Morgunblaðið - 22.02.1969, Síða 19

Morgunblaðið - 22.02.1969, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1969. 19 - RÆÐA BJARNA Framhald af bls. 11 kæmu í veg fyrir, að svo gæti orðið. Gengisbreytingin hafði þó tilætluð áhrif á innflutninginn og minnkaði gjaldeyrisverðmæti almenns vöruinnflutnings um 13,5% milli 1967 og 1968. Þessi aðlögun var þó ófullnægj andi miðað við þær aðstæður, er mynd uðust á árinu Sézt þetta bezt af því, að samtímis því að útflutn- ingsframleiðslan hafði minnkað að gjaldeyrisverðmæti niður fyr ir þa’ð, er hún nam 1962, hafði almennur vöruinnflutningur að- eins minnkað niður fyrir gjald- eyrisverðmæti innflutningsins árið 1965. VERSNANDI FJÁRHAGUR RÍKISSJÓÐS OG LÁNASTOFN- ANA. Hinir gífurlegu örðugleikar I efnahagsmálum, ásamt viðleitni stjórnarválda til þess að vinna á móti áhrifum þeirra á atvinnu- og lífskjör, hafa markað djúp spor á vettvangi peningamála. Versnandi fjárhagur ríkissjóðs, en hann var einnig rekinn með verulegum halla á sl. ári, og versnandi hagur fjárfestingalána sjóða og viðskiptabanka hefur komið fram í stöðu þessara að- ila gagnvart Seðlabankanum. En í stórum dráttum svara saman- lagðar breytingar á stöðu þess- ara aðila við Seðlbankann til breytinga gjaldeyrisstöðunnar. Skoðað í samhengi peningamála, hefur útstreymi fjár úr Seðla- bankanum þannig verið orsök eða skilyrði fyrir rýrnun gjald- eyrisstöðunnar undanfarin tvö ár Staða ríkissjóðs og ríkisstofnana gagnvart Seðlabankanum versn aði um 241 millj. kr. á árinu 1968, var þó um mikla breyt- ingu í hagstæða átt að ræða frá árinu 1967, er staðan versnaði um 458 millj. kr., en árið 1966 hafði staðan uftur á móti batn- að verulega, eða um 331 millj. kr. Að sjálfsögðu hefði staðan versnað mun meira á árinu 1968, ef gengisbreytingin og efnahags aðgerðir tengdar henni, hefðu ekki komið til. Staða fjárfest- ingarlánastofnana gagnvart Seðla bankanum versnaði um 60 mil'lj. kr. 1968, en 192 millj. kr. 1967, en staða innlánastofnana versn aði um 297 millj. kr. 1968, en um 175 millj. kr. 1967. Alls mun óhagstæð breyting innlendra að ila gagnvart Seðlabankanum hafa numið 535 milljónum króna árið 1968, en 950 milljónir kr. 1967, en rýrnun gjaldeyris- eigna bankans nam bæði árin mjög svipuðum upphæðum, eða 553 millj. kr. 1968 og 999 millj. kr. árið 1967. Þróun sparifjár- myndunar hefur svo sem vænta mátti verið óbagstæð miðað við fyrri ár. Nam aukning spariinn- lána í kringum 600 millj. kr. á árunum 1967 og 1968 saman- borið við 983 miilj. kr. árið 1966. BREYTING R í ATVINNU- MALUM. sig á Sriniu 1968 en áður, og hið sama hefur að nokkru leyti einn ig komið fram nú í vetur. Það atvinnuleysi, sem varð í fyrra vetur hjaðnaði þó, sem betur fer, þegar fram á veturinn leið, og hefði hvergi orðið vandræði á síð ari hluta ársins,. að því er manni nú virðist, ef síldarleysið hefði ekki sagt mjög til sín, — ekki einungis í þeim byggðarlögum, þar sem síldarbátarnir leggja upp, heldur hlaut það mikla tap og þeir hnekkir sem þessi at- vinnuvegur varð fyrir einnig að segja til sín um land allt, svo sem raun hefur á orðið. Og í árálok 1968 nam skráð atvinnu- leysi kaupstaða og kauptúna með yfir 1000 íbúa 1340 manns. Með samanburði við aðrar heimildir um atvinnuástand hinna ýmsu staða áætlaði Efnahagsstofnunin tölu atvinnuleysingja á öllu land inu í árslok vera um 2200 manns. Var það mest á Norðurlandi, eða um Vz alls fjöldans. SJÓMANNAVERKFALLIÐ ATTI MIKINN ÞÁTT I A- VINNULE YSU. Eftir áramót jókst þessi tala mjög, og var í janúar talin um 5500 manns. Nú er það enginn vafi, að sjómannaverkfal'lið