Morgunblaðið - 22.02.1969, Page 22

Morgunblaðið - 22.02.1969, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1969. Jóhanna Halldórs- dóttir — Minning FRÚ Jóhanna Halldórsdóttir, Hraunsveg 3 í Ytri-Njar'ðvík, lézt að heimili sínu hinn 15. þ.m. og verður jarðsupgin frá Keflavíkurkirkju í dag. Dauða hennar bar, eins og svo oft vill verða, fyrr að en vini hennar hafði órað fyrir. Hann kom sem reiðarslag yfir ástvini hennar, sem notið höfðu hinnar miklu umhyggju og fórnfýsi þessarar elskulegu konu. Frú Jóhanna fæddist í Borg- arfirði eystra hinn 24. ágúst ár- ið 1909. Foreldrar hennar voru Guðrún Einarsdóttir og Halldór Pétursson, bæði sunnlenzkrar ættar. Jóhanna fluttist á fyrsta ári til Suðurnesja og dvaldist til 8 ára aldurs í Fuglavík á Mi'ð- nesi. Þá var hún tekin í fóstur af góðum hjónum, þeim Guð- rúnu Steingrímsdóttur og Magn- úsi Hákonarsyni á Nýlendu í Hvalsneshverfi. Þar dvaldist Jó- hanna trl fullorðinsára og reynd ust fósturforeldrarnir henni eins vel og sínum eigin börnum. Fyr- ir það var Jóhanna mjög þakk- lát, enda var hún alla ævi ó- gleymin á það, sem vel var við hana gert. Mikil. hjálpsemi, trygg og glöð lund og hlýtt viðmót, urðu þess valdandi, að Jóhanna eignaðis* hvarvetna vini. Hún var af þeirri manngerð, sem alls stað- ar kemur fram til góðs og eng- inn grunar um undirferli eða óheiíindi. Hún hefur því átt hægt með áð vinna hug og hjarta fósturforeldra sinna og uppeld- issystkina. Eftir að Jóhanna var uppkom- in fór hún fljótt að vinna utan heimilis, fyrst í Keflavík og sið- ar í Vestmannaeyjum á veturna, en í kaupavinnu um sláttinn, m.a. var hún í kaupavinnu hjá tengdaforeldrum mínum. Batt hún ævarandi tryggð við þau hjónin og fjölskyldu þeirra. Vin- átta Jóhönnu var enginn yfir- borðshégómi, heldur heil og óslítandi. Vegna þess var öllum gott að þekkja hana. í Vestmannaeyjum kynntist Jóhanna eftirlifandi manni sín- um, Helga Helgasyni frá Vík í Mýrdal, og gengu þau í hjóna- band árið 1935. Þau settust að í Vík og bjuggu þar í 18 ár. Eign- uðust þau 6 börn, fimm syni og eina dóttUr. Efnin voru smá oe húsakynnin, sem þau hjónin höfðu til umráða þættu ekki mikil nú á tímum. En einhvern veginn var það svo, að hjá Helga og Jóhönnu virtist aldrei þröngt. Sannaðist á þeim, áð þar sem hjartarúm er nóg, er einnig hús- rými fyrir þurfandi vegfarend- ur. Löngum var atvinna stopul í Vík. Þurfti Helgi oft af þeim sökum að leita bjargræðis um langa vegu og dvélja mikinn hluta ársins fjarri heimilinu í vegavinnu að sumrinu og í Vest- mannaeyjum á vertíðinni. Þá stjórnaði Jóhanna ein sínu stórá heimili af frábærum dugriaði og myndarskap. Þrátt fyrir ómegð og oft stop- ular tekjur, tókst þeim því allt- af að vera veitendur. Þegar mér verður hugsað til þessara ára, skilst mér vel, að þau hjónin hljóti að hafa verið fátæk á ver- aldarvísu. En það sá ekki á, svo var myridarskap þeirra beggja fyrir að þakka. Samhugur þeirra t Móðir mín Jóna Jóhannsdóttir andaðist á Sólvangi, Hafnar- firði, 