Morgunblaðið - 28.01.1969, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1969
Klukkan tvær mínútur yfir
átta, tók hún handtöskuna sína
og ullarkápuna og gekk hægt
niður stigann. Þegar hún kom í
forsalinn, kom hún auga á bretti
með böndum þvers yfir, en und
ir böndin var stungið bréfum á
stangli. Hún gekk að því og sá
stórt blátt umslag sem á var rit
að „Hr. Peter Fraser Verður
sótt“. Síðustu orðin voru krotuð
í vinstra hornið með kvenhendi.
Einhver forvitni, blandin af-
brýðisemi greip hana sem
snöggvast. Húii óskaði þess inni
lega, að hún ætti heldur að vera
að fara að hitta unga Nýsjá-
lendinginn. Hann var svo ungur
hreinskilinn og blátt áfram.
En þegar hún sá stóra dökk-
hærða manninn standa við bar-
inn, vissi hún samstundis, að
þarna var hún ekki hreinskilin
við sjálfa sig. Blake McCall
var að tala við barþjóninn. Hún
sá nú aftur hve hörkulegur
vangasvipurinn var — Næstum
grimmdarlegur, en þegar hann
leit við og sá hana, varð hún
fegin að hafa komið. Það fór um
hana einhver gleðistraumur, og
hún minntist eins jólakvölds end
ur fyrir löngu. Þá fékk hún í
fyrsta sinn að vera á fótum, eft-
ir að dimmt var orðið og þá var
farið með hana til að taka móti
föður hennar, sem var að koma
með skipi.Hún var nú löngu
búin að gleyma, hvernig sam-
fundir þeirra gengu fyrir sig, en
ferðina í myrkrinu mundi hún
muna til æviloka.
Flugstjórinn brosti og fékk
henni stól að sitja á. Hann
spurði hana ekki, hvað mætti
bjóða henni, en pantaði eitthvað
og bauð henni vindling. Lísa
reykti sjaldan, en þá samt eina
til þess að hafa eitthvað að
gera við hendurnar á sér, sem
voru taugaóstyrkar. Hún fann
líka þörf á því að beina augum
hans frá andlitinu á sér, ef hún
skyldi ekki geta leynt tilfinn-
ingum sínum.
Martini-kokteilinn var mjög
ljós, en kaldur og bragðgóður.
Hún gat aðeins merkt dauft bragð
ið af sítrónuberkinum á
tungubroddinum.
— Er þetta í lagi? spurði
hann.
— Já, ágætt. Þessi drykkur
var ekkert líkur öðrum með
sama nafni, sem hún hafði stund
um fengið í samkvæmum.
— Skál þá fyrir Bretlandi!
Hún saup aftur á. — Skál!
Hún tók nú að gerast rólegri
til sveitarstjórna
Vér leyfum oss að hvetja þá aðila, sem hafa með
höndum verklegar framkvæmdir, að hefja nú þegar
lokaundirbúning þeirra framkvæmda sem ráðgerðar
eru á þessu ári. Hagstætt hefur reynzt að bjóða verk
út snemma árs. Fást þá jafnan hagstæð boð og auk
þess vitneskja um fjárþörf til viðkomandi fram-
kvæmda. Vinsamlega hafið samband við oss sem fyrst
varðandi undirbúning sumarframkvæmdanna.
H.F. ÚTBOÐ OG SAMNINGAR
Sóleyjargötu 17, Reykjavík
og fór að spyrja hann nánar um
þetta samkvæmi, sem þau ætl-
uðu í.
Hann sagði henni, að það yrði
nú ekki í sendiráðinu sjálfu,
heldur í húsi manns, sem héti
Edward Beamish og væri fyrsti
sendiráðsritari. Svo vildi til, að
Beamishjónin væru skyld hon-
um, sagði hann, en útskýrði
samt ekki þann skyldleika neitt
nánar. Þau ættu heima í tyrkn-
esku húsi, fornlegu, með falleg-
um garði við, rétt á árbakkan-
um. Konan héti Roxane. Hún
væri frönsk-kanadisk að þjóð-
erni og hefði gaman af að halda
veizlur. Líklega yrði dansað eft-
ir mat. Hann sagði þetta rétt
eins og honum þætti sá mögu-
leiki eitthvað miður.
