Morgunblaðið - 14.03.1969, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 14.03.1969, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1960 7 AÐ FINNA LÖGMÁL HEILBBIGÐINNAR Matstofa N.L.F.R. í Kirkjustræti heimsótt 1 Margar eru matstofur og mörg í veitingahúsin í Reykjavík, en / aðeins ein matstofa hefur á boð l stólum eingöngu hið svokallaða t náttúrulækningafæði, en það er / Matstofa NI.FR, sem er til t húsa í hinum gömlu húsakynn- i um Hótel Skjaldbreiðar við Kirkjustræti. I»ar er framreidd ur þessi kjarnamatur alla daga frá kl. 11:30—1:30 og kl 6—8 Á sunnudögum er þar á boðstól- um svonefnt hlaðborð, og svign ar þar stórt borð undan ótrú- legri fjölbreytni af grænmetis og jurtaréttum. Við borðuðum þar á dögunum þegar hlaðhorðið var, og vakti það mikla undrun okkar fyrir fjölbreytni og hve réttirnir voru gómsætir. Matráðskonan heit ir Ester Jónsdóttir og virðist kunna vel til verka. Sérstaka athygli okkar vakti flatbrauð, sem í var haft fjallagrös, mais, kartöflur, kim auk rúgsins, og var sérlega gott. Þarna var einn ig staddur Páll Sigurgeirsson, skrifstofustjóri félagsins. Þegar við höfðum borðað nægju okkar, hittum við að máli formann Náttúrulækningafélags Reykjavíkur, önnu Matthíasdótt ur, og báðum hana um að segja okkur frá þessari starfsemi. „Náttúrulækningafélag ís- lands var stofnað árið 1939, en tveim árum áður var að vísu gerð tilraun til félagsstarfsemi á Sauðárkróki. Þegar svo lands sambandið var stofnað 1949, var félagið í Reykjavík kallað Nátt úrulækningafélag Reykjavíkur (NLFR) Aðalatriðið í stefnu- skrá eru að stefna að því að lifa sem mest á jurta- ávaxta- og mjólkurfæði, forðast allar eiturnautnir, finna lögmál heil- / brigðinnar, fylgja þeim, leita út 1 til móður náttúru, stunda útivist i og böð, herða líkamann í ljósi og lofti, stefna að jákvæðu lífs- viðhorfi yfirleitt Matstofa NLFR hóf svo starf- semi sína 31 október 1966. Til- gangur þeirrar starfsemi er sú fyrst og fremst, að svara margra ára kalli og þörfum fólks, sem telur sig hafa lækningu, mátt og hollustu af neyzlu valinna fæðutegunda. Margir telja sig hafa endur- heimt lífsþrótt og heilbrigði með neyzlu þess fæðis, sem Matstof- an býður nú upp á, enda fer aðsókn að henni ört vaxandi, enda eru allir velkomnir. Verði er í hóf stillt, en auk þess geta menn keypt sér afsláttarmiða, og fá þannig 20prs, afslátt. Mat stofan notar aðeins bezta fáan- lega grænmetið á hverjum tíma, ræktað við lífrænan áburð, og gegnir garðyrkjustöð heilsuhælis félagsins í Hveragerði því mikil væga hlutverki að framleiða jarðarávexti án eiturúðunar fyr ir matstofuna. Ætlunin er, að gamlar og óhollar drykkju- og nautnavenjur eigi að víkja fyrir aukinni heilbrigði- og starfsgleði. Matstofan óskar að taka þátt í slíku brautryðjenda starfi". „Eru nú ekki margir, sem mis skilja starf ykkar og setja það í samband við fordóma og ein strengingshátt?