Morgunblaðið - 28.01.1969, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1969.
23
Fœðingastofnanir:
Sængurkonur greiða
ei lengur legukostnað
Fœðingarstyrkurinn hœkkar vœntan-
lega í 10.200 krónur
SÆNGURKONUR á Fæðingar-
deild Landsspítalans og Fæðing-
arheimili Reykjavíkur þurfa nú
ekki lengur að staðgreiða hluta
legukostnaðar, því að fæðingar-
stofnanirnar taka nú við ávísun-
um á hækkaðan fæðingarstyrk.
að upphæð 10.200 krónur. Mætir
hann legukostnaði á Fæðingar-
deild Landsspítalans, ef miðað
er við 7 daga legu, en er 700
krónum hærri en legukostnaður
á Fæðingarheimilinu á jafnlöng-
um tíma.
Daggjöl'd á sjúkrahúsum hækk
uðu um áramótin eins cng frá hef
ur verið skýrt, oig hafði hækikun-
in í för með sér að fæðingar-
styrkurinn, sem var 7688 krónur,
nægði ekiki fyrir daggjöddum og
fæðingarstofugjaldi og þurftu
sænguTkonur á Fæðingardefld-
inni að greiða 4717 króna mis-
mun, en sængurkonur á Fæðing-
arheimilinu eittihvað minna.
Var þá miðað við 9 daga legu.
Olli hækkunin mikiMi óánægju
og tók Kvenréttindafélagið m. a.
málið að sér og skoraði á yfir-
völd að leiðrétta þessi mál og
hæklka fæðingarstyrkinn. Tryigg
ingarráð hefur samþykkt að
hækka fæðingarstyrkinn í 10200
krónur, en AJiþingi á eftir að
fjalla um miálið. í þeirri von að
Alþingi samþykki hækkun
styrklsins, hafa ríkisspítalarnir
og Sjúkranefnd Reykjavíkur
ákveðið í samráði við heillibrigð-
ismálaráðuneytið að taka við
árvísun frá sængurkonum á þenn
an hækkaða styrk. Hljóti hækk-
unin samþykki Alþingis fá konur
þær, sean greitt höifðu misomun-
inn endurgreiddan.
Jafnframt hækkun fæðingar-
styrksins er gert ráð fyrir, að
sjúkrasamlag taki við greiðslu
legukostnaðar sægnurkonu eftir
7 daga legu, í stað 9 daga áður.
Daggjöld á Fæðingardeild Lands
spítalans eru nú 1100 krónur og
daggjöild á Fæðingarheimili
Reykjavíkurborgar 1000 krónur.
Það voru margir sem ráku upp stór augu, þegar þeir áttu leið um höfnina á sunnudag. Þar
brunaði hraðbátur um höfnina með menn í togi á sjóskíðum, sem er lítt stunduð íþrótt hér-
lendis og harla óvenjuleg í janúarmánuði. (Ljósm. Mbl. Ól. K. K.)
Viihald eigin véla er nú
brýnasta verkefni LoftleiSa
— segir Kristján Guðlaugsson í nýútkomnu fréttabréfi
í NÝÚTKOMNU Fréttabréfi
Loftleiða, sem Mbl. barst í gær,
ritar stjórnarformaður félagsins,
Kristján Guðlaugsson, forustu-
grein, þar sem hann segir m.a.,
að brýnasta verkefni Loftleiða
sé nú að taka í sínar hendur við-
hald eigin véia, eftir því sem
mögulegt sé. Þetta feli að vísu
I sér veruleg útgjöld, en verði
til hagsbóta i framtiðinni og
leiði til markvissari áætlana.
Grein Kristjáns nefnist „Hóf-
leg bjartsýni" og segir í upp-
hafi, að gengisfelling ís-
lenzku krónunnar. óstöðugt
gengi margra annarra landa og
óviss efnahagsafkoma hafi verið
til þess fallin að skapa svartsýni,
ekkf sázt á sviði ferðamála, en
þar verði þess fljótt vart, þegar
kreppi að. Þá hafi sú aukning
ferðalaga, sem sérfræðingar hafi
spáð fyrir einu ári, ekki komið
fram. í sumum löndum hafi
ferðamönnum hreinlega fækkað,
en á Norðurlöndum hafi hins
vegar verið um lítilsháttar aukn-
ingu að ræða. Þetta sé ekki til
þess fallið að skapa bjaTtsýni,
enda hafi sum flugfélög orðið
gjaldiþrota og önnur neyðzt til
að stöðva starfsemi sína vegna
skorts á rekstrarfé.
Æflaði að
Podgorny
skjófa þá
og Brezhnew
segir fréttamaður London Times í Moskvu
London, 26. janúar AP.