Lísa afþakkaði annað glas,
en horfði með athygli á barþjón
inn þegar hann blandaði í glas
handa flugstjóranum. En rétt í
þessu bili komu fleiri af áhöfn
inni inn í salinn. Félagi hennar
afsakaði sig og gekk yfir gólfið
til hinna, sem sátu lengst í burtu
Benny og loftskeytamaðurinn
veifuðu hendi til hennar. Hana
langaði til að fara þangað líka,
en þá hefði flugstjórinn nefnt
það, hefði hann ætlazt til, að
/7
hún færi með honum. Og ef hún
færi nú, yrðu hin öll að standa
upp.
Þau voru sýnilega eitthvað að
tala um viðvíkjandi starfinu.
Bezt fyrir hana að halda kyrru
fyrir þar sem hún var komin.
Allt í einu benti flugstjórinn
barþjóninum að koma með glös
handa áhöfninni, en kom sjálfur
til hennar aftur. Hann flýtti sér
að tæma glasið, borgaði reikn-
inginn, leit á úrið sitt og sagði,
að nú væri tími til kominn að
fara.
Af því að áhöfnin horfði á
hana, var hún því fegnust, að
hann skýldi ekki hjálpa henni
niður af stólnum. Þau brostu
öll til hennar og hún veifaði til
þeirra. Benny rétti upp þumal-
fingurinn, svo að lítið bar á.
Ekki vissi hún hvað hann vildi
gefa tiil kynna með þessu, en
hann var vinur hennar, sem hún
vissi að væri henni velviljaður.
Við útgöngudyrnar var vegg-
ur alsettur speglum og potta-
jurtir stóðu á járnhillum og
breiddu út blöðin. Lísa horfði á
glæsilega mynd samferðamanns
síns í speglinum. Hún strauk
háriokk, sem ætlaði að fara að
fiFUNA
VARI
ELDVARNAR
MALNING
FUNAVARI er plastbundin eldvarnarmálning,
er blæs upp við hita og myndar frauð. sem
logar ekki en einangrar vel gegn hita.
FUNAVARI tefur því mjög fyrir íkviknun í efld-
fimum vegg- og loftklæðningarefnum og hindr-
ar þannig lengi vel útbreiðslu elds. Á sama hátt
einangrar FUNAVARI stálbita og járnhurðir og
varnar því að málmurinn hitni og leiði hita til
' reiðslu elds.
MALNING 9
KÚPAVOGI Sími 40460
vera eitthvað óþægur og lagaði
kápuna á öxlunum.
— Verið þér ekki að þessu
snurfusi! hvæsti Blake MrCall
snögglega til hennar. Þér vitið
ósköp vel sjálf, að þér ltið ágæt-
lega út. Verið þér bara róleg!
Ég skal segja til ef eitthvað dett
ur utan af yður. —Taxi!
Áður en hún vissi af því, sátu
þau í fínum amerískum bíl, sem
maður ók, með eitthvað, sem
líktist karklút um höfuðið.
Útvarpið var í gangi í bíln-
um. Einhver vel'lutónlist, sjálf-
sagt, en Lísa kunni samt vel
við hana. Þessi tónlist rétt eins
og mýkti ofurlítið allt þetta
harkalega umhverfi, en þó ekki
harðneskjulegan vangasvipinn á
McCall. Öðru hverju benti hann
á eitthvað framandlegt, sem sást
út um gluggann, svo sem nakt-
an krakka, sem þambaði Coca
Cola eða þá akfeitan gamlan
mann, sem hélt á kippu af brúð-
um eða loftbelgjum og þá mýkt-
ist svipurinn á honum ofurlítið
og þau hlógu bæði.
