Morgunblaðið - 16.02.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1969.
11
Forsíðan af alrfiennu bænarskránni.
læknir og Bjarna Þorsteinsson,
amtmann.
Áhrif Jóns á löggjöfina miklu
— Þegar þessi bóik var gef-
in út, höiSu tslendinigar búið
við frílhönidiunina í 40 ár og
fengið allt annað en góða
neynsLu af henni. Þessvegna er
ekki óeðlilegt að höfundar
geri sem minnsit úr hlutdeild
Jóns í lögunum um þetta verzl
unarfyrirkomulaig. Ævisagan
er fyrst og fremsf skrifuð Jóni
til lofs, og vissulega á hann
miiki'ð k>f sikilið, en var eikki
óskei/kull fremur en aðrir
roenn, segir Siigfús Andrésson.
Sannleikurinn er sá, að þegar
Jóni vaæð ljósf að hinir nýju
vaid.hafar o.g samnefndar-
menn hans í landsnefndinni
voru ákveðnir í að afnema
einokunina, tók hann þann
kostinn, sem vænlegastur var
eins og á sfóð, að beita áhrif-
um sínum og þekkinigu til að
gera hina nýju verzlunarlög-
gjöf þannig úr garði sem hann
áleit að væri heppilegast fyrir
Island og ríkið í heild. Þess
vegna var Jóni falið að yfir-
fara frumvörpin að tilskipun
inni um verzlunina og gerSi
hann við þau martgar oig mikl-
ar at)hugasemdir, sem voru
mjög beknar til greina. Þetta
og fleira sýnir, að áhrif Jóns á
þessa löggjöf voru mjög mikit,
enda eru frumvörpin með
athuigaisemdum Jóns varðveitt
í skjölum Landsnefndar.
— Hin dapurlegu ævilok Jóns,
er hann steypti sér út af Löngu-
brú 29. marz 1787, hafa orðið tíl
efni ýmissa kviksagna. Þeirra á
meðal er sagan um, að hann hafi
tekið sér sivo nærri að einokun
var afnumin, að hann hafi fyrir-
farið sér. En aðalásitæðurnar
fyrir því voru þær, að þegar
hér var komið var Jón sjúkur
maður á sál og líkama og svo
yfirhla'ðinn störfum, að það náði
í rauninni enigri átt. Sjálfsmorð
vöktu á þessum tíma enn meiri
óhug en þau gera nú, og þess
vegna var eðlitegt að ýmiskonar
ályktanir yrðu dregnar af hinu
sviplega fráfalli Jóns og að það
yrði tiilefni alls konar sögusaigna,
sem íslenzkir annálar bera með
sér.
Við getum ekki Mtið sta'ðar
numið hér, með fráfalli Jóns
Eiríkssonar og spyrjum Sigfús
þvi áf ram um fríhöndlunina, sem
hóf göngu sina 1787—88.
— Þetta orð, firíhöndlun, er
hálfgert vandræðaorð, segir
hann, en vann sér hefð í málinu
á sínum tíma og táknar ákveð-
inn hlut, það að verzlunin var
aðeins frjáls við þegna Dana-
konungs í Evrópu og kaupmenn-
irnir yfirleitt búsettir- í Kaup-
mannahöfn, en létu faktora sína
annast verzlanirnar hér. Þetta er
hin svokallaða selstöðuverzlun.
Hugmynd landsnefndar var sú,
að láta hina dönsku starfsmenn
konungsverzlunar, sem höfðu
verið búsettir í landinu síðan
1777 fylla upp í það tómarúm,
sem var í íslenzku þjóðfélagi,
því hér skorti, sem fyrr er sagt,
algerlega innlenda verzlunar-
stétt. En þetta gafst ekki betur
en svo, að þessir fyrrveirandi
kaupmenn konungsverzlunar,
sem nú eignuðust verzlanirnar,
vildu ekki búa í landinu.
Almenna bænarskráin skorinort
Plaffg
— fslendingar voru þvi litlu
ánægðari með þetta verzlunar-
fyrirkomulag en einokunina, eins
og bezt sést af almennu bænar-
skránni frá 1'795. Höfundur þess-
arar bænarskrár er í rauninni
Magnús Stephensen, en annar
hvatamaður hennar er Stefán
Þórarinsson amtmaður á Möðru-
völlum. Þessi bænarskrá er mjög
sérkennilegt plagg fyrir sinn
tíma, því í stað þeirrar auðmýkt-
ar, sem venjulega gætir í þréf-
um íslenzkra embættismanna,
eru stóryrðin hér ekki spöruð.
