Morgunblaðið - 14.03.1969, Side 1

Morgunblaðið - 14.03.1969, Side 1
32 SIÐUR James Earl Ray, morðingi dr. Martins Luthers Kings, reynir að skýla andliti sínu með handjámuðum úlnliðum á leið til fangaklefa síns eftir að hafa verið sekur fundinn og dæmd- ur í 99 ára fangelsi fyrir morðið á dr. King. Lending Appollo tókst eins vel og allt annað Verður annari reynsluför sleppt og haldið beint til tunglsins ? Houston 13. marz NTB-AP 10 DAGA geimför Apollo 9. lauk á giftudrjúgan hátt rétt uin fimmleytið í dag er geim- farið sveif til jarðar og lenti í sjónmáli frá flugþiljuskip- inu „Guadalcanal“, sem sendi þyrlur þegar í stað á vett- vang og fluttu þær geimfar- ana um borð í skipið. Apollo 9. lenti á Atlantshafinu kl. 17:01 að ísl. tíma, og aðeins um 5 km frá „Guadalcanal.“ Lendingarstaðurinn var um 480 km. norður af Puerto Rico. Segja má að með ferðaloum Appollo 9. sé sfðustu æfingunni lokið til undirbúnings þeim sögulega áfanga, er fyirsti Banda ríkjamaðurinn stígur fæti sín- um á yfirborð tunglsins. Geimskipið sjálft virtist all sviðið eftir átökin við gufu- hvolfið. Það lenti á Atlantshaf- inu aðeins 1,5 km. frá fyrirhug- uðum lendingarpúnkti, og tók það froskmenn í þyrlum aðeins örskamma stund að komast að geimskipinu. Áhöfnin um borð í „Guadal- canal“ gat í nokkrar mínútur fylgst me'ð geimfarinu, þair sem það sveif í fallhlífum niður að sjónum. Lendingin, sem talin er hafa heppnazt að öllu leyti eins vel og mögulegt var, er sjálf táknræn fyrir alla ferð Apollo 9. Hafa nú nálega öll tæki, þar á meðal tunglferjan sjálf, verið reynd til þrautar. Sérfræðingar eru á þeirri skoðun, að þessi för hafi heppn- azt svo vel, að í sjálfu sér sé Framhald á bls. 31 Sendiráði Rússa í Peking lokað ? Tvívegis harðir bardagar við Súezskurð — í gœr — Stórskotaliði beitt, svo og eldflaugum og sprengjuvörpum Kaíró og Tel Aviv 13. marz NTB—AP f DAG kom tvívegis til harðra átaka milli ísraelsmanna og Eg- ypta við Súezskurð, og var í þetta skiptið ekki aðeins beitt stórskotaliði, heldur og eldflaug- um og sprengjuvörpum, að því er fregnir herma. Að vanda kenna aðilar hvorir öðrum um upptökin. I gær var aðeins um smáskærur að ræða við skurð- inn, en áður hefur komið til stór skotaliðsátaka, og hafa eftirlits- menn Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir, að Egyptar hafi átt frumkvæðið að undanförnu. Bardagarnir í dag og kvöld blossuðu upp tvívegis. Talsmað- ur ísraelsihers sagði að Egyptar hefðu hafið skotlhríð meðfram endilöngum skurðinum kl. 4 að ísl. tíma, en hann er 110 km langur. Talsmaður ísraelshers sagði, að fyrri átökunum hefði lokið kl. hálf sex að ísl. tíma. Hann sagði að þá hefðu eldar logað í olíu- geymum í Port Suez, egypzkur skriðdreki hefði sézt í björtu Nixon ekki til útlando í brnð Washington, 13. marz NTB TILKYNNT var í Washington í dag, að Nixon Bandaríkjaforseti hyggði ekki á aðra ferð til út- landa í bráð. Talið er að með til kynningu þessari hafi verið vís- að á bug orðrómi, sem kviknaði í gær um að fyrir dyrum stæði „toppfundur“ þeirra Nixons og Leonind Brezhnev, aðalritara hommúnistaflokks Sovétríkjanna, en fréttir um þetta bárust frá Belgrad. báli handan skiurðsins, og sum hreiður egypzku leyniskytta hefðu verið eyðilögð eða löskuð. Ekki gat talsmaðurinn þess að ísraelsmenn hefðu orðið fyrir manntjóni. Kaíróútvarpið sagði um átök þessi, að Egyptar beittu fallbyss um, eldflaugum, sprengjuvörp- um og handvopnum í átökunum. Sagði útvarpið að átökin hefðu hafizt við E1 Quantara og síðan breiðst út til Port Suez. Egypzlka