Morgunblaðið - 28.01.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.01.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1%9. 15 áskynja, hve mjðg hún unni söng og hljóðfæraslætti. Og orgelið var það hljóðfæra, er hún mat hvað mest. Enda gaf Bjarni henni iíka orgel. Og það mun áreiðanlega oft hafa stytt henni stundir, er hann stóð í verk- stæði sínu að viðgerðum eða ný- smíði, oftast langan vinnudag. Síðustu ár sín átti Sigurbjörg við mjög erfiðan sjúkdóm að stríða. Og þótt læknar gerðu sitt ýtrasta og maður hennar vefði hana umhyggju sinni og ástúð,- — og viki vart frá henni, oft vikum og mánuðum saman, kom allt fyrir ekki. Henni hrakaði smámsaman. Og nú er stríðinu lokið. Dauðinn hafði að lokum sigur, eins og ávallt. En sigur hans er einnig sigur hins þjáða, því að hann er fæðing inn á ann að tilverusvið. Og víst er því með öllu, að anda, sem unnast, fær aldreigi eilífð að skilið. Það er sú huggun harmi gegn, ásamt ljúfum minningum, er brugðið getur mildum bjarma yf ir söknuð og sorg. Megi svo verða þessu sinni, — og sem flestum. - UTAN ÚR HEIMI Framhald af bls. 12. ur-Þýzkalandi er Rósa Lux- emborg hetja, en „luxemborg isrni,, er villukenning. í Vest ur Berlín hefur vígorð hennar um „frelsi til handa þeim sem hugsa öðruvísi“ verið málað á spjöld, sem komið hefur ver- ið fyrir á borgarmörkunum til að gera austur-þýzkum landamæravörðum gramt í geði, en þó segir í opinber- um stjórnartilkynningum, að morð hennar hafi verið „af- taka í samræmi við herlög." (Observer-grein eftir Neil Ascherson). - LEIKDÖMUR Framhald af bls. 13 ir töluvert á þekkta leikkonu; hún skilar hlutverkinu á hefð- bundinn hátt. Þetta er ekki stórt hlutverk, en langt frá því að vera vandalítið. Jónínu tókst vel upp; hún vakti kátínu áhorfenda oftar en aðrir leikendur með trú- verðugri túlkun sinni. Aðstoðarpresturinn, séra Alex- ander Mill, leikur Gísli Alfreðs- son, sýnir í skoplegu ljósi það sem einkennandi er fyrir þessa persónu: tmdirlægjuháttinn, skoð analeysi'ð, sem kamur fram í því að hann étur allt upp eftir prest- inum. Fleiri hlutverk eru ekki í leikn um. Ekkert þeirra er lítilvægt. Öll eiga þau sinn þátt í að skapa þá heildarmynd, sem fæst að loknum leik. Shaw skipaði ekki í hlutverk bara til þess að fylla sviðið. AUt hefur sína þýðingu í Candidu, eins og á að vera hægt að segja um öll góð leikrit. Leikmynd Lárusar Ingólfsson- ar er hófsamleg og í anda verks- ins. Henni er ekki ætlað að trufla á neinn hátt eins og nú er farið að tíðkast sums staðar þar sem leikmyndin skorar orð höfund- arins á hólm, keppir við hann, vill sjálf fá að vera aðalatriði leiksins. Þýðing Bjarna Guðmundssonar vir’ðist kunnáttusamlega gerð. Þeir, sem vilja sjá leikrit, sem einu sinni var í „nýjum stíl“, en nú í gömlum, hafa skemmtun af hefðbundinni og vandaðri leik- sýningu, ættu ekki að láta Candidu fara fram hjá sér. Jóhann Hjálmarsson. María Eiríksdóttir Fædd 20. jan. 1884. — Dáin 19. jan. 1969. Nú leiðir skilja, ljúfa nafna mín, ég lít í bjartri minning fögur kynni. Frá fyrstu bernsku blessuð gæðin þín, svo blíð og ástrík gafst mér hverju sinni. Ég ung að árum átti dvöl hjá þér, mig ávallt vafðir heitum kærleik þínum Hið góða og fagra gefa vildir mér, og gróðursetja það í huga mínum. Þótt árin liðu æt?