Morgunblaðið - 12.01.1969, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1»69.
tjlfcgieíaTi.di H.f. Arviafcuir, Reykjavík.
FíamfcvÆemdiaisitjóri Haraldur Sveinsacm.
'Ritstj órax' Sigurður Bjamason f:rá VigMt*.
Matifchias Johannesslen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
RitstjómarfuIItrúi Þioorbjöm GuðStmundsBons.
Fréttaistjóri Björn Jóhaimssoni.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsaon.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalsfcræti 6. Sími 1'O-lOt).
Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 212-4-80.
Asfcriftargjald kr. ISiO.OO á nránuði innanlands,
í lansasiöitt fcr. 10.00 eintafeið.
400 MILLJÓNIR
¥ gær birtist í Mbl. mjög at-
hyglisverð grein eftir
Eyjólf ísfeld Eyjólfsson, fram
kvætndastjóra Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna, þar
sem hann bendir á leiðir til
þess að auka verómæti út-
flutningsframleiðslunnar um
nær 400 milljónir króna.
Eyjólfur ísfeld upplýsir í
grein sinni að á sl. ári hafi
orðið 60% söluaukning í
Bandaríkjunum á frystum
fiski í neytendaurhbúðum og
telur hann meginástæðuna
vera þá, að ný tegund fisk-
búða er að ryðja sér til rúms,
sem talið er að muni fjölga
mjög á næstu árum. Verði
svo sé um að ræða sams kon-
ar byltingu í fiskneyzlu og
varð þegar verksmiðjufram-
leiðsla hófst á vöru úr fisk-
blokkum.
Greinarhöfundur bendir á,
að frystur fiskur í neytenda-
umbúðum hafi ekki lækkað
_ jafn mikið í verði og fisk-
blokkin en frá hausti 1965 til
ársbyrjunar 1967 lækkaði
fiskblokkin í verði um 30%
en fiskur í neytendaumbúð-
um um 10% og á síðasta ári
lækkaði þorskblokkin um 15
—20% en neytendaumbúðir
ekkerf.
Þá vekur Eyjólfur ísfeld
athygli á því, að um tveir
þriðju þorskfrystingar á sl.
ári hafi verið í blokkum en
aðeins þriðjungur í neytenda
umbúðum, sem þó skila
þriðjungi hærra verði. Hið
sama er að segja um ýsuna.
. Hins vegar er um helmingur
steinbítsfrystingar í neyt-
endaumbúðum. Loks bend-
ir Eyjólfur ísfeld á möguleika
þess að frysta karfa fyrir
Bandaríkjamarkað og segir
að útflutningsverð hverrar
einingar yrði um 50% hærra
en til Sovétríkjanna.
í grein sinni segir fram-
kvæmdastjóri Sölumiðstöðv-
arinnar, að verði hlutföllun-
um í þorsk- og ýsufrystingu
snúið við, þannig að um 70%
fari í neytendaumbúðir,
„ muni verðmætisaukningin
verða um 285 milljónir kr.
Verði sams konar vinnsla
steinbíts aukin úr 50% í 70%
aukist útflutningsverðmætið
um 15 milljónir króna og með
því að vinna markað í Banda-
ríkjunum fyrir frystan karfa
mætti auka útflutningsverð-
mæti þeirrar vörutegundar
um þriðjung eða 75 milljónir
króna á ári. Eyjólfur ísfeld
segir hins vegar, að þessu
marki verði ekki náð nema
með betri gæðum hráefnisins
en meginástæðan fyrir því,
að svo mikið hráefnismagn
fari í blokkarframleiðslu sttafi
af lélegum gæðum. Úr því
verði ekki bætt nema með
samstilltu átaki sjómanna, út-
gerðarmanna og starfsfólks
fiskvinnslustöðvanna. Þá
bendir hann á nauðsyn strang
ara eftirlits fiskmatsins og að
gera ætti stórt átak í því að
koma á notkun kassa í bát-
um og fiskvinnslustöðvum á
næstu sumarvértíð, t.d. með
því að Fiskimálasjóður greiði
þriðjung kassaverðs og lána-
stofnanir veiti lán til þessar-
ar fjárfestingar.
Þessi grein Eyjólfs ísfelds
Eyjólfssonar, sem hér hefur
verið gerð að umtalsefni hlýt-
ur að vekja mikla og almenna
athygli, enda er þar bent á
raunhæfar leiðir til þess að
auka á skömmum tíma út-
flutningsverðmæti lands-
manna um nær 400 milljónir
króna með betri nýtingu hrá-
efnis, sem þýðir aukna vinnu
í landinu. Er sérstök ástæða
til að fagna þessum ábend-
ingum framkvæmdastjóra
Sölumiðstöðvarinnar og
vænta þess, að þeir aðilar,
sem að útgerð og fiskvinnslu
vinna taki þær til gaumgæfi-
legrar athugunar og fram-
kvæmda.
