturinn höfðu ekki verið í neinni verulegri hættu. Hvers- vegna var hún þá að skjálfa? Maðurinn strauk kettinum, en leit síðan á úrið sitt, óþolinmóð- ur á svipinn. — Komið þið. Það er bezt, að ég skjóti ykkur heim. Ég get ekki beðið eftir, að þið farið af veginum. — Við erum rétt alveg kom- in heim, en þakka yður samt. Við þurfum ekki nema fara stíg- inn á enda og síðan fyrir hom ið, flýtti Lísa sér að segja. — Það er nú sama. Ég vil ekki eiga undir því. Farið þið upp í! Símon, sem hélt á kettinum upp í loft, var þegar farinn að klifra upp í aftursætið. Maður- inn hélt hurðinni upp fyrirhana og hún steig inn og athugaði (sokkana sína. Enda þótt hún hefði hruflað sig ofurlítið á öðru hnénu, voru sokkarnir ó- skemmdir. Hún hallaði sér fram og strauk blóð af hökunni á Símoni með vasaklút. Maðurinn sneri bílnum við, næstum alveg á staðnum. — Hvað heitirðu? spurði Sím on allt í einu, er þeir komu að næsta beygju. — Blake, sagði maðurinn. ----- og hvað heitir þú? — Ég heiti Símon Brown og þetta er kötturinn minn, hún Suki. Seinast átti hún fimm kettlinga, en núna býst ég við, að hún eigi miklu fleiri. — Já, væri það ekki gaman? sagði maðurinn og leit á Lísu og lyfti augnabrúnum. Hún fann, að hún roðnaði og gat engu svarað. Þegar þau komu fyrir næsta horn, sagðí hún — Við erum alveg komin. Þarna er það! Og hún benti á kofann. — Og þakka yður fyr- ir. Ég vona, að við höfum ekki tafið yður frá neinu mikilvægu. Svo stigu þau öll út. — Viltu koma í te á morgun, Blake? ssagði Símon og leit upp og hallaði undir flatt. Enn einu sinni fann Lísa til þess, að hún þurfti á karlmannshjálp að halda. Hún flýtti sér að af- saka þetta en maðurinn greip fram í fyrir henni: — Þetta er vel boðið, en líklega get ég ekki þegið það á morgun. Ég er á förum til Afríku. Símon varð hrifinn og þagn- aði, en leit á Lísu til þess að sjá, hvort henni þætti þessi af- sökun ekki nokkuð langt sótt. Maðurinn settist upp í bílinn, dró niður rúðuna og klappaði á kollinn á Suki, sem var farin að mala. — Gætið þið vel að frú Kisu, sagði hann. Einkennilegu augun jathuguðu Lísu aftur, en á næsta augnabliki var hann far- inn. Hún ýtti Símoni inn um hlið- ið en kastaði um leið kveðju á manninn, og heyrði svo alls ekki spunningar og athugasemd fV I HRINGVER VEFNAÐARVORUVERZLUN Hjartagarn Á GAMLA VERÐINU. TAKMARKAÐAR BIRÐIR. AUSTURSTRÆTI S í M I 17 9 ER LJÚFIIR DRVKKUR Instont DAILY er súkkuloði- drykkur. DAILY leysist upp á augabrogði f mjólk eiSa vatni. Ein eða tvaer teskeiðar naegjo f eitt glos. Aðeins þarf að hræra og þó er tilbúinn undra- Ijúffengur túkkulaðidrykkur, heitur eða kaldur, eftir þvi tem hver óskar. DMLY meS ra* ir drengsins á leiðinni inn í hús ið, því að hún var alltaf að hugsa um þennan óvænta fund. Maðurinn var á hæð við Stve, en einhvernveginn fannst henni hann stærri. Var það vegna sterklegu herðanna og beina baksins? Hún hafði tekið eftir höndum hans á stýrinu. Þær voru mjög sólbrenndar, eins og andlitið, sterkar en viðkvæmar. Ekki gat hún getið sér til um aldur hans. Aftur varð henni hugsað til Steve, án þess að vita, hvers- vegna, en þá sá hún, að hún var farin að bera hann saman við ókunna manninn, og þar beið Steve lægra hlut. Steve var van ur að lúta fram yfir stýrið, eins og letilegur strákur. En í fari Blakes var ekkert strákalegt. Hann var karlmaður. 2. kafli. Þegar Lísa breiddi ofan á Símon hallaði hann sér og kyssti hana á hálsinn með rökum vör- unum. — Góða nótt! Bless! Gaman á morgun, sagði hann hálfsofandi. — Góða nótt, elskan! — Segðu „Gaman á morgun“, Lísa sagði hann og vaknaði aft ur önugur. — Gaman á morgun — Voða gaman á morgun, svaraði hún hlýðinn og lokaði dyrunum vand lega á eftir sér. Hún fór niður og hellti sérríi í glas handa sér, en það var vdnjulega ætlað prestinum. Svo leitaði hún í skrifborðinu þang að til hún fann litlu bókinahans pabba síns með heimilisföng- unum í. Hún vissi, að einhversstaðar í þessari bók mundi hún finna símanúmerið hans Bill Galbraiths Hann var Bandaríkjamaður, sem vann hjá Ameríska Flugfélag- inu í London. Faðir hans hafði komið heim með hann nokkr- um sinnum, og Lísa óskaði þess, að hún hefði verið altillegri við hann, óskaði, að hún þekkti hann betur, því að nú setlaði hún að biðja hann um atvinnu. Hún blaðaði í litlu bókinni, en fann