Morgunblaðið - 22.02.1969, Síða 25

Morgunblaðið - 22.02.1969, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1969, 25 Gullbrúðkaup í dag: Súsanna Elíasdóttir og Þorvaldur R. Helgason í DAG, hinn 22. febrúar, eiga þau hjónin Þorvaldur R. Helga- son gkósmiður-og kona hans Sús- anna Elíasúóttir, Vesturgötu 51b hér í borg, fimmtíu ára hjúskap- arafmæli, en auk þess varð brúð- guminn nýlega 75 ára án >ess að þess væri minnzt. Gullbrúðkaup — það er 50 ára samvera hjóna — er viðburður, sem aðeins fáir upplifa og er því stórmerkt afmæli, en þó alveg sérstaklega þegar svo löng sam- búð hefur orðið árekstrarlaust samstarf tveggja samstilltra sálna, svo að aldrei hefur borið skugga á, eins og hér um ræðir. Á þessum merku tímamótum á æviskeiði þessara vina minna finnst mér hlýða nokkur orð til þeirra, þótt ég hljóti að viður- kenna vanmátt minn í því efni og ekki líklegt að ég geri það eins vel og ég vildi og þau eiga skilið. Þorvaldur er innfæddur Reyk- víkingur og Vesturþæingur eins og frændi hans Erlendur Ó. Pét- ursson myndi hafa sagt. Hann er sonur Helga Teitssonar hafn- sögumanns og konu hans Kristín- ar Vigfúsdóttur. Kristín Súsanna er dóttir Elí- asar Elíassonar sjómanns í Stykkishólmi og konu hans Önnu Svandísar Jónsdóttur. Þorvaldur og Súsanna giftu sig hinn 22. febrúar 1919 og hófu búskap í húsi Helga „Lóðs“. Hér voru glæsileg hjónaefni, af sterk- um óskyldum ættflokkum, gefin saman. í því tilefni var stór- veizla í Helgahúsi. Þvi miður var ég þá ekki kominn í sam- band við þessi ættmenni konu minnar, en að hennar sögn stóð sú veizla í 3 daga og var hún að sjálfsögðu gestur alla dagana. Þau 50 ár sem liðin eru frá því þessi ungu hjón hófu búskap á Vesturgötu 51 B, hafa þau búið þar og þar munu þau verða meðan heilsa og kraftar endast, sem vónandi verður sem lengst. Þar hafa þau eignast 5 mann- vænleg börn og komið þeim upp. Þar urðu þau fyrir þeirri sorg að missa elztu dóttur sina, Önnu Svandísi, 21 árs, sem var mjög efnileg stúlka og mikill harm- dauði foreldrum, systkinum og öðrum vandamönnum. Hin fjög- ur börn þeirra hjóna eru: Helgi, skósmíðameistari, Birgir járn- smíðameistari, Elías sjómaður og Erla húsfrú. Öll eru þessi börn vel heppnug og góðir og nýtir borgarar og eru þegar búin að gefa Þorvaldi og Sús'nnu 11 barnabörn. Eins og vikið er að hér að framan hefur sambúð þeirra Þor- valdar og Súsönnu verið til sannrar fyrirmyndar. Þau hafa öll þessi ár verið sterkur hlekkur í fjölmennum srystkina-, frænda- og vinahópi og ávallt lífgað upp alla vinafundi með léttri lund, ánægju og velvilja. Þessi hjón hafa þó ekki alltaf baðað í rósum fremur en aðrir. Þau hafa barizt með stóran ibarnahóp og lítil efni, við kreppu og lélega atvinnu og veikindi. En þau hafa staðið saman, stutt og styrkt hvort annað í erfiðleikum hins daglega brauðstrits og alltaf kunnað að gleðjast með glöðum. Þau hafa sigrað alla erfiðlei'ka og geta með góðri samvizku litið yfir farinn veg og björtum augum til kom- andi ára. Þau geta þakkað ein- stakt barnalán og hvort öðru HALDINN var hrútasýning að Meltungu í Kópavogi á vegum fjáreiganda í Reykjavík og Kópa vogi, sunnudaginn 10. nóv. siðast- liðinn. Áhugi