ENN VIÐ SAMA
HEYGARÐS-
HORNIÐ
FVamsóknarblaðið heldur
“ því fram í forustugrein í
gær, að ríkisstjórnin horfi að-
gerðarlaus á meðan atvinnu-
leysi eykst en þjarki í þess
stað við atvinnurekendur og
fulltrúa verkalýðssamtaka
um nefndaskipanir. Þessar
ósvífnu fullyrðingar eru fjar-
stæða ein.
Ríkisstjórnin átti fund með
þessum aðilum á Þorláks-
messu og síðan hefur aldrei
staðið á því af hennar hálfu
að halda annan fund. Þessir
aðilar voru hins vegar ekki
tilbúnir að leggja tillögur
sínar fyrir ríkisstjórnina fyrr
en fyrir tveimur dögum, á
föstudaginn var. Ríkisstjórnin
athugar nú þessar tillögur og
verður annar fundur þessara
aðila haldinn skjótlega.
Hins vegar hefur ríkis-
stjórnin sleitulaust unnið að
|| 7 Mpili AN IÍR UFIMI
\i»v U1 nli Ul\ IILIIVII
NIXON OG ÞJOÐÞINGIÐ:
Góðri samvinnu spáð
NÝKJÖRIÐ Bandaríkja-
þing virðist heldur íhalds-
samara en síðasta þing, og
gæti það haft áhrif á sam-
vinnu þess og hins ný-
kjörna forseta, að því er
segir í eftirfarandi grein
úr U.S. News & World
Report.
ÞÓTT demókratar séu í meiri
hluta á 91. Þjóðþinginiu, er
talið að það verðj oft á sama
máli og Richard Nixon forseti,
þó að hann sé repúblikani.
Kosningarnar í nóvember virð
ast Mtið hafa breytt hlutföll-
unum á Þjóðþinginu milli
„frjálslyndra", „hófsamra" og
„íhaldsmanna". Eina breyting-
in virðist vera sú, að „bófsöm-
'Uim“ hefur fjölgað lítið edltt.
Á síðasta þingi ríkti mikil
varkárni í fjárveitingum og
setningu félagsmálalaga, og
Johnson forseti lagði minni
áherzlu á baráttuna sína fyr-
ir „hinu mikla þjóðfélagi". —
Nú virðist 91. þigið setla að
verða jafnvel ennþá varkár-
ara en 90. þingið, enda hafa
áhrif „frjálslyndra" og „íhalds
manna,, minnkað.
MANNABREYTINGAR
Mannabreytingar í helztu
þingemhættum eru jafnlitlar
og breytingarnar á hlutföllun-
um milli „frjálslyndra", ,,hóf-
samra“ og íhaldssamra". John
MacCormaek verður áfram for
setj fulltrúadeildarinnar, þar
sem tilaun ungra demókrata
til að fella hann fór út um
þúfur. Carl Albert frá Okla-
homa verður áfram leiðtogi
demókrata í fulltrúadeildinni
og Gerald Ford leiðtogi rep-
úblikana. Mike Mansfield frá
Monltana er sem fyrr iieiðitogi
demókrata í öldungadeildinni
oig Everett Dirksen frá Illino-
is leiðtogj repúblikana.
Hins vegar geta breyting-
arnar á skipun aðstoðarþing-
leiðtoga í öldungadeildinni
haft nokkuð að segja. Edward
Kennediy frá Massachusetts
verður aðstoðarleiðtogi- demó-
krata og Hugh Ccott frá
Pennsylavaníu aðstoðarleið-
togi repúblikana. Hjá demó-
krötum hefur þannig „frjáls-
lyndur“ leiðtogi tekið við af
„íhaldsmönnum" og hjá repú-
blikönum tekur „hófsamur"
maðiuir við aif „frjá'Myndium".
Kennedy telkur við af Russel
Lomg frtá Louisi-an.a og Scott
tefeuir við af Thomas H. Kuc-
hel frá Kaliforníu.
Ef til vill er mikilvægara,
að litlar hreytingar verði á
skipun nefndarformanna. í
fulltrúadeildinni hefur nýr
formaður aðeins verið skipað-
ur í einni fastanefnd af 21. I
öldun.gadeildinni eru 16 fasta-
nefndir, og aðeins fjórir ný-
ir formenn hafa verið skip-
aðir. Flestir nefndarmenn eru
sem fyrr frá suður- og vest-
urríkjunum. Þá hafa nýju for
mennirnir svipaða aðstöðu og
fyrirrennarar þeirra til þeirra
til þeirra mála, sem nefndir
þeirra fjalllia um. Þanmiig tek-
ur John Stennis frá Mississ-
ippi við af Riehard Russeil frá
Georgíu, sem formaður her-
málanefndar öldungadeildar-
innar. Stennig og Russel eru
báðir „íhaldssamir", En mikil-
vægara er, að þeir tafca sömiu
afstöðu til þeirra mála, sem
koma fyrir nefndina.
