Morgunblaðið - 28.01.1969, Síða 4

Morgunblaðið - 28.01.1969, Síða 4
* 4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1969. * '4 Simi 22-0-22 Rauðarárstíg 37 SIM' 1-44-44 mmiBiR Hverfisgötu 103. Simt eftir lokun 31104. MAGIMÚSAR skiphoui21 simar21190 eftir lokun simi 40381 BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM SÍMI 8-23-47 BÍLALEIGAN - VAKUR - SundlauKavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34930 or 30217. 350,- kr. daggjald. 3,50 kr. hver kílómetri. mörg önnurverkfæri með harðmálmstönnum fyrir trésmíðar. ÞÖRHF REYKJAVÍK 5KÓLAVÖROUSTÍG 13 BAHCO HITABLÁSARAR í vinnusali, vöru- geymslur o.fl. Margar gerðirog stærðir. Leiðbeiningar og verkfræði- þjónusta. FYRSTA FLOKKS FRÁ.... SlMI 24420- SUÐURG. 10 - RVÍK 0 Gagnrýni á söfnunar- skipulag Karl Jóhannsson, Laugarnes- vegi 77., sendir all-harðort bréf um Biafra-söfnunina: „Reykjavík 6. jan. 1969 Kæri Velvakandi! Á sínum tíma fór fram hér á landi söfnun, er nefndist „Herferð gegn hungri". Eftir því sem mér hefur skilizt, tókst sú söfnun með ágætum, vegna góðrar skipulagn- ingar, og allir lögðust á eitt, að sem beztur árangur næðist. Nú bregður svo við, að heita á, að söfnun sé I gangi vegna bág- staddra í Biafra. En flestum get- ur vist komið saman um, að illa hafi tekizt til, því að í sannleika sagt vita fæstir, hverjir eru ábyrg ir fyrir þeirri söfnun, og vart er hægt að segja að hljóð heyrist úr þeim herbúðum. Ég held að ekki sé ofisagt að fiorráðamemn þeirrar söfnunar megi skammast sín, og það held ur betur. Allt skipulag virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan, og áróður enginn verið, sem heitið getur, og ekki minnsti vafi á að margfalt meiru hefði mátt safna, því að ekki trúi ég, að íslend- ingar séu svo aumir, að þeir geti ekki séð af nokkur hundruð krón um, og margir vildu frekar skera niður útgjöld sín en að láta hjá liða að rétta hjálparhönd. Svo dæmafátt er áhugaleysið hjá þessum forráðamönnum, að fólk veit vart, hvert það á að snúa sér með framlög. Og oft er þannig í pottinn búið, að fram- taksleysið kemur í veg fyrir að fólk fari með framlög eða menn eiga hreinlega erfiðara með að sjá af tímanum heldur en peningun- um, svo að ekkert verður úr að koma peningum á framfæri. Þvi má ekki skipuleggja þessa söfn- un hliðstætt „Herferð gegn hungri“ láta kvitanahefti liggja frammi á opinberum stöðum, hjá verzlun- um, o.s.frv?. Ekki er minnsti vafi á, að skátar, Kiwanis-félagar, „ljónin“ og fleiri samtök mundu með glöðu geði leggja fram sjálf boðavinnu við söfnun í íbúðar- hverfum og annars staðar. Þúsundir á þúsundir ofan bíða kvalafullan dauðdaga daglega í Biafra, rétt á sama hátt og for- feður okkar gerðu fyrir aðeins fá um mannsöldrum. Og lítið sem ekkert er gert. Stór er skömmin okkar íslendinga, er okkur ferst svo óhöfðinglega við eina af okk- ar beztu viðskiptaþjóðum, og ekki er minnsti vafi, að mörg heimilin hér hafa átt skreiðarvið- skiptum okkar við Biafrabúa af- komu sína að launa. Erum við svo kaldrifjuð að geta horfit upp á meðbræður okkar verða hungri að bana, og það á 20. öldinni, án þess að gera raun verulega eitt eða neitt? Litlar stúlkur og litla drengi, ef til vill á sama aldri sem barnið þitt, eða bróðir þinn eða systir. Vissulega getum við ekki um- breytt veröldinni, en við getum gert mikið átak, og bjargað þús- undum, ef hinir ábyrgu aðilar, sem eiga að standa að þessari söfnun, hefjast handa af festu og með