Enda hafa sumir talið, að hér
gæti áhrifa frá frönsku stjórnar-
byltingunni. Þegar á það er lit-
ið, að Magnús Stephensen var
enginn byltingarmaður og mjög
konunglhollur, þykir mér það
mjög ótrúlegt. í bænarskránni
er lýst með óþvegnum orðum al-
veldi kaupmanna og faktora
þeirra á verzlunarsitöðunum, að
þeir flytji bæði litlar og vondar
vörur til landsins, svíki mál og
vog og séu ófærir um að taka við
þeim vörum, sem landsmenn
hafa á boðstólum, þegar vel ár-
ar og greiði yfirleitt fyrir þær
smánarverð. Þessi bænarskrá er
dagsett á alþingi 24. júlí 1795, en
það er í rauninni hálfgerð föls-
un, því að þar var aðeins sam-
þykkt að fela Magnúsi Stephen-
sen að semja bænarskrána. Síð-
an var eintak af henni sent
hverju hinna þriggja amta og
undir hana skrif-uðu fleistir sýsilu-
menn ag prótfastar, og aimtmenn-
irnir Stefán Þórarin’sson í Norð-
ur- og Austuramti og Joachim
Vibe í Vesturamti og áréttuðu
hana með skilmerkilegum og
skorinorðum umsögnum.
— Þessi bænarskrá dró held-
ur betur dilk á eftir sér, enda
voru aðstandendur hennar það
djarfir að birta hana á prenti,
til öryggis því að hún kæmi fyr-
ir augu konungs, eins og þeir orð
uðu það. Gáfu þarmeð í skyn að
rentukammerið kynni annars að
stinga henni undir stól. Bænar-
skráin vakti þessvegna mikla
reiði í rentukammerinu. Að til-
hlutan þess sendi konungur ís-
lenzkum embættismönnum alvar
lega áminningu haustið 1797, þar
sem Stefáni Þórarinssyni er hót-
að brottrekstri úr embætti og
raunar öðrum embættismönnum
líka, ef þeir geri sig seka um
slíka ósvífni öðru sinni. En bæn-
arskráin varð líka tilefni all-
margra flugrita af hálfu kaup-
manna, þar sem þeir gerðu
svæsnar árásir á íslenzka em-
bættismenn, ekki sízt Magnús
Stephensen og Stefán Þórarins-
son. En þeir svöruðu atftur fyrir
sig með öðrum bæklingum og
stóð þessi rimma fram ,um 1800.
í almennu bænarskránni var m.a.
farið fram á að verzlunin á ís-
landi yrði gefin frjáls öllum þjóð
um, en ihvorki var það tekið til
greina né fríhöndlunarlögunum
á nokkurn hátt breytt. Á hi-nn
bóginn vaT bænaTskráin ekki al-
gerlega gagnlaus, því næstu ár-
in gerði stjórnin ýmsar smávægi-
legar umbætur á verzluninni og
styrkti meira en áður íslenzka
menn til þátttöku í verzlun lands
ins.
Merkileg málskjöl dansks
kaupmanns
Sigfús Haukur Andrésson hef-
ur undir höndum og er að vinna
með 8 pakka af málskjölum eins
af dönsku kaupmönnunum, sem
fengin eru að láni úr dönsku
safni. Hann segir að umræddur
kaupmaður sé einmitt táknrænn
fyrir verzlun Dana á íslandi á
þessum tíma.
— Þessi maður hét George
Andreas Kyhn, hefur hann frá-
sögn sína af þessum kaupmanni.