ÍHALDSSAMARI STEFNA
Vegna hins „hófsama“ and-
rúmslofts, sem mun ríkja á 91.
Þjóðþinginu, er ekki að vænta
nýrra stórkostlegra lagafrum-
varpa. Þvert á móti er búizt
við, að nokkrir þeirra laga-
bálka, sem samþykktir hafa
verið á undanförnum átta ár-
um í embættistíð Kennedy-
Johnson-stjórnarinnar, verði
afnumdir eða endurskoðaðir
í grundvallaratriðum. Reynt
verður að gera lögin þannig
úr g.arði, að meiini áranigurs
verði að vænta, og að sjá svo
-um, að þeim sé framfylgt í
samræmi við óskir Þjóðþings-
ins. Sífellt verður leitazt við
að halda kostnaði í sfcefjum.
Eitt erfiðasta vandamál for-
setans og Þjóðþingsins verður
ófremdarástandið í stórborg-
unum. í kosningabaráttu
sinni beitti Nixon sér fyrir
skattalækkunum til þess að
stuðla að lausn þessara vanda
mála. En ekki er gert ráð fyr-
ir að forsetinn leggi fram
framtíðaráætlun í bráð. Hins
vegar mun Nixon fara fram
á áframhaldandi fjárveitingar
til „.fyrirmyndariborga“ end.
urnýjunar stórborga, húsnæð-
ismála og annarra mála, sem
þegar hafa verið afgreidd. —
Sennilega verður harðast deilt
um fjárveitingar á 91. Þjóð-
þinginu.
Búizt er við, að forsetinn
muni fljótlega bera fram til-
lögu um breytingar á tilhög-
un forsetakosninganna, og
munu þær aðallega ná til kjör
mannasamkundunnar, sem
kýs forsetann. Vegna þess hve
kosningarnar í nóvember voru
tvísýnar, er búizt við að slík-
ar breytingar muni njóta víð-
tæks stuðnings hæði meðal
demókrata og repúhlikana.
Eitt þeirra mála, sem verða
rækilega endurskoðuð á þessu
ári, er „herferðin gegn
hungri“. Ein af nefndum full-
trúadeildarinnar hefur haft.
umfangsmikla rannsókn á sam
félagsaðgerðum, sem taldar
eru kjarni herferðarinnar.
Þjóðþingið og forsetinn mun
þreifa fyrir sér og kanna
hvernig landið liggur á þessu
ári. Engum meiriháttar vær-
ingum milli forsetaas og 91.
Þjóðþingsins er spáð.
Leiðtogar demókrata í öldungadeildinni: Mike Mansfield og
Edward Kennedy, sem báðir eru taldir frjálslyndir.
því að koma útgerðinni af
stað og það skiptir auðvitað
höfuðmáli til þess að auka
atvinnu í landinu. Skrif Fram
sóknarblaðsins og kommún-
istablaðsins sýna hins vegar
glögglega að þeim aðilum er
meira í mun að egna til verk
falla heldijr en að koma at-
vinnulífinu í gang. Er það í
fullu samræmi við þá iðju,
sem Framsóknarmenn og
kommúnistar hafa stundað í
áratug allt frá því að ríkis-
stjórn þeirra hrökklaðist frá
völdum. Hins vegar hefði
mátt ætla að þeir sæju sóma
sinn í að leggja þá iðju af þeg
ar svo er ástatt sem nú. En
þess sjást engin merki.
ÞURFUM VIÐ
VERKFÖLL NÚ?
Y^firmenn á fiskiskipunum
■^- hafa nú boðað verkföll,
sem hefjast eiga í næstu viku.
Hins vegar hafa sjómenn
almennt ekki séð ástæðu til
slíkrar verkfallsboðunar enn.
Verði af þessu verkfalli yfir-
manna mun allur fiskiskipa-
flotinn stöðvast og starfsemi
fiskvinnslustöðvanna lamast
að mestu en í kjölfar þess
fylgir stóraukinn skortur á
atvinnu.
Fyllsta ástæða er til að
varpa fram þeirri spumingu,
hvort íslenzka þjóðin
þarfnist þess nú mest, að
verkföll lami allt atvinnulíf
hennar. Eru verkföll líkleg-
asta leiðin til þess að þjóð-
in komist út úr þeim erfið-
leikum, sem að steðja. Því
svarar hver fyrir sig en þó
verður að telja líklegt að þeir
sem einhverja ábyrgðartil-
finningu hafa geri sér grein
fyrir því, að nú ríður á öðru
meir en að fámennir þjóðfé-
lagshópar lami atvinnulífið
og valdi stórauknu atvinnu-
leysi í landinu á þessum
erfiðu tímum.