Morgunblaðið - 22.02.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.02.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1909. ■Ú’itgeíandi H.f. Árvafeur, Reykjaivlk. Fxiamkvæmdastj óri Haraílidur Sveinsson. {Ritstjóraí Sigurður Bjarmason frá Vigur. Matthías Jdhannesslen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstj órnarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjiöim Jólhannjsson'. AuglýsingiaBtjóri Árni Garðar Kristinssoín. Ritstjórn og afgreiðsla Aðaistrseti 6. Sími 10-109. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Áakríiftargjald kr. 150.00 á mánuði mnanla!n.ds. í Xausasöiu kr. 10.00 eintakið. FRUMSKIL YRÐIÐ ER VINNUFRIÐUR TVTær daglega berast fréttir ^ af því hvaðanæva af land inu, að athafnamenn beiti sér fyrir auknufn atvinnurekstri, oft með stofnun almennings- hlutafélaga. Er ljóst af þessu, að menn hafa mikla trú á því, að sæmilega traustur grundvöllur sé nú undir r rekstri bæði á sviði útgerðar og iðnaðar. Þessi gróska, sem nú er að færast í allt íslenzkt athafna- líf spáir vissulega góðu, og er fyllsta ástæða til að ætla, að innan mjög skamms tíma verði komin full atvinna og stóraukin framleiðsla, sem á fáum mánuðum mun breyta stöðu okkar gagnvart útlönd- um, þannig að við eignumst á ný gjaldeyrisvarasjóði, og jafnframt mun skapast grund völlur til að bæta launakjör og halda áfram öflugri fram- farasókn á atvinnusviðinu. En frumskilyrði þess, að þetta allt takist er að sjálf- sögðu, að vinnufriður haldist og komið verði í veg fyrir nýtt kapphlaup milli kaup- * gjalds og verðlags. Það eru fyrst og fremst hagsmunir launþega, að ekkert verði nú gert, sem hindrað geti þá þróun, sem fyrirsjáanleg er, ef vinnufriðurinn helzt. Þess vegna verður alþýða manna að vera vel á verði, þegar pólitískir ævintýramenn fara á stúfana til að reyna að espa til óhæfuverka og hindra hina hagstæðu þróun, sem hafin er. Raunar gera þeir menn, sem einskis svífast í pólitískri valdabaráttu, sér fulla grein fyrir því, hve miklu bjartara * er framundan í íslenzkum efnahags- og atvinnumálum. Einmitt þess vegna munu þeir á næstunni gera tilraun- lr til að eyðileggja gnmd- völl þann, sem lagður hefur verið að þróttmiklu atvinnu- lífi og batnandi lífskjörum. En sem betur fer gerir al- menningur sér glögga grein fyrir afstöðunni, og þess vegna munu áform þessara manna ekki takast. Hvert mannsbarn skilur, að áföll þau, sem íslenzka þjóðin hefur orðið fyrir, þeg- ar gjaldeyristekjurnar minnk uðu um helming, hljóta að lendá á heildiinni, þannig að menn verði að búa við nokk- uð skert kjör um sinn, til þess að geta treyst fjárhaginn að nýju. Stjórnarandstæðingar hafa raunar lagt á það ekki minni áherzlu en aðrír, að atvinnuvegimir voru svo hart leiknir, að gera yrði ráðstaf- anir til að bæta hag þeirra. Hafa þeir því óvart hjálpað til við að efla skilning manna á nauðsyn þess, að atvinnu- vegirnir séu reknir hallalaust og geti sinnt því hlutverki sínu að sjá öllum vinnufærum mönnum fyrir atvinnu. OLÍUHREINSUN- ARSTÖÐ Á ÍSLANDI k ný eru hafnar athuganir á því, hvort unnt muni reynast að koma á fót olíu- hreinsunarstöð hér á landi, sem hreinsa mundi alla olíu, sem við notum og jafnframt flytja út nokkurt magn full- unninnar vöru. Er nú helzt talað um að byggja helmingi stærri hreinsunarstöð en á döfinni var fyrir nokkrum árum, eða með um einnar milljónar tonna afköst. Slíkt fyrirtæki mundi væntanlega kosta eitthvað yfir þúsund milljónir króna, og benda frumathuganir til, að það mundi verða mjög arðvænlegt og spara veruleg- ar gjaldeyristekjur. Markaður sá, sem hér á landi er fyrir olíuvörur, ger- ir samningsaðstöðu okkar ís- lendinga góða