Hann byrjaði feril sinn sem kaup
maður konungsverzlunarinnar á
Djúpavogi 1778, lenti þó fljót-
lega í illdeilum við ýmsa menn i
þar, ekki sízt sýslumanninn í
Austur-Skaftafellssýslu, Jón
Helgason, og fór svo að þeir
lentu í áflogum. Hafði sýslumað-
ur nær gengið atf kaupmanni dauð
um og var dæmdur í sektir fyr-
ir. Skömmu seinna fluttist Kyhn
til ReyðarfjaTðar og keypti þá
verzlun árið 1‘7'88. Hann hafði
auðgazt mjög á dvöl sinni á ís-
landi, einkum er portógalskt
skip strandaði á Stöðvarfirði ár-
ið 1785. Skipið var á leið frá
Portugal til Arkangelsk með vín
og alls konar munaðarvöru.
Keypti Kýhn allan farminn fyrir
gjafverð og flutti hann síðan til
Káupmannahafnar, seldi hann
þar og varð stórauðugur af.
— Eftir að Kyhn var orðinn
sjálfseignarkaupmaður á Reyðar
firði, lét hann faktor stýra þeirri
verzlun og settist sjálfur að í
Kaupmannahöfn, þar sem hann
gerðist stórkaupmaður. Auk
Reyðarfjarðarverzlunar kom
hann sér upp verzlunum víða
um land, eignaðist t.d. verzlun-
ina á Vopnafirði, stofnaði verzl-
anir á Akureyri og Siglufirði og
verzlaði um tíma í Reykjavík,
.Hafnarfirði og Keflavík. Hann
hafði því fjölda manna í þjón-
ustu sinni, þeirra á meðal Niels
Örum og Jens Andreas Wulff,
Kyhn var mikill harðjaxl, bæði
við íslendinga og undirmenn
sína, og hann lét sér heldutr ekki
fyrir brjósti brenna að ganga í
berghögg við dönsku stjórnina,
ef því var að skipta. Ýiwsir und-
irjjienn hans fengu fljótlega nóg
af honum, þeirra á meðal fyrr-
nefndir Örum og Wulff, sem
stofnuðu sjálfir verzlun á Eski-
firði 1798 í samkeppni við Kyhn.
Það var upphaf fyrirtækisins
Örum & Wulff, sem varð síðan
um langt skeið mjög voldugt í
verzluninni á Norður- og Aust-
urlandi, eins og kunnugt er.
Kyhn tók þetta mjög óstfinnt upp
og höfðaði mál gegn þeim félög-
um fyrir svik við sig, taldi þá
hafa beitt sig ýmsum prettum
og hlaupizt úr vistinni að tilefnis
lausu. f þessum málatferlum
gekk Kyhn svo langt, að hann
falsaði ýmis málsskjöl. Þegar það
sannaðist að lokum á hann, var
hann dæmdur i hæstarétti árið
1808 frá æru og búslóð, og sam-
kvæmt gömLuím lögum skyldi
höggvin af honum hægri höndin
fyrir fölsunina. En síðan var
hiann náðaður, þanriig að í stað-
inn skyldi hanrt sitja í ævilömgu
fangefflsi og lauk hann srvi sinni í
V ébj argatugtihúsi.
— Þessi málskjöl Kyhns eru 1
8 pökkum, sem varðveittir eru
í Kaupmannahöfn. f þeim kennir
margra grasa, vegna þess að öll
verzlunarskjöl Kyhns voru tekin,
af honum, er hann varð sannur
að sök. Meðal þeirra fann ég
bréfabók hans frá árunum 1796
Framhald á bls. 21
Allt skal með
varúð vinna.
000G
o ^ °
° V
Þér leitið gæfu og gengis. Það gera allir menn,
hver með sínum hætti.
Ef til vili ieggið þér hart að yður að afla fjöiskyldu
yðar lífsgæða; að eignast hús og búa það tækjum og
munum; kaupa bil, fasteignir, fyrirtæki.
En gleymið ekki að allt skal með varúð vinna. Því
fleira sem þér eigið, því fleira er í hættu.
*Tryggíng er nauðsyn,
því að enginn sér við óhöppum.
í einu símtali fóið þér líftryggingu, slysatryggingu,
tryggt hús í smíðum, tryggðan atvinnurekstur, bruna-
tryggingu, ferða- og farangurstryggingu, bifreiða-
tryggingu.
Eitt símtal við Almennar tryggingar og þér búið við
öryggi.
ALMENNAR TRYGGINGARf
PÓSTHÚSSTRÆTII
SfMI 17700
\\
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
■'!!