átti verulegan þátt í þessari miklu aukningu og eins því, að atvinnu leysi hélzt á ýmsum stöðum, það sem það hefði hjaðnað með öl'lu, ef flotinn hefði verið gerður út með eðlilegum hætti. Á þessu stigi verður ekki fullyrt, hversu mikil áhrif lausn sjómannaverk- fallsins hefur, það hlýtur að taka nokkurn tíma, en víðast hvar mun þó frá brýnum vandræðum verða afstýrt með því að flot- inn stundi veiðar með eðlileg- um hætti. Hitt skal játað og það dylst engum, að hér í þéttbýl- inu, Reykjavík og nágrenni, og eins - á Norðurlandi umhverfis Akureyri, þá eru aðrar og flókn ari ástæður, sem koma til, þann ig að það er ljóst, að lausn þessa sjómannaverkfalls ein næg ir ekki til að koma má'lunum í það horf, sem æskilegt væri. En þá er að því komið, hvaða ráð- stafanir sé hægt að gera og gerð ar hafi verið til þess að bæta úr atvinnuástandinu. MARHÁTTAÐAR AÐGERÐ- IR TIL AÐ FORÐA ATVINNU- LEYSI. Ríkisstjórnin hefur verið ávít- uð af ýmsum fyrir það að hafa aðhafst of lítið til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi, bæði á árinu 1968 og það sem af er þessu ári. Sannleikur er sá, að hér er um algjört öfugmæli að ræða. Ríkisstjórnin gerði marg- háttaðar ráðstafanir allt árið 1968 til þess að greiða fyrir almennri atvinnu. Það er óhætt að segja, að hvorki síldveiðar né hvalveið ar hefðu ekki komizt af stað sl. vor, ef ríkisstjórnin hefði ekki stuðlað þar að. Eins má heita öruggt, að hraðfrystiiðnað urinn hefði gefist upp á miðju sumri, ef ekki hefði komið til atbeini ríkisstjórnarinnar. ÖUu þessu samfara hefur svo orðið verulegur atvinnubrestur víðsvegar um landið. Við þekkj- um það, að fram til ársins 1967 hafði um langt árabil ekki bor- ið á atvinnuleysi, heldur miklu fremur hinu, að skortur var á vinnuafli, nema í einstökum landsblutum, þar sem sér- stakar ásíæður komu til, eins og á Norðurlandi en þar höfðu ráðstafanir verið gerðar af hálfu ríkisins og ann- arra aðila með skipun atvinnu- málanefndar Norður’ands, sem starfaði frá 1965 og þangað til nú, og ö'llum kemur saman um að gert hafi '/erulegt gagn. Segja má að almenn atvinnuvandkvæði hafi f"rst orðið alvarleg á vetr- inum 1967—1968. Náði tala at- virru'ausra, sem beinar upplýs- ingar t^ku til. um 1200 manns í bvriun febr. 1968, en áætluð hei’dartaia v'°irra var þá um 150' anns. Nú má ekki skilja það svo, að : 1 afi v rið um a’gjörlega nýtt f ’rirbæri að ræða, vegna þws ið 'msar breyttar ástæður gerðu það að verkum að menn vor ; iun fúsaíi til að láta skrá i GENGISFELLINGIN GERÐ TIL ! HAGSBÓTA FYRIR ATVINNU- j VEGINA. Þá er ekki þess að dyljas't j sem öllum er auðvitað ljóst, að ' gengisbreytingin nú í haust hún var fyrst og fremst gerð til þess að skapa atvinnuvegunum lífs- i skilyrði. Með gengisbreytingunni var að gera mjög óþægilegan tekjutilflutning, sem í ýmsum til fellum kemur harkalega niður, en var óhjákvæmilegur, ef höf- uðatvinnuvegir landsins áttu að geta staðizt. Og án þeirra ráð- stöfunar var, eins og horfði, von j laust að hér yrði atvinnurekst- ur rekinn, hvorki sjóvarútvegur j og þá auðvitað ekki heldur aðrir j atvinnuvegir svo að miklu næmi. Enda er það Ijóst, að gengis- breytingin er ekki einungis til j stórfellds hags fyrir sjalfan sjáv arútveginn, heldur einnig hefur innilendur iðnaður af henni marg háttað gagn. Og þegar litið er til þeirra tollalaga, sem enn eru í gi'ldi, þá má segja að þetta tvennt gengisbreytingin og óbreyttir toll ! ar, jafngildi í raun og veru inn- flutningsbanni á fjöldanum af erlendri iðnaðarvöru, eínmitt þeirri, sem íslendingar hafa átt í harðastri samkeppni við, og þeg ar