Morgunblaðið - 14.03.1969, Síða 4

Morgunblaðið - 14.03.1969, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1969 BÍIALE1GANFALURnf car rental service © 22-0-22* RAUÐARÁRSTlG 31 magimúsar skiphoih 21 simar 21190 . eftír lokun iiml 40381 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 GUSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Laufásvegi 8. — Sími 11171. Tímataka á vegum Skíðaráðs Reykjavíkur verður í Skálafelli, laugardaginn 15. marz kl. 2.30, tímataka verður einnig á sunnudag. Heimilisstcrf í U8A Ung kona óskast til léttra heimilisstarfa og til að annast þrjú ung böm 1—8 ára. önnur hjálp á heimilinu til aðstoðar. Minnst árs ráðningar óskað. Far gjöld greidd, sextíu dollara laun. Enskukunnátta nauðsynleg. Send ið uppl. og meðmaeli ef fyrir hendi eru til afgr. Mbl. merkt: „U.S.A. 2813, fyrir mánudags- kvöld". [park) Bofmogns- hlntir BEDFORD TRADER LAND ROVER CORTINA 2EPHYR VAUXHALL GIPSY EERGUSON. Kristinn Guðnason hf. Klapparstíg 27, sími 12314 Háaleitisbraut 12, sími 84755 (bensínstöð BP}. Q Ungir menn ræða vandamálin „Sjónvarpshlustandi" skrilar: í GÆRKVELDI hlustaði ég á samtalsþátt þeirra Halldórs Blön dal og Más Péturssonar í sjón- varpinu. Oft er búið að hreyfa við því máli, þ.e. dvöl erlendra hermanna á Reykjanesskaga og úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu bæði i ræðu og riti, en þó engan veginn um of. Það er mál, sem getur varðað sjálfstæði okkar ís- lendinga og jafnvel tilveru okk- ar sem þjóðar. Ungu mennirnir, sem leiddu saman hesta sína, reyndust vera sammála um, að íslendingar ættu ekki að segja sig úr Atlantshafs- bandalaginu að óbreyttum aðstæð um. Af þeirri yfirlýsingu af hendi Más Péturssonar er ljóst, að hann er ekki 1 hópi þeirra ungu manna, sem almannarómur hefir samið um hið alkunna orðtak: .JFramsóknarmaður i sveit kommúnisti í kaupstað". Um dvöl varnarliðsins á Reykja nesskaga og við gæzlu nokkurra radarstöðva, voru ungu mennirn- ir á öndverðum meiði. Már tal- aði um „hersetu“ í því sam- bandi, sem væri algjörlega óvið- unandi á friðartímum og bæri því skilyrðíslaust að segja upp þar að lútandi samningum og láta varnarliðið fara úr landi með allan sinn herbúnað. í þessu efni hafði hann sömu afstöðu og kommúnistar hafa jafnan haft og hafa enn, auk þess sem þeir einn- ig krefjast úrsagnar okkar úr At lantshafsbandalaginu. Már sýndi dugnað í málflutn- ingi sínum. Hann hafði augljós- lega kynnt sér talsvert það mál, sem hann ræddi um, og hafði rök sín á takteinum, að svo miklu leyti, sem hann taldi heppilegt að svara. 0 „Skammbyssan í Atlantshafi“ Spurningunni um það, hvort við ættum sjálfir að stofna her. okkur til varnai, ef Bandarikja- menn yrðu látnir hverfa úr land- inu, svaraði Már neitandi. Einn- ig svaraði hann neitandi þeirri spurningu, hvort við ættum að hafa landið algjörlega vamar- laust. Báðir ungu mennirnir gerðu sér vel ljóst, að mjög mikið væri um rússnesk skip: fiskiskip, birgðaskip, svokölluð rannsóknar skip og kafbáta allt í kringum landið og auk þess væm rússn- eskar flugvélar