Morgunblaðið - 04.03.1969, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1909.
27
Frá iþróttamálafundinum á Hótel Sögu.
50 þús. kr. styrkur
— til útbreiðslu á verkum S. Þórðarsonar
— ReYkjavikurborg
Framhald af bls. 26
Með þeim samningum, sem
tekizt hafa um eignaraðild að
Laugardalshöllinni hefur Reykja
víkurborg eignast 92% af hús-
inu en ÍBR á 8%. Borgarstjóri
sagði í ræðu sinni, að í raun
hefðu hlutföllin raskast, þar sem
fjárskortur fyrirtækja og hækk-
aður byggingakostnaður gerði
það að verkum, að Sýningarsam
tökin gátu ekki aflað fjár til
þess að standa undir sínum hluta
af byggingarkostnaðinum.
Geir Hallgrímsson sagði enn-
fremur á íþróttamálafundi Heim-
dallar, að tekjur Laugardalshall-
arinnar af sýningum mundu auð
vitað treysta rekstrargrundvöll
hússins og þar með skapa íþrótta
iðkunum í húsinu betri skilyrði.
Þá sagði borgarstjóri, að fram-
kvæmdir við húsið hefðu legið
niðri um alllangt skeið meðan á
þessum samningum stóð en nú
mundi hafizt handa um að íull-
gera það og yrði varið til loka-
frágangs á þessu ári 5 milljónum
króna af þeim 14% milljón, sem
kostaði að fullgera húsið.
Laugardalshöllin hefur þegar
gert mikið gagn, sagði Geir Hall
grímsson, fyrir íþróttastarfsem-
ina og atvinnuvegina og án
hennar hefðu alþjóðleg samskipti
ekki tekizt jafnvel og raun ber
vitni um. Sú staðreynd réttlætir
þá ákvörðun að taka húsið í
notkun þótt það væri ekki full-
búið .
Nánar verður skýrt frá fundi
Heimdallar um Sþrótamál síðar,
en miklar og fjörugar umræður
urðu á fundinum og fundarsalur
þéttsetinn.
Byssumenn
París 3. marz. AP.
PARfSARLÖGREGLAN leitar
nú dyrum og dyngjum að þrem-
ur mönnum, sem óku um í bif-
reið á sunnudagskvöld og skutu
af vélbyssum og skammbyssum
inn í fjögur kaffihús. Fimmtán
gestir á veitingastöðunum meidd
ust þar af sex alvarlega, og tals-
verðar skemmdir urðu á kaffi-
húsunum.
- LANDBURÐUR
Framhald af bls. 28
í dag um 20 mínútna stím frá
Heimaey. Þegar blaðamaður
Morgnnblaðsins brá sér á miðin
í gaer voru nm 25 skip eina mílu
undan Landeyjum. Margir bát-
anna Iönduðu tvisvar í gær og
sumir allt að fjórum sinnum.
Þess voru dæmi, að bátar yrðu
að henda afla, allt að hundrað
tonnum, þar sem báfarnir voru
orðnir yfirfullir og þá enn eftir
loðna í nótinni — einn bátur
sprengdi nótina.
Þrær í Eyjum eru nú fullar og
í kvöld var byrjað að aka loðnu
út í hraun til geymslu, eins og
jafnan er gert, þá landburður er
af loðnu eða síld og þrær fyllast.
Brætt hefur verið stöðugt alla
vertíðina og strax fyrir helgi
hófst útskipun á loðnumjöli og
var mjölinu skipað út volgu.
Hjá Fiskimjölsverksmiðjunní
hf. lönduðu tólf bátar í dag, sum
ir oftar en einu sinni Fiskimjöls-
verksmiðjan hefur nú alls tekið á
móti 15.500 tonnum. Hjá
Fiskimjölsverksmiðju Einars Sig
urðssonar voru þrettán bátar
búnir að lánda í kvöld, sumir oft
ar en einu sinni, og nokkrir biðu
lödunar. — Á.J.
STJÓRN Tónskáldasjóðs Ríkls-
útvarpsins hefur samþykkt, að
veita 50 þúsund króna styrk til
útbreiðslu á verkum Sigurðar
Þórðarsonar, tónskálds og fyrr-
um skrifstofustjóra Ríkisútvarps
ins.
Lagos, Nígeríu, Umuahia,
Biafra, 4. marz. AP, NTB.