“ „Jú, ekki er því að leyna. Ég hef orðið þess ákynja, að marg ir halda, að náttúrulækningastefn an sé eingöngu fólgin í umbót- um á mataræði, og félagsmönn um borið á brýn, að þeir hugs- uðu bara um munn og maga, en slíkt er alrangt. Ef um hugs andi fólk er að ræða, reynir það einungis að gefa líkaman- um sem heilnæmast viðurværi og bezt lífsskilyrði, til þess hann verði sem hæfastur að leysa af hendi hugsjónir and- ans. Það ber umhyggju fyrir honum, sem góðum þjóni, en hann á ekki að ráða. Dr. Jack- son, ameríski læknirinn, sem er mikill brautryðjandi í þessum efnum, segir svo: „Okkur skjátlast, er við höld um, að við séum líkamar, sem hýsum sálir. Því er öfugt farið Við erum sálir með kraft og hæfileika til þess að byggja okk ar eigin bústaði, líkamana." Leiðin upp úr feni sjúldóma og ósamræmis, verður ekki fund in fyrr en \við hættum að eitra loftið sem við öndum að okkur og jarðveginn, sem framleiðir lífsviðurværi okkar. Okkur er mikil þörf á þeim skilningi, að við séum ekki ut- an við tilgang lífsins, heldur reynum að hafa áhrif til góðs, bæði í nánasta umhverfi okkar og í allri lífsheildinni. Brautry ð j endur þessarar stefnu hafa brugðið blysum á loft, og í þeirri birtu sjáum við, hvernig rangai lífsvenjur og vanþekking hafa heft bæði ein- staklinga og heilar þjóðir. Móð ir náttúra virðist vera strangur dómari, hún hegnir fyir öll brot á lögmálum lífsins. Veik- indi eu hættumerki. Einn framá maður í félaginu hefur sagt, að það væru ekki sjúkdómar, sem við ættum í höggi við, heldur slæmar og óhollar venjur Lag- færið óheillavenjurnar og sjúk- dómarnir hverfa. sagði hann“. Þetta sagði Anna Matthíasdótt- ir, formaður NLFR að lokum. Og þá er ekki annað eftir en þakka fyrir hinn góða mat, og ég get ekki stillt mig um, að hvetja fólk til að koma á mat- stofuna í Skjaldbreið og reyna þessa hollu fæðu. Sjón og bragð og reynsla er sögunni ríkari og allir eru jafnvelkomnir. Á- nægjulegt var einnig að sjá við hlaðborðið, hve margt af ungu fólki snæddi þar, jafnvel ung hjón með ung börn sín, heilu fjölskyldurnar. Það er eitthvað heilbrigt við þetta, sem þarna fer fram. — Fr.S SAMTAL VIÐ FORMANNINN, ÁSTU MATTHÍASDÓTTUR Hér sést hið girnilega hlaðborð á matstofu NLFR að Hótel Skjaldbreið maður félagsins Anna Matthíasdóttir. Hjá borðinu stendur for- FRETTIR Kvenfélag Langholtssafnaðar Fótsnyrting fyrir aldrað fólk í Safnaðarheimilinu á þriðjudögum kl 8.30 — 11.30 f.h. Símapantanir í síma 34102 Kvenfélag Grensássóknar hefur fótaaðgerðir fyir aldrað fólk í sókninni í safnaðarheimiil Langholtssóknar á mánudögum kl. 9—12 f.h. Pantanir í síma 12924 Kvenfélag Hallgrímskirkju Fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk í LÆKNAR FJARVERANDI Karl Jónsson fjv. óákveðið. Stg. Valur Júlíusson, Domus medica, sími 11684. Þórður Möller fjv. 10—15 marz. Stg. Guðmundur B Guðmundsson safnaðarheimili Hallgrímskirkju miðvikudaga frá kl. 9—12 árdegis. Pantanir teknar í síma 12924. Kvenfélag Fríkirkjunnar i Rvík. hefur hafið fótaaðgerðir fyrir aldr sð fólk í Safnaðarheimili