útvarpið varð fyrra til að segja frá átökunum, sem sigldu aðeins fáum klukkustund- um í kjölfar tilnefningar Ahmed Ismail í stöðu formanns herráðs Egypta. Forveri hans í því em- bætti, Abdel Moneim Riad, hers höfðingi, beið bana er ísraelskt fallbyssuskot hitti byrgi hans á bakka Súezskurðar sl. sunnudag. Kaíróútvarpið sagði, að ísraels- menn hefðu átt upphafið að á- tökunum í dag. Eins og fyrr getur lauk átök- Framhald á bls. 31 TÓKÍó 13. marz — AP. Oleg Troyanovsky, sendiherra Rússa í Peking, hefur gefið í skyn, að Kínverjar hafi lokað sovézka sendiráðinu í Peking og að starfslið þess hafi sætt lík- amsmieiðinguim, að þvi er tals- maður japanska utanríkisráðu- neytisins skýrði frá í dag. Um þetta hefur ekkert venið sagt í Mos'kvu, en að sögn Troy- anovskys hefur sovétstjórnin krafizt þess að sendiráðið í Peking fái að hefja að nýju venjuleg störf og varað við því að annars muní samibúð land- anna versna. í dag skýrði kínvers'ka frétta- stofan frá því að mótmælaað- gerðirnar gegn Rússrum í Kína hefðu náð nýju hmarki og að alts hefðu 400 miilljónir Kín- verja tekið þátt í þessum mót- mælaaðgerðum síðan þær hófust. Að sögn fréttastofunnar hefur verið efnt til mótmælaaðgerða í hverjiu þorpi, bæ og borg. í Pek- ing var enn efnt til mótmæla- aðgerða við sovézka sendiráðið í dag, en þær voru óvenju frið- sam-legar að þessu sdnni. Að sögn kínversku fréttastof- unnar er mjög mikili viðbúnað- ur á landamærum Sovétríkjanna. Sagt er að þúsundir vopnaðra hermanna og borgara standi þar vörð og að þeir hafi gert landa- mærahémðin að ósigrandi járn- vegg. Kínverska sendáráðið í Moskvu hefur haldið því fram að sovézk- ir lögreglumenn komi í veg fyrir að starfsmenn þess veiti erlend- um fréttariturum og diplómötum upplýsingar um árekstrana á landamærum Kína og Sovétríkj- anna. Blað í Hong Kong hefur eftár yfirmanná á sovézku farþega- Framhald á bls. 31 BYLTINGIN ÉTUR BÖRNIN SÍN — Slanskyréttarhöldin í Tékkóslóvakíu 1952, rifjuð upp — Sjá ennfremur grein á blaðsíðu 14 A BLAÐSÍÐU 14 í Mbl- í dag birtist 1. grein eftir Josefu Slánska, eiginkonu Rudolfs Slánsky, aðstoðar- forsætisráðherra Tékkósló- vakíu, en hann var hand- tekinn árið 1951 og ákærð- ur fyrir föðurlandssvik af ýmsu tagi. Honum var gef- ið að sök að hafa stundað njósnir, hafa stutt „horg- araklíku Gyðinga“, verið hlynntur stefnu Titos og Trotskys m.m. Tíu aðrir háttsettir menn voru tekn- ir af lífi að loknum þessum frægu réttarhöldum. Þar á meðal var Clementis, fyrr- verandi utanríkisráðherra og Rudolf Margolius, að- verzlunarmálaráð- Helzta sakargiftin Rudolf Slánsky sem Margolius játaði á sig var að hafa gert fiskkaup- samning við Island og ým- is önnur vestræn ríki, með það fyrir augum að koma Tékkóslóvakíu undir áhrifamátt auðvaldsríkja. Frá þessu segir í Mbl. á sínum tíma og var með- fylgjandi mynd birt úr tékkneska blaðinu „Lidova Demokracie“, þar sem frá þessu er skýrt. Með þessum réttaiihöldum í nóvember og desemlber 1952 og hengingu ellefu fyrrver- andi forystumanna, var lokið fyrsta þætti einíhverrar harð- vítugustu valdabaráttu, sem hafði geisað tvö árin á undan. Gottwald forseti hafði þar með losað sig við alla helztu keppinauta sína og má ætla Antonin Novotny að hann hafi þótzt vera traust ari í sessi en áður. Af þe-ss- um keppinautum hans var Slánsky vitanlega honum lang hættulegastur. Þeir höfðu verið nánir samstarfs- menn í nokkur ár og staðið að ótal hryðjuverkum og hreins- unum og stóð Slánsky þar sízt Framhald á bls. 3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.