SAMBANDSSTJÓRNIN í Níger-
íu bar í dag Frökkum á brýn, að
þeir hefðu sent mikið magn her-
gagna og vopna til Biafra. í yfir-
lýsingu stjórnarinnar segir, að
Frakkland hafi keypt þessar
brigðir af Búlgörum og sent
þær til Biafra. Segist stjómin
munu gera ráðstafanir til að
stöðva þessa vopnaflutninga.
f fréttum frá Umuahia í Bi-
afra segir, að sprengjuvélar Lag-
osstjómar hafi enn gert árásir á
óbreytta borgara og hafi að
minnsta kosti fímm látizt og yfir
þrjátíu særzt. Ein biaförsk heim
ild sagði, að einni sprengjunni
Kostningar
í Rúmeniu
— e/nn listi
borinn fram
Búkarest 3. marz. AP.
ÞINGKOSNINGAR fóru fram í
Rúmeníu um helgina. Kjörnir
voru 465 þingmenn og fjöldi í
bæjar- og sveitarstjórnir. Einn
listi kommúnistaflokksins, var að
venju borinn fram og hlaut að
sjálfsögðu flest greidd atkvæði.
Þegar ljóst var að kommún-
istaflokkurinn hafði „sigrað“
stigu Ceausescu, flokksleiðtogi,
og ýmsir aðrir háttsettir stjórn-
málamenn villtan þjóðdans úti
fyrir kjörstað tii að sýna fögn-
úðinn.
Slnsnðist
nlvorlegn
SJÖTUG kona slasaðist alvarlega
í árekstri á laugardag. Hún var
fhitt í Slysavarðstofuna og það-
an | Borgarsjúkrahúsið og seint
í |gær var hún enn ekki talin úr
allri hættu.
Áreksturinn varð á mótum
Stóragerðis og Heiðargerðis. —
Fólksbíi var ekið sunnan Stóra-
gerðis og hugðist ökumaður hans
beygja inn í Heiðargerði, en
vegna hálku náði hann ekki
beygjunni og rakst á annan fólks
bíl sem kom upp Heiðargerði.
Ökumaður fólksbílsins sem
fyrr er getið slapp ómeiddur, en
konan sem slasaðist var farþegi
í hinum bílnum, ökumaður hans
meiddist einnig lítillega. — Báðir
Bílaarnir skemmdust mikið.
„Vill stjórn sjóðsins með þess-
ari styrkveitingu heiðra minn-
ingu tónskáldsins og þakka stuðn
ing þess vi'ð stofnun og starfsemi
sjóðsins“, segir í fréttatilkynn-
ingu Ríkisútvarpsins um þetta
máL
hefði verið varpað í næsta ná-
grenni við sjúkrahúsið.
f gær sagði málgagn Lagos-
stjórnarinnar að Winston S.
ChurchQ'l, sonarsonur brezka
forsætisráðherrans sáluga, háfi
sent fal'skar og ósannar fréttir frá
Biafra og hann dreifi óhróðri um
Lagos stjórnina, meðal annars
með því að staðhæfa, að flug-
vélar Lagosstjórnar hefðu gert
árásir á óbreytta borgara.
Þorkell Sigurðsson.
Þorkell Sigurðs-
son, vélstjóri
lótinn
ÞORKELL Sigmðsson, fyrrum
véistjóri, l'ézt sl. laugardaig, sjö-
tíu og eins árs að a/l'dri. Þorkeil
laiuik burtfa’rarprófi frá Vélskóla
ís’lands 1921 og var vélsitjóri á
tagunum 1921 til 1933, en starfs-
maður Hitaveitu Reykjaivitour
eftir það. Þorkell var í stjórn
Fanman na- og fistoimanaiasam-
barads fslanidis frá 1953, í stjórn
Varðar frá 1954 og varameð-
dómandi í Sjódómi Reykjavífcur
frá 1953 og enduirslkoðandi Spari
sjóðs vélstjóra frá atofnun hans.
Árið 1955 kom út rit eftir Þor-
kel: Saga lian’dbelgisimáis ís-
lainds og aiuðæfd islenzka haf-
svæðisirts og einnig ritaði hanm
mikið í blöð og tímiarit, eintoum
um sjáivcu-útveigsrraál, landhelgis-
mál og stjónnmál.