af þeirri ástæðu, þá er tal um það, að pessi atvinnuvegur þurfi til viðbótar á beinum inn- flutningsbönnum að halda á mis skilningi byggt. Hitt má miklu frekar segja, að þegar til lengdar lætur þá þarf að breyta toll- skránni til þess, að þessi at- vinnurekstur fái eðlilegt aðhald, en ekki hreina einokunar- aðstöðu. Það má einnig minna á í þessu sambandi að ríkisstjórnin hefur bæði varð andi vissar iðngreinar, svo sem skipasmíðar, stuðlað mjög að því, að þær hefðu verkefni. Það má minna á aukin lán til smíði fiski báta innanlands, það má minna á þá ráðstöfun að samið var við skipasmíðastöð á Akureyri um smíði strandferðaskips. Hér kem ur einnig margt fleira til greina, sem ég skal ekki telja upp að sinni, en það er ekki einungis fyrirgreiðsla við einstakar grein ar, sem hafa átt sér stað, held ur einnig fjölmörg fyrirtæki, þar sem reynt hefur verið að hlaupa undir baggann og stuðla að því að þau yrðu rekin, sbr. atbeina Alþingi á sl. ári til að greiða fyrir rekstri Norðurstjörnunnar, að ó- gleymdu því, sem ríkisstjómin og stuðningsflokkar hennar knúð fram við mikla andstöðu fyrir rúmlega tveimur árum að ráðizt var í virkjun Þjórsár og hún gerð mögulegt með álbræðslu- samningunum. Ef ekki hefði ver- ið ráðizt í þessi stórfyrirtæki á sínum tíma, þá mundi atvinnu- ástandið vissulega vera nú ósam- bærilega verra heldur en það er. AUKIÐ LANSFÉ TIL FRAM- LEIÐSLU ATVINNUVEGANNA Það hefur verið um það talað að ríkisstjórnin hafi verið of athafnalítil í því að greiða fyrir bæði útgerð og iðnaður gæti not að sér þá bættu aðstæður sem þessir aðilar fengu við gengis- breytinguna. Ríkisstjórnin hefur verið í stöðugu samráði og sam- starfi við Seðlabankann um lausn þessara vandamála og raunar við viðskiptabankana yfirleitt, og þá einkum ríkisbankanna, og eftir að atvinnumálanefndirnar voru komnar á laggirnar, þá var end anlega lokið við ákvarðanir í samráði við atvinnumálanefnd ríkisins um mjög aukið lánsfé bæði til sjávarútvegs í fram- leiðslúlánum, til útvegsins með útgerðarlánum og til iðnaðarins, þar sem ætlast er til, að annars vegar Seðlabankinn en hins veg ar viðskiptabankarnir leggist á eitt um að greiða fyrir eðlilegri lánsfjárútvegun, svo að atvinnu- fyrirtæki þurfi ekki að stöðvast af þeim sökum. Hitt á auðvitað ekki að dylj- ast, að hér er erfitt um vik, sbr. atriði úr beirri skýrslu, sem ég las áðan varðandi 'lakari af- stöðu Seðlabankans nú, heldur en áður var. Hann hefur yfir mun minna fjármagni að ráða einmitt sökum þessara almennu örðug'leika, sem yfir okkur hafa dunið, og þó að hann hafi feng- ið stuðnimg erlendra lánastofn- ana, þá ber honum skylda til að halda þannig á, að lánsfé verði ekki til að gera örðugra, það sem okkur er lífsnauðsyn, að stórminnka viðskiptahallann á árinu 1969 frá því, sem var 1968. Það eitt að veita lánsfé hér innanlands dugar auðvitað ekki, ef við megum ekki á til- tölulega skömmum tíma að ná jafnvægi út á við. Hið góða traust, sem ísland nýtur erlendis ásamt þátttöku á alþjóðastofnun um, gerir það mögulegt að við getum fengið lán til þess að flytja okkur yfir slíka örðug- leika sem við höfum nú lent í, en hér sem ella þá verður að gæta þess, að lokum þá þurf- um við sjálfir að greiða það fé sem við í þessu skyni fáum lán að og þess vegna verður að halda á með fullri varúð, en ég hygg að það verði ekki með rökum á það bent, að í þessu hafi ekki verið gerð mjög veruleg átök. Hitt er annað mál að meðan út- gerð gat ekki átt sér stað sök- um verðfallsins þá kom hin auknu útlán bankanna til útgerð ar og til fiskvinnslustöðva ekki að gagni, — ef