ð varstu mér góð, — ég ylinn fann frá þínu göfuga hjarta. Þín verk í kærleik vanstu mild og hljóð, og vaktir ávallt gleði hreina og bjarta. A kveðjustundu kæra vina mín, frá klökku hjarta ástarþakkir streyma, En hjá mér vakir hugljúf minning þín, og hana mun óg ætáð blessa og geyma. María Jóna Gunnarsdóttir. Skattaframtalið: Tekjur barna ÞEGAR leiðbeiningarnar vfð skattaframtöl birtust í blaðinu 16. jan. sl. féll niður kafli úr skýringunum í sambandi við tekj ur barna. Fer hann hér á eftir í heild: 11. Tekjur barna. Útfylla skal F-lið bls. 4 eins og eýðublaðið segir til um. Samanlagðar tekjur bama, að undanskildum skattfrjálsum vaxtatekjum -sbr. tölulið 4, III.), skal síðan færa í kr. dálk 11. tekjuliðs. Ef bam (börn) hér tilgreint stundar nám í framhaldsskóla, skal færa námsfrádrátt skv. mati ríkisskattanefndaur í kr. dálk frá dráttarliðs 15, bls. 2 og í lesmáls- dálk skal tilgreina nafn barns- ins, skóla og bekk. Upphæð náms frádráttar má þó ekki vera hærri en tekjur barnsins (barnanna, hvers um sig), sem færðar eru í tekjulið 11. Hafi barn hreinar tekjur (þ.e. tekjur þess skv. 11 tölulið, að frá dregnum námskostnaði skv. mati ríkisskattanefndar) umfram kr. 20.700, getur framteljandi óskað þess.að bamið verði sj álfstæ'ður framteljandi og skal þá geta þess í G-lið bl. 4. Sé svo, skulu tekjur barnsins færðar í tekjulið 11, eins og áður segir, en í frádráttar lið 15, bls. 2 færisit ekki námsfrá dráttur, heldur sá mismunur, sem er milli tekna bamsins skv. 11. tölulið og kr. 20.700.—, (þ.e. tekjur að frádregnum kr. 20.700. —). Athugasemd frá dómarafulltrúum DIBL. hefur borizt athuga- semd frá Félagi dómarafull- trúa: Vegna svars dóms- og kirkju- miálaráðuneyti’sins við fréttatil- kynningu félagsins frá 23. þ. m. telur stjórn fólagsins sig til- neydlda að gera nokkrar athuiga- semdir. Stjórn félagsins telur greinargerð ráðuneytisins vill- andi, auk þess sem hún fer út fyrir þau efnismörk, sem frétta- tilkynning félagsins gaf tilefni til. Álitsgerð félagsins fjallar einungis um lagaskilyrði fyrir veitingu dómaraembætta, en alls ekki um hæfni umsækjenda að öðru leyti né heldur almennt um fjölda og réttmæli embættaveit- inga af hálfu ráðuneytiisins. Fé- lagið telur mtálinu alls óskylt, hvaða skilyrði einkafyrirtæki, S'vo sem Sjóivátryggingafélags fs- landis h.f. setur fyrir ráðningu starfsmanna sinna. Stjórn félags- ins heldur fast við þá s'koðun sína, að embæittisgengi bæjar- fógetans í Neskaupstað hafi ver- ið ábótavant og embættisgengi sýslumanns Barðastrandasýslu vafasamt og byggir það alfarið á álitsgerð frá rannsóknarnefnd félagsins. Álitsgerðin, sem ráðu- neytið teliur sig geta hafnað á einum degi, er unnin mjög vand- virknislega. Miálið hefur verið rannsakað í rúman mánuð. Gagna hefur verið aflað svo sem kostur var. Þar á meðal er bréf frá dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu, dags. 10. deB. 1968, þar sem greint er, á hverju ráðuneyt ið byggir embættisgengi um- ræddra manna. Bæjarfógetinn á Neskaupstað hafði al'la tíð frá því hann lauk embættisprófi í lögfræði 1956 starfað hjá Sjóvátryggingafélagi íslands h.f. í sjódeild félagsins. Hann mun ekki hafa haft opna lagfræðiskrifstofu hér í borg, né starfað að flutningi mfála að neinu marki, svo kunnugt sé, og ekki er hans getið í félagsbréfi Lögmannafél'ags íslands 1. tbl. 1968, þar sem getið er starfandi lögmanna. Lögmannafélag ís- lands hefur í bréfi, dags. 14. þ.m. tiil stjórnar Félags dómarafull- trúa, upplýst, að stjórn Lög- mannafélagsins sé ókunnugt um málflutnimgsstörf