Kvænrtur var Þoitoeffl Önruu
Þorbjörgu Siigurðardóttuir, sem
lifir mann simn.
Logos-stjórnin gröm Frökkum
— segir þá senda vopn til Biafra
Úskipt ánægja með
Evrópuferð Nixons
— De Caulle þáði boð um að koma til
Bandaríkjanna á nœsta ári
Washington 3. marz. AP.
RICHARD NIXON, Bandaríkja-
fonseti, boðaði til blaðamanna-
fundar í nótt (að- ísl. tíma). Þar
(gerir hann grein fyrir Evrópu-
ferð sinni og isvarar spurningum
féttamanna um utanríkismál. Þá
hefur Nixon boðað bandarísku
öryggisnefndina saman tíl fund-
ar á morgun, miðvikudag, og gef-
ur ráðinu væntanlega skýrslu nm
Evrópuferðina.
Flugvéi Nixons lenti á Andr-
ews flugvellinum aðfaranótt
mánudags og lauk þar með átta
daga Evrópuferð hans. Mikil
ánægja hefur verið Iátin í ljós
m«ð för Nixons og þá sérstak-
lega þær góðu og hlýlegu viðtök-
ur, sem hann fékk hjá de Gulle,
Frakklandsforseta.
Nixon sapði fréttamönnum við
komuna til Andrews flugrvallar,
að hann væri mjög þakklátur fyr
ir þær ágætu móttökur, sem
hann hefði hvarvetna hlotið og
hann hefði þá trú að ný tilfinn-
ing trausts og vináttu, væri að
þróast með Bandarikjamönnum
og þjóðum Evrópu.
Á laugardag ræddi Nixon
klukkus’tundum saman við de
Gaulle og er það álit stjórnmála
fréttaritara, að sambúð Banda-
ríkjanna og Frakklands muni nú
fara mjög batnandi eftir heim-
sókn forsetans. Tilkynnt var, að
Nixon hefði boðið de Gaulle að
koma í opinbera heimsókn til
Bandaríkjanna á næsta ári, og
þekktist Frakklandsforseti boðið.
Talsmaður franska utanrikisráðu
neytisrns staðfesti og að fundum
þeirra forsetanna loknum, að
- ÍÞRÓTTIR
Framhaid af bls. 26
ferðinni; mikill hraði á báða
bóga, mörk og vítaspyrna varin
af Peter Bonetti. Daivid Webb
skoraði fyrst fyrir Clhelsea eftir
Id mín. leik, en Tony Brown jafn
aði fyrir Albion stuttu síðar. Þá
varði Bonetti vítaspyrnuna frá
Jeff Astle, sem í síðari hálfleik
;koraði sigurmarkið.
Markmenn beggja höfðu nóg
að gera og undir lokin varði Os-
born í marki WBA skot frá hin-
um efnilega Peter Osgood.
Þá fór fram einn leikur úr 5.
uanferð, en það var hinn marg-
frestaði leikur milli Leicester
City og Liverpool á leikvelli
Leicester, FiBbert Street. Leikur
inn, sem endaði með jafntefli,
þótti skemmtilegur og dável leik
inn. Liverpool sótti mun meira
framan af á ,,þungum“ velli, en
yfir 19 tonn af sandi hafði verið
dreift yfir hann fýrir leiknn.
Heimamenn sóttu sig er á leik-
inn leið og voru allskæðir undir
lokin.
Úrslit i deildakeppninni sl. laugar-
dag urðn sem liér segir:
1. deild:
Burnley — Nottingham Forest 3-1
Leeds — Southampton 3-2
Sheffield Wedn. — Arsenal 0-5
Sunderland — Stoke City 4-1
West Ham — Newcastle 3-1
Wolverhampton — Ipswich 1-1
2. deild:
Aston Villa — Sheffield Utd. 3-1
Bolton — Oxford 1-1
Bristol City — Fulham 6-0
Carlisle — Bury 2-0
Crystal Palace — Cardiff 3-1
Derby — Blackburn 4-2
Hull City — Blackpool 2-2
Millwall — Charlton 3-2
Norwich — Birmingham 1-1
Portsmouth — Huddersfield 1-2
Preston — Middlesbro 1-2
Staðan í 1. deild er nú þessi:
Leeds 32 22 8 2 54:23 52
Liverpool 31 20 6 5 50:19 46
Everton 29 17 8 4 63:26 42
Arsenal 30 17 8 5 43:18 42
West Ham 29 10 13 6 52:35 33
góðs og mikils árangurs væri að
vænta í sambúð landanna. Blaða-
fulltrúi Nixons, Ziegler sagði
fréttamönnum, að meðal þeirra
mála, s«m forsetarnir hefðu rætt
væri deilur ísraels og Araba og
hefði Nixon gert de Gaulle grein
fyrir afstöðu stjórnar sinnar.