20. febrúar. Jóhann Sveinsson. t Eiginmaður minn Loftur Georg Jónsson Hólmgarði 42 andaðist í Borgarsjúkrahúsinu 20. þ. m. Fyrir hönd vandamanna. Laufey Einarsdóttir. t Eiginkona mín og móðir okkar Marzelína Nielsen Hagamel 38 andaðist á Landspítalanum föstudaginn 21. tebr. Hjörtur Nielsen og börn. t Eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, Aðalbjörn Austmar sem andaðist mánudaginn 17. þ.m. verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þríðjudag- inn 25. febrúar kl. 1,30 e.h. Jóhanna Aðalsteinsdóttir Magnús Aðalbjörnsson Ragna Magnúsdóttir Svana Aðalbjörnsdóttir Páll Pálsson og barnabörn. t Jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu Vigdísar Sæmundsdóttur Bergstaðastræti 17, er lézt 15. þ.m., fer fram frá Fríkirkjunni í dag laugardag- inn 22. þ.m. kl. 10,30. Jarð- sett verður í gamla kirkju- garðinum. Stefán Guðnason, börn, tengdabörn og barnabörn. og óþreytandi áhugi fyrir af- komu heimilisins ger'ði þeim kleift að halda uppi meiri risnu en sumir, sem meiri auð hafa í búi. Þegar þau svo brugðu á það ráð að taka sig upp og flytja í burtu með myndarlega, uppvax- andi hópinn sinn eftir 18 ára dvöl í Vík, var þeirra allra saknað af íbúum litla kauptúnsins und- ir ReynisfjallL Árið 1953 flytja þau suður og setjast að í Ytri-Njarðvík. Þar voru atvinnumöguleikar betri fyrir heimilisföðurinn og dug- mikil börn, enda mun afkoma þeirra hafa verið góð eftir að þau komu su’ður. Þar gátu þau líka haft börnin hjá sér í heim- ilinu, þótt þau væru farin að vinna og séð lengur til með þeim en ella. En Víkurinnar söknuðu þau, enda áttu þau þar og víða um Skaftafellssýslu fjölda góðra vina. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika voru árin í Vík bjartur tími í lífi þeirra hjóna. Þá voru þau í broddi lífsins. Þar fæddust börn- in þeirra og uxu úr grasi, og þar uppskáru þau ríkulega laun elju sinnar og umhyggju í hamingju- sömu fjölskyldulífi. í Vík tók Jóhanna mikinn þátt í félagslífinu, og var þar sem annars staðar metin að verðleik- um. Hún starfaði alla tíð í kirkju kór Víkursóknar, enda hafði hún mikla og góða söngrödd. Þá var hún og góður félagi í góðtempl- arastúkunni fyrr á árum og í kvenfélaginu. Eins og á'ður er getið eignuð- ust þau hjónin sex börn, sem öll eru á lífi. Þau eru: Bára, húsfrú, gift Einari Árna- syni í Njarðvík. Grétar, stýrimaður í Njarðvík, kvæntur Guðrúnu Þorsteins- dóttur. Valgeir, bílstjóri, einnig bú- andi í Njarðvík, kvæntur Guð- íaugu Júlíusdóttur. Sævar, leikari í Keflavík, kvæntur Ragnheiði Skúladóttur. Guðjón, skipasmiður í Njarð- vík og Jón Bjarni, ókvæntur í for- eldrahúsum. Einn son eignaðist Jóhanna, áður en hún kynntist manni sín-. um, Halldór að nafni, kvæntan og búsettan i Keflavík. Ég kynntist þeim Jóhönnu og Helga Helgasyni fyrst eftir að ég flutti með fjölskyldu minni til Víkur árið 1951. Gömul vinátta vi'ð konu mína og tengdamóður var þess vald- andi, að Jóhanna leit oft inn til okkar. Hún og þau hjón bæði reyndust okkur framúrskarandi nágrannar, og börnin þeirra voru tápmiklir og góðir unglingar. Fyrir öll þau kynni þökkum við innilega, er við nú kveðjum Jóhönnnu Halldórsdóttur að leið- arlokum. Þótt hún félli langt fyr- ir aldur fram, að því er okkur vinum hennar finnst, var hún búin að skila miklu dagsverki og sjá árangur uppeldisstarfs síns í hópi efnilegra afkomenda. