Morgunblaðið - 28.01.1969, Síða 17

Morgunblaðið - 28.01.1969, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1969. 17 Hafísráðsteína Framhald af bls. 24. gefin út á ensku. En Almenna bókafélagið mun gefa út erind- in fyrir almennan markað á ís- landi. Hafstraumar og sjógerðir. Fundarstjóri á ráðstetfnunni í gær var Sveinbjörn Björnsson. Dr. Unnsteinn Stefánsson flutti fyrsta erindið á ráðstefnunni, um hafstrauma og sjógerðir í Norð- ur-fsh afinu, Norður-Grænlands- hafi og íslandshafi. Lýsti hann m,a. með skýringarkortum straumakerfum vestan og norð- an íslands á grundvelli íslenzkra rannsókna á tímabilinu 1949—58 og gerði grein fyrir helztu sjó- gerðum. Meðalstraumhraði á landgrunnsvæðinu norðan fs- lands væri áætlaður 4 sjómílur á dag, sagði hann en nokkru meiri í Austur-Grænlandsstraumn um. f Grænlandssundi vestan- verðu væri hraði Austur-Græn- landsstraumsins allt að 20 sjó- mílur á dag, þar sem hann er mestur. Benti hann á mikilvægi djúpsjávarrennslis yfir neðan- sjávarhrygginn milli fslands og Grænlands og íslands og Fær- eyja fyrir endurnýjun djúpsjáv- arins í Norðurhafi. Þá benti dr. Unnsteinn m.a. á að yfir 60% af þeim varma, sem Norðurhöf- um berst flytjist þangað með haf straumum, nokkuð berist út með straumum, en meginhlutinn fari til bræðslu og til upphitunar á lofti yfir hafinu. ísspár háðar veðurspám. Þá flutti próf. Trausti Einars- son_ erindi um hafísinn á Norð- ur-íshafi og Grænlandshafi og ís komu til fslands. Benti hann m.a. á að skilyrði á svæðum norðar en Jan Mayen virðist ekki hafa veruleg áhrif á ískomu til fs- lands og ískoma sé ekki veru- lega háð heildarísmagni á Græn landshafi. Oví til staðfestingar hafði dr. Trausti kort, er sýndu, mikið ísmagn við Svalbarða og norður í hafi í febrúar 1966, en síðan træðist það við Austur Grænland og enginn ís kom til íslands það ár og kort frá 1965, er næstheitasti febrúarmánuður færði okkur ís, vegna langvar- andi SV-áttar á Grænlandssundi. Meðalísár hafi verið norður frá, þegar ís kom til íslands. Þurfi sérstakar aðstæður, eins og vinda til að reka ísinn til fslands. Skipti próf. Trausti ískomu til íslands í 3 tegundir: A) ískomu að Horni og Vestfjörðum, sem verður vegna vinda, straums og ísþrýstings B) íss við Norður- land, sem orsakast af suðvest- lægum vindum og því að vind- urinn tætir úr ísröndinni og þjappar ísrekinu að íslandi og C) fs við Austurland, þegar tota teygir sig frá ísröndinni og suð ur með Austfjörðum, en orsakir geti þá verið þær sömu og í B lið, en einnig geti norðaustan- átt stundum rekið ísinn og þjapp að honum og valdið þessu. Sagði dr. Trausti, að ískoma virðist því orsakast aðallega af sérstökum Veðurskilyrðum á svæðiij, sem ekki er langt frá íslandi, og að möguleikinn til að segja fyrir einstakar ískomur sé þá háður veðurspám. Er nýtt kuldatímabil hafiff? Adda Bára Sigfúsdóttir, veður- fræðingur, talaði um hitabreyt- ingar á íslandi frá 1846—1968 og notaði athuganir frá Stykk- ishólmi til viðmiðunar, þar sem þar er um að ræða lengstar sam- felldar veðurathuganir á íslandi. Sýndu línurit Öddu Báru greini- lega, að myndin af veðrinu breytist snöggilega eftir 1920. Eftir það eru engir vetur „mjög kaldir“ og aðeins þrír „kaldir“, en sl. þrír vetur eru þó undir meðallagi. Skilin hinum megin vir’ða.st