Morgunblaðið - 14.03.1969, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 19©9'
3
Lokafundur Verzlunarmálaráð-
stefnunnar veröur í næstu viku
— Fjölmargar fyrirspurnir til ráðherra og borgarstjóra
VERZLUNARMALARAÐ-
STEFNU Sjálfstæðismanna
var haldið áfram í gær í Vík-
ingasal Hótel Loftleiða en
lokafundur ráðstefnunnar
- BYLTINGIN ÉTUR
Framhald af bls. 1
að baki Gottwald í grimmd
og harðýðgi. Þó að Gottwald
kæmi Slánsky og fleir-
um fyrir kattarnef, héldu þó
handtökur og hreinsanir
áfram og meðal þeirra, sem
urðu fyrir barðinu á tor-
tryggni Gottwalds voru tveir
núverandi forystumenn í
Tékkóslóvakíu, þeir Josef
Smrkovsky, sem þá var yfir-
maður heimavarnarliðsins og
Ludvik Svoboda, forseti, sem
hafði gegnt stöðu landvarnar-
ráðherra um hríð.
Þó að handtaka Slánsky3
kæmi ekki með öllu að óvör-
um, vakti hún þó engu að síð-
ur óhemju eftirtekt. Árum
saman hafði hann verið einn
dyggasti stuðningsmaður
Stalínsstefnunnar og Moskvu-
lærður í stríðinu. Hann hafði
einnig verið aðalritari komm-
únistaflokksins og gekk því
næstur Gottwald. í september
1951 var honum vikið úr rit-
arastöðunni og þóttust menn
sjá, að ýmsar blikur væru á
lofti. Ljóst hafði verið að
mikil innbyrðis valdastreita
var milli Gottwalds og Slán-
®kys og má kannski telja það
tilviljun, að Gottwald varð
fyrri til að láta hreinsa Slari-
sky og ekki hið gagnstæða.
Baráttan milli þeirra hafði
íarið furðuihljótt utan landsins
og mun naumast hafa byrjað
að marki fyrr en eftir dauða
Masaryks, en flestir eru þeirr
ar skoðunar ,að þar hafi þeir
kumpánar staðið að baki. Allt
fram að 1950 hafði vegur
Slánskys farið vaxandi og
ruddi hann úr vegi ýmsum
stuðningsmönnum Gottwalds,
sem reyndi auðvitað að gjalda
i sömu mynt.
BARÁTTAN KEMST
1 ALGLEYMING
Haustið 1950 var orðið ljóst,
að markmiðum , tékknesku
fimm ára áætlunarinnar yrði
ekki náð, enda var efnahag-
ur landsins í rústum. Mundi
þvi ekki takast að verða við
kröfum Rússa um útflutnings
magn til Sovétríkjanna. Slán-
sky tók sér þá ferð á hendur
verður miðvikudagskvöld
19. marz n.k. og verða þá af-
greiddar ályktanir ráðstefn-
unnar.
Fundarstjóri á fundi ráðstefn
unnar í gær var Birgir Kjaran
alþm. Hófst fundurinn með há-
degisverði en sfðan skýrði Gunn
ar Árgeirsson frá störfum um-
ræðuhópa daginn áður. Þá flutti
prófessor Guðmundur Magnús-
son erindi tun áhrif EFTA-aðild-
ar á inn- og útflutningsverzlun
landsmanna og svaxaði hann
síðan fyrirspurnum fundar-
manna. Að þeim loknum var
gert nokkuð hlé- en síðan hófst
fyrirspurnartími. Ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins og borgar-
stjórinn í Reykjavík svöruðu
fyrirspurnum þátttakenda en
stjórnandi var Gísli V. Einars-
son, viðskiptafræðingur. Mikill
fjöldi fyrirspurna kom fram og
stóðu umræður og svör við fyr-
irspurnum í fulla tvo klukku-
tíma.
Svo sem fyrr segir verður
lokafundur ráðstefnunnar í
næstu viku.
til Moskvu til að ávinna sér
traust Stalíns og Beria. Þar
hét hann að gera víðtækar
hreinsanir á ótryggum flokks
mönnum og hættulegum svik-
urum og láta í öllu að vilja
Kremlbænda, ef þeir styddu
hann í því að bola Gott-
wald frá. Samtímis hafði
Gottwald samband við Kremi
og gaf þar svipuð loforð.
Hann benti á, að gefa yrði
sér svigrúm til að reisa við
efnahag landsins og sagði, að
svo illa væri nú komið sem
raun bar vitni um, vegna
þess, að Slánsky hefði ráðið
of miklu.