góðri skipulagningu. Eða viljum við frekar hafa nokkur hundruð iif barna og gam almenna á samvizkunnt § Um Biafra-söfnun, vanþakklæti svertingja o. fl. Farmaður skrifar: „ísafirði, 9. jan 1969. Kæri Velvakandi! „Hjálp til Biafra“. Ég las svör fólks við spum- ingum Morgunblaðsins 8. jan 1969 á bls. 10 um það hvað beri að gera í máli Biafra. Hefðu flestir þeirra ef til vill átt að gera sér ljóst eftirfarandi: 1. Nigería og önnur riki í Af- ríku verzla allmikið við íslend- inga. Ef við förum að hafa af- skipti af því, sem Afríkuþjóðir kalla innanríkismál Nigeríu, er hætt við að við missum þessa markaði og jafnvel annars stað- ar í heiminum nefnilega í Austur Evrópu, þar sem litið er á frelsis- baráttu Biafra, sem uppreisn gegn löglegri stjóm Nígeríu og Biafra. 2. Varla getur skreið talizt til þeirra fæðutegunda, sem gætiorð ið til þess að halda lífi í börn- um, sem eru að dauða komin eftir sex mánuða sult. — Væri þurrmjólk þar e.t.v. betri. 3 Eins og stendur, er frekar lítið um flutninga, ekki vegna skorts á matvælum eða fé til flugs ins, heldur mun ástæðan sú, að mjög takmörkuð leyfi fást til að fljúga yfir lofthelgPlanda í Af- ríku eða alls engin 4. Talið er af kunnugum, að allt af 50—75prs. af gjöfum til Biafra lendi í óskilum. — Mest fari til svartamarkaðs-braskara og í mút ur til að fá leyfi til a® gefa. Gæti verið, að mörgum snerist hug ur við að gefa, þegar þeim yrði ljóst, að 5—10 aurar af krónunni kæmu til skipta, þegar annar kostn aður væri meðtalinn. 5. Ég held, að betra gagn væri að gefa fátækum ekkjum og fá- tækum mæðmm ásamt lasburða fólki ungu sem gömlu, og safna fyrir það a.m.k., áður en við byrjum á Indlandi, Biafra eða Madagaskar. 6. Ætti ekki frékar að hjálpa okkur sjálfum? Ég tel það mál nær okkur en Biafra. 7. Nú er svo annað mál, að flest svertingjalönd Afriku, þ.ájn. Nígería, telja, að frelsisbarátta Biafra sé rekin með fé frá auð- félögunum í U.S.A. og Evrópu (sérstaklega Oliufélögunum). í Biafra munu um 87prs. auðlinda landsins vera AUir þeir, sem hjálpa Biafra beint, eru þar með stimplaðir þeim stimpli, að þeir séu hand- bendi auðvalds og nýlendu-kúg- unar, af negraþjóðunum. Tel ég okkur beri að forðast þann stimp iL 8. Samt er það svo i lýðfrjálsu landi, að þeir, sem vilja gefa, geta það, en þökk fyrir verður eflaust grunn — því að negrar eru nú einu sinni þannig að þeim finnst sjálfsagt að þiggja án end- urgjalds og þakkar frá hinum hvíta kynstofni. 9. Þeir íslendingar, sem ekki geta beðið með hjálpina, ættu að nota póstinn eða símann til að senda gjaldeyrinn til: „ Help for Biafra International Red Cross, Genéve, Switzerland. S. Amgrímsson Hafnarstræti 11 ísafirði 0 Hjálpið! Hjálpið! Frá Skagaströnd berst bréfið hér fyrir neðan, og hefur höf- undur sett því ofanskráða fyrir- sögn. „Kæri Velvakandi! Góðfúslega birtu þessar línur, sem allra fyrst. Þið hafið heyrt um hungursneyðina í Biafra. þar sem þúsundir fólks deyja úr hungri daglega, og álitið að um 40prs. af börnum deyi. Það hefir verið ritað um þetta í dálka Velvakanda, og íslenzka þjóðin hvött til að hjálpa. Ég vil segja: Ríkisstjórn! takið án tafar að ykk ur forystu hér um landið í þessu máli, og sendið flugvélarnar með matföng og kannske börn til baka. Og þar sem þetta þolir enga bið, þá taki ríkið á sig greiðsluábyrgð um stundarsakir , því að tafar- laust sé hafið skipulagt hjálpar- starf, sennilega með ríkisstjórn sem bakframkvæmd, þar sem alltr eigi