í viðskiptum við erlenda aðila, sem þátt- takendur yrðu í byggingu slíks iðjuvers — og ekki síð- ur er kemur til samninga um kaup á jarðolíu og sölu á umframframleiðslu. Fer því naumast á milli mála, að olíu- hreinsunarstöð muni rísa hér innan mjög skamms tíma, og að því ber að vinna af fullri eindrægni. Ein stórframkvæmd á sviði iðnaðar styður aðra, því að margvísleg tækifæri eru til að tengja framleiðslu eins iðjuversins við starfsemi annars, ekki sízt á sviði efna- iðnaðarins. Er því óhætt að fullyrða að bygging olíu- hreinsunarstöðvar muni leiða til þess, að ýmis tækifæri opnist til frekari iðnrekst- urs. Sem betur fer gerir alþýða manna sér nú gleggri grein fyrir því en áður, hve gífur- lega þýðingarmikið það er, að stóriðja rísi hér í stöðugt ríkari mæli. Þess vegna er þess ekki að vænta, að skammsýni valdi því nú, eins og fyrir nokkrum árum, að hatrammlega verði barist gegn þeirri mikilvægu fram- kvæmd, sem bygging olíu- hreinsunarstöðvar er. & A ||7 vh j U1 'AN UR HEIMI Gyðingaofsúknirnar í Póllandi ALÞJÓÐASiAMTÖK fyrrver- andi fangabúðafanga nazista á stríðs'árunum „Comimission international des ca.mps“ hafa minnzt 24. ártíðarinnar frá frelsun útrýmingarbúða naz- ista í Auschwitz og sent bréf til 396 pólskra forustumanna vegna vaxandi Gyðingaof- sókna í Póllandi. Beiðnina undirskrifa fyrrverandi fang- ar frá Frakklandi, Belgíu, Danmörku, Hollandi, Ítalíu, Luxeimfourg, Noregi og fleiri löndum. Samtökin eru óháð stjórnmáladeilum, trúmála- þrasi og öðrum dægur.málum og berjast fyrir því einu, að mannréttindi og frelsi séu í heiðri höfð. Bréfið hefur í pó'skri þýð- ingu verið sent til pólskra ráð herra, þingmanna, félaga í kommúnistaflokknum, blaða- manna og ýmissa fleiri aðila. Margir kunnir menn hafa skrifað undir beiðnina, og í þeirra hópi er friðarverðlauna hafinn René Cassin og Faðir Pireen, hann skrifaði undir skömmu áður en hann lézt í síðasta mánuði. Ákvörðunin um að senda bænarskjalið var ákveðin á fundi samtakanna í Vínarborg fyrir skemmstu. Það var Sím- on Wiesenthal, formaður skjalasafnamiðstöðvar Gyð- inga, sem kallaði fundinn sam an. Orðfæri skjalsins var eft- irfarandi: „Við snúum okkur til yðar í dag, þegar heimurinn minn- ist þess að liðin eru 24 ár síð- an útrýmingarbúðirnar við Auschwits voru eyðilagðar. Nafnið vekur enn í dag hryll ing og viðbjóð með öRum mönnum, sem hafa lesið um það sem þar fór fram, að ekki sé minnzt á þá sem reyndu þær 'hörmungar og lifðu þær af. Þarna voru framin fjÖlda- morð á Gyðingum frá mörg- um löndum, einkum pólskum Gyðingum. Þér lifið í landi sem vegna þessara hroðalegu útrýmingar búða varð stærsti kirkjugarð- ur heimsstyrjaldarinnar síð- ari. En við biðjum yður að huga ekki aðeins að fortíð- inni, heldur einnig að nútíð og framtíð. Pólskir Gyðingar, Bretar lækka fram- lag til landvarna — Erfiðleikar innan kommúnistablokkar- innar gœtu stofnað heimsfriðnum í sem nú eru aðeins örlítið brot pólsku þjóðarinnar verða enn í dag fyrir grimdarlegum of- ■sóknurn. Þeir sem eru Gyðing ar eða af gyðinglegum upp- runa, karlar og konur, ungir og gamlir, verða fórnardýr dæmigerðs Gyðingahaturs í landi yðar, sem þrátt fyrir allt byggir á ævafornri gyð- ingahefð. Fó]k af Gyðingaættum er rekið úr vinnu og þvi er gert ómögulegt að sækja um nýja atvinnu, það á óhægt um vik að sjá fyrir sér og getur einskis vænzt af framtíðinni, sér og sínum til handa. Að auki er margt af þessú fólki neytt til að fara úr landi sínu, afsala sér þjóðerni sínu og horfist í augu við mjög óör- ugga framtíð í framandi landi. Pólska þjóðin hefur vegna menningar sinnar og frelsis- ástar jafnan notið virðingar með öðrum þjóðum, en nú virðist