eftir 1851 og 1852, þegar eru hlýir vetur á undan langri röð af köldum. Var mikið kulda- tímabil 1853—1892, þegar eng- inn hlýr vetur finnst, og annað kalt tímabil, en þó heldur hlýrra, 1893—1920, þegar skiptir um. Varðandi síðustu ár tók Adda Bára einnig fyrir hitamæl- ingar á Akureyri og á Raufar- hötfn, sem er berust veðurstöðva fyrir hafísátt, og sýndi að sáð- ustu 3—4 ár eru kaldari en við áttum að venjast sl. 30—40 ár. Eru öll árin 1 stig undir meðal- lagi, ef allar veðurstöðvar eru teknar á landinu. Ekki vildiAdda Bára spá því hvort þama væru oðin skil, úr því yr'ði framtíð- in að greiða. Framkvæmdastjóri hafísráð- stefnunnar er Markús A. Ein- arsson, veðurfræðingur. Hann er hér í ræðustól, en á vegg er mynd af Jóni heitnum Ey- þórssyni, sem ráðstefnan er helguð. Lofthringrásir yfir N-íshafi. Síðast talaði Helgi Bjönsson, um hafís og veðufar við Sval- barða síðustu áratugi. Gerði hann grein fyrir ísnum við Svalbarða og helztu rannsókn- um á hegðun hans. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að engin ástæða virtist til að ætla að ís komi til íslands, þó mikill ís sé þar nyrðra, og ekki sé neitt aug- ljóst samband þarna á milli. En ástæða sé til að hyggja að lotft- hringrásum yfir Norðu-lshafi, til að spá fyrir um ískomur hing- að, svo og ísjaðrinum norður af íslandi og vindum á þeim slóð- um. Benti Helgi m.a. á að veru- legan mun mætti sjá á vindum ísaárin hér, þ.e. 1965 og 1968. Þá hefðu verfð langvarandi lægðir í Barentshafi, sem virðiist hafa haft veruleg áhrif. Ekki virðist þýða að líta á Svalbarðs- svæðið eitt, heldur verði að líta til alls norðursvæðisins, ef spá eigi um ís við ísland. Þar flytji vindur ís á milli straumakerfa og gæti þess í Austur-Græn- landsstraumi. Sagði hann í því sambandi frá rannsóknum Þjóð- verjans Klaus Strubing 1968 um samband loftihringrásar yfir Nor’ður-lslafi og ísmagns í Aust- ur-Grænlandsstraumi. Ráðstefnunni verður haldið áfram á morgun og flytja þá 6 menn erindi: Hlynur Sigtry.gigs- son, veðurfræðingur, Unnsteinn Stefánsson, haffræðingur, Svend Aage Malmberg, haffræðingur, Páll Bergþórsson, veðurfræðing- ur og Þorbjöm Karlsson. Glæsilegur dmælisfagnaður Sunnufcórsins SL. laugardag var haldið hátíð- legt 35 ára afmæli Sunnukórs- ins á ísafirði. Hófst samkvæmið m<eð borðihaldi að Uppsölum kl. 8 um kvöldið. Jóhann Ármann Kjartansson, formaður kórsins, bauð kórfélaga og gesti þeirra velkomna, en Ásgeir Sigurðsson tók síðan við veizlustjórn. Ýmis skemmtiatriði voru þarna um hönd höfð. Sunnuikórinn söng nokkur lög, undir gtjórn Ragnars H. Ragnar, og við undirleik Hjálmars Ragn- arssonar. Frú Kristjana Jóns- dóttir söng einsöng við undirleik frú Elísabetar Kristjánsdóttur og Gunnar Jónsson las upp. Síðan var dansað til kl. 3, og lék hljómsveit undir stjórn Vilbergs Vilbergssonar fyrir dansinum Samkoma þessi var öll hin glæsilegasta og sátu hana um 130 manns. Vinyl-aisbest-gólfflísar. Linoleum- og hálflinoleumdúkur. Vinyldúkur m. korkundirlagi m. a. í glæsilegum parketmynstrum, ávallt á lager frá J. Þorláksson & Norömann hf. <agsSSa» SBS?5®’ ■& á sólarbring aö bringiai „ . „ Vr 500.00 leigaU a«e«'s ' öeins ;i8afbe«dumy*« — og mxnun car rental serwice © Rauðarár'stfg 31 — Sími 22022

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.