Eftir heimkomu Slánskys
frá Moskvu hitnaði enn í kol-
unum og hættan á borgara-
styrjöld virtist yfirvofandi í
febrúar 1961 gerðist sá fá-
heyrði atburðu", að Lavrenti
Bería, yfirmaður sovézku
Klement Gottwald
öryggislögreglunnar, kom í
skyndiiheimsókn til Prag og
má af því marka, að mikið
hefur þótt liggja við. Hjá
Bería reyndist ákvörðunar-
valdið vera og hann ákvað, að
Moskva veitti Gottwald stuðn
ing. Þar með var málið í raun
og veru útkljáð, þó að hand-
taka Slánskys drægist fram í
nóvember það ár.
SAKBORNINGAR JÁTUÐU
VIÐSTÖÐULAUST Á SIG
ALLAR SAKIR
Réttarhöldin yfir Slánsky,
Margulius, fyrrv. verzlunar-
málaráðherra, Clementis^
fyrrv. utanrikisráðherra, en
hann hafði verið handtekinn
hálfu öðru ári áður, og tólf
háttsettum öðrum hófust svo
í nóvember 1952. Voru þeir
sakaðir um hina fáheyrðustu
glæpi, svo sem minnzt er á í
upphafi. Vegna áburðar ákær
anda um samstarf þeirra við
„borgaraklíku Gyðinga“ töldu
margir réttarhöldin og dóm-
ana bera keim af Gyðingaof-
sóknum og var á þeim for-
sendum mótmælt víða um
lönd.
í réttarhöldunum játuðu
ákærðu viðstöðulaust á sig
allar sakir og tekið er fram
í fréttum frá þessum tíma, að.
þeir Clementis og Margulius
hafi verið fjálgir í að játa á
sig sem fjölskrúðugust
myrkraverk. Bréf sem var
lesið upp í réttinum vakti
óhemju andstyggð. Það var
sagt vera frá 16 ára syni eins
sakborningsins, Ludvigs
Frejka, fyrrv. formanni við-
skiptanefndar flokksins. í
bréfinu krefst drengurinn
þess, að faðir sinn verði um-
svifalaust tekinn af lífi, þar
sem svik hans og glæpir séu
meiri en svo, að hann eða
þjóðin geti nokkru sinni fyr-
irgefið þá. Þessi aðferð komm
únista til að brjóta niður leif-
arnar af viðnámsþrótti Frejka
vakti hrylling með mönnum
utan Tékkóslóvakíu, þótt hún
sé aðeins eitt dæmi af mý-
mörgum um aðferðir og hugs-
unarhátt kommúnista.
HÖFUÐSYND MARGOLIUS
VAR FISKKAUPSAMNING-
UR VIÐ ÍSLAND OG FLEIRI
AUÐVALDSRÍKI
í Morgunblaðinu þann 5.
desember er birt fréttin um
glæp Rudolfs Margolius og er
haft eftir honum orðrétt við
yfirheyrslurnar um glæpi
hans, þar sem hann vrkm ao
íslandi:
„Skemmdarverk mín voru
fyrst og fremst fólgin í því að
gera viðskiptasamninga við
auðvaldsríki og reyna með
þeim hætti að koma Tékkó-
slóvakíu undir áhrifamátt
landvinningaríkja. Þessu 'hélt
ég þó vandlega leyndu fyrir
foringjum flokksins. . . . Sem
dæmi má nefna, að ég sam-
þykkti að gera verzlunar- og
viðskiptasamninga við auð-
valdsríkin Svíþjóð, Noreg,
Belgíu, Holland og ísland.
Þessa samninga gerði ég með
það fyrir augum, að Tékkó-
slóvakía bindi öll viðskipti
sín við auðvaldsheiminn og
yrði þannig þeim undirgefin
á efnahagssviðinu“.. Svo mörg
voru þau orð og væntanlega
hefur það ekki oft gerzt, jafn-
vel ekki í kommúnistaréttar-
höldum, að em'bættismaður sé
dæmdur til lifláts fyrir að
hafa átt skipti við ísland.