I FRÉTT í blaðinu London Tim
es í dag, segir, að maðurínn sem
skaut aff bílalest rússnesku geim
faranna í fyrri viku hafi verið
í einkennisbúningi öryggisvarða
Kreml og hafi líklega ætlað að
skjóta þá Leonid Brezhnev, flokks
leiðtoga, og Podgorny, forseta.
í fréttinní segir að tilræðismað-
urinn hafi verið með skamm-
- ÍÞRÖTTIR
Framhald af bls. 22
að margir „nýliðanna" sýndu
nú meira sjálfstraust en fyrr
— sjálfstraust í skotum og
einstaklingsframtak sem er
liðinu nauðsynlegt.
En Geir og Öm skoraðu sam
tals 13 mörk í síðari leiknum,
(Geir 9 og Örn 7) og höfðu
þá samtals skorað hjá Spán-
verjunum 26 mörk (Geir 8 í
fyrri leik og Öm 5) af þeim
49 sem Spánverjarnir fengu
hér. S já annars töflu.
Það sem kom þægilegast á
óvart við leik ísl. liðsins var
hve góðar sendingar voru
gefnar inn á línuna — send-
ingar sem þýddu örugg mörk.
Sáust 9 slíkar í siðari Ieikn-
um en aðeins 4 í þeim fyrri.
Hjalti varði enn sem fyrr meist-
aralega vel. En nú tók Emil
markvörður við síðasta stundar
Ijórðunginn og stóð vel fyrir
SÍnu.
Dómararnir vöktu nú enn
meiri athygli én áður fyrir ein-
kennilega og torskilda dóma.
A. St.
byssu í hvorri hendi og tvær
cyanide töflur í vasanum.
Fréttin er frá Edmund Stev-
ens, bandarískum fréttamanni, er
talar góða rússnesku og hefur
verið fréttaritari í Moskvu í
tuttugu ár. Hann gefur ekki
Ítalía viður-
kennir Kína
Róm, Washington, Tokyo,
27. janúar____AP
tTALSKA stjórain hefur ákveð-
ið að viðurkenna Alþýðulýð-
veldið Kína. í ræðu sem Pietro
Nenni, utanríkisráðherra, flutti
á föstudagskvöld, skýrði hann
frá þessari ákvörðun stjórnar-
innar og sagði, að það væri tími
til kominn að ttalía kæmi á
stjómmálasambandi við Kína.
Bandaríkjamenn hafa tekið
þessari yfirlýsingu heldur fálega.
ttalska stjórnin tilkynnti þeirri
bandarísku fyrirfram um þessa
ákvörðun, en þótt þeir væru ekki
hrifnir af henni, gátu Banda-
ríkjamenn ekkert gert til að
hindra hana. AP fréttastofan
segir að starfsmenn utanríkis-
ráðuneytisins hafi í einkaviðtöl-
um lýst áhyggjum sínum yfir
þessari ákvörðun ítölsku stjórn-
arinnar, og hvaða áhrif hún
kunni að hafa á sitefnu vest-
rænna ríkja gagmvart Kína, og
kínversku þjóðemissinnastjórn-
inni á Formósu.
upp heimildarmenn sína. Stev-
ens segir, að tilræðismaðurinn
hafi stokkið út úr varðskýli fyrir
innan múrana og skotið fimm
skotum gegnum framrúðu þriðja
bílsins í lestinni.
Hann telur að tilræðismaður-
inn hafi þar misreiknað sig. Rétt
áður en farið var yfir brúnna
yfir ána Moskvu var niðurröð-
un bflanna breytt, en þar til
höfðu þeir Podgorny og Brez-
hnev verið í bíl númer þrjú.
Rússnesk yfirvöld halda því hins
vegar fram að tilræðið hafi ekki
verið af pólitiskum ástæðum
heldur hafi þarna verið geðveik
ur maður að verki.
>á segir frá því, að Loftleiðir
hafj gert ráðstafanir vegna þess
ástands, sem hér hefur sikapazt.
Félagið hafi ekki orðið fyrir
neinum áföllum, sem sýni, að
aðgæzla hafi verið viðhöfð í
stjórn þess. En erfiðir tímar
krefjist aukinnar hagræðingar,
hvar sem henni verði við komið.
Félagið hafi til þessa orðið að
verja miklu fé í þjónustu, sem
sótt hafi verið til annarra. Eitt
af brýnustu viðfangsefnum fram
tiðarinnar sé því að félagið taki
í sínar hendur viðhald eigin
flugvéla eftir því sem kostur sé.
