Morgunblaðið - 22.02.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.02.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. PEBRÚAR 1969. 5 Frá sveit til sjávar Verkfallsíjötrar leystir NÚ er sem þjóðlíf allt hafi verið leyst úr fjötrum. All- ir anda léttar og fagna því að hið þjóðhættulega verk fall er um garð gengið. Að sjálfsögðu er það ekki hin æskilega lausn á vinnudeil um, að þær skuli þurfa að leysa með lagasetningu, en hér var of mikið í húfi fyr- ir þjóðarheildina. Hitt er sivo annað mál, að það ber ríka nauðsyn til að endurskoða löggjöfina um samskipti vinnuveitenda og vinnuþiggjenda. Það hlýtur að vera hægt að finna lausn á þeim vanda sem við er að glíma, þegar til launasamn- inga kemur. Um lagasetningu í þessu efni þarf að vera víð- tækt samstarf launastétta og vinnuvpitenda, því þess geng- ur enginn dulinn að verkföll eru böl, sem við leiðum yfir okkur sjálf, böl, sem enginn græðir á og sem í raun réttri bitnar á hverjum þjóðfélags- þegn, hvort sem hann er beinn aðili að vinnudeilunni eða ekki. Þarna er fyrir hendi óleyst verkefni, sem verður að finna lausn á sem fyrst, en þó ekki þannig að hrapað sé að neinu. Nú vona hinsveg ar ailir að vertíðin verði gjöf- ul og blessunarrík og þá mun vá atvinnuleysisins víkja frá dyrum okkar. Þróttmikill iðnaður íslenzkur iðnaður hefir á undanförnum árum átt í harðri baráttu við frjálsan innflutning. Forystumenn iðn aðarmála í landinu hafa að vísu talið samkeppni þessa talsvert miskunnarlausa, en þó engan veginn svo, að hún hafi komið iðnaðinum á kré. Þessi atvinnugrein hefir hins vegar staðist raunina og er nú undir stærri og veigameiri átök búin. Þegar rétt hlutfall er komið milli erlends og inn- lends gjaldmiðils kemur í ljós, að íslenzki iðnaðurinn er í mjög mörgum greinum fylli lega samkeppnisfær við iðnað nágrannalanda okkar, jafnvel þótt íslenzki iðnaðurinn þurfi að vinna úr erlendu hráefni, sem nemur allt upp í 70 hundraðshluta. Erlenda sam- keppnin hefir einmitt knúið innlenda iðnaðinn til þróun- ar. Hann hefir verið vélvædd ur og allri hugsanlegri hag- ræðingu fyrir komið. Og það sem er hvað gleðilegast, er, að hann hefir fyrst og fremst bætt samkeppnisaðstöðu sína þegar um vandaðar vörur er að ræða. Stóriðja er eitt af glæsileg- ustu verkefnum framtíðarinn- ar og við bindum miklar von- ir við að stóriðjan eigi eftir að verða einn áhrifaríkasti þátturinn í stöðugleika okkar efnahagskerfis. Það er svo annað mál að stóriðjan krefst mikillar fjárfestingar og fjár- festingin þar verður meiri en í flestum öðrum atvinnugrein um miðað við þann fólks- fjölda, sem getur vænzt at- vinnu við hann. V innumarkaður Það er alkunna að mikill fjöldi fólks kemur árlega inn á vinnumarkiðinn og þessu fólki verður að sjá fyrir störf- um. Það er einmitt hinn al- menni iðnaður, bæði vet'k- smiðjuiðnaður og smáiðnaður, sem að langmestum hluta verður að taka við þessu fólki. Það er því einkar gleðilegt að nú skuli iðnaður okkar vera kominn á þð stig tækni og hagræðingar, að hann eigi fyr ir sér bjarta framtíð. Með gengisfellingunni eða samræm ingu erlends og innlends gjald miðils, hefir iðnaðurinn nú sína miklu möguleika. Það er sitthvað að leysa rekstrarfjár- skort blómlegrar atvinnugrein ar, sem hefir allar líkur til að gefa góðan arð, heldur en veita stöðugt fé til starfsemi sem er á vonarvöl. Að sjálf- sögðu verður rekstrarfé ekki fengið sem manna af himn- um ofan, en engin efnahags- starfsemi verður rekin á heil- brigðan hátt á íslandi, nema jafnvægi sé milli erlends og innlends gjaldmiðils. Nátengd iðnaðinum, og raunar grein á sama meiði, er verzlunin. Gegn henni hefir verið rekinn þjóðhættulegur áróður um áratugi. Það má Skákþing Reykjavíkur, úrslitakeppni: Jón Kristinsson sigurstrnnglegur JÓN Kristinsson hefur nú næst- um tryggt sér sigur í úrslita- keppninni á Skákþingi Reykja- víkur þetta árið. Jón vann Ha-jv ey Georgsson í sjöundu umferð mótsins og hefur nú 6 vinninga af sjö mögulegum, unnið 5, gert 2 jafntefli og engri tapað. Önnur úrslit í 7. umferð urðu þau að Björn Þorsteinsson vann Gunnar Gunnarsson og Gylfi