atvinnurekstur- inn stöðvast af annarlegum á- stæðum, þá stoða emgar slíkar ráðstafanir, til að bæta úr vand- anum, og slíkt verkfall hefur auðvitað ekki einungis áhrif á þá sem eru í því sjálfir, heldur lamar það athafnaþrek og kaup getu margfalt fleiri heldur en beinir aðilar eru. Þess vegna var það eitt af megin verkefnum til þess að auka atvinnu ekki einungis þeirra sem áttu hlut að máli heldur larfdsmanna yfirfeitt að leysa þetta verkfall. Um þann vanda var rætt hér fyrr í þess- ari viku, og 'g skal ekki rifja þær umræður úpp nú. Eg einung is minni á, að sem betur fer, þá reyndust þeir þingmenn ekki sannspáir, sem að fyrir jólin full yrtu að sjávarútvegslögin sem að þá voru til meðferðar mundu af launþegasamtökum verða brot- in á bak aftur. Þvert á móti, þá sýndu allar samningaviðræð- urnar að þær voru gerðar á grundvelli þessara laga, og með skilningi allra aðila á óhjákvæmi legri nauðsyn þeirrar lagasetning ar. Hitt var svo allt annað mál og engin nýjung að á þessum grundvelli og innan þessa ramma þá reyndi hver að- ili að fá sem mest í sinn hlut. Það er engin nýjung og ekki við því að búast, að slíkur vandi verður s’kyndilega leystur, þó að enn megi segja, að vissulega var furðulegt, og að sumu leyti ekki til hlítar skiljanlegt, að ekki skyldi takast að leysa þetta verk fall fyrr heldur en raun varð á. Og er ekki fyrir það að synja, að þar hafi einhver annarleg öfl verið að verki. ATVINNUMÁLANEFNDIR , SETTAR Á FÓT Ég drap á það áður að hér væru komnar atvinnumálanefnd- ir, og þær hafa verið settar uþp eftir samráði og tillögum verka- lýðshreyfingarinnar og vinnuveit endas'amtakanna. Ríkisstjórnin hefur stundum verið ávítuð fyrir það, að hún hafi þarna verið of sein í vöfum. Þetta er líka full- kominn misskilningur. Ríkis- stjórnin skrifaði strax, og tilefni gafst, aðilunum og óskaði eftir samstarfi við þá, meðal annars um aðgerðir til að bæta úr at- vinnuörðugleikum. Það tók hins vegar aðila langan tíma að koma sér saman innbyrðis, hvort að þeir ættu að taka upp slíkar við- ræður við ríkisstjórnina. Síðan var deilt innbyrðist á milli þess- ara heildar almannasamtaka með hverjum hætti þetta ætti að verða gert, og stóð þar miklu leng ur á þeim heldur en þeim stutta fresti nam, sem ríkisstjórnin þurfti að hafa, til þess að skoða málið af sinni hálfu eftir að það var komið til hennar á ný. Nú eru þessar nefndir teknar til starfa, bæði hver í sínu héraði og atvinnumálanefnd rfkisins hér í borginni. Ég vil fullyrða að þessar nefndir hafi nú þegar ráð- ið fram úr ýmsum málum, sem sum hafa verulega þýðingu, staðbundna, að vísu. Þó að heild- ar úthlutun þess fjár sem tryggt hefur verið, 300 millj. kr., hljóti með eðlilegum hætti, að taka nokkurn tíma, og sé ekki hægt að gera fyrr heldur en nefndar- yfirlit hefur fengist. Bæði þarf að miða við þörf og tillögur og umsagnir úr hinum ýmsu héruð- um, og eins athugun verkefnis- ins, hversu mikið það er. Ég hygg, að allir aðilar geti með nokkurri bjartsýni horft fram til starfsemi þessara nefndar, hún hafi þegar gefið góða raun og samstarf hefur verið þar með ágætum. Httt er svo annað mál, að slíkar ráðstafanir leysa auð- vitað aldrei til heildar þann þann meginvanda sem við er að etja, þar sem eru hinar almennu efnahagsráðstafanir, afli, verðlag erlendis og hvernig við bregð- umst við slíkum ytri aðstæðum, sem gera það að verkum hvort okkur tekst að koma atvinnu- ástandinu í sæmilegt horf nú, og halda því svo til frambúðar eða ekki. Efnahagsörðugleikarnir sem slíkir verða ekki leystir með slíkum ráðstöfunum, sem að ég nú drap á, þó að