Morgunblaðið - 04.03.1969, Side 24

Morgunblaðið - 04.03.1969, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1969. ‘þér? sagði Símon með ákafa. — Nei, elskan. Ég trúi þér. En ætti ég að segja þér sögu? — Kannski. En ég get snúið krananum í vaskinum með oln- boganum eins og hjúkrunarkon- urnar gera. Sjáðu! Og svo var hann kominn í hendingskasti hinumegin í rúm- ið, til þess að sanna mál sitt. Nú heyrðist fótatak úti í gang inum. Lísa vissi ekki, hvort hún ætti að óhlýðnast skipuninni og grípa drenginn og leggja hann niður í rúmið, en þess þurfti þá ekki við. Símon hafði sjálfur heyrt fótatakið og nú skellti hann sér niður í rúmið og dró rúmfötin yfir votar hendurnar á sér. Fótatakið fjarlægðist aft- ur. Símon glotti og sagði: — Get ur hann Blake heimsótt mig aft- ur? — Hvað áttu við? Aftur? Hef ■ ur hann komið hingað? — Hann kom að finna mig í skólanum. Hann vildi fara með mig í dýragarðinn, en ungfrú Rakel sagði, að ég mætti ekki fara án þíns leyfis. Var það ekki bjánalegt, Lísa, að hann Blake skyldi halda, að þú værir mamma mín? Svo fórum við í keiluspil í leikfimishúsinu, og hann sagði mér sögu af alvörutígrisdýri og gaf mér alvöru-Rugbybolta. Þú hefur ekkert sagt mér frá þessu. Hvenær var það? sagði Lísa. Það var skrítið að taka uppá þessu, án þess að nefna það einu orði við hana. En hún mundi aldrei botna í þessum ein- kennilega mannli — Getur hann ekki komið aft- ur — lofaðu honum það, sagði Símon og lagði sig á koddann, og var allt í einu orðinn þreytu legur og gugginn. — Eg skal spyrja hann að því og ef læknirinn vill leyfa hon- um það þá kemur hann, lofaði Lísa honum. — Og segðu honum að gleyma ekki steinkúlunum. Hann ætlaði að gefa mér einhverjar sérstak- lega stórar, þegar hann kæmi frá Indlandi. Ég kann vel við Blake. Kannt þú vel við hann? sagði Símon. En nú voru augna- lokin á honum orðin þung og hann geipsaði þreytulega. 46 Áður en hún fengi svarað, var hann sofnaður. Hún hringdi á hjúkrunarkonuna, sem lagaði til kring um hahn og sagði Lísu að Bromley læknir biði eftir að tala við hana. Svo læddust þær út á tánum. Læknirinn var yngri en hún hafði haldið. Hún var hissa á því, hve ungur og illa búinn hann var. Það vantaði tölu í skyrt una hans, og kantarnir á bux- unum hans voru ofurlítið trosn- raði. Ekki gat svona fær maður verið fátækur, en kannski kærði hann sig kollóttan um þessa heims gæði. Hann staðfesti það, sem systir Darby hafði sagt. — Eftir öllum sólarmerkjum að dæma, er drengurinn kominn yfir þetta. Þetta er eitt þessara einkennilegu tilfella sem koma stöku sinnum fyrir. Það er hugs anlegt að hann hafi fengið í sig veiru, svipaða þeirri, sem veld- ur lömunarveiki, en nú hefur hann losnað við hana. Ég held ekki, að við þurfum að hafa nein ar áhyggjur framar, en vitan- lega er það ekki öruggt enn. Honum gæti slegið niður aftur. Hún var lækninum afskaplega þakklát, og langaði til að geta sýnt þakklæti sitt á einhvern hátt. Hún gat vitanlega ekki keypt handa honum skemmtibát en hún óskaði, að hún gæti gert við fötin hans, eða létt af hon- um einhverju þreytandi verki. Hún reyndi eftir föngum að láta þakklæti sitt í ljós, en hann tók fram í fyrir henni og sagði: — Þetta er ekki nema hluti af dag legu verki mínu, ungfrú Brown, og það er mér eins mikið fagn- aðarefni og yður að sjá Símoni batna. En ég vil hafa hann í nokkra daga enn, rétt í örygg- is skyni. En þá ættuð þið bæði að taka ykkur frí. Getið þér fengið leyfi til þess? — Já, jó. Ég á fríið mitt inni. Og ég ætla að fara með dreng- inn upp í sveit til hans afa okk- ar. — Gott. En reynið að hafa hann eins rólegan og hægt er. Það er betra að hann komist ekki í neinn æsing fyrst um sinn, sagði læknirinn. Blake kom seint þetta kvöld. Hún hafði vonað, að systirin GRENSÁSVEGI22-24 SIMAR: 302 80-322 BZ LITAVER Nœlonteppin komin aftur Verð pr. ferm. 270.— og 343.