Morgunblaðið - 16.02.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.1969, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FBBRÚAR 1969. BÍLALEIGAWí car rental service © 22-0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 Hverfissötu 103. Simi eftir lokun 31160. BILA LEIGA MAOINIÚSAR skiphoui21 s»mar2)190 eftir lokun simi 40381 BILALEIGAN AKBRAUT Mjög- hagstætt leigugjald. SÍMI 8-23-47 GÚSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Lauiásvegi 8. - Sími 11171. VEIZLU MATUR Heitur og kaldur SMURT BRAUÐ OGSNITTUR Sent hvert sem óskað er, slmi 24447 SILD OG FISKUR 4. Einangrun Góð plasteinangrun hefur hita leiðnistaðal 0,028 til 0,030 Kcal/mh. °C, sem er verulega minni hitaleiðni, en flest önn- ur einangrunarefni hafa, þar á meðal glerull, auk þess sem plasteínangrun tekur nálega engan raka eða vatn í sig. — Vatnsdrægni margra annarra einangrunarefna gerir þau, eí svo ber undir, að mjög lélegr; einangrun. Vé. hófum fyrstir allra, hér á landi, framleiðslu á einangrun úr plasti (Polystyrene) og framleiðum góða vöru með hagstæðu verði. REYPLAST H.F. Armúla 26 - Sími 30978 0 Æskulýðssöngur bókmenntaþjóðarinnar íslendingar stæra sig oft af þvl í ræðu og riti, að þeir séu einstaklega skáldlega sinnuð þjóð sem varðveiti af trúfestu eina elztu bókmennta-arfleifð á hnatt kúlunni. Samhengið í íslenzkum bókmenntum sé svo traust, að Bragi gamli og Eyvindur skálda- spillir gaingi aftur f nútímaskáld um. — En margt er missagt 1 fræðum þeim, því miður, eins og í flestum slíkum, þegar þjóð gef- ur sjálfri sér einkunn, hvort sem er i þessum efnum eða öðrum. Tökum dæmi. Velvakanda er sagt, að eitt vinsælasta söngljóð íslenzks æskufólks um þessar mundir hljóði svo (tekið orðrétt upp úr prentuðum texta): Slappaðu af, vertu ekki stlf og stirð og þver. Ah. Stundum þú gengur fram af mér. Stundum ertu ferleg, bæði frek og kröfuhörð. Finnst mér stundum að þú sért illa úr garði gjörð. Eins og brjáluð hundstik í stórri kindahjörð. Eins og brjáluð hundstík i stórri kindahjörð. Slappaðu af, þó að þú sért villt, þá veiztu vel, að — vart ég þoli svona mikið kel. Hægan. Hægan. Hægan. Hægan Hægan Hægan. Hægan Hægan Slappaðu af — ef þú vilt ég lifi þetta af Þú skalt reyna að halda kjafti og slappa svolítið af. SLappaðu af, þó að þú sért villt, þá veiztu vel, að — vart ég þoU svona mikið kel. Vertu stiUt, þú ert svo villt, það versta við þig er, hvað oft þú verður tryllt. Þú ert svo viUt, já, alltof spillt. Vertu ekki stíf og stirð og þver, ah — stundum þú gengur fram af mér. Stundum ertu ferleg, bæði frek og kröfuhörð, finnst mér stundum að þú sért iUa úr garði gjörð. Hægan. Hægan. Hægan. Hægan Hægan. Hægan Hægan Hægan 0 Þvættingur og dónaskapur ,,K«na I Vesturhænum" sendi Velvakanda ofangreindain sam- setning og segir í meðfylgjandi bréfi: „Eru engin takmörk fyrir því, hvers slags óþverra-samsetning- ur danslagatextar mega vera? Er dægurlagasöngvurum nákvæm- lega sama, hvaða þvætting og dómaskap þeir láta sér um munn fara? Ætli unglingarnir hefðu ekki betra af annars konarskáld skap?“ § Að vera dóni eða dannaður maður Það er nú svona með dóna- skapinn, að við ísiendingar höf- um löngum átt erfitt með að gera upp á milli dóna og sið- aðs manns. Um aldamótin var „dóni“ embættismannaorð, notað af þeim um þann hluta ómennt- aðrar alþýðu, sem þekkti ekki greinarmun á siðuðu tali (og framkomu) og ósiðuðu. Orðið sjálft mun tilkomið hjá Skál- holtssveinum, sem vildu gera mun á sjálfum sér og hinum „vul geru plebbejum". Sjálft upphaf orðsins og notkun þess á nít- jándu öld ýtti undir þá skoðun sjálfmenntaðra alþýðumanna, að „dómi“ væri hrokafullt „udtryk“ sigldra manna og lærðra um hitt fólkið á íslandi. Nokkuð er sjálf sagt til í því. En einmitt þetta orð og notkun þess leiddi til þess misskilnings, sem fjölmargt annað ýtti undir og enm er all- útbreiddur, að það væru dansk lundaðir menn og óþjóðlegir, sem kröfðuist fágaðrar framkomu anri arra I umgengni við sjálfa sig, en hinir væru „alþýðlegir", „hressiiegir i tali“ og jafnvel „þjóðiegir", sem gengu ekki þegj andi út úr stofu, þegax farið var að bölva og ragna, klæmast og klekkja á náunganum með illu umtali, á „íslenzka" vísu. Við les um enn i mimningargreinum um látma embættismemm, að þeirhafi verið „alþýðlegir" og „lausir við embættishroka." Það þýðir yfir leitt, að þeir hafi látið bjóða per sómu simmi hvað sem var í illu umtali og siðleysis-þvaðri, án