Morgunblaðið - 12.01.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.01.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1969. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Hákonar H. Kristjónssonar, hdl., verður húseignin Borgarvegur 4, Ytri-Njarðvík, tailin eign bæjarsjóðs Keflavíkur, seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri fimmtudaginn 16. janúar 1969, kl. 2.30 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 54., 55. og 56. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1968. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Veðdeildar Landsbank íslands, Brunabóta- félags íslands og Árna Gunnlaugssonar, hrl., verður íbúð á 2. hæð í húsinu nr. 88 við Álfaskeið, Hafnar- firði, þinglesin eign Bjama Dagbjartssonar, seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri miðvikudaginn 15. janúar 1969, kl. 4.00 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 54., 55. og 56. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1968. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Gunnars M. Guðmundssonar, hrl., sveitar- stjórans í Seltjarnarneshreppi og Útvegsbanka íslands, verður húseignin Melabraut 39, neðri hæð, Seltjamar- nesi, þinglesin eign Björns A. Blöndal, seld á nauðung- aruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri miðviku- daginn 15. janúar 1969, kl. 2.00 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 57., 58. og 60. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1967. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. PLASTGLER Glærar og litaðar acrylpalstplötur, niðursagaðar og unnar eftir vild til margvísiegrar notkunar, t.d. í glugga rúður, skipsglugga, vindsýli, milliveggi, undir skrif- borðsstóla, fyrir flurosentljós og margt fleira. Acrylplastgler hefur allt að 17 sinnum styrkleika venjulegs glers. SENDUM í PÓSTKRÖFU. — Hagstætt verð. BÁRUPLAST PLASTSKILTI Plastljósaskilti í ýmum stærðum. Varanleg auglýsing, smíðuð með til'iti til islenzks veðurfars. Kynnið yður verð og greiðsluskilmála. Valin efni. — Ábyrgð. — Þjónusta. Geislaplast sf. v/Mikltorg — Sími 21090. BEZT að auglýsa í MORGUNBLAÐINU Dick Gordon situr á trjónu Ge mini 11, hátt yfir jörðu. Geinjgöngurnar sönnuðu að menn geta unnið úti í geimnum og áður en langt um líður verður farið að hyggja geimstöðvar sem geta annazt fjarskipti, veðurspár, hitamælingar og jafnvel fundið nýja málma eða aðrar auðlindir á jörðu með sérstakri ljósmyndatæki. Hagnaður af tunglferðum ; MARGIR efasemdarmenn, ; ekki sízt í Ameríku, hafa \ gagnrýnt geimferðaáætlun \ Bandaríkjanna og telja S rangt að eyða 24 milljörð- \ um dollara í það eitt að \ senda menn til „þessa j hnattar sem líklega verð- \ ur ekki hægt að hafa nokk- J urt gagn af.“ Það er satt \ að 24 milljarðar dollara er 1 dágóð upphæð og því t kannski von að sumum t blöskri. En það má einnig finna rök — og þau lík- lega fleiri — sem mæla með tunglferðinni. I Ef við lítum fyrst á þetta t frá sjónarmiði Bandaríkja- / manna sjálfra ber þess að ) gæta að það er alls ekki / verið að eyða þessum aur- um á tunglinu, heldur í Bandaríkjunum sjálfum. Það verður einnig að taka tillit til þess að þetta tak- mark veitir 400 þúsund manns vinnu og innifalin er einnig menntun þús- unda sem á einhvem hátt eru tengdir geimferðaáætl- uninni. Styrjaldir eru vissulega hræðilegar en það er stað- reynd