Morgunblaðið - 22.02.1969, Qupperneq 24
f
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1969.
- BORGARSTJÖRN
Framhald af bls. 12
1969. Niðurstaða hennar gerir
ráð fyrir rekstrarhagnaði að
íjárhæð um kr. 515 þús.
Nefndin varð sammála um að
6kipta .bæri um vélar í b.v. Þor-
keli mána, enda vél hans svo lé
leg að togarinn gæti stöðvast
Ihvenær sem er. Þetta er þó
bundið þeirri forsendu að hag-
kvæm lán fáist til þessara fram-
kvæmda, þannig að ekki þurfi
sérstaklega að taka fé af út-
svörum borgarbúa til þessarar
framkvæmdar.
FJÁRMÁL B.Ú.R.
Þriðja meginatriðið, sem at-
hugun nefndarinnar beindist að,
voru fjármál BÚR, einkum sam-
skipti BÚR við lánastofnanir og
ríkisábyrgðarsjóð svo og fram-
kvæmdasjóð borgarinnar. Um við
ræður við ríkisábyrgðarsjóð og
fiskveiðisjóð er ítarleg skýrsla
í nefndarálitinu, sem ég tel
ekki ástæðu *il að lesa hér upp.
Þæx tvær stofnanir eru helztu
lánardrottnar BÚR að því er
stofnlán snertir. í viðræðum við
þessar stofnanir var farið fram
á, að eftirstöðvum lánanna yrði
breytt í lengri lán og samið yrði
um vanskilin, eins og nánar
greinir. í skýrslunni. í stuttu
máli sagt voru undirtektir ekki
góðar. Nokkur fyrirgreiðsla
fékkst þó hjá báðum þessum
stofnunum, sem lýst er í nefnd-
arálitinu, en engan veginn neitt
í þá átt, sem farið var fram á.
Var það greinilegt að þessar
lánastofnanir töldu það ekkert
ofverk borgarsjóðs að taka á
sig þessar graiðslur, ef fyrir-
tækið sjálft gæti ekki undir
þeim staðið.
Ekki er um umtalsverðar fjár
hæðir að ræða í vanskilum eða
eftirstöðvum hjá öðrum lána-
stofnunum eða eftirstöðvum hjá
öðrum lánastofnunum og fram-
kvæmdastjórar BÚR töldu ekki
rétt að rætt yrði við einstaka
viðskiptamenn um sérstaka
greiðslusamninga, en fram-
kvæmdastjórarnir hafa með dag
lega afgreiðslu þeirra að gera.
Féllst nefndin á það sjónarmið.
í þessu sambandi er rétt að geta
þess að fulltrúar nefndarinnar
áttu filnd með sjávarútvegsmála
ráðherra til að ræða almennt
Aim rekstrarvandamál togara.
Mun ég nú víkja að lánum
Bæjarútgerðarinnar hjá Fram-
kvæmdasjóði Reykjavíkurborg-
ar.
Um skipti Framkvæmdasjóðs,
Bæjarútgerðar Reykjavíkur og
borgarsjóðs segir svo í nefnd-
arálitinu:
„Hinn 31.12. 1967 nam bók-
færð skuld B.Ú.R. við Fram-
kvæmdasjóð kr. 132.547 þús.
Reikningslegu uppgjöri fyrir ár-
ið 1968 er ekki lokið, en horfur
eru á, að skuld þess muni hækka
um EÚlt að kr. 30 millj. á því
ári. Skuldin ííefur myndast allt
frá árinu 1947, en rúmur helm-
ingur hennar, eða um kr. 67
millj., er frá árunum 1964—
1967.
Af skuld Bæjarútgerðarinnar
við Framkvæmdasjóð eru kr.
30.6 millj. vegna vaxta. Fullir
vextir hafa ekki verið reiknað-
ir af skuldinni eins og hún var
á hverjum tíma og yfirleitt hafa
þeir verið mun lægri en út-
lánsvextir banka. Þeirri reglu
hefur verið fylgt, að Bæjarút-
gerðinni hafa verið reiknaðir
sömu vextir og Framkvæmda-
sjóður hefur orðið að greiða
borgarsjóði.