fjáreiganda fyrir fjárrækt kom glögglega í ljós á þessari sýningu. Á sýningu þessa var komið með 44 hrúta og sýndu niðurstöður sýningarinnar það glögglega að fjáreigendur í Reykjavík og Kópavogi hafa á undanförnum árum unnið stefnu fást að því að koma sér upp af- urðasömum og góðum fjárstofni eins og góðum sauðfjárbændum ber að gera. f Reykjavík og Kópa vogi voru á síðastliðinn vetur um 3000 ær á fóðrum og var meðal fallþungi dilka um 13.5 kg. Þetta er góður árangur þegar haft er í huga að um 75% slátur- lambanna voru tvílembingar og jafnframt að sumarhagar fjárins eru mjög þröngir og ofbitnir. Niðurstöða sýningarinnar varð sú að 16 hrútar hlutu 1. verðlaun, 16 fengu 2. verðl. 5 fengu 3. verðl. og 7 hrútar hlutu engin verðlaun. Bezti hrútur sýningarinnar var Frakkur frá Meltungu. Hann var 122 kg. að þyngd með 115 cf. brjóstmál og 27 cm. breidd á spjaldhrygg. Frakkur er 3 vetra, sonur Dreka frá Meltungu, af- kómandi Hjalla frá Hofi á Kjal- góða og trygga samfylgd. Á langrí ævibraut verður ekki hjá því komist að vinir og ætt- ingjar týní tölunni. Þannig er Þorvaldur, sem var yngstur af 11 börnum foreldra sinna einn orðinn eftir, auk fóstursystur sinnar, Kristínar Guðmundsdótt- ur, sem enn er á meðal vor og alltaf hefur fylgzt með þessari fjölskyldu sem systir. Þá er að- eins þrennt eftir af fjölmennum systkinabörnum, sem var annar ættliður frá Teiti Teitssyni og 3-uðrúnu Þorláksdóttur í Götu- íúsum, það er: Þorvaldur, Guð- nundur Marteinsson og Marta Pétursdóttir. Gullbrúðhjónin verða ekki heima í dag. Þeim, finnst að nú sé ekki nógu vítt til veggja í gamla „Helgahúsá“ og hafa þau tryggt sér salarkynni Hermanns Ragnars danskennara á Háaleit- isbraut 58 til þess að taka á móti ættingjum, vinum og kunningj- um, sem eflaust fjölmenna þar. En nú getur ekki veizla staðið í þrjá daga eins og forðum. held- ur 3 tíma, milli kl. 17 og 20 [5—8 e. m.) en sennilega verða öessir klukkutímar nýttir vel. í tilefni þessara merkisafmæla l sögu þessara hjóna, sendum við hjónin okkar beztu hamingju- óskir og þökkum þeim frábæra viðkynningu og ánægjulegar samverustundir á ævis'keiði okk- ar. Það er ómetanlegt að eign- ast góða og trygga ferðafélaga. Guð blessi þau. arnesi. Frakkur er stór fremur gróf kynd, hyndur, gefur væn sláturlömb. Annar beztur reynd- ist Bósi frá Meltungu, 2 vetra kollóttur hrútur sonur Gjafars frá N-Hálsi í Kjós. Bósi er lág- vaxinn holdahnykill. Hann var 105 kg. að þyngd með 115 cm. brjóstmál og 24 cm. spjaldhrygg. Þriðji beztur varð Kjammi, 4 vetra frá Vatnsenda, ættaður frá Heiðarbæ í Þingvallasveit Kjammi er kollóttur vigtaði 96 kg. og með 115 cm. brjóstmál og 25 cm. spjaldbreidd. Fólk í Reykjavík. og Kópavogi eru marir miklir áhugamenn um fjárrækt og kom það greinileiga í ljós á sýningunni, þar sem mik- inn mannfjölda dreif að á sýning arstað, til að skoða hrútana og fylgjast með störfum dómnefnd- ar. Létu menn þar óspart í ljós áhuga á fjárrækt, þó með nokk- urn ugg í brjósti um framtíðina, þar sem mjög hefur verið þrengt að sauðfjárhaldi Reykvíkinga með ástæðulausu banni. Fjáreig endur í þéttbýli eiga að fá að stöðu til að geta haft kindur, sér