kost á að leggja fram pen- inga, en t.d. í Reykjavík getihver einstaklingur til flýtisauka af- hent Rauða kross fslands eða biskupsskrifistofunni framlag sitt. Fátæki maðurinn, sem hefur af litlu að taka, minnist þess, að Jesú sagði um fátæku ekkjuna, sem gaf tvo smápeninga, að hún hefði gefið mest, því að hún gaf aleigu sína. 0 Höfum bara hefilspæni með okkur inn í eilífðina En þeir sem hafa aif miklu að taka, og sumir sem selja viðtal á mörg hundruð krónur, þeir geH mikið. Við skulum öll minnast þess að þá við förum héðan úr heimi, höfum við með okkur í kistunni aðeins hefilspæni umhverf is líkamann. Ef þið eigið biblíu, góðfúslega fáið ykkur hana — þá lesið Jesaja 58. Þar stendur: „Það er, að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda hælislausa menn" — Þá skal Ijós þitt bruna framsem morgunroði og sár þirtrt gróa bráð lega“, ef þú réttir hinum hungr- aða brauð þitt, og seður þann sem bágt á, þá mun ljós þitt renna upp í myrkrinu og niðdimm an í kring um þig verða sem há- bjartur dagur". „Þá mun Drott- inn stöðugt leiða þig og seðja þig“. Einn fátækur en aldrei svangur" — Velvakandi þakkar bréfið en finnst það hreint ekki hlutverk ríkisstjóma að hlutast til um slík ar safnanir. TIL SÖLU eitt herb. og eldhús í kjallara í Vesturborginni, auk eins herb. sem má breyta í íbúðarherbergi. Sérhiti, sérinngangur. Tilheyrandi hlutdeild í sameign, eignar- lóð. Verðið mjög hagstætt ef samið verður strax. STEINN JÓNSSON, hdl., fasteignasala, Kirkjuhvoli, sími 19090, 14951. UM AÐ SKILJA BIBLÍUNA Fruimorsök til aMs trúarlogs sumdurlyndis er h/vonki sú að fótki sé «n of að dkilja Bfbl4uaia eða á hvenn híáitt hún er akrifuð, heldur óvilji fólks til að haJkia faM við það sem hún segir. Að halda möfekru öðru fraim, er að ásaka réttlátaa, 'heilagan og réttíhugaðam guð fyrir að 'hafa gefið okkur bók (Biblíuma) sem er óSkil'janleg. Við eiguon að dæmast eiftir Biblíummi (Joíh, ev. 12, 58; op. Jo(h. 20,12). Mumdi réttl'átur guð daema manmeskjurimar á efsta degi fyrir að haia hlýtt því aem þær gátu efeki skilið, ef hamn hefði skrifað hana þammig að eifcki var hægt að skiija hana? Sanmarlega efcki, því allir geta síkilið hama. Hkiir helgu í Efeeus voru beðmir um ekki að vera „dárar”, en skilja hiver sé vilji drottins. (Bfes. 5, 17). Þetia sýmir að það er mögulegt að slkiija guðis vi'lja sem er opimberað- ur gegmum hima heilögu riitnimgu. Hvað þessu viðvíkur segir postulinm Páll: „Hanm hefur við opimberun birt mér leyndardóminm, eime ag ég að framiam hafi stulttlega sfcrifað svo að þér af lestri þess getið skymjað míma þelfck- ingu á leyndardómi hies smurða" (Efes. 3. 3—4). Efcki aðeinis var þeim sagt að þeir GÆTU sfcilið guðs viilja, helduT var þeirn SKIPAÐ að skilja hamn. Biblíam er guðs fuMkomma lögmél (Jafc. 1, 25) og verður að lesast með gaumgsefrá svo maður geti öðlaat Skálmimg á því. (II Tim. 2, 15). Hlýðið drottins kemnimigu ag þér miunið öðlast frelsi (Mark. 16, 16: Rom. 6, 17—18). Við bjóðumst til að semda yður fróðlegam Biblíubæklimg enriumg j aldslaust. Bæklingurinm er á morsfcu. Þér getið skrifað til otokar á döndfcu, nordtou eða emstou, til KMSTI MENIGHET, Naittamidsveiem 84, 500 Bergem, Nortge. Síldarflokkunarvél óskast keypt. Tilboð merkt: „Síld — 6050“ sendist afgr. Morgunblaðsins fyrir 31. þ.m 1 til 2ja hestafla frystipressa óskast strax. — Upplýsingar í síma 84306 eftir kL 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.