Þar sem framlög til Fram-
kvæmdasjóðs eru mun lægri en
sú fjárhæð, er Bæjarútgerðin
skuldar sjóðnum, og annað eig-
ið fé Framkvæmdasjóðs brúar
ekki bilið, hefur borgarsjóður
orðið að lána Framkvæmdasjóði
samtals um kr. 72.4 millj. miðað
við árslok 1967. (Þar af eru
kr. 7.0 millj. íærðar til skuldar
á hlr. hjá Landsbankanum á
reikningi Framkvæmdasjóðs í
árslok 1967).
Um útvegun þessa fjár hefur
borgarsjóður ekki átt annars
kostar en leita til lánastofnanna,
aðallega í formi yfirdráttarláns
á hlaupareikningi.
Þau sjónarmið hafa komið
fram, að framlag Framkvæmda
sjóðs til Bæjarútgerðarinnar sé
áhættufé, sem ekki beri að
reikna til skuldar hjá útgerð-
inni, og a.m.k. eigi ekki að
reikna af því vexti. Einnig hefur
verið á það bent, að skuld Bæj-
arútgerðarinnar vegna þeirra
togara, sem ekki eru lengur í
eigu hennar, nafi í árslok 1967
verið tæplega kr. 67 millj. og
verði sú krafa ekki gerð til
þeirra atvinnutækja, sem nú eru
i rekstri, að þau beri þennan
skuldabagga.
Enginn vafi er á því að það
er mikill þáttur í greiðsluerf-
iðleikum borgarsjóðs undanfar
inna ára að hafa þurft að greiða
þannig í Framkvæmdasjóð vegna
Bæjarútgerðarinnar um 72.4
millj. króna miðað við árslok
1967 án þess að fyrir því hafi
verið áætlað í fjárhagsáætlun.
Nemur þetta svipaðri upphæð og
yfirdráttarlán borgarsjóðs í
Landsbanka fslands hefur hæst
orðið.
Ég viðurkenni að frá einhliða
hagsmunasjónarmiði Bæjarút-
gerðar Reykjavíkur væri hag-
kvæmt fyrir útgerðina að fá
þessa skuld strikaða út með öllu
og þá um leið að hætt yrði að
reikna vexti jf skuldum þessum.
Eftir itarlegar viðræður við þá
aðila, sem daglega fara með fjár
mál borgarsjóðs og bókhald lét
nefndin sannfærast um að s’’kt
væri ekki unnt að gera með
einu pennastriki. Það yrði að
gera í áföngum þannig að unnt
væri að áætla fyrir því, sem
borgarsjóður hefði þurft að
greiða umfram áætlun, þannig
að borgarsjóður yrði ekki end-
anlega sviptur þeim möguleik-
um að ná inn með álögum því
fé, sem hann hefur þurft að
greiða vegna taps Bæjarútgerð-
arinnar. Við ’eggjum því til að
þessi afskrift skulda BÚR við
Framkvæmdasjóð eigi sér stað í
nokkrum áföngum.
f árslok 1967 nam skuldin við
Framkvæmdasjóð 132.5 millj.
króna og reikna má með að
hún muni hækka um allt að 30
millj. á árinu 1968. Þar af er
skuld Bæjarútgerðarinnar vegna
togara, sem ekki eru lengur í
rekstri tæpJ. 37 millj. króna. Eig
ið fé Framkvæmdasjöðs er um
61 millj. króna og það teljum
við að unnt sé að afskrifa og
leggjum ti'l að byrjað verði með
30 millj. króna við reikningsupp
gjör 1968.
