Morgunblaðið - 04.03.1969, Side 28

Morgunblaðið - 04.03.1969, Side 28
 or£tmþTníní» AUGLYSIHGAR SÍMI SS*4*SO ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1969 Rússar spá lélegrí síldveiði næstu árin — Finn Devold er bjartsýnn og Jakob segir Norðmenn og Rússa hafa stundað — ofveiði á smásíld við Norður-Noreg — telur hins vegar góð teikn á lofti um Suðurlandssíld RÚSSAR segja, að veiðihorf- ur í Norðuríshafi, Barentshafi og við ísland séu mjög ískyggilegar næstu árin. Eng inn sterkur árgangur hafi bætzt í síldarstofninn að und- anförnu og því megi ekki húast við að Iifni yfir veið- inni, fyrr en í fyrsta lagi 1975. Norðmaðurinn Finn Devold, segist ekki hafa trú á þessu og er ekki svo svartsýnn, sem Slys ú miðunum rússneskir vísindamenn. Jakob Jakobsson, fiskifræð- ingur sagði í viðtali við Mbl., að þessar spár Rússa kæmu alls ekki á óvart, þar sem eng inn sterkur árgangur hefur bætzt við síðan 1960 til ’61 og telur hann að gífurleg veiði Norðmanna og Rússa við Norður-Noreg og norður- strönd Rússlands á smásíld, hafi haft úrslitaáhrif á árgang ana. Hér fer á eftir frétt NTB- fréttastofunnar, sem vi'ðtal átti við rússneskan fiskifræðing: Murmansk, 2. marz. NTB. Veiðihorfur í Norðuríshafi, Barentshafi og á miðunum um- hverfis ísland eru mjög lélegar á næstu árum að sögn sovézka vísindamannsins dr. Konstantins Ljamin, en hann er varaforstjóri rannsóknardeildar sjávarlífs- og haffræðistofnunarinnar í Mur- mansk. Kemur þetta fram í við- tali dr. Ljamins við norsku frétta stofuna NTB. Segir Ljamin að sovézkir vísindamenn telji að þjóðir þær, sem stunda veiðar á þessum miðum, megi búast við minnkandi afla næstu árin. Aðal'ega eiga þessar spár sovézkra visindamanna vi'ð um síldveiðarnar vegna þess hve gengið hefur verið á stofninn á undanförnum árum. Telja vís- indamennirn-ir að það verSi ekki fyrr en um árið 1975 að síld- araflinn fari á ný vaxandi. Eitt helzta verkefni haffræði- stofnunarinnar í Murmansk er að Framhald á bls. 3 Vestmannaeyjum, 3. marz. UNG-UR Vestmannaeyingur, Inigi Einarsson, hlaut mikil höfuðmeiðsl um borð í Kap II, VE, á miðunum í dag þeg- ar dreki slóst í höfuð hans. Hélt Kap þegar til Eyja og Lóðsinn fór á móti með lækni sem svo fór um borð í Kap og fylgdist með sjúklingnum í land. Sjúkraflugvél frá Reykjavík sótti Inga til Eyja og var hann lagður inn í Landakotsspítala. í gærkvöldi var líðan Inga mjög sæmileg eftir atvikum. — Á.J Nauisynlegar lagfæringar á Þjóðminjasafnshúsinu KOSTNAÐUR við nauðsynlegar lagfæringar á Þjóðminjasafns hús inu mun nema allt að 5 millj. kr. Er húsið allt i mjög slæmu ástandi og hefur lítt verið vand- að til byggingar þess á sinum tima. Nú þarf t. d. að skipta um alla jglugga í byggingunni og setja í þá tvöfalt gler, auk þess sem mikla lagfæringu þarf að gera á hita- og Ioftræstingakerfi. Þgera hefur verið varið um 1 millj. kr. til viðgerðarinnar. Framangreindar upplýsingar komu fram í umræðum á Alþingi í gær er frumvarp um breytingu á lögum Listasafns íslands kom til 2. umræðu í neðTÍ deild. — Menntamálanefnd deildarinnar hafði fjallað um frumvarpið og Samþykkt stjórnar B.S.R.B. Ekki grundvöllur fyrir árangri af viiræðum lögfrœðingi B.S.R.B. falið að fara með málið fyrir Félagsdóm um og Farmannasambandinu. Samþykkt þá, sem fulltrúar Framhald á bls. 10 skilaði sameiginlegu og sam- hljóða nefndaráliti. Kom fram í því