Þetta kosti mikil útgjöld 1
fyrstu, en muni leiða til auk-
innar hagræðingar og tryggja
markvissari áætlanir. En ekki
megi flana að neinu. Nú sé í at-
hugun endurbót á aðstöðu á
Keflavíkurflutgvelli, bæði á veg-
um ríkisstjórnarinnar og Loft-
leiða, en aukin þjónusta við er-
lenda gesti og aukið húsrými
muni skila góðum arði, er frá
líði.
í Fréttabréfi Loftleiða er enn-
fremur skýrt frá því, að á árinu
1968 hafi 9.798 Loftleiðafarþegar
haft viðdvöl hér á landi, en árið
áður voru þeir 10.246. Nætur-
gestir á Hótel Loftleiðum voru
88.191 1968 og var um að ræða
10% aukningu frá árinu áður.
Við árslok 1968 voru starfs-
menn Loftleiða 1107, þar af
störfuðu 699 manns hjá félaginu
hér á landi.
Einhugur um mennta-
skðla á isafiröi —
SÍÐASTL. sunnudag var hald-
inn fundur á Isafirði um
menntaskóla á IsafirðL Sátu
hann menntaskólanefnd, sem
bæjarstjóm kaus á sl. vori, bæj-
arfulltrúar og þingmenn Vest-
fjarða.
Gunnlaugur Jónasson, for-
maður menntaskólanefndar, setti
fundinn og flutti framsöguræðu
um málið. Miklar umræður
urðu á fundinum og kom fram
mikill einhugur um að hra’ða
framkvæmd menntaskólamáls-
ins.
Samþykkt var að unnið skyldi
að framkvæmdum með þessum
hætti:
1. Skólameistari verði skipað-
ur frá 1. október 1969.
2. Húsameistari verði fenginn
til að undirbúa byggingarfrarrv-
kvæmdir frá næstu áramótum.
3. Stefnt verði að því að skól-
inn geti tekið tí] starfa 1. okt.
1970 í húsnæði gamla barna-
skólans, sem er ágætlega við
haldið.
4. Byggingarframkvæmdir
vfð menntaskólann á Isafirði
verði teknar inn á framkvæmda
áætlun ríkisins árið 1971.
5. Stefnt verði að því, að ljúka
fyrsta áfanga byggingarfram-
kvæmdanna fyrir haustið 1972.
Menntamálaráðherra var skril
að bréf, þar sem óskað var
framkvæmda í menntaskólamál-
inu á þessum grundvelli.
Alþingi hefur sl. 4 ár veitt 7.3
milljónir króna til byggingar
menntaskóla á ísafirði.
Johnson kennir de Gaulle um
sundrung í Evrópu
New York, 27. janúar NTB
í GREIN eftir Lyndon B. John-
son, sem birtist í febrúarhefti
tímaritsins Readers Digest, kenn
ir hann De Gaulle, Frakklands-
forseta um að ekki hefur enn
tekizt að sameina Vestur-Evrópu
Hann harmar það mjög að ein-
ing Evrópu skyldi ekki verða
meiri í stjóraartíð hans, en seg-
ir, að ástæðan sé eingöngu stefna
frönsku stjórnarinnar.
Hvað snertir útbfeiðslu stríðs-
ins í Vietnam segist hann hafa
átt úm tvennt að velja. 1)
Minnka mannfall Bandaríkjanna
og draga burtu hersveitir. 2)
Auka framlag Bandaríkjanna í
baráttunni við Norður-Vietnam
og reyna að gera allt sem unnt
væri til að koma á friðarviðræð-
um. Fyrri kosturinn, segir hann,
hefði skaðað mjög álit Banda-
ríkjanna og áhrif þeirra í al-
þjóða stjórnmálum og því valdi
hann síðari kostinn.
Johnson telur, að það sem mest
áríðandi sé í dag, sé að stöðva
vígbúnaðarkapphlaupið milli
Bandaríkjanna og Rússlands og
óákar þess að eftirmaður hans
fylgist mjög náið með samband-
inu milli landanna tveggja. Ann
að sem hann telur mikilvægt
fyrir heimsfriðinn eru aukin og
sterkari tengsl milli Vestur-Ev-
rópu, Bandaríkjanna og Japan.
Hann er einnig sannfærður um,
að styrkja beri NATO og ein-
ingu Vestur-Evrópu. Hvað snert
ir ástandið í löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafs segir hann,
að bæði Arabar og fsraelsmenn
verði að slaka á kröfum sínum
og sýna meiri samningsvilja ef
friður eigi að nást.
Þessi grein í Readers Digest,
er samantekt úr grein sem hann
skrifaði fyrir 1969 útgáfu „En-
cyklopedia Britannica.“