VARÐ NOVOTNY TIL
FRAMDRÁTTAR
Þann 4. desember 1962 var
aftakan framkvæmd og Gott-
wald gat nú hrósað sigri um
sinn. Vert er að geta þess, að
valdabarátta þeirra Gott-
walds og Slánskys varð und-
anfari þess, að Antonin No-
votny, næsti forseti landsins,
komst til áihrifa. Meðan
hreinsanirnar stóðu sem hæst
á árunum 1951 og 1952 vakti
framganga yfirmanns komm-
únistadeildarinnar i Prag sér-
staka hrifningu. Sá maður
var Antonin Novotny og fór
nú stjarna hans óðum hækk-
■ andi, þótt Gottwald tækist að
halda völdum með ógnar-
stjórn þar til hann lézt árið
1953. Novotny notaði tækifær
ið og tryggði sér embætti
hans og síðan tók við ný ógn-
arstjórn, Novotnyskeiðið . . .
<§> KARNABÆR
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — TÝSGÖTU 1 — SÍMI 12330.
Aukin þjónustu
Opið til kl. 4 eh. d morgun
Nýjai vörur teknar upp
DÖMUDEILD
* TWEED-KAPUR I LITLUM
OG STÓRUM NÚMERUM
★ TWEED-SiÐBUXUR
SAMSTÆÐAR KAPUM
★ FERMINGARKJÓLAR
OG ULLARKJÓLAR
* STAKAR BUXUR
i MIKLU ÚRVALI.
HERRADEILD
* STAKAR TERYLENE
& ULLARBUXUR
i GEYSIFJÖLBREYTTU
ÚRVALI — NÝ SNIÐ
★ SAUMUM FÖT EFTIR
MALI, VERKSMIÐJUVERÐ
SNIÐMEISTARI
COLIN PORTER
AFSLATTUR FYRIR
FERMINGARDRENGI.
STAKSl n\/UÍ
Ndnari skýringa þörf
Framsóknartilaðið ýelur sig
svara í forystugrein í gær at-
hugasemdum Morgunblaðsins um
getu atvinnufyrirtækjanna til
þess að taka á sig launahækk-
anir. Segir blaðið að hægt sé að
spara á öðrum rekstrarliðum en
kaupgjaldsliðnum einum, og í-
trekar enn að lækka eigi vexti,
svo að fella megi niður fjöl-
marga skatta, sem lagðir hafi
verið á atvinnuvegina á undan-
förnum árum. Jafnframt telur
blaðið, að atvinnuvegina skortl
stórlega lánsfé til að koma á
ýmis konar hagræðingu. Þeirri
spurningu skal enn beint til
Framsóknarblaðsins, þar sem það
hefur ekki svarað henni á full-
nægjandi hátt, hvaða samræmi
sé í því, að lækka vexti, þ. á m.
innlánsvexti, sem í raun þýðir
minna innlánsfé í bankana og
krefjast um leið stóraukinna lán-
veitinga’ til atvinnufyrirtækj-
anna en geta viðskiptabankanna
til að lána atvinnuvegunum
byggist auðvitað fyrst og fremst
á þeim innlánum, sem bankam-
ir fá frá sparifjáreigendum. — 1
öðru lagi er Tstæða til að spyrja
Framsóknarmenn að því, hvaða
skatta þeir vilja fella niður hjá
atvinnufyrirtækjunum. Vilja þeir
t. d. fella niður launaskattinn,
sem rennur til húsnæðismála-
lána? Þetta eru spumingar, sem
Framsóknarmenn verða að svara.
Bæta þarf kjör hinna
lægstlaunuðu
Framsóknarblaðið spyr hvort
meðalfjölskylda geti lifað sæmi-
legu lífi á 12—19 þúsund króna
mánaðarlaunum. Þessari spurn-
ingu er fljótsvarað. Morgunblað-
ið hefur lýst því yfir, að það
telji nauðsynlegt að bæta hag
hinna lægst launuðu. Jafnframt
hefur Morgunblaðið bent á að
finna verði leiðir til þess að
veita hinum lægstlaunuðu kjara-
bót, án þess að sú kjarabót breið
ist út yfir allt þjóðfélagið.
Ólafur Jóhannesson, formaður
Framsóknarflokksins, hefur sett
fram kröfu um að greidd verðl
full verðlagsuppbót á öll laun í
landinu. Með þessari kröfu er
Ólafur Jóhannesson að krefjast
þess, að hálaunamenn í laun-
þegastétt fái í rauninni miklu
mciri kjarabætur heldur en lág-
launamenn. ÖHum er ljóst að
þessar kröfur Framsóknarfor-
ingjans eru fjarstæða ein og ó-
hugsandi, að þjóðfélagið geti
staðið undir þeim eins og nú er
ástatt. En það sýnir hug Fram-
sóknarmanna til hinna lægstlaun
uðu, að foringi Framsóknar-
flokksins krefst meiri kjarabóta
til handa hálaunamönnum en
fyrir lágiaunamennina.