Morgunblaðið - 22.02.1969, Page 20

Morgunblaðið - 22.02.1969, Page 20
20 MORGUN'BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1969. Undanþóga fntlnðs fólks frá reglum um stöðu ökutækju - RÆÐA BJARNA Framhald af bls. 19 við slíkt fæst. Þá er það einnig algjör misskilningur sem kom fram, að hin væntanlega efna- hagssamvinna Norðurlanda væri nú stofnuð í því skyni, að kljúfa E.F.T.A. samtökin niður. Það er mjög athyglisvert, að einmitt í þessari viku er það haft eftir forsætisráðherra Finnlands, að hann leggi höfuðáherzlu á að koma þes-sari Norðurlandasam- vinnu á, til þess að halda því, sem áunnizt hafi með EFTA. — Til þess að EFTA geti haldið sinu samstarfi ótruflað, hvað sem verði um þátttöku sumra aðildar- ríkjanna í öðrum samtökum. — Þetta er hans skilningur á því viðfangsefni. Við komumst ekki hjá því að gera okkur grein fyrir þýðingu þessara alþjóðlegu sam- taka fyrir okkur, þegar til lengd- ar lætur, ef við ætlum, og reyn- um, að búa hér öruggara og betra atvinnulíf heldur en við höfum átt við að búa áður. ís- lendingar eru ekki fremur i þessu en öðru undantekning frá því, sem hvarvetna á sér stað. RÍKIÐ STENDUR FYRIR GRUNDVALLARFRAM- KVÆMDUM Ég vildi. einnig minnast á það, sem stundum er sagt, að þegar ríkið hafi með ráðstöfun eins og gengislækkuninni miðað að því að skerða hlut annarra, gæti þess ekki nóg í þess eigin að- gerðum og framkvæmdum. Skatt ar séu ekki lækkaðir. hvorki bein ir, né tollar, og kröfur ríkisins á hendur almenningi haldist hinar sömu og áður. Að þessu var vik- ið í þeirri greinagerð, s-em ég las upp áðan, og það er rétt. að hin svokallaða samneyzla, þ. e. a. s. framkvæmdir ríkis og sveit arfélaga hafa vaxið lítillega, þó ekk; hlutfallslega eins mikið og áður, þegar framkvæmdir annarra aðila hafa minnkað. — Þetta kann að koma kynlega fyr- ir og er þess vert, að um það sé rætt meira heldur en oft vill verða. Að vísu hafa víðtækar ráðstafanir verið gerðar til þess bæði fyrr og nú að draga úr þennslunni. þannig að bún verði ekki eins ör eins og hún áður var. En engu að síður er þarna haldið áfram miklum fram- kvæmdum. En mundu borgar- arnir sætta sig við það og una því, að dregið væri úr ráðstöfun- um til aukningar heilbriffðis, til löggæzlu til samgöneumála, til skóla og menningar fyrr heldur en í síðustu lög. Og mundu menn ekki þvert á móti segia, að rík- inu bæri skylda til á samdráttar- tímum að reyna að halda sem flestum i sinní þjónustu að auka ekki með beinum uppsöanum á mannafla á hót> atvinnulevsingja. Ég hygg. að flestir átti sig á þessu, þeaar þeir skoða málið. Ríkið stendur fyrir þeim arund- vallarframkvæmdum og fullnæg- ir þeim frumkröfum bjóðfélags- ins, sem eru miklu síður sveigj- anlegar heldur en þær kröfur, sem hver emstaklingur gerir sér til handa. oe þes<; veena mundi það hafa ósveiajanlegar afleið- ingar og v°rða til að auka á vand ræði, ef harkaleea væri d,r'egið úr framkvæmdum hiá r>kinu eða samdráttur æt+i sér stað i þeirri lífsnauðsvnleeu starfsemi. sem það annast og sannast að segía oft við ótrúl°ea erfið skilyrði oe frumstæð miðað við það, sem er víða annars staðar. Nú er það Ijóst. að gengislækk unin. sem nú þegar hefur skap- að sjávarútvesi, iðnaði