- Vönduð teppi. — Litaúrval. ^JVlelrbse’s te^ Melföses te^ ^gleðuryður kvöldá ogmorgna^ Hvað er betra á morgnana eða á mæðusömum vinnudegi? Lífgar hugann og léttir skapið. Og hvað er betra á kvöldin? Orvar samræður og rænir engan svefni. Notalegur og hagkvæmur heimilisdrykkur. Fljótlagað, fæst í þægilegum grisjupokum. EGGJASALA Glæný egg til sölu vikulega að Barónsstíg 16 75,00 KRÓNUR KÍLÓIÐ Geymið auglýsinguna. leyfði honum að koma inn með sér, þegar hún kvaddi Símon, en þegar hann loks kom, var drengurinn sofnaður. Hún sagði honum, allshugar fegin, frá þessum snögga bata og að Símon hefði verið að spyrja um hann. Blake brosti og horfði lengi framan í glaðlegt andlit hennar. Svo fóru þau burt saman, en á tröppunum að sjúkra húsinu, bað hann hana bíða andartak. Þarna var blaðapall- ur skammt frá. Auglýsing- ar tilkynntu „Ráðherra- hneyksli" „Námasiys í Perú“ og „Toppfundur bráðlega“, en Blake tautaði eitthvað um, að hann yrði að sjá útkomuna af leikn- um . . . Hún beið og sá hann stika yfir veginn jg segja nokkur orð við Vestur-Indíamann, með Frank Sinatrahatt og Harrow- bindi, og þá fyrst áttaði hún sig á því, að það var kriketleikur- inn, sem hann var svona spennt ur fyrir. Lokaleikurinn . .. hvar sem hann nú kynni að vera. Hún fann til ánægju og vellíð- anar. Ekki vegna þess, að Blake hefði áhuga á kappleikn- um, heldur vegna þess, að hún var nú orðin nokkurs vísari um hann. Þau lögðu af stað og nú trúði hann henni fyrir því, að hann væri að fara í Austurlandaferð, en að henni lokinni ætlaði hann að fá sér almennilegt frí. — En hvenær sé ég þig þá aftur? spurði hún áhyggjufull og reyndi að sjá vel framan í hann í rökkrinu. Hendur þeirra I snertust af tilviljun og allt í einu kreisti hann fingur hennar svo fast, að hún var að því kom- in að æpa upp yfir sig. — Ég veit það ekki. En nú er þér óhætt, sagði hann. — Og svo hitti ég þig aftur . .. Hún vissi varla, hverju hún svaraði þessu. Nú fór að rigna. Hann sleppti hendinni á henni, en virtist ekki geta dregið sig frá henni og hún gat held- ur ekki fjarlægzt hann. Þau voru komin að innganginum að hesthúsíbúðunum. — Arrividerci! sagði hann mjög lágt og svo beygði hann sig nið ur og varir hans snertu aðeins hárið á henni. Hún lokaði aug- unum og þegar hún opnaði þau aftur, var hann farinn. Hún sneri sér við og hljóp eftir steinlagðri brauitnni. Hún var alveg blind af geðshræringu, og skalf öll, en einhvernveginn komst hún samt inn til sín! Það lágu tvö bréf frá Peter á dyramottunni. Hún lagði þau óopnuð á arinhilluna. Hún ætl- aði að lesa þau á morgun. 13. KAFLI Lísa lagði frá sér símann, eftir að hafa tekið við fyrirskipun um að hún ætti að fara til Ástra- líu, í annað sinn, síðan hún fór í fríið sitt með Símon. Henni fannst hún alveg hafa réttlætt tilveru sína og unnið fyrir kaupinu sínu, síðustu vik- urnar. Ekkert hafði komið fyr- ir svipað því sem gerðist í flótta mannaferðinni forðum. Aðeins langar erfiðar ferðir, þar sem hún varð að sjá fyrir líkam- legum þörfum farþeganna, en 4. MARZ Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Betra er að gæta allra smáatriða í dag Nautið 20. apríl — 20. maí Nú er rétt að líta á inneignir í banka, ef til eru og hagræða þeim betur. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Hvernig væri að byggja að einhverjum öldruðum ættingja, sem lengi hefur beðið? Krabbinn 21. júni — 22. júlí Þú færð ágætis fréttir langt að, svo að þú getur haldið áfram með verkið. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Nú er mál að hefjast handa með tiltektír í fjármálum og á geymsluplássinu. Meyjan 23. ágúst — 22. september I Hver er auðvitað jsálfum sér næstur, en það er hægt að gera góðverk án þess að vera smásmugulegur. Vogin 23. september — 22. október Eitthvað arðvænlegt virðist blasa við, svo að ekki er rétt að draga öllu lengur að taka þátt í viðskiptunum. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Hvernig væri að láta sér fátt um finnast, þótt aðrir geri t grín á þinn kostnað. Bogmaðurinn 22. nómbember — 21. desember Þú hefur staðið þig ágætlega og því er ekki úr vegi að taka lífinu með ró, en gleðja samt fjölskylduna (enga ölvun!) Steingeitin 22. desember — 19. janúar Þér er að lánast það, sem þú hafðir áformað, svo að nú ! vantar aðeins herzlumuninn. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Þér vegnar vel áfram þennan mánuð, en reyndu samt að spara. Fiskarnir 19. febrúar — 20. mar Þú vinnur, ef þú leggur meir að þér

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.