Morgunblaðið - 14.03.1969, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1969
Nýjung ! Nýjung !
Fiskpylsur
Reynið hinar ljúffengu hraðfrystu fisk-
pylsur. — Fást í flestum kjörbúðum
Reykjavíkur og nágrennis.
SJÓFANG H/F. Sími 20380.
— Það er þýðingarlaust. Ég
hef ekkert við þig að tala, Blake,
tók hún fram í fyrir honum.
Röddin hálfbilaði á síðasta orð-
inu og hún lagði símann.
Hún var varla búin að því
þegar bjallan glumdi aftur. Hún
leyfði henni að hringja. Eftir
nokkrar mínútur þagnaði hún en
byrjaði svo aftur. Hún fleygði
kodda yfir símann, lokaði sig
inni í baðherberginu og hlust-
aði í staðinn á hjartsláttinn í
sjálfri sér. Eftir stundarkorn
þagnaði bjallan. Hún tók sér a;-
pirínskammt og fór í rúmið í
afleitu skapi.
En nú var hún' orðin and-
vaka og neyddi sjálfa sig til að
hugsa um kofann, um Símon og
um Suki — en kom fyrir ekki.
Um það bil klukkustund seinna
hringdi dyrabjallan. Hún hringdi
aftur og aftur og síðan var bar-
ið á hurðina. Hver sem þetta
kynni að vera — og það þóttist
55
hún vita — þá skyldi hún aldrei
fara á fætur. Lofum honum að
hringja alla nóttina. Hún hlust
aði lengi og hélt niðri í sér and-
anum, og reyndi að greina hvert
einstakt hljóð. En svo heyrði
hún allt í einu fótatakið fjar-
lægjast dyrnar.
Klukkan um þrjú, féll hún
loks í óværan svefn og dreymdi
að hún var á gangi um eyði-
mörk, en skriðdreki elti hana og
var að reyna að skjóta á hana.
Hún hljóp í krákustíg, datt nið
ur af þreytu en reif sig upp
aftur og hljóp áfram. Hún vakn-
aði klukkan sex og gekk var-
lega út að glugganum og leit út.
Magur svartur hundur labbaði
hægt yfir steinbrúna áleiðis að
röð af ruslafötum. Lokið hafði
dottið af einni þeirra og eitt-
hvað af rusli lá á jörðinni. Hún
heyrði í vörubílum utan af aðal-
veginum. Nýr dagur var að hefj
ast.
Hárlakkið
sem þolir regn og
fyrsta flokks blöndunartæki
a
baðkerið
JÚPITER — blöndunartæki
fyrir baðker með föstum stúti og
handsturtu. Handsturtuna má
tengja við veggslá og fæst þá
steypibað. Handföngin eru
hitaeinangruð með ACRYL.
STJORNU
BLONDUNARTÆKI
MAM1¥Ó
PÉTIJIISSOIV
HEILDVERZLUN - HAFNARSTRÆTI 8 - SIMI 17121
heldur hárinu
stöðugu
Í KAUPFÉLACINU
Á CAMLA VERDINU
16. kafli
Þegar hún kom út úr lestinni,
j var hún helzt að hugsa um að
j fara gangandi til kofans, en
skilja eina töskuna sína eftir á
stöðinni. Hún klifraði upp
I mjóa stíginn, sem lá upp að
i brautinni. Það var hægt að ganga
I stuttan spöl, eftir brautinni og
fara svo yfir brú, sem lá að
veginum upp að bakhlið kofans.
Þarna hafði sýnilega enginn
maður «gengið mánuðum saman,
því að stígurinn var vaxinn alls
konar lynggróðri og þistlum. En
fyrir neðan var jörðin alþakin
blómum. Smáblettir af marglitum
blómgróðri.
Allstaðar var svo grænt, að
það hálfblindaði augun. Það er
næstum komið sumar aftur, hugs
aði Lísa og það að hún hafði
varla nokkurntíma tekið eftir
vorinu í London, vakti hjá henni
einskonar söknuð.
Hún hratt upp hliðinu og tróð
sig gegn um mjóan ganginn.
Garðurinn var allur í órækt, en
þó ekki svo, að ekki mætti úr
því bæta, og þegar hún fann
lykilinn undir þröskuldinum að
forskálanum, brosti hún um leið
og hún opnaði dyrnar. Allt var
þarna óbreytt. Tómu bókahillur-
nar voru dálítið rykugar, og
þarna var dálítið húsaskúm og
allt var heldur draslaralegra en
áður, en húsgögnin voru öll
hvert á sínum stað.
Hún settist niður á langa set
bekkinn við dyrnar og setti tösk
una sína á gólfið. Hún fann mik
inn kryddkenndan blómailm í
loftirru. Bjórkrukkurnar héngu
niður úr bitunum og lágu arin
stólarnir með rykfóðrinu á voru
hálf-ræfilslegir, en það höfðu
þeir nú reyndar álltaf verið. Á
arinhillunni sátu postulínshund
arnir með fyrirlitningarbrosið sitt
á vör. Klukkan hafði stanzað
kortéri fyrir tvö. Tréfatan við
STÚLKUR
Nokkrar vanar pökkunarstúlkur vantar í frystihús úti á landi
strax. — Upplýsingar hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
eftirlitsdeild, sími 22280.
eitthvað í málinu. Reyndu að
llrúturinn, 21. marz — 19. apríl
Vinnan fer að ganga betur og greiðist úr flækjunni, og kvöldið
verður prýðilegt. Gættu eigna þinna og lausafjár í kvöld.
Nautið, 20. apríl — 20. maí
Einhver vinur veldur þér óþægindum. Það lagast af sjálfu sér,
þótt það tefji aðeins fyrir þér.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní
AHir vilja hjálpa þér. Gerðu því það, sem þig langar mest, og
kepptu að því marki, sem þér er mikilvægast.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí
Seldu í dag, ef þú ætlar að gera
líta á málin frá annarri hlið.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst
Þú skalt ekki gera áætlanir of langt fram í tímann. Það þarf að
vinza mjög margt úr áður en hafizt er handa.
Meyjan, 23. ágúst — 22. sept.
Allt virðist skýrt frá þinni hálfu. Náunginn getur orðið þér skeinu-
hættur f dag. Gerðu ráð fyrir misfellum.
Vogin, 23. sept. — 22. okt.
Þér kemur margt á óvart í dag. Þú getur þurft að hliðra tii.
Svona breytingar eru skammvinnar, en það fellur í þinn hlut að
skeyta saman.
Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv.
Gefðu öllum kost á að létta á hjarta sínu. Þú verður margs vísari.
Bogamaðurinn, 22. nóv. — 21. des.
Snúðu þér frá opinberum málum og gefðu þig meira að félags-
málum í minni mæli. Farðu ekki í ferðalag.
Steingeitin, 22. des. — 19. jan.
Fjarlægðin gerir fjöllin blá, og þannig er með fjarræn málefni;
þau eru breytingum háð í meðförum. Hugsaðu um eigin hagsmuni.
Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr.
Þér hættir til að gefa of mikið fyrir þægindin. Fjarlæg takmörk
hafa töfraljóma og virðast ómælanleg.
Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz
Hættu ekki á neitt. Hafðu augun hjá þér. Rifrildi getur orðið út
af engu, ef peningar eru annars vegar. Hugsaðu um að auka fjár-
magn þitt i framtíðinni.