Magnússon vann Björn Sigur- jónsson, en Frank Herlufsen og Bragi Halldórsson eiga biðskák. Ólafur H. Ólafsson sat yfir. í áttundu umferð, sem tefld var í fyrrakvöld vann Björn Þor steinsson Frank og Björn Sigur- jónsson Gunnar. Skákir Braga og Harveys og Ólafs og Gylfa fóru í bið og stendur Ólafur betur í skák sinni viS Gylfa. Staðan eftir átta umferðir er þannig: Jón Kristinsson hefur 6 (af 7), sem fyrr segir, Gylfi 5 (7) Gunnar 4 (7), Björn S. 3% (6), Björn Þ. 3 (7), Bragi 2 (5), Frank og Ólafur IV2 (5) hvor og Harvey 1% (6). Biðskákir verða tefldar í dag, en síðasta umferðin á morgun og þá tefla saman: Jón og Bragi, Harvey og Björn Þ., Frank og Björn S. og Gunnar og Ólafur en Gylfi situr yfir. MYNDAMOT hf. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTR/ETI 6 SÍMI 17152 öllum ljóst vera, að enginn iðn aður væri til, ef engin verzl- un væri. Iðnvarningurinn hef- ir ekki sýnt ágæti sitt fyrr en hann er kominn gegnum verzl unina í hendur neytenda. Það er því vegið að öllum grund- vallaratvinnuvegum okkar um leið og vegið er að verzl- uninni. Það er jafn fávíslegt að kalla verzlunarstéttina arð- ræningja, afætur eða verð- mætasóandi atvinnustétt, eins og að kalla sjómenn, iðnaðar- menn og bændur niðrandi nöfnum. Það vita allir að hvarvetna er misjafn sauður í mörgu fé og framhjá því komumst við ekki í verzlun- arstéttinni, fremur en öðrum stéttum. Hitt er svo staðreynd að íslenzkir verzlunarrekend- ur eru yfir höfuð vel mennt- aðir og færir í sínu starfi og fólk verður að skilja það, að í einni þjóðfélagsbyggingu er verzlunarmaðurinn engu þýð- ingarminni starfsmaður en sjómaðurinn, bóndinn eða verkfræðingurinn. Hinn gróni og illkvitni áróður í garð verzlunarstéttárinnar er ekki annað en ofstæki vanþroska fólks, sem ekki skilur, eða vill skilja, eðli og uppbygg- ingu frjáls þjóðfélags. Hættulegur dróður gegn verzluninni Okkur fslendingum ætti að vera allra manna ljósust þýð- ing farsællar og öflugrar verzl unar. Á mest'a niðurlægingar- tímabili þjóðarinnar var lé- leg verzlun hennar mesta helsi. Aldamótaáróður fram- sóknar gegn kaupmannastétt- inni er nú orðinn snara um háls þeirra eigin óskabarns, samvinnuhreyfingarinnar. Annað þýðingarmesta atrið- ið í sambandi við rekstur eðli legrar og heilbrigðrar verzl- unar er afnám kerfis jafnaðar mennskunnar í formi verðlags ákvæða. Af langvarandi bundnum verðlagsákvæðum leiðir ekki annað í þjóðfélag- inu en óheilbrigða verzlunar- hætti. Verðlagsákvæði eiga engan rétt á sér annan en sem ráðstöfun að grípa til á hættu tímuim, þegar ógnandi verð- sveiflur eiga sér stað eða vöru skortur og þá aðeins þann tíma, sem mesta hættuástand- ið ríkir. Okkur Íslendingum ríður á að efla allar okkar atvinnu- stéttir og virða þær og meta. Sá fráleiti öfundaráróður að níða þá, sem komast í efni og álnir, verður að leggjast nið- ur, því okkur er ekkert eins nauðsynlegt, til grundvallar góðri afkomu almennings, eins og efnahagslega sjálfstæð ir atvinnurekendur, bæði ein- staklingar og félög, hvort sem eru stór eða smá. Að merg- sjúga atvinnuvegina er það sama og svelta þjóðina í hel. Hvaö er I Tollending- urinn Henri aö lier? Henri? Henri Wintermans auðvita'ð. Hollenzkur og er frægur um allan heim. Henri Wintermans er hollenzkur vindill - eða fremur - úrval margra stærða hollenzkra vindla. Sumir eru stuttir og grannir, aðrir langir; en svo Iengi, sem þeir bera nafnið Henri Wintermans, veiztu atS gæðin eru tryggð. Þess vegna selst Henri Wintermans betur en nokkur annar hollenzkur vindill f löndum svo flarri hvort öðru sem Bretland og Ástralfa.. Kynnizt Henri Wintermans Short Panatella Rétta stærðin fyrir alla. Hæfllega langur. Hæfllega gildur. Hæfllega bragðmikill. Hæfllega mildur. Seldur 1 5 stykkja pökkum. Kynnizt Henri Wintermans Cigarillos (Við kölluðum þá áður Senoritas) £ lengd við “King-Size” vindling, en gildari. Ekta hollenzkur smávindill, með hinu milda og gðða Henri Wintermans bragði. Seldur í 10 stykkja pökkum. HENRI WINTERMANS HIlsTN ALÞJÓÐLEG-I HOLLENDING-TJIl Umboðsmenn: GLOBUS H/F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.