næstum daglega á sveimi í kringum það. En Már lagði áherzlu á, að þar sem við værum í Atlantahafsbandalaginu og yrðum það væntanlega áfram um sinn, þá bæri því að veita okkur hjálp, ef á landið yrði ráð- izt, og þá væntanlega af Rúss- um, þó að það væri ekki bein- línis orðað svo, því að ekki ból- aði á því í umræðunum, að nokk- ur annar árásaraðili kæmi til greina. Eru og í fersku minni ís- lendinga þau ummæli framámanna Rússa, að fsland „væri eins og skammbyssa, sem miðað er á Stóra Bretland og Norður Am- eríku“. Verndaraðgerðirnar taldi Már, að gætu auðveldlega komið frá Skotlandi og Grænlandi, þar sem Bandaríkjamenn hefðu Bæki stöðvar og auk þess mundu þeir hafa skip á hafinu kringum ís- land. Á þessa afstöðu mátti líta, en ég saknaði þess í umræðunum að Már var ekki spurður að því, hvort hann gerði ráð fyrir að Skotar og Englendingar mundu ' þola „hersetu" Bandaríkjamanna Enskunúm í Englnndi Enskunámskeið verða á vegum Scanbrit á sumri komanda I London og Brighton. Mjög hagstætt verð. Nemendum fylgt á leiðarenda. Umsóknir þyrftu að berast sem fyrst. Upplýsingar gefur Sölvi Eysteinsson, Kvisthaga 3, Reykjavík. Sími 14029. í-íííííííí'wX-ííííj •tvXvlvX*' *X •- v,*V jííí:::::;:::*:j¥íí ?:•: ííííííííííííí:; j*"******»*»*****»!***********!»%!*!*!*!»!*!*!*!*!*!*!»!*!*!*!*!*!*!»!»%%%!«^«!* I Th« ap«ci«l cMvrgvnt tor »H waihing machina* vXvX| WSL, XXvX-XyXvX 8iV«V*%V«VWm með DIXAN, þvottaduftið fyrir allar tegundir þvottavéla; því DIXAN er lágfreyðandi og sérstaklega framleitt fyrir þvottavélina yðar. Með DIXAN fáið þér alltaf beztan árangur! í landi sínu til langframa, enda þótt þeir væru í Atlantshafsbanda laginu. Spumingu andstæðings Más í þá átt, hvort ekki mundi verða að telja sanngjarnt, að íslending ar létu sér ekki bara nægja að standa aðgerðarlausir og styðja sig við betlistaf, heldur sýndu að minnsta kosti þann vott af mann- dómi, að lána Bandarikjamönn- um, eða Atlantshafbandalaginu, nokkra hektara af einskisnýtu hrauni á útskaga, til þess að auð- velda vörn landsins, lét Már ó- svarað. • Ef . . . Ef . . . Allir þorri þjóðarinnar vonar og biður þess, að ekki verði ráð- izt á land okkar og það um leið gert að orustuvelii. En for- dæmin eru mörg, gömul og ný- leg — og hættuleg. Og ef, — ef samt sem áður sá hörmulegi at- burður gerðist, og Bandaríkja- menn hefðu verið látnir fara burt af landinu með herbúnað sinn, flugvélar og radar, hvar stæðum við þá. Það er vissulega ekki svo friðvænlegt í heiminum nú, sem andstæðingar varnarliðsins vilja vera láta. Það eru ógnvekj- andi blikur á lofti, bæði í Ev- rópu og Asíu. Þessa dagana æpa Austur-Þjóðverjar hótanir til Vest ur-Þjóðverja úr handarkrika Rússa. Fáir mánuðir síðan að Rússar hertóku Tékkóslóvakxu, fullvalda þjóð, af þeirri einu ástæðu, að sem kommúnistaríki væru þeir að gerast full frjáls- lyndir, Bandaríkin hafa varað Rússa við að fara eins að við Rúmena. Og í Júgóslavíu hefir Tí- tó lýst því yfir, að gefnu tilefni, að Júgóslafar muni verjast, ef á þá yrði ráðist. En þetta tilefni -var yfirlýsing