þess að stöðvá umræður eða gamga út og loka hurð. En skoðun Velvakanda er sú, að það sé enginn vandi að vera góður og jafnvel „þjóðlegur" ís- lendingur. án þess að tala, syngja eða hegða sér eins og dóni, i þess orðs gömlu merkingu. Q Vernd Frú Sigríður J. Magnússon sikrifar: „Það er vissulega tímabært og athyglisvert, að nú skuli athygli almennings beimast að því vanda máli, sem lengi hefur verið strítt við, hvað skuli gert fyrir þá menn, sem hvergi eiga sér sama stað í höfuðborginin. Ég sé á yfirskriftum dagblað- anna, að mál þetta hefur kom- ið til umræðu I borgarstjóm, og er það vel farið. Mér vitanlega er nú aðeins einn aðili, sem hefur látið sig þessi mál varða, og það er Fé- lagasamtökin Vernd. Vemd lifir ekki á auglýsingastarfsemi, enda eru samtökin byggð upp á þann hatt, að forráðamenn telja, að starfið sjálft segi sína sögu, enda oft viðkvæmt þeim, sem hjálp- ina þiggja. Þótt Félagasamtökin Vemd væm stofnuð fyrir 10 árum sem fangahjálp, hefur starf þeirra á síðari árum beinzt inn á þá braut að hjálpa og styðja þá einstakl- inga, sem verst eru á vegi stadd ir í þjóðfélaginu og þannig hafa með höndum „fyrirbyggjandi" starfsemi. Þessi þróun er þó ekki sú, sem samtökin em fullkomlega ánægð með. Vernd gerir sér ljósa grein fyrir þörfinni fyrir raunhæfari stafa, endurhæfingu fyrir þá, sem til þess eru hæfir, og upp- tökuheimili fyrir þá, sem þarfn ast hjúkrunar og hjálpar. í nágrannalöndum okkar er lagt kapp á að styðja félög og samtök til starfa að mannúðar- málum. Mætti gjaman hafa það í huga, þegar bæjar- og sveitar- félög ráðast í stórvirki. Okkar fámennu þjóð er hollt að minn- ast þess að notfæra sér eftir megni þá aðila, sem af heilum hug vilja leggja fram krafta sína. Mér er málið kannski of skylt, þar sem ég hef átt sæti í stjórn Verndar frá byrjun, en almenn- ingur mætti gjamam gera sér ljósa þá staðreynd, að samtökin hafa frá upphafi klætt og fætt fjölda einstaklinga, og jólafagnað Verndar í Hafnarbúðum á síð- ustu jólum sóttu um 80 mamns, sem ekki áttu þess kost að dvelj- ast annars staðar á þessu hátíð- iskvöldi. Skylt er að geta þess að rík- ið hefur undanfarin ár veitt Vernd fjárstyrk, sem að mestu leyti hefur verið varið til að greiða laun starfsmanns, sem hef ur með höndum fangahjálp, með heimsóknum að Litla-Hrauni og ýmiss konar fyrirgreiðslu fyrir fanga. 0 Reykjavíkurborg hjálpar Reykjavíkurborg hefur lfka styrkt samtökin með fjárfram- lögum og húsnæði. Sex bæjarfé- lög utam Reykjavíkur hafa einn- ig veitt nokkurn styrk, því að skjólstæðingar Verndar em ekki allir Reykvíkingar. Þá em inm- an samtakanna 600 einstaklings- meðlimir og á annað hundrað fé- lög, sem greiða sitt árgjald. % Vantar fleiri sjálfboðaliöa Skrifstofa og vistheimili Vernd ar er að Grjótagötu 14. Þangað koma daglega menn, sem ein- hvern veginn hafa orðið utam- veltu í þjóðfélaginu, mörgum þeirra væri hægt að hjálpa, ef fjármagn, húsnæði og aðrar að- stæður væm fyrir hendi. Sumir hafa kannske ekki bragðað mat í marga daga, og þá er átakam- legt að geta ekki gert annað en gefa þeim miða fyrir mait, sem þó veitist oft örðugt, þar sem fjárhagur Vemdar hefur á- vallt verið naumur. örfáar kon- ur hafa leyst þar af hendi mikið og fómfúst starf. En Vemd þarf á miklu fleiri sjálfboðaliðum að halda. Sigríður F. Magnússon." Skéútsala Kvenskór, karlmannaskór, kuldaskór. Inniskór, götuskór, barnaskór. Mikil verðlœkkun Notið tœkifœrið og gerið góð skókaup SKÓBÆR Laugavegi 20. KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Aðalfundur Kaupmannasamtaka íslands verður haldinn fimmtudaginn 27. febrúar n.k. að Hótel Sögu og hefst kl. 10.00 f.h. Dagskrá fundarins verður send aðalfundarfullitrúum næstu daga. Stjórn Kaupmannasamtaka íslands. Vinna í Englandi FERÐASKRIFSTOP AN ÚTSÝN getur útvegað vinnu við margháttuð störf í ENGLANDI yfir sumarmánuð- ina eða lengra tímabil. Völ er á vinnu í verzlunum, liótelum í London, á suðurströnd Englands eða hinni fögru eyju JERSEY undan Frakklandsströnd — einnig við aðstoðarstörf í sjúkrahúsum og heimilisstörf — Au Pair. Tilvalið tækifæri til þjálfunar í ensku. Lágmarksaldur 18 ár. ÓDÝR FARGJÖLD Á VEGUM ÚTSÝNAR. Þeir, sem hafa í hyggju að sækja um slík störf, komi til viðtals í Ferðaskrifstofunni ÚTSÝN milli kl. 13.30 og 18 næstu daga. Aðeins takmarkaður fjöldi kemst að. Upplýsingar ekki veittar í síma. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.