og ým- íssi annarri þjónustustarfsemi, t. d. flugfélögum vegna aukinna mannflutninga og þjónusrtu inn- anlandg eins og gistihúsarekstri. mögleika, sem þessir aðilar hafa ekki haft um langt bil áður. Þessi ráðstöfun getur orðið gangs laus, ef menn kunna sér ekki hóf, ef menn gera sér ekki grein fyrir því, að ráðstöfunin er gerð vegna þess, að þjóðarheildin hefur minna fé handa á milli heldur en áður var. Þess vegna er það þýð- ingarlaust og bitnar á mönnum sjálfum, áður en yfir lýkur, ef hver og einn segir: Ég vil hafa jafngóð kjör eins og þau voru bezt, þegar bezt lék í þjóðfélag- inu. Ég uni engri kjarskerðingu frá því, sem þá var. Erfiðleikar okkar núna eru ekki meiri en það, eins og sagt hefur verið af sumum stjórnarandstæðingum, að þjóðartekjur okkar eru núna sambærilegar við það, sem þau voru fyrir 6—7 árum. En skerð- ingin, sem menn þurfa að taka á sig til þess að sleppa úr þessum vandræðum er þá heldur ekki meiri en gvo, að menn sætti sig við svipað og þó vonandi ívið betri kjör heldur en þjóðin hafði á þessum árum. Vegna þess að atvinnuvegirnir hafa jafnóðum látið launþega og allan almenn- ing njóta góðs af þeim auknu tekjum, sem þeir fluttu í þjóð- arbúið, þá verður almenningur að táka á sig sams konar eða svip aða skerðingu eins og atvinnu- vegirnir í heild. Þannig að menn geri sér grein fyrir, að með svip- uðum hætti eins og þjóðarfram- leiðslan, þjóðartekjumar á mann eru nú svipaðar því. sem var á árunum 1962, 1963, þá mundi all- ur okkar vandi leystur, ef menn hver og einn mundi una við svip aðan hlut eins og menn þá höfðu. Og það er síður en svo, áð sá hlutur sé í eðli sínu s“már. Þrátt fyrir það mundi ísland vera í hópi þeirra landa, sem getur boð- ið sínum þegnum eina bezt lífs- kjör. Það er rétt að við mundum ekki vera jafnframarlega í hópn- um eins og við vorum á árunum 1965 og 1966 og framan af 1967, en við mundum vera meðal þeirra þjóða, sem við bezf lífs- kjör eiga að búa. Meðan við bú- um við þær sveiflur í atvinnulífi, sem við gerum, verðum við að vera reiðubúnir tii þess að taka þá á okkur óþægindin af þeim og fátt er í raun og veru frá- leitara heldur en þegar sumir segja, þetta kemur af því, að við treystum of mikið á síldarævin- týrið og annað slíkt. Eins og þjóðin væri nú betur á vegi stödd, ef hún hefði ekki ausið upp úr þeirri miklu auðsupp- sprettu, sem gert var á þessum árum? Nei, einmitt á þessum ár- um öðluðust margir margháttuð tæki og þægindi, sem þeir halda áfram að njóta og eru þess vegna miklu betur undir erfiðleikana búnir nú heldur en áður var, þetta er augljóst ef menn fást til þess að skoða þetta eins og það er í raun og veru. Hitt skul- um við svo játa, að það er alltaf erfitt að sætta sig við það að fá minna í hlut heldur en áður var, en hvort sem mönnum þykir það erfitt eða ekki, þá er það óhjá- kvæmileg staðreynd, að það verða menn að gera, og spurn- ingin er nú þessi: Vilja menn gera það á þann veg, að allt lendi í upplausn og vandræðum, eða vilja þeir gera það að for- sjá og hyggindum, þannig að við getum sem fyrst komist úr þeim erfiðleikum, sem við erum nú í og sótt fram til betri og blóm- legri tíma. Er forsætisráðherra hafði lok ið máli sínu tók næstur til