Rússa í septem- ber s.l., að þeir teldu sig hafa rétt til þess, að gera vopnaða innrás í sérhvert kommúnistiskt ríki, þótt fullvalda væri, — og Vestur-Þýzkaland, ef þeir teldu ástæðu tiL Lögfræðilegar vanga- veltur af hendi annarra, kæmu þar ekki til greina Þá eru Rússar og eina þjóðin £ heiminum, sem, að því er vitað er, stefnir bein- línis að þvi að ná heimsyfirráð- um, og samkvæmt kenningu Len- ins, ber að gera það. Q Hvað gæti gerzt . . . Færi nú svo, sem allir sæmilegir menn vona, að ekki verði, að Rússar teldu sér nauðsynlegt, að ná valdi á „Skemmbyssunni" í NorðurAtlantshafi og þar væri engri vörn að mæta gegn her- námi, eftir að Bandaríkjamenn hefðu verið látnir fara burt af landinu, hvað mundi þá gerast? Fordæmi eru fyrir hendi. Þjóð- verjar undirbjuggu innrásina í Noreg með því, m.a., að láta fjölda skipa, málmgrýtisflutninga skipa og annara venjulegra flutn ingaskipa sigla norður með ströndum Noregs, með hermenn og herbúnað undir þiljum Fóru skipin dreift, en á tilsettum tíma spúðu þau hernámsliðinu á land. Rússar eru gáfuð þjóð og hern- aðartækni þeirra vafalaust á háu stigi. Þeir mundu því ekki láta sér yfirsjást að færa sér í nyt staðsetningu fiskveiðiflotan slns við ísland, ef þeir hyggðu á inn- rás. Til viðbótar væru svo hundr uð kafbáta og hundruð stórra flugvéla. Líkt og Þjóðverjar not- uðu Quislinga sína í Noregi, gætu Rxissar látið fimmtu herdeild sína á hnitmiðuðu augnabliki taka radar, útvarp og síma í sínar hendur, og hernumið allar strend ur landsins á fáeinum klukkutim um. Næsta skrefið yrði svo vænt- anlega að taka a.m.k. annað hvert hús í bæjum og þorpum handa hernum, í trausti þess að þá yrði síður varpað á þau atóm- sprengjum Teknar yrðu allar op inberar byggingar og sjúkrahxis rýmd Flest hullhraust og vinnu- fært fólk karlar og konur, yrði tekið í nauðungarvinnu, en las- burða fólk, börn og gamalmenni, flutt burt eitthvað austur á bóg- inn í hinum tómu skipum, kaf- bátum og flugvélum. Þetta yrði augljóslega gert til þess að spara vistir, sem fyrir væru í land- inu, en aðflutningar erfiðir, eftir að árás væri hafin og Rússa sennilega ekki úr hófi viðkvæm ir varðandi aðbúð fólksins. Bar- izt yrði í landinu, sennilega af fullri heift. Rússar mundu berj- ast til „síðasta manns“, eins og það er venjulega orðað, heldur en sleppa af „skarnmbyssunni". Er hætt við að lítið líf yrði eftir í „síðasta" íslendingnum að þeim leik ioknum. Þjóðin þurrk- uð út og landi sem eyðisker líkt og Svalbarði er nú. Þetta er sú mynd sem blasti við í huga mínum, er ég hafði hlustað á „ungu mennina" í sjón- varpinu, og spurt sjálfan mig þeirrar spurningar: Hvað getur komið fyrir og hvað er líklegt að verði, ef ísland er látið vera varnarlaust og ný heimsstyrjöld skellui yfir. 12. febrúar 1969 Sjónvarpshlustandi". HÁDEGISVERÐAR FUNDUR Laugardagur 15. marz kl. 12.30. Magnús J. Brynjólfsson kaupm. ræðir um SMASÖLUVERZLUN. HOTEL FUNDARST AÐUR WTS VERZL. OG SKRIFSTOFUFÓLK, FJÖLMENNIÐ OG TAKIÐ MEÐ YKKUR GESTI.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.