ENDURMAT A EIGNUM
Öfugur höfuðstóll Bæjarút-
gerðarinnar í árslok 1967 nam
158.5 millj. króna. Þegar fram-
kvæmd hefur verið tillagan í
tölulið 3, lækkar þessi fjárhæð
í u.þ.b. 91.5 millj. króna. Hér er
miðað við bókfært verð eign-
anna, en reikna má með raun-
hæft mat á eignum útgerðar-
innar, sem miðaðist við hugsan-
legt söluverð eða endurnýjun-
arverð að frádregnum afskrift-
um myndi bíða til hækkunar á
bókfærðu verði ýmissa eigna út-
gerðarinnar einkum fasteigna og
myndi þá öfugur höfuðstól] enn
lækka tilsvarandi. Erfitt yrði að
gera sér grein fyrir, hver yrði
niðurstaða slíks mats og skal
engu um það spáð. Það er þó
ekki ósennilegt að hinn öflugi
höfuðstóll myndi við það lækka
í þá fjárhæð sem borgarsjóður
hefur orðið að lána Fram-
kvæmdasjóði vegna BÚR og er
ég þá enn með uppgjör ársins
1967 í huga. Við leggjum til að
þann mismun verði að áætía ár-
lega í fjárhagsáætlun borgar-
sjóðs til Bæjarútgerðarinnar og
myndi þá það tvennt nást: að
öfugur höfuðstóll hyrfi og
skuld BÚR við Framkvæmda-
sjóð minnkaði stórlega eða
hyrfi. Al'lt verður þetta að miða
við fjárhagsgetu Borgarsjóðs
hverju sinni og borgarstjórn
verður að meta slíkt framlag
á hverjum tíma.
Áður en ég hverf frá fjármál-
um BÚR vil >-g vekja athygli á
því að eins og fram kemur í
reikningum BÚR frá ári til árs
hefur fyrirtækið notið tiltölu-
lega lítiilar fyrirgreiðslu við-
skiptabanka.
Ég hef að vísu ekki á reiðum
höndum upplýsmgar um lánafyr
irgreiðslu annarra útgerðarfyrir
tækja, en mér segir hugur um að
BÚR sitji þar ekki við sama
borð og aðrir, sem útgerð hafa
með höndum. Bar þar allt
að sama brunni — að lánastofn
aniir vilja koma því yfir á borg-
arsjóð að veita þá fjárhagslegu
fyrirgreiðslu, sem önnur útgerð-
arfyrirtæki fá hjá bönkum.
REKSTRARFOftM B.Ú.R.
í samþykkt fyrir Bæjarútgerð
Reykjavíkur frá 29. desember
1949 segir í 3. gr. að útgerðin
hafi „aðskilinn fjárhag frá bæj-
arsjóði og öðrum bæjarstofnun-
um.“ f 1. gr. samþykktarinnar
segir hins vegar, að Reykja-
víkurborg beri ábyrgð á skuld-
bindingum útgerðarinnar „með
eignum bæjarins og tekjurn."
Ekki hefur á það reynt, hvort
hér er um að ræða sjálfskuldar-
ábyrgð borgarsjóðs eða baká-
byrgð. f reynd skiptir þetta þó
ekki miklu, annars vegar vegna
þess, að borgarsjóður (Fram-
kvæmdasjóður) hefur iðulega
orðið að hlaupa undir bagga til
að forða rekstrarstöðvun út-
gerðarinnar, en hins vegar
vegna þess, að skuldir útgerð-
arinnar umfram bókfærðar eign
ir í árslok 1967 námu kr. 158.4
millj., eða kr. 25.9 millj. hærri
fjárhæð en skuldin var þá við
Framkvæmdasjóð. Auk framlags
ins úr framkvæmdasjóði er
þannig Reykjavíkurborg í
15.9 millj. kr. hærri fjárhæð en
eignir útgerðarinnar nema. Tek-
ið skal fram, að raunhæft mat
á eignum útgerðarinnar hefur
ekki farið fram og er því ekki
um aðra viðmiðun að ræða en
efnahagsreikninginn.
Ef útgerðin hættir rekstri og
fjármál hennar verða gerð upp
er þannig viðbúið að borgar-
sjóður þurfi að taka á sig veru
legar greiðslur auk þess að af-
skrifa með öllu skuldina við
Framkvæmdasjóð.