máls Ólafur Jóhannesson. Hann þakk- aði í upphafi málsins fyrir skýrsl flutningin, þótt hann hefði kosið að hafa þar nokkurn annan hátt á. Ástæða væri til, að fleiri ráðherrar gerðu í skýrsluformi grein fyrir stöðu hinna ýmsu málaflokka. Ólafur vék síðan máli sínu að peim þáttum efna hagslífsins, sem hann kvað al- varlegastan, skuldir þjóðarbús- ins út á við og atvinnuleysið. Menn spyrðu hvernig yrði staðið undir þeim skuldum og enn hefði sigið á ógæfuhliðina. Ástæða væri til að spyrja hvað erlend ar skuldir hefðu vaxið um eftir síðustu gengisfellingu. Með þessu væri hann ekki að gera því skóna, að slík lán væru ónauð- synleg, en hafa skyldi í huga að þau þyrfti að greiða. Væri nú kominn tími til að stöðva er- lendar lántökur. f tilefni af minnkuðum inn- flutningi risi sú spurning hvaðan ríkið ætlaði sér að afla tekna í stað skertra innflutningsgjaida. Að vísu yrði ríkinu tekjuauki af völdum gengisfellingar, en Ijóst væri að gengisfellingar væru ekki það ráð sem menn hugðu, þannig yrði landinu adlrei stjórnað til frambúðar. Núverandi efnahagsvandi staf aði sumpart af óviðráðanlegum ytri orsökum og væri sumpart sjálfskaparvíti. Til jafn stór- felldra vandræða hefði þó aldrei komið, ef hægt hefði verið að halda verðbólguþróunninni í skef um. Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra, var næstur á mæl endaskrá. Gerði ráðherrann sam anburð á stefnu ríkisstjórnar- innar og stjórnarandstæðinga. Stefna stjórnarinnar væri í stuttu máli: Rétt gengi íslenzku krón unnar, þannig að útflutningsat- starfa á eðlilegan hátt. Banka- vextir yrðu á hverjum tíma þann ig að sparifjármyndun í land- inu stæði undir fjármagnsþörf atvinnulífsins. Á tímum samdrátt ar eins og nú gerðist væri hins vegar eðlilegt, að Seðlabankinn örvaði atvinnulífið með útlánum fram yfir sparifjármyndunina. Innflutningsfrelsið, sem fært hefði neytendunum aukið vöru- val og hagstæðara verðlag, yrði að varðveita. Kaupgjald í land- inu ætti að fara hækkandi í samræmi við auknar þjóðartekj- ur, svo sem verið hefði. Sú stefna, «em stjórnarand- stæðingar biðu upp á væri þessi: Rangt gengi íslenzkrra krónu, sem aðeins yrði haldið uppi með útflutningsuppbótum og lögbund inni kjaralækkun. Taumlaus út- lán bankanna og lækkaðir vext ir, sem óhjákvæmilega h'lyti að ríða fjárhag þjóðarinnar að fullu Þessi stefna stjórnarandstöð- unnar væri úrelt afturhalds- stefna, sem hefði gengið sér til húðar fyrir 30—40 árum síðan. Höft hefði hvergi borið jákvæð- an árangur nema sem bráða- birgðaúrræði til stutts tíma. Stjón arandstæðingar vildu afturhvarf til fyrri tíma, stefna þeirra væri hin eina sanna aftuhaldsstefna sem boðuð væri hér á landi. Næstur tók til máls Lúðvík Jósefsson. Taldi hann ráðherra hafa farið með rangt mál, er hann segði stjórmarandstöðuna beita sér gegn því, að gengi krónunnar væri rétt skráð. Al’l- ir væru sammála um það atriði. Hitt greindi menn svo á um, hvað efnahagsstefna tryggði bezt rétt gengi. Enginn vafi léki á að mikill vandi hefði verið á höndum í haust, þegar gengið var fellt. Gjaldeyriseign landsmanna upp- uppurinn, atvinnuleysi ríkjandi um allt land, samdráttur í iðn aði og landbúnaði og minnkandi framkvæmdir í öllum greinum. Þennan