að aldrei er eins mikið um uppfinningar og framfarir og meðan á þeim stendur. í síðari heims- styrjöldiinni voru gerðar margar uppfinningar sem hafa valdið byltingu í lífi \ þeirra sem lifðu hana af. Þar má t.d. nefna kjam- orkuna (um gæði hennar má sjálfsagt líka dei’la) þotuhreyfilinn og radar- inn. Geimferðaáætlunin hef- ur haft þessi sömu áhrif, og það án þeirra hörm- unga sem styrjaldir leiða af sér. Þegar árið 1964 varð sá draumur að hagnýta geimvísindi í ábataskyni að veruleika. Þá voru 10 milljón hlutabréf í Fjar- skiptahnattafélaginu boðin til sölu á almennum mark- aði. Fyrsti fmmstæði fjar- skiptahnötturinn fór á braut árið 1958, en hug- myndin um fjarskipta- timgl er mikið eldri, eða frá 1945. Fjarskiptatunglin verða sífellt fullkomnari og það þykir nú orðið langt síðan byrjað var að senda sjónvarpskvikmyndir beint milli landa, með þeirra hjálp. Endirinn verður að sjálfsögðu sá að með hjálp gervitungla verður komið upp nokkurskonar alheims sjónvarpsstöðvum, sem menn geta stillt inn á eft- ir vild, hvernig sem nú ís- lenzkir menningarvitar bregðast við slíkum utan- aðkomandi áhrifum. Og það verða ekki aðeins sjón varps- og útvarpssending- ar sem ná slíkri fullkomn- un, áður en yfir lýkur geta menn sjálfsagt hringt heimsálfa rnilli fyrir örfá- ar krónur og verið í jafn góðu sambandi og innan- bæjar i Reykjavík. Það er satt að segja ekki nokkur leið að gera sér ljósa grein fyrir því hvaða gagn má hafa af gervihnöttum og geimstöðvum þeim sem sendar verða á braut á næstu árum. En svo við víkjum aftur ,að sjálfri tunglferðinni þá hefur hún ein sér (þ.e. Ap- ,ollo áætlunin) fætt af sér ,ekki færri en 2,500 tæki ieða uppgötvanir sem hægt ier að hagnýta til annars en igeimferða, að því er segir í blaðinu US. News & World report. Þar á meðal xná nefna framfarir í ein- angrunartæki, rafeinda- fræði, framleiðslu eld- vamarefna, rafsuðu og í samskeytingu- Eitt dæmi um hið síðastnefnda er raf- hamar sem notaður er til að slétta út hnoðnagla án þess að veikja miálminn. Hann var framleiddur fyr- ir smíði Saturnus-5 eld- i flaugamar, en er nú notað l ur í skipasmíðastöðvum, bílaverksmiðjum og flug- vélaverksmiðjum. Geim- fararsmiðir hafa orðið að búa til loka, dælur, síur og tengingar sem starfa með áður óþekktri nákvæmni. Þeir hafa búið til örsmáa rafeindahluti, nýja málma, ný smur-efni. Læknisfræðin fer held- ur ekki á mis við nýjar upp götvanir. Sem dæmi má nefna 1) Nýjan léttmálm sem upphaflega var framleidd- ,ur í eldflaugar en hefur reynst vel við smíði gervi- liðamóta. 2. Rafeindamagnara sem notaðir eru til að fylgjast með líkama geimfarans á flugi eru nú notaðir til að mæla hjartslátt, andar- drátt, hita og blóðþrýsting hjartaveikra. 3) Rafeindamagnara sem notaður er til að telja ör- smáa loftsteina sem lenda á geimförum, gæti einnig komið að gagni við að hafa upp á taugasjúkdómum áð- ur en þeir ágerast. 4) Mælitæki sem upp- haflega átti aðeins að fylgjast með álagi á eld- flaugaveggi er nú notað til að rannsaka hversvegna bein verða stökk með aldr- inum. 5) Skurðstofur og endur- hæfingastofur sjúkrahúsa njóta góðs af nýjum að- ferðum sem notaðar eru við dauðhreinsun geim- fara. Og þannig mætti lengi telja. Það er rétt að geysi- miklum upphæðum er var- ið til geimrannsókna og geimferða — en því fé er ekki kastað á glæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.