umrædds embættismanns. Mun hann hafa mætt í 19 sjóprófum á 8 árum fyr ir Sjó- og verzlunardómi Reykja- víkur. í sumum af þessurn mál- um hefur hann mætt með lög- fræðingi frá lögfræðistofunni Fjeldsted og Blöndal, sem yfir- leitt annast um máltflutning fyr- ir Sjóvátryggingafélag fslands. Ókunnuigt er, að umræddur -bæj- arfógeti hafi haft önnur afskipti af dómsmálum en að mæta í nokkrum sjóprófum og flytja til- skilin prófmál til að öðlast leyfi til málflutnings í héraði. Við getum ékki fallizt á, að hann hafi, er hann hlaut skipun í embætti bæjartfógeta, „igegnt m'álif'luit ningsst ö rfum að staðaltíri“ í 3 ár, svo sem áskilið er í 32. gr. einkamálalaga, en ráðuineytið byggir embæittis- genigd hans á þessu atriði. Um emlbættisgengi sýslumamns Barðastraindarsýsiu ér vert að taika fram: Ráðiuneytið getfur í skyin, að í álitsgerð félagsins skiortá rök- stuðninig fyrir þeirri fullyrð- ingu, að óheimiilt sé að fella sveitarstjármanstartf með lög- jöfnun unidir 7. tölul. 32. gr. ei'nkamálalaga. Skýrt akal tekið fram, að meginetfni umræddrar álitsgerðar er rökstuðniingur fyrir því að hafna slíkri lög- jöfnun. Of Langt mál er að rekja þann röksituðning hér, en álits- gerðin í heild verður af þessu tilefni send dagblöðuimuim. Þess má þó geta, að saimkvæmt al- mennum lögskýringarreglum er upptalninjg stanfa í 7. tl. 32. gr. eimkamálalaga tæmandi, sem lágmarksreynsilukrötfur. Nýrrair lagasetningar þarf ti'l að auka við þá upptaliningu, enda hetfur sýnilega verið liitið svo á af löggj af arvaldinu. Við veitimgu beggja um- ræddra embætta var gengið fram hjó embættislgengum dóm- araful'ltrúum, vegna manna, sem lítið eða ékkert hafa unmið í þágu ríkisins. Verður að teljast varhugavent, ef það er ný stefina ráðuneytisins að vélja í dómara- embætti menn, sem starfað hafa hjá eimlkafyrirtækjum á mun bétri kjörum en dómaratfulltrú- ar, er eiumitt hafa sérstaka reynslu í dómssitörtfum. Ms. Esja fer austur um land til Seyð- isfjarðar 3. febrúar 1969. — Vörumóttaka þriðjudag, mið- vikudag og fimmtudag til Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Fáskúrðsíjarð ar, Reyðarfjarðar, Eskifjarð- a, Norðfjarðar og Seyðsifjarð ar. Ms. Baldur fer á miðvikudag til Snæ- fellsness- og Breiðafjarðar- hafna. Vörumóttaka þriðju- dag og miðvikudag. MÚRARAR Tilboð óslkast í sérstæða, vandasama múraravinnu, 4—6 múrara í nokkra mánuði. Einungis vel hæfir og vandvirkir menn koma til greina. Tilb'oð sendist afgr. Mbl. merkt: „Gæðavinna 6054.“ Skrifstofustúlka Nákvæm og smvizkusöm stúlka getur fengið vinnu á skrifstofu hjá stóru verzlunarfyrirtæki. Vélritunar- kunnátta og nokkur tungumálakunnátta nauðsynleg. Eiginhandarumsókn er tiligi-eini menntun, aldur og fyrri störf sendist afgr. Mbl. sem fyrst merkt: „Nákvæm — 6268“. Klúbburinn ÖRUGGUR AKSTUR Reykjavík Aðalfundur klúbbsins verður haldinn að Hótel Borg, fimmtudaginn 30. janúar og hefst hann klukkan 20.30. D A G S K R Á : 1. Ávarp fonnanns. 2. Afhending viðurkenningar og verðlauna Samvinnutrygginga fyrir 5 ára og 10 ára öruggan akstur. 3. Kaffidrykkja í boði klúbbsins. 4. Óskar Ólason yfirlögregluþjónn uniferðarmála flytur erindi: IJmferðarinál í Reykjavík. 5. Stjórnarkosning. _ 6. Önnur mál. Nýir viðurkenningar og verðlaunamen n Samvinnutrygginga fyrir öruggan akstur, eru sérstaklega boðaðir á fundinn. Stjórn Klúbbsins ÖKUGGUR AKSTUR í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.