vanda hefði gengisfell- ingin átt að leysa en reynslan sýndi annað. Að framleiðslutæk- in væru nýtt til fulls, og að þjóðarbúinu sé þannig forðað frá hundruð milljóna króna tapi, er miklu mikilvægara heldur en að halda uppd frjálsum innfluttningi og rétt skráðu gengi. Að lokum bar Lúðvík fram til- lögu í nokkrum liðum og tjáði hana lausn á aðsteðjandi vanda. Magnús Jónsson. fjármálaráð- herra, svaraði því næst fyrir- spurn Ólafs Jóhannessonar um erlendar lántökur eftir gengis- fellinguna í nóvember. Tekin hefðu verið þrjú erlend lán. Eitt að upphæð þrjár millj. marka til smíða á strandferðaskipum. Ann að að upphæð tvær millj. marka til Vestfj arðaráætlunar og hið þriðja átta millj. marka til Norð urlandsáætlunar. Boðsmót TBR EFTIR fjórar umfer’ðir á Boðs- móti Taflfélags Reykjavíkur, er Guðmundur Ágústsson efstur með 3 14 vinning. Næstir Guð- mundi að vinningum eru Andrés Fjeldsted, Benedikt Halldórsson, Guðmundur Vigfússon, Jón Þor- steinsson og Sævar Einarsison, allir með 3 vinninga. Benóný Benediktsson, Björn Karlsson og Jóhannes Lúðvíksson hafa 214 vinning hver. Tefldar verða sjö uimferðir eftir hinu svonefnda Monrads- kerfi, en þátttakendur eru 24. Fimmta umferðin verður tefld í kvöld og hefst kl. 20 að Grens- ásvegi 46. ÁKVEÐIÐ hefir verið að veita fötiuðu fólki nökkra undanlþágu frá reglum uon stöðu ötloutækja í lögsagmiaruimdæmi Reykjaviikuir. Undamlþága þessi er tvemins- koniar: A. Að fenignu sérstöteu leyfi lögreglusjóra er fötluðum miammi heimilt að leggja merlktu öteu- tæki sánu vi® heimili sitt eða vinmustað, emida þótt öðrum sé bönmuið þar bifrieiðasitaða. B. Nú hetfir fatla'ðiur öíkumað- ur, sem siminia þartf nau'ðsymilegum erindum, t.d. í verzlun, síkrif- stofu eða hjá lækni, lagit mierktu ökutæki sínu, þar sem það er bammiað samikvæmt - ailmennum umiferðarreglum, en biifreiða- stæði eru efkiki niálæg, og s/kial þá - VIÐRÆÐUR Framhald aí hls. 32 •haMandi k'auipgj a'ldfevk itölu tryggði nökteuð hag laumjþega. Fundurinm telur, að það h'ljóti að vera a'lgjör Hágmairíksterafa samtateainmia nú, að staðið verði við þau fyrihheit, sem koma fram í saminingnium fró því í marz 1968, enda úti'lokað fyrir liág- laumíólik að taka á sig nýja dýr- tíðamauteninigu, eða sikerða kjör sín fretear, en gert viar með samm imgumium frá 1968 — em niðumfell img vísitöluuppbóta 1. marz nk. þýðir um 10% kaupsikerðinigu. Fundumimm viðurikemmir því ekfki 'himar eínfiiliða ákivarðanir ativiminurekenda, og telur óhjá- 'kvæmiilegt að snúast til varnar gegn þeirri kjaraskerðimigu, sem atvinmuTek'en'dur batfa nú boðað. Lýsir fundurimm yfir fullri sam srtöðú verkal ýðsih re y f imiga r in mar um kröfur sínar um verðlagsbæt ur á lauin". - LOÐNA Framhald af bís. 32 búnir að landa er famir út aftur og ætla að leita á leiðimni að Ingólfshöfða, en þar fengu þeir loðnuna. Veður er hér mjög gott núna. — Asgeir. 