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim mörgu bæði fjær og nær, fyrir auSSsýnda sam- úð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns Hlífars Sigurbjörnssonar Seyðisfirði. Ágústa Ásgeirsdóttir foreldrar og systkin. Gefi Guð henni sinn frið og ástvinum hennar styrk í þung- um harmi. Ragnar Jónsson. JÓHANNA lézt skyndilega að heimili sínu í Ytri Njarðvík 15. febr. síðastl. Hún var fædd 24. ágúst 1909 og voru foreldrar hennar Gu'ðrún Einarsdóttir og Halldór Pétursson. Jóhanna eignaðist þrjár syst- ur og eru tvær þeirra á lífi. Dvaldi hún fyrst með foreldr- um sínum í Fuglavík á Miðnesi, en þau voru þar í húsmennsku, og bar hún nafn húsmóðurinnar þar. Þegar hún var 8 ára göm- ul kom hún í fóstur tii foreldra minna, Guðrúnar og Magnúsar í Nýlendu í Hvalsneshverfi. Þar dvaldist hún fram yfir fermingu. Þegar Jóhanna kom á heimili foreldra minna tók hún miklu ástfóstri við okkur börnin og var alla tíð sem systir okkar og for- eldrum sem góð dóttir. Við hændumst að henni, því hún var söngelsk, glaðlynd og elskuleg við okkur bömiin. Þegar hún fór frá okkur fór hún til Keflavíkur og var þar við hússtörf á ýöis- um stöðum, sömuleiðis fór hún austur í sveitir og norður til vinnu, en henni var í bló’ð bor- in löngun til þess að kynnast landi sínu, en kom samt alltaf árlega til dvalar á heimili okk- ar. Um tvitugt eignaðist hún son, er Halldór Hörður Arason heit- ir og var hann fyrst hjá henni en síðar í fóstri hjá þeim góðu hjón- um, Dýrfinnu og Stefáni á Hóla- völlum í Garði. Hann er kvænt- ur Jennýu Jónsdóttur og em þau búsett í Keflavík. Næst lá leið Jóhönnu til Vestmannaeyja en þar knntist hún sínum indæla eiginmanni, Helga Helgasyni frá Vík í Mýrdal og giftust þau 19. okt. 1935. Hófu þau búskip í Vík og bjuggu þar í 18 ár og eignuð- ust þar 6 börn, sem öll em á lífi en þau em: Helgi Grétar kvænt- ur Guðrúnu Þorsteinsdóttur, Val geir, kvæntur Guðlaugu Berg- mann, Bára gift Einari Árnasyni, Sævar kvæntur Ragnheiði Skúla dóttur, Guðjón kvæntur Svein- björgu DEmíelsdóttur og Jón Bjarni, ókvæntur. Mjög var gest- kvæmt á heimili þeirra hjóna í Vík og eignuðust þau marga góða vini þar, enda alltaf rými fyrir alla þótt húsakynni væru ekki stór. Jóhanna hafði mjög fallega söngrödd og var hún í kirkju- kór Víkursóknar um árabil. Ári'ð 1953 fluttu þau hjón í Ytri Njarð víkur og hafa búið þar síðan og höfðu nú nýverið byggt sér ein- býlishús þar. Mikið starf innti Jóhanna af höndum sem húsmóðir á svo stóru heimili. Barnabörnin em orðin 20, áttu þau alltaf skjól hjá ömmu sinni og voru mikið hjá henni. Þrátt fyrir miklar annir gafst henni