ekkert undir G og fór að halda, að kannski væri það nú eins gott, en þá fann hún — Góða mamma, horfðu fram fyrir þig. óvænt nafnið undir B., skrifað með hendi Helen. Þegar hún tók símann til þess að biðja um númerið, heyrði hún hina alltof kunnugu rödd í frú Took, sem var á vakt á síman- um, og hætti um leið við allt saman. — Halló ungfrú Brown. Hvernig er Símon? Hún gerði röddina í sér eins ópersónulega og hún gat og svaraði. — Honum líður vél, þakka yður fyrir. Get ég fengið samband við London — Wel- beck 7142? — Sjálfsagt. Ég skal gefa yð- ur samband. Bíðið þér í síman- um. Á þessum fáu sekúndum, sem þurfti að bíða, missti Lísa al- gjörlega móðinn. Hún þóttist vita, að þessi önnumkafni Am- eríkumaður mundi engan frið hafa fyrir umsóknum um at- vinnu. Þarna mundu vinir kunn ingja hans vera að hrella hann sí og æ — eða kannski væri hann á fundi. En væri svo, kæm ist hún aldrei framhjá einka- ritara hans, og þetta hlaut líka að vera einkanúmer. Suðan í símanum hætti og röddin, sem kom, var enn sama þreytulega röddin í frú Took. — Afsakið þér þessa bið, sagði hún — Ætl- ið þér nokkuð til útlanda í sum- arfríinu? Lísa hallaði sér upp að veggn um og andvarpaði í kyrrþei, en tókst samt að halda röddinni eðlilegri, er hún svaraði. — Nei, það, er að segja, ég veit það ekki enn. Er einhver töf með London? Get ég látið viðtals- beiðnina standa? — Nei, það er engin töf, og ég skyldi bara bíða í yðar spor- um. Ég fer sjálf af vaktinni leftir mínútu en ég skal sjá um, að þér fáið sambandið áður en ég fer. Og Lísa heyrði hana end ■urtaka númerið. Frú Took þekkti alla og vissi um hverja þeirra hreyfingu. Lísa vonaði innilega, að þessi gamla kjaftaskjóða færi af vakt hæfist, því að annars yrðu fyrir inni, áður en samtal hennar ætlanir hennar komnar út um allt þorpið samstundis. Loksins kom önnur rödd í sím ann. — Gotit kvöld. Þetta er Hotel Clarenoe. — Þetta hlýtur að vera ein- hver misskilningur, sagði Lisa. — Ég var að reyna að ná í hr. Galbraith _ hjá Ameríska Flug- félaginu. Ég hélt, að þetta væri einkanúmerið hans. — Andartak, sagði stúlkan. — Ég held einmitt að hr. Gal- braith hafi búið hér þangað til fyrir nokkrum mánuðum. Ég skal athuga hvort ég hef nýja númerið hans. Nú var þögn frá miðstöðinni og Lísa varð heldur en ekki feginn. Meðan hún beið var hún að hugleiða, hvernig hún tætti að vera klædd, ef hún >færi til London til viðtals. Dökk grái frakkinn og pilsið yrði lík- lega heppilegast. Ætti hún að vera með hatt? Það yrði þá að vera svarti flauelshatturinn, sem hún hafði keypt fyrir jarðar- förina, eða þá tyrkneski strá- hatturinn. Nei, annars Engan hatt. — Númer hr. Galbrai'ths er nú Sloane 2481, sagði röddin í 12. janúar Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Ekki eyða um efni fram. Ættingjarnir standa með þér, og vertu því þolinmóður. Það kemur sér vel i lokin. Nautið 20. apríl — 20. maí AUt sem þú segir virðist skipta ákaflega miklu máli. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Gerðu eitthvert gagn í sókninni. Efndu gömul loforð. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Farðu snemma út, og njóttu lífsins með vinum og venzla- fólki. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Þú skalt bjóða heim fólki I kvöld. Meyjan 23. ágúst — 22. september Þér finnst umferðin erfið. Gefðu þér nægan tíma. Vogin 23. september — 22. október Eftir því sem þú hefur sáð, ættirðu að uppskera ást og virð- ingu. Bjóddu einhverju nygra fólki að njóta alls þessa með þér. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Góðar fréttir langt að. Bjóddu heim eða þiggðu boð. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember Farðu hægt í að hjálpa einhverjum vlni þinum, fyrr en þú veizt alla málvöxtu. Þetta verður langur vinnudagur. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Þeir, sem elska þig skilja allt og fyrirgefa, hindr misskilja allt. Kvöldið verður friðsælla og getur vel orðið skemmtilegt. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Fylgdu því sem þú hefur þegar ákveðið og ert byrjaður á, þar til ástæða er til að breytatil.Ofreyndu þlg ekki. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Haltu áfram að athuga málið. Þú hittir margt nýtt ftjjk, ef þú ferð rétt að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.