10 TONN AF LOÐNU JAFN- VIRÐI 1 TONNI AF ÞORSKI ísafirði, 21. febr. ÁGÆTUR afli var hjá bátum við ísafjarðardjúp í gær. Af ísafjarð arbátum vom aflahæstir: Víking ur III., með 11,6 lestir og Guðný með 7,8 lestir. Bolungarvíkurbát- ar voru með 5 og upp í 18,7 lestir, en þann afla ftékk Hugrún. Þess má geta til gamans að aflaverðmæti Hugrúnar svarar sem næst til verðmætis 190 leíta af loðnu, því að telja má að ein lest af bolfiski sé jafn verðmæt og 10 lestir af loðnu. Rækjuveiði í ísafjarðardjúpi hefur verið ágæt nú í vikunni og má búast við að allir bátarnir nái leyfðum vikuskammti, sem er 3 lestir á bát. Hins vegar hefur rækjan nú í vikunni verið ákaf- lega misjöfn, stundum hefur fengist stór og góð rækja, en þess á milli smá rækja, sem nýt- ist illa. H.T. 5 TONN TIL JAFNAÐAR A LlNU HORNAFJARÐARBATA Höfn, Hornafir’ði, 20. febrúar: — Línubátarnir hér fengu um fimm tonn til jafnaðar í gær, en einn bátur, sem fiskar í net, afl- aði átta tonn. Trollbátarnir fengu engan afla, enda var veðrið ekki nógu gott. Fleiri bátar eru nú að búa sig á net. Hér er himin- blíða í dag. G.S. 3—14 LESTIR A BAT Sandgerði, 21. febrúar. BÁTAR, sem lagt hafa upp, í Sandgerði hafa komið með góðan afla. í fyrradag kom Freyja IS með 14 lestir, en hún er á línu. eteki amasit við stöðu þess um •steamm'ain tómia enda valdii ötou- tæíkið elkiki töfum eða hættu fyr- ir umiferðirua. Á m.eðain undanþáigu er neytt, sikail festa mienki á áberandi stað á bifreiðinmi, helzt í framrúðu eða hliðarrúðiu, sem smýr að gamg stétt. Mehkið er bllátt oig hvitt að iit, með bókstatfnuim P oig áletr- uiniinini FATLAÐUR. Merkið er gefið út atf lögregluistjóra á natfn Á myndinni sést bifreiðamerki fatlaðra. viðteomiandi ökum'anms oig er öðr uim óheimil't að niota það. Lögreglugtjóri veitir framan- greinda uindamþágu að feniginmi uimsögn Sjálfsibjiargar, landssiam bands fatfaðra og geta einumgis þeir, sem hatfa veruilega steerta hætfni ti'l ganigis vænzt þe&s að fá umdamlþágiu. Tveir bátar eru á trolli, sam- kvæmt upplýsingum Páls Páls- sonar, fréttaritara Mbl. og kom annar þeirra með tæp 10 tonn úr eins dags róðri. Bátamir vom í fyrradag yfir- leitt með afla frá 3,5 lestum og upp í 14 lestir. Yfirleitt voru flest ir með um 10 lestir. Alls bárust á land í Sandgerði í fyrradag 203 lestir úr 36 bátum, en 26 eru gerðir út frá Sandgerði. TREGT f KEFLAVfK Keflavík, 20. febr. FIMMTÁN línubátar voru á sjó í dag og var afli mjög tregur — frá 2 til 6 lestir. Einn netabátur er byrjaður, Jón Finnsson, og fékk hann 8 tonn. — hsj. GRINDAVÍKURBÁTAR VEIÐA VEL. Grindavíkurbátar hafa veitt vel, frá því er verkfalli lauk. í fyrradag voru 25 bátar á sjó og fengu línubátar-þá frá 6 lestum og upp í 10. Einn útilegubátur kom inn til löndunar með 25 lest- ír eftir 3 lagnir. Var það Þór- kalta II. 5 netabátar reru og fékk sá hæstti rúmar 1'5 lestir en sá sem minnstan afla fékk var með 2 lestir. Þrír togbátar lönduðu og komu með allt.frá hálíri ann- arri lest og upp í tæpar 13. Fjóxir þilfarsbátar komu að með afla frá einni og upp í 3 lestir. MISJAFN AFLI f ÞORLÁKS- HÖFN Bátar, sem gerðir eru út frá. Þorlákshöfn hafa aflað misjafn- lega. Þorlákur, sem er á línu fékk í síðasta róðri 5 lestir oig Draupnir ,sem er á netum fékk 6 lestir. Dalaröst kom að í fyrra dag með 25 lestir af tveggja nátta fiski — mest uflsa. Jörund- ur III. lagði í gær og er ókom- inn og Ísleiíur leggur í dag. Hér er nóg að gera og allt í fullum gangi, sagði fréttartari Mbl., Franklín Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.