Nefndin hefur nokkuð haft til
athugunar, hvort unnt væri að
skera á þessi tengsl millli Bæj-
arútgerðarinnar og borgarsjóðs
í framtíðinni og í því sambandi
rætt um breytt rekstrarfom fyr
irtækisins. Hefur Þá hlutafélaga
formið helzt komið til álita
Að lögum getur borgarsjóð-
ur einn ekki stofnað eða átt
hlutaféiag. Lagabreytingu þarf
því til að heimila slíkt rekstr-
arform. Hins vegar er ekkert
lagalega því til fyrirstöðu, að
borgarsjóður í samvinnu við a.
m.k. 5 einstaklinga — og e.t.v.
með almennu hlutafjárútboði —
stofni til reksturs hlutafélags,
og er þá rétt að vekja athygli
á breytingu, er gerð var á hluta-
félagalögunum 1957, þess efnis,
að sveitarfélög geta farið með
meira en 1—5 hluta atkvæða í
hlutafélagi. Ef til hlutafélags-
stofnunar er gengið, annað hvort
að fengnum nauðsynlegum laga-
breytingum eða með einstakling-
um, er eðlilegt, að hlutafé
Reykjavíkurborgar verði greitt
með eignum útgerðarinnar,
skuld útgerðarinnar við Fram-
kvæmdasjóð yrði að afskrifa að
verulegu leyti a.m.k., og borg-
arsjóður yrði áfram í ábyrgð
fyrir öðrum skuldum útgerðar-
innar eins og þær verða við yf-
ifærsluna. Hins vegar bæri
borgarsjóður ekki ábyrgð á
skuldum, er útgerðin kynni að
stofna til eftir breytinguna,
nema með hlutaf járeign sinni,
eða samkvæmt sérstökum sam-
þykktum.
Eins og framan greinir hefur
niðurstaða nefndarinnar orðið
sú, að halda beri áfram rekstri
Bæjarútgerðarinnar og stuðla
fremur að eflingu hennar, m.a.
með kaupum á nýjum skipum
ef hagkvæmt þykir. Nefndinni
er hins vegar ljós sú hætta, er
borgarsjóði kann að stafa af
þeirri þróun er orðið hefur,
einkum nú hin síðustu ár, í fjár-
málum útgerðarinnar og enn
fremur, að útgerðarfélögum ein-
staklinga í Reykjavík, er ekki
búin sama aðstaða og Bæjarút-
gerðinni. meðan hún hefur borg-
arsjóð að bakhjarli með þeim
hætti, sem nú er.
Við núverandi aðstæður tel-
ur nefndin' ekki vera grundvöll
til að mæla >neð því að borgar-
sjóður stofni til hlutafélags um
rekstur Bæjarútgerðarinnar með
takmörkuðum fjölda einstakl-
inga og að almennt hlutafjárút-
boð sé ekki líklegt til árang-
urs eins og rekstrarafkoma tog-
aranna hefur verið að undan-
fömu, en ástæða kann að vera
til að athuga þann möguleika,
ef breyting verður til batnaðar
á rekstrargrundvelli og áfkomu
togaranna og þá jafnframt sér-
staklega, ef það leiðir til þess,
að umsvif útgerðarinnar verða
aukin t.d. með kaupum á nýj-
um togurum.
Þá er lagt til, að jafnhlíða
því, sem skuld útgerðarinnar
vegna seldra skipa verður af-
skrifuð, eignir hennar metnar til
raunverðs og borgarsjóður á
næstu árum áætli fyrir fram-
lagi til Bæjaútgerðarinnar jafn
háu og nemur öfugur höfuð-
stóli, verði borgarstjóra og
borgarráði einnig falið að leita
lagabreytinga, er heimili, að
borgarsjóður geti með eða án
þátttöku ann ura átt og rekið
Bæjarútgerðina með takmark-
aðri ábyrgð.
Slæm reynsla borgarsjóðs af
því rekstrarformi, sem verið hef-
ur við lýði, kemur m.a. fram í
stórauknum greiðslum úr borg-
arsjóði utan við fjáhagsáætlun,
jafnhliða sem horfa verður upp
á að Bæjarútgerðin nýtur lak-
ari fyrirgreiðslu hjá lánastofn-
unum en önnur útgerðarfyrir-
tæki. í þessu felst og hinsveg-
ar mikill aðstöðumunur milli tog
aaútgerðar bæjarins og ann-
arrar togaraútgerðar, sem hefur
ekki slíkan sameiginílegan sjóð
borgarbúa til að sækja úr og
er krafin um sína skatta og
skyldur til borgarsjóðs. Tel ég
það mun heppilegra að skera
á þessi beinu fjárhagstengsl
borgarsjóðs og útgerðarinnar.