Við endann á aðálstrætinu,
beygðu þau til vinstri og Lísa
þekkti aftur brúna, sem þau
höfðu séð á leiðinni frá flugvell
inum. Skömmu seinna var enn
beygt til vinstri og óku nú fram
með ánni, og staðnæmdust brátt
við mjög stórt hús með flötu
þaki.
Stóri forskálinn var upplýst-
ur af boglömpum, sem foru fald-
ir einhversstaðar í runnunum við
hliðið. Steinsúlur beggja megin
við innganginn voru þaktar
sterklitum dökkrauðum blómum,
sem uxu út úr trjábol, sem líktist
vínviði.
Þjónar í tyrkneskum búningi
fylgdu þeim gegn um geysistór
an forsal og út í opinn húsa-
garði. Gestgjafinn, gildvaxinn
fyrirmannlegur maður kom að
fagna þeim. Lísa var kynnt og
Edward Beamish og fylgdarmað
ur hennar heilsuðust með því að
gefa hvor öðrum olbogaskot og
hnippingar og tala eitthvað í
hálfum hljóðum. Gestgjafinn af-
sakaði, að konan sín væri ekki
við, rétt í bili og eftir stutt sam
tal,bað hann Blake að fylgja
Lísu gegn um húsið og út í garð-
inn.
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl
Þær ákvarðanir, sem þú kannt að taka í dag, munu hafa æv-
arandi áhrif, svo að ven er að vanda sig. Gættu heilsu þinnar vel.
Nautið 20. apríl — 20. maí
Þú hefur talsverða vinnu af því að endurskipuleggja fjár-
mál þín. Vandamál gamla fólksins krefjast framlags þíns. Þú
ert að hressast.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní
Þú getur fengið góð ráð, ef þú athugar vel aðstæðurnar.
Leggðu eitthvað fyrir reglulega, ef þér er það mögulegt.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí
Syndu nú hæfileika þina. Láttu flest flakka, þvl að fólk kann
að meta þig. Þér verður vel ágengt I líkamsræktinni, ef þú byrj-
ar fyrir alvöru. Þér gengur vel heima fyrir.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst
Athyglisverðar manneskjur verða á vegi þínum. Þér verður
vel ágengt í ýmsu nýju, þótt þú ráðir ekki við það allt. Þín-
ir nánustu koma þér á óvænt.
Meyjan 23. ágúst — 22. sept.
Byrjaðu snemma á því, sem þú laukst ekki við í gær, og er
þú skipuleggur dáiítið betur, gengur þér eftir þvi. Eldra fólk
leggur þér nokkurt lið.
Vogin 23. sept. — 22. okt.
Málefni er varða innanrikismál og ískaldur veruleikinn eru
ofarlega á baugi. Fylgdu fast eftir, það kann að verða þér happa-
drjúgt. Fólk leitar ráða hjá þér. Farðu varlega með fjölskyldu-
máietni.
Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv.
Þú færð heilmikinn innblástur snemma dags. Bjóddu vin-
um þínum heim til skrafs og ráðagerða í kvöld, en farðu I
rúmið á kristilegum tíma fyrir það.
Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des.
Framtíðaráætlanir, einkum er varða ferðalög og breytingar
ganga vel. Ljúktu við heildaráætlun, en láttu smáatriðin bíða.
Steingeitin 22. des. — 19. jan.
Það er ekki ástæða til að rasa um ráð fram. Þú hefur sand
af smáatriðum að fara í gegnum. Kannski ættirðu að fá ein-
hverr. til þess að aðstoða þig við fyrstu atrennu f þeim efnum.
Hættu samt það snemma að þú ofþreytir þig ekki.
Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr.
Það gengur hægt með framkvæmdirnar, en það er verið að
leggja síðustu hönd á þær. Þú verður hagsýnni. Haltu áfram I
sama dúr.
Fiskarnir 19. febr. — 20 marz
Eðiishvötin er sterk og getur leitt þig á nýtt spor. Og ei þú
kryfui málið til mergjar, hefurðu ekki nein vandamál við að
glíma við lengur. Þú hittir skemmtilegt fólk í kvöld, einhvem,
sem þér þykir gaman að tala við.