Morgunblaðið - 27.03.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.03.1969, Blaðsíða 3
MORGUN'BLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 27. MARZ 106® 3 Þeir vinna dag og ndtt og sjóða loðnu fyrir LOÐNA — loðna — loðna. Það er íátt, sem meira hefur verið talað um undanfarið en loðnan; sem bátarnir hafa verið að moka upp undanfarið, fyrst við suð-vesturland og nú austur í Lónsbugt. Þessi litli fiskur, sem margir höfðu vart hug- mynd um að er til, er orðið umræðuefni manna á vinnu- stöðum og er rætt um hvernig bezt sé að matreiða loðnu, því að loðnan er tízkuré.tturinn um þessar mundir. Fiskimjölsverksmiðjurnar sjóða á hverjum sólarhring loðnu fyrir milljónir króna, henni er mokað úr bátunum upp í geymslurými verksmiðjanna og þegar hún kemur út úr verk- smiðjunum aftur er hún orðin að lýsi og fullunnu útflutn- ingsmjöli. Verksmið.iurnar bræða dag og nótt og starfsmenn- irnir hafa mikla vinnu. hægt að bræða um 500 tonn á sólarihring. ★ Oddgeir Pétursson stóð við bræðarann. Hann hefur u-nnið við fiskbræðslu í áratug. — Þetta er fagvimna, segir Oddgeir, þótt hún sé ekiki metin sem slíik. Að standa hér mundur Eiríksson. Hann setti poka undir trektina og þegar hann var orðinn fullur af loðnumjöli lakaði hann fyrir og sendi pokann niður á jarð- 'hæð, þaðan sem honum var ekið í geymslu. — Við skiptumst á að vera héx uppi og niðri á bettinu, erum einn tíma á hvorum stað, segir Guðmundur. — Ég var heppinn að kom- ast í þetta — maður fær hvergi svona góða vinnu núna. Ég hef 8 þúsuhd aðra viikuma og 10 þúsund hina. ★ Sá sem stjórnar allri vinn- unni er Óskar Guðlaugsson verkstjóri í Örfirisey og á Kletti og 'hann sér um að bræðsian gangi eins fljótt og vel fyrir sig og hægt er. Síldar- og fistkimjölsver'k- smiðjan h.f. í Reykjaivík hefur tvær verksmiðjur, aðra á Kletti en hina í Örfirisey. Frá því fyrstu loðnunni var land- að 22. febrúar hetfur verið landað 32 þúsumd tonnum til verksmiðjanna og er útflutn- ingsverðmætið áætlað hátt í 75 milljónir króna. Hvor verksmiðja bræðir að jatfnaði u.m 500 tonn á sólarhring og í fyrradag höfðu þær brætt úr 22 þúsund tonmum og úr því loðnumagni höfðu fengizt 3200 tonn af mjöli og 700 tonn af lýsi. Víð bruigðum oikkur út í Örfirisey í fyrradag. í verik- smiðjunni er unnið daig og nótt, það er unnið á tvískipt- um vöiktum og eru 14 menn á hvorri vakt. Þeir vinna 12 tíma á sólarhrimg, aðra vik- una að nóttu til og hina að degi til og þeir taka sér aldrei frí. Sumir stanfsmannanna hafa unnið í Örfirisey eða á Kletti í mörg ár, aðrir eru þarna aðeins meðan loðnuver- tíðin stendur. Vinnan er mikil og ikaupið er 8—10 þúsund krónur á viku. Það gerist óvíða betra nú, enda urðu margir til að biðja um vinnu, þegar farið 'var að bræða. * Það var verið að bræða loðnu, sem geymd 'hafði verið í öðrum tankinum vestan við verksmiðjuna. í „kjallara" tanksins sat gamalreyndur starfsmaður Sigfús Magnús- son, en 'hans startf er að skammta verksmiðjunni loðnu úr tanknum. Þegar verk- smiðjuna vantar loðnu fær hann l