og Öðrum til gagns og gamans. Það þarf að búa þannig um að þeir geti stundað sína fjár- mennsku í friði, því flestir fjár- eigendur myndu sízt af öllu vilja verða öðrum til óþæginda. Ég til að fjáreigendur í þéttbýli eigi sama tilverurétt og aðrir, og það það ber að virða þann tilveru- rétt, annað er einnig þungt á metunum að fleiri en þeir einir hafa gaman að kindum. Þeir leggja sitt af mörkum í þágu ræktunarstarfsins, ekki síður en aðrir bændur. Þessu til sönnunar er nýafstaðin hrútasýning að Mel tungu í Kópavogi. Fétur Hjálmsson. - SHELEPIN Framhald af bls. 17 áttu og ekki leið á löngu þar til hann hafði verið sviptur flestum valdastöðum sínum af eldri flokksmönnum, sem töldu hann of stóran fyrir skóna sína. Síðan hefur lítið af Shelep- in spurzt þar til sl. sumar, er hann kom fram í dagsljósið sem andstæðingur innrásarinnar í Tékkóslóvakíu, að því er tékkn eskar heimildir segja, og skip- aði sér í því efni á bekk með þeim Suslov og Ponomarev. Síðustu vikurnar hefur Shel- epin verið mjög umsvifamikill utan hins eiginlega áhrifasviðs síns. Það var hann, sem fór til Kaíró til þess að ræða málefni landanna fyrir botni Miðjarðar hafs við Nasser, og hann var ekki fyrr kominn aftur til Moskvu úr þeirri ferð, en hann lét mjög sjá sig í nærveru tékkó slóvakísku sendinefndarinnar, er þar var í heimsókn eigi alls fyrir löngu. Það var sl. sunnudag að „Trud“ birti grein sína um í hverju sovézkum flokksleið- togum væri ábótavant. Þar á ofan bætist, að þriðjudaginn í sl. viku tók þetta sama blað upp sjálfstæða stefnu, áð þvi er virðist, varðandi ÞýzkaLanda málin. Eftir að hafa látið hin venjulegu orð falla um mann- vonzku V-Þjóðverja, lét blað- ið hjá líða að hafa uppi hót- anir þær, sem fylltu síður ann- arra sovézkra blaða þessa söra« daga, og sagði þess í stað að það sem þörf væri á, væri und irbúningur á ráðstefnu um ör- yggismál Evrópu. Til bragð- bætis lét blaðið síðan fylgja ár ás á landbúnaðarmálastefnu Sovétríkjanna og þær afleiðing ar, sem hún kynni að valda. Fleiri teikn hafa einnig ver- ið á lofti. Þannig hefur t.d. Podgorny, forseti, sem komst í stöðu sína að tilhlutan Brez- nevs, haldið sig svo algjörlega fyrir utan áróðursupphrópin í Kreml, að athygli hlýtur að vekja. Og svo sem öllum er kunnugt, er nú Kosygin, for- sætisráðherra, sem fyrir tveim- ur mánuðum var á barmi þeas að vera sparkað út (ekki í fyrsta sinn á undangengnum fjórum árum) ellegar hafði hálf dregið sig í hlé með ólund, kom inn aftur að skrifborði sínu í Kreml. Allt frá því á sl. sumri hefur það verið augljóst, að æðsta stjórn Sovétríkjanna hefur ver ið klofin og óviss. Það er ekki aðeins varðandi málin fyrir og eftir innrásina í Tékkóslóvakíu að hún hefur sýnt að stefnan er óljós. Um tíma leit svo út að Brezhnev-klíkan (aldrei hef ur verið ljóst hvort Brezhnev er húsbóndinn eða aðeins tæki klíkunnar) hefði undirtökin. En svo virðist ekki vera leng- ur. (Óbserver — öll réttindi áskil in) UNGÓ KEFLAVÍK ROOF TOPS í UNGÓ í KVÖLD. Loksins byrja vinsælu Ungó-böliin aítur. Guðfinnur Þorbjörnsson. Hrútasýning í Kópavogi — — Frakkur Drekason sigraði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.