Hitt er svo annað mál að til
þess getur þurft að koma á erf-
iðum tímum að borgarsjóður
þurfi að leggja útgerðinni til
fjármagn, en þá þarf að horf-
ast í augu við það og áætla
fyrir því í fjárhagsáætlun, eins
og t.d. Akureyrarbær gerir að
því er snertir Útgerðafélag Ak
ureyringa h.f.
Hér er að mörgu leyti um rót-
tæka breytingu að ræða frá nú-
verandi fyrirkomulagi og skylt
er að geta þess að nefndin taldi
ekki ástæðu til slíkrar breyting-
ar nema samfara fjármálalegri
endurskipulagningu fyrirtækis-
ins og jafnhliða endurnýjun á at
vinnutækjum þess. Sú hug-
mynd hefur verið rædd og
kanna þarf hana betur að bind
ast samvinnu við aðra útgerð-
araðila í borginni og eigendur
fiskvinnslustöðva um stórfellda
uppbyggingu nýs og öflugs út-
gerðarfyrirtækis, sem hugsan-
lega gæti fengið nýtt fjármagn
frá Alþjóðastofnunum og sjóð-
um, sem við erum aðilar að og
lána einmitt til slíkra fyrirtækja.
Gæti það orðið upphaf að stór-
felldri atvinnusköpun í borg-
inni en allt hlýtur þetta að vera
bundið þeirri meginforsendu að
rekstrargrundv'llur verði tryggð
ur við eðlilegar aðstæður.
Niðurstöðu sínar um þetta
atriði hefur nefndin orðað á
þennan veg:
Að fela borgarstjóra og borg-
arráði að leita lagasetningar, er
heimili borgarsjóði að eiga og
reka útgerðarfyrirtæki sem
hlutafélag með takmarkaðri á-
byrgð, með eða án þátttöku ann-
arra.
Að fenginni slíkri heimild
verður síðan tekin ákvörðun um
framtíðarrekstrarform Bæjarút-
gerðarinna um leið og fjáhags
legur grundvöllur hennar ex
treystu og ákvöðun tekin um
endurnýjun á eignum útgerðar-
innar.“
Góðir borgarfulltrúar.
Ég hef hér gert grein fyrir
tillögum BÚR-nefndarinnar, sem
hún leggur fyrir borgarstjóm
og gkýrt forsendur þessara til-
lagna. Svo virðist vera að allir
flokkar í borgarstjórn séu sam-
mála þessum tillögum og geti að
þeim staðið. Það gefur auga leið,
að við nefndarmenn höfðum mis
munandi skoðanir á ýmsum atr-
iðum og allir okkar hefðu vafa-
laust viljað orða eitthvert atriði
tillagnanna á annan veg, kveða
ýmist sterkar eða veikar að orði
i ýmsum greinum. Úrslitum réð
þó að ég held sameiginlegur
vilji okkar allra til að ná nið-
urstöðu, sem gæti orðið togara-
útgerð í borginni, Bæjarútgerð-
inni og borginni í heild til heilla
í framtíðinni. Ég met mikils sam-
! starfsvilja nefndarmanna og
þakka þeim gott samstarf- og
veltur nú allt á, hvernig úr fram
kværndum verður.
HÆTTA Á NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams
Það var mjög hetjulega gert að bjarga
systur minni, herra Raven. Yður verður
launað að verðleikum. 2. mynd) Einu
launin sem við kærum okkur um er að
fá viðtal við þann stóra . . . Ax el Athos.
3. mynd) Herra Troy, reynið ekki að
krefjast þess að sjá föður minn. Gerið
það fyrir mig að fara núna. Þið hafið
bjargað lífi minu og nú er ég að nokkru
leyti að endurgjalda greiðann.