Langholts kirkju alla miðvikudaga frá kl. 2- I. Pantanir teknar í síma 12924. Kvenfélag Bústaðasóknar sóknar alla fimmtudaga frá kl. 8.30 II. 30 árdegis. Pantanir teknar í sím 32855 Spakmœli dagsins Það er eitt af trúaratriðum mín- um að ráða til rnín þann mann, sem tekur ekkisjálfan sig, heldur starf sitt alvarlega — M.C Cahill VÍSUKORN Þó báran sé kröpp og björgin há, sem boðunum yfir rísa, ég lofa nú Guð fyrir geislana þá sem gegnum hríðina lýsa E.B. só N/EST bezti Pétur vinnumaður var mikill munntóbaksmaður. Húsmóðir hans sagði einu sinni við hann: „Hvernig stendur á því, að þú skulir tyggja þessi ósköp af tó- baki, maður?“ „Ætti ég kannske að vera eins og svín, alltaf með matarbragðið í munninum?" svaraði hann. SPÓNSKURÐARSÖG Nýleg 3ja metra spónskurðar- sög til sölu. Uppl. í síma 19977 og 31074. 4RA HERB. IBÚÐ til leigu strax á fögrum stað í borginni. Tilb. merkt: „Suður 2861" sendist afgr. Mbl. HAFNARFJÖRÐUR 2ja herb. íbúð til leigu. Uppl. í síma 50701. LOFTUR H.F. LJÓSMYNDASTOFA Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 14772. Skrifborð Unglingaskrifborðin vinsælu kom in aftur. Framleidd úr eik og teak. Stærð 120x60 cm. G. Skúlason og Hliðberg h.f. Sími 19597. í •ioímtjngo HÁRÞURRKAN FALLEG Rl • FLJÓTARI • 700W hitaelemenL, stiglaus hitastilling 0—80°C og „turbo" loftdreifarinn veita þægilegri og fljótari þurrkun • HljóÖlót og truflar hvorki útvarp né sjónvarp • Fyrirferðarlítil í geymslu, því hjólminn mó leggja saman • MeÖ klemmu til festingar ó herbergishurð, skóphurð eða hillu • Einnig fóst borðstativ eða gólfstativ, sem leggja mó saman • Vönduð og formfögur — og þér getið valið um tvær fallegor litasamstæður, blóleita (turkis) eða gulleita (beige). • Ábyrgð og traust þjónusta. FERMIIUGARGJÖF! FYRSTA FLOKKS F R Á .... SlMI 24420 - FÖNIX SUÐURG. 10 - RVlK EIMSKIP I | Fjölskyldur — einstaklingar! | S Notið páskana til að ferðast * j j j moð GULLFOSSI á skiðavik- 1 I Á næstunni ferma skip vor j til Islands, sem hér segir: ANTVERPEN: Bakkafoss 18. marz. Reykjafoss 27. marz. Skógafoss 7. apríl.* ROTTERDAM: Laxfoss 18. marz. Bakkafoss 19. marz. Reykjafoss 29. marz. Skógafoss 9. apríl.* HAMBORG: Bakkafoss 21. marz. Reykjafoss 1. apríl. Skógafoss 12. apríl.* LONDON: Askja 24. marz. Mánafoss 2. apríl.* HULL: Laxfoss 14. marz.* Askja 26. marz. Vcssel 3. apríl.* LEITH: Askja 28. marz. GAUTABORG: Tungufoss 28. marz. KAUPMANNAHÖFN: Gullfoss 15. marz. ísborg 20. marz. Gullfoss 28. marz. Tungufoss 31. marz. Vessel um 12. apríl.* KRISTIANSAND: Tungufoss 2. apríl.* NORFOLK: Lagarfoss 29. marz.* Selfoss 3. apríl. Brúarfoss 21. apríl. NEW YORK: Lagarfoss 2. apríl.* Selfoss 10. apríl. Brúarfoss 26. apríl. GDYNIA: Fjallfoss 25. marz. HELSINGFORS: Fjallfoss 18. marz. VENTSPILS: Fjallfoss 23. marz. * Skipið losar í Reykjavik, ísafirði, Akureyri og Húsa- vík. Skip, sem ekki eru merkt j með stjörnu losa aðeins í Rvík. ALLT MEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.