ásjóna pólsku þjóðar- innar afskræmd, á meðan mönnum haldast uppi slí'kar ofsóknir. Við viljum ekki l'áta hjá Hða á þessum degi að mót- mæla því, sem fram fer í landi yðar, ella værum við meðsek í þeim glæp. Við erum sannfærð um, að þér eruð sömu skoðunar og við og að þér munuð beita yður til að binda endi á Gyðingaofsókn- irnar í landi yðar“. fimm milljónum minna en 1908— 1969. Aðalástæðan er sú, að Bret- ar haifa dregi'ð mjög úr herstyrk sínum í Austurlöndum fjær, og einbeita sér niú meira að vörnum í Evrópu. Nordek seinkar hœttu, segir í hvítu bók brezku stjórnarinnar London, 20. febr. NTB. • Hinn innri órói í kommúnista- heiminum gæti hæglega valdið mun meira hættuástandi en skap aðist við innrásins í Tékkóslóvak- íu, segir í hvítri bók sem brezka stjórnin gefur út. • Þar er einnig sagt að Bretland muni iækka framlag sitt tii varn- armáia á árunum 1969—1970, og er það í fyrsta skipti í tíu ár. í hvítu bókinni segir að rúss- neskir leiðtogar hafi ekkert gert eða sagt á árinu 1968, sem benti til að þeir hefðu hugsað sér að beita hervaldi til að ná stjórn- málatakmörkum í Vestur- eða Suður-Evrópu. Innrásin í Tékkó- slóvakíu sýndi hinsvegiar áð Sovétstjórnin hikaði ekki við að gera hernaðarinnrás inn í sjálf- stætt land, án tillits til óska stjórnvalda eða íbúa, ef innrásin væri ekki alltof áhættusöm, frá hernaðarlegu sjónarmiði. Minnt er á að hin svonefnda „Brezihnev stefna“ (þar sem því er haldið fram að kommúnista- ríki hafi rétt til að gera innrás í annað kommúnistaríki ef stjórn bommúnista þar er í hættu) njóti nú mikils stuðnings 1 Moskvu á sama tíma og bæði þjóðir og einstaklingar innan kommúnista blokkarinnar, krefj- ist meira frjálsræðis. Þetta geti hæglega skapa'ð mikið hættu- ástand, sem gæti ógnað jafnvæg- inu í Evrópu. Varað er við, að allir þeir erfiðlerkar sem komm- únistaheimurinn kunni að lenda í geti leitt til stefnubreytingar í Rússlandi og stofnað heimsfriðn- um í hættu. í bókinni segir ennfremur, að NATO verði að gera sér grein fyrir að árangursríkar viðræður við lönd Varsjárbandalagsins, og jafnhliða afvopnun í Evrópu sé úr sögunni í bili a.m.k. Þáð verði þó áfram stefna Breta að leitast við að koma þessum málum áleiðis, en einnig verði að taka tillit til þess að Rússland haldi ótrautt áfram vígbúnaði og að herir Varsjárbandalagsins telji nú um þrjár og hálfa milljón manna, flotar þeirra um hálfa milljón og flugher um eina millj- Framlaig Varsjárbandalagsland anna til varnanmála er og um tvöfalt hærra en samanlagt fjár- framlag þeirra Evrópulanda sem eru aðilar að NATO. Þá er að lokum sagt, að Bret- land muni á árunum 1969—1970 leggja fram 2.266 milljón sterl- ingspund til varnarmála, sem er Helsinki, 19. febrúar — AP — AÐ LOKNUM fundi forsætisráð herra Danmerkur, Finnlands, Nor egs og Svíþjóðar, í dag, um Nor- dek áætlunina, var tilkynnt að litlar líkur væru til að unnt reyndist að halda upphafiegu áætluninni um að ákvörðun yrði tekin fyrir 1970. Það voru eink- um Finnar sem báðu um lengri frest, en Danir og Norðmenn vildu einnig fá að hyggja bet- ur að þeim áhrifum sem áætiun- in hefði á landbúnað og fisk- veiðar. Óeirðlr í A-Pokistun Dacca, 20. febr. NTB. AÐ minnsta kosti níu manns biðu bana í óeirðum í borginni Dacca í Austur-Pakistan í dag er lögreglan skaut á hóp óeirða- seggja og aðra sem rufu útgöngu bann. Þótt opinberlega sé talið að niu manns hafi fallið, herma aðrar heimildir, að tala hinna föllnu sé 20 í Dacca og fleiri munu hafa beðið bana i öðrum borgum. Mikil ólga rikir í Dacca vegna útgöngubannsins og fjöl- mennt lið lögreglu og hermanna er á verði á götunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.