tími til hannyrða og félagsstarfsemi. Síðasta ferð hennar var viku áður en hún lézt, er hún fór til Vestmanna- eyja til þess að sjá um jarðar- för móður sinnar, er lézt þar í elliheimili, en fa'ðir hennar var löngu dáinn. Jóhanna kveður þennan heim í friði og sátt við allt og alla, því hún leit alltaf á það góða og fagra en gleymdi því sem mið- ur fór. Hún var eiginmanni og fjölskyldu sinni allri, svo og öðrum sólargeisli í hvívetna. Guð styrki ástvini hennar í sorg- inni. Blessuð sé minning hennar. St. Magnúsdóttir. Magnús Einarsson bifreiðastj. „Mjög er uan tregt tungu að hræra“. Þessi orð Egils, em mér nú efst í huiga, er ég rita þessd fáu kveðjuorð um vin minm, Magnús Einarsson bifreiðasitjóra. Sú hatnraaifregn breiddist út s.l. summudaig, að Magnús Ein.arsson væri látinn, aðeins 37 ára gam- all. Hvorki tímimn eða annað hafa megnað að eyða trega og sorg. Mér finnst það líkt slæm- um draurni, en því miðuT er ekki hægt a'ð vakma aí honum. Ég mininist orða sóknarprests míns, sem spurði einu sinni „Hvað er mannslífið?" Það kom ekkert svaT. Við ófullkotmnir menn, s.tönidum agndofa gaign- var þessum viðburðum og getum ekki aðhaifst. Okkur gemgur svo illa að sætta okkur við þetta, en s'köpum má ekki renna. —- Magnús Einarsson fæddist 16/8 1931. Hann ókt upp á Suður- nesjum, en missti föður simn, þá er hann va.r aðeins 8 ára gamalí. Maignús fór soemmia að vinna fyrir sér við ýmis störf, bæði til sjós og lamds og tókst honum ávailft að leysa vel af hendi þau störf, sem honum voru faliin. Hbnum líkaði vel til sjós og mimmtist hanm með ánægju þeirra daga, bæðd þegar harnn var á fiskibátum, sem á flutningasikipum. Hafði harrn jaifnmi'k'la ánægju af vélum, enda va.r hann að jafmaði vél- stjóri á þeim skipum, sem hann - Minning var á. Á tíroabiili ók hainn filutn- imgabíl og einmig sdðar lamg- fei'ðabílum og þá ofit við hinar erfiðustu aðstæðuir. Hinn 23/4 1955 má segja að verði þáttasikil í lífi hans, er hann hetfur akstur á bitfreiða- stöðinni Bæjarleiðum, en þar átti hanm etftir að starfa nær óslitið tiil dauðadags. Magnús varð strax einn af aðalbifreiða- stjórum á stöðinmi, og var ávaJlt reiðubúinn að fara hve.rt se-m var. Þá voru eragar tafetöðvar og aðstaða allt önnur em númia er. Þótti hann afar lipur ökumað- ur. Sá eiginteiki Magnúsar að Framhald á bls. 23 t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för mó'ður minnar, tengda- móður og ömmu Jórunnar Hróbjartsdóttur Eyfjörð. Friðrik Eyfjörð Fríða St. Eyf jörð Jórunn Erla Eyfjörð Stefanía G. Patterson Hjalti Guðmundsson. t Þökkum innilega samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu Vigdísar Bjarnadóttur frá Bæjarskerjum, Miðnesi. Theódór Einarsson Pálína Theódórsdóttir Bergur Sigurðsson og barnabörn. Hugheilar þakkir til allra, sem heimsóttu mig og færðu mér gjafir og sendu mér skeyti á sjötugsafmæli mínu 16. febrúar. Guð blessi ykkur öll. Sólrún Eiríksdóttir Austurbrún 6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.