Mikii áherzla er lögð á það,
hve de Gaulle haf; lagt sig í
framkróka við að sýna Nixon
heiður og vinsemd og það er m.
a. talinn mikill sigur fyrir Nixon,
að de Gaulle féllst á að heim-
sækja Bandaríkin á næsta ári. Á
laugardagskvöld kom de Gaulle
til veizlu í bandaríska sendiráð-
inu í París, sem var haldin Nixon
til heiðurs og á sunnudag fylgdi
hann Nixon síðan til Orly flug-
vallar og kvaddi hann með virkt-
um. Stjórnmálafréttaritarar
benda á að viðmót de Gaulle við
Nixon hafí minnt á framkomu
hans við hans nána vrn og banda
mann Konrad Adenauer heitinn
kanzlara.
Á flugvellmum fluttu þeir báð
ir Nixon og de Gaulle stutt
kveðjuávörp. Nixon kvaðst
þakka franska forsetanum fyrir
vináttu og gestrisni sem hann
og fylgdarlið hans hefði notið,
og bað hann bera frönsku þjóð-
inni kveðjur sínar og þakkir. Þá
gerði Nixon það heyrum kunn-
ugt, að de Gaulle hefði þekkzt
boð sitt um' að koma í opinbera
heimsókn til Bandaríkjanna á
næsta ári og kvaðst hlakka til
að hitta hann þá aftur.
De Gaulle saigðist vera í sjö-
unda himni vegna heimsóknar
forsetans, hún hefði tekizt vel og
hann hefði þá trú að hún yrði
þjóðum beggja að gagni.
Meðan Nixon dvaldi | París
ræddi hann í 45 mínútur við Ky,
varaforseta Suður-Vietnam, og
fjölluðu þeir vitaskuld um ástand
ið í Vietnam, sókn kommúnista
og sjálfheldu þá. sem Parísar-
fundirnir virðast vera komnir í,
svo að hvorki gengur né rekur.
Að fundi loknum var Ky inntur
eftir því, hvort hann væri bjart-
sýnni eftir og sagði hann erfitt
um það að segja, en viðræður
hans og Nixons hefðu þó verið
gagnlegar.
Sömuleiðis ræddi Nixon við
Henry Cabot Lodge, aðalsamn-
ingamann Bandaríkjanna á Par-
íesarfundinum, oig síðar á fund-
inum komu eirmig þeir Rogers
utanríkisráðherra og sérlegur
ráðgjafi Nixons Kissinger.
Eftir að Nixon hafði lokið við-
ræðum sínum við de Gaulle
flaug hann aftur til Rómaborgar
og gekk þar á fund Páls páfa
sjötta í Vatikaninu. Lenti þyrla
forsetans á Péturstorginu og
er það í fyrsta skipti í sög-
unni að þyrla lendir þar.
Þeir páfi og Nixon rædduet við
í klukkustund, eða mun lengur
en hafði verið gert ráð fyrir. —
í orðsendingu, sem var gefin út
að fundi þeirra loknum sagði að
fjallað hefði verið um ýmie að-
kallandi alþjóðamál. Páll páfi
skoraði á Bandaríkjaforseta að
hafa forgöngu um aukinn stuðn-
ing Bandaríkjanna við þróunar-
löndin og lýsti þakklæti og gleði
með það sem þegar hefur verið
lagt af mörkum. Páfi kvaðst
vona, að Bandaríkjamenn gerðu
sitt ítrasta til að leysa hin ýmsu
alþjóðavandamál og hét forsetan
um eindregnum stuðningi ka-
þólsku kirkjunnar.
Allmargt manna hafði safnazt
saman þegar Nixon kom til Páfa-
garðs og ekki kom til neinna
óspekta. Flestir hylltu forsetannð
en fáeinir höfðu uppi hróp eins
og: Nixon farðu heim, þú ert
morðingi.