þær geti haft mjög mikið gildi til þess að koma mönnum yfir erfið tímabil. En verðandi ráðstöfun slíks fjárs, þá eru auðvitað nú um að gera, að verja því sem mest til þess, sem gefur beinar afurðir, og getur bætt gjaldeyrisjöfnuðinn út á við og skapað skilyrði fyrir endur- bættum lífsskilyrðum innan lands. Þess' vegna er það mjög mikils vert að s'amkomulag var um það milli allra aðila, að hér ætti einkum að leggja áherzlu á að útvega lán og veita fyrir- greiðslu til arðbærs atvinnu- rekstrar. FORÐAST BER EINANGRUN- INA Við mundum einnig blekkja okkur mjög, ef við sæjum ekki af því sem nú hefur gerst, að þótt það taki langan tíma, og ráði ekki fram úr bráðabirgða- vandræðum okkar, þá er það höfuðnauðsyn hvort tveggja, að efla samvinnu við aðrar þjóðir, þannig að við einangrumst ekki frá þeim í viðskiptaefnum og verðum vegna tollmúra annarra lokaðir frá viðskiptum við aðra, og eins að fá samvinnu annarra til þess að hagnýta auðlindir landsins okkur sjálfum til gagns. AUKA BER FJÖLBREYTNI ATVINNUVEGANNA Það hefur nú orðið ljósara en nokkru sinni fyrr, að okkar at- vinnulíf er of einhæft en það er einnig tómt mál, að tala um það, að úr því eigi að bæta með því einu að auka úrvinnslu íslenzkra afurða hér innan lands. Um það er ekkert deilt. að þetta er nauð- synlegt, en á því geta verið arnn- markar. Það kann að vera um sumt, að úr vörunni þurfi að vinna í öðrum löndum til þess að hún sé seljanleg þar. Það get- ur verið, að ef úr vörunni er unn ið hérlendis þá lendi hún í tolla- flokkum, þannig að hún útilokist með öllu frá innflutningi til ann- arra landa. Eins er það, að ef aflabrestur verður, eins og við höfu.m nú sárlega fengið að kenna á, þá auðvitað kemur hann fram ekki síður í vöru sem er unnið úr hér innan lands, eins og þótt hún sé flutt út tiltölu- lega lítt unnin, samanber það, sem við höfum nú fyrir augun- um. Má nefna þá örðugleika með Norðurstjarnan á við að etja sök um hráefnaskorts og örðugleika sem niðurlagningar- og niður- suðuverksmiðjur á Norðurlandi, bæði á Akureyri og Siglufirði hafa átt við að etja vegna hrá- efnaskorts. Þess vegna er það höfuðnauðsyn, og algjörlega óhjákvæmilegt að markvisst verði að því unnið að gera stór- átök, stærri en nokkru sinni fyrr, til þess að hagnýta allar auðlind ir landsins. Aðrar Evrópuþjóðir, og þær s'em okkur eru tengdast- ar og skyldastar, eru í þesum efn um áratugum á undan okkur og allir skynibornir menn í þeim löndum, segja að samvinna við aðra erlenda aðila um slíka iðn» væðingu í þeirra löndum hafi síð ur en svo orðið þjóðunum til ills, heldur fremur hin mesta lyfti- stöng fyrir þeirra atvinnuvegL VERÐUM AÐ GERA OKKUR GREIN FYRIR ÞÝÐINGU AL- ÞJÓÐASAMTAKA Eins er það með s'amvinnu við önnur lönd ,sem að við ræddum hér lítillega sl. miðvikudag, en verulegur misskilningur kom fram hjá sumum um þýðingu þess mikla máls. Það er t. d. síð- ur en svo að það þurfi að spilla okkar viðskiptum við Bandarík- in, þó að við gerums't aðilar að Friverzlunarbandalagi, eins og E.F.T.A. Við erum ekki að gera okkur háðari E.F.T.A. markaðin- um þó að við gerum ráðstafanir til þess að sleppa við þær álögur, sem koma fram í beinni tekju- rýrnun hjá okkur nú þegar, en munu gera í vaxandi mæli ef við stöndum utan við E.F.T.A. Það er t. d. ljóst, og hefur verið síðustu ár, að þegar við eigum að selja síldarlýsi til Bretlands', þá er hag kvæmara að selja það fyrst til Danmerkur, vegna þess að Danir geta flutt það tolllaust yfir til Bretlands, en vitanlega taka þeir bróðurparinn af þeim ágóða sem Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.