að nefndarmenn fóru í heim sókn í Listasafni’ð og kynntu sér húsakynni þess og aðstöðu. Birgir Kjaran mælti fyrir nefndarálitinu. Gat hann um listaverkaeign safnsins í upphafi máls síns. Sagði hann að safnið ætti nú 680 olíumálverk eftir ís- lenzka listmálara, 182 olíumál- verk eftir erlenda listamenn, 298 vatnslita- og krítarmyndir eftir íslendinga, 357 slíkar mynd ir eftir erlenda listamenn, 96 höggmyndir og skúlptúrverk eft ir innlenda listamenn og 85 eftir erlenda. Væru því í safninu um 1700 listaverk. Sagði Birgir að mörg þessara verka væru meðal ágætustu verka viðkomandi lista manna, og mjög verðmæt. Skýrði Birgir síðan frá heimsókn nefnd- armanna í safnið, og sagði að þeir hefðu komizt að raun um að húsakynni safnsins væru ónóg og einnig mjög slæm. Loftræst- ingar- og hitakerfi hússins væri stóngallað og þak þess læki. Væri „Oft vindar eik þjá ef að hún er mjög há; stórir turnar föll fá frekar en hús smá“, kvað séra Stefán Ólafsson 1 ’ í Vallanesi eitt sinn. (Ljósm. Mbl. ÓŒ. K. M.) | nauðsynlegt að koma þessum málum í betra horf hið fyrsta og hefði nefndin orðið sammála um að beina þeirri áskorun til ríkis- stjórnarinnar að leysa húsnæðis- vndræði safnsins og veita því þó aðstöðu, sem íslenzkri myndlist sæmdi. Værj hið fyrsta sem gera þyrfti að tryggja nýju safnhúsi lóð, og byggja síðan hús í áföng- um, eftir því sem efni og ástæð- Framhald á bls. 3 Eldur í Gurðabæ Reykjanesvita, 3. marz. ELDUR kom upp í íbúðarhúsinu að Garðbæ í Höfnum um þrjú- leytið í dag. Hafði húsmóðirin brugðið sér frá andartak og þegar hún kom aftur, var mikiU reykur í eldhúsinu. Slökkvilið frá Keflavík og Keflavíkurflug- velli komu á vettvang og gekk slökkvistarf greiðlega en miklar skemmdir urðu inni í húsinu; einkum í eldhúsinu. Eldsupptök eru enn ókunn. — Sigurjón, FULLTRÚAR B.S.R.B. og fjár- málaráðuneytisins mættu á stutt um fundi með sáttasemjara í gær. Á fundinum afhentu fulltrúar B.S.R.B. sáttasemjara samþykkt stjórnar B.S.R.B , þar sem segir, að fyrr en nýir samningar milli vinnuveitenda og verkalýðsfé- laga hafa tekizt telji bandalags- stjórnin engan grundvöll fyrir árangri af viðræðum milli ráðu- neytisins og B.S.R.B. Nýr fund- ur þessara aðila hefur verið boð aður klukkan 14 í dag. — Þá var í gær og boðað til funda í dag með A.S.Í., Vinnuveitend- Landburður af loðnu í Eyjum — þrœr fullar — loðnu ekið út í hraun Vetmannaeyjum, 3. marz. Á ÁTTUNDA þúsund tonn af loðnu bárust tii Vestmannaeyja frá sunnudagsmorgnj til mánu- dagskvölds og hafa þá alls um 25.500 tn. borizt til Eyja á þess- ari vertíð. Aðalveiðisvæðið var Framhald á bls. 27 Reykjavíkurborg tekur viö hlut Sýn ingarsamta kanna — / Laugardalshöllinni — Hafizt handa um lokafrágang hússíns — sagði Ceir Hallgrímsson, borgarstjóri, á íþróttamálafundi Heimdallar A fjölmennum fundi Heim- dallar FUS um íþróttamál, sem haldinn var að Hótel Sögu sl. laugardag skýrði Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri frá því, að samningar hefðu tekizt milli Reykjavík- urhorgar og Sýningarsamtaka atvinnuveganna um að horgin yfirtaki eignarhluta Sýningar samtakanna í íþrótta og sýn- ingarhöllinni í Laugardal. Borgarstjóri lagði áherzlu á, að þrátt fyrir þessa hreyt- ingu mundi Laugardalshöllin áfram verða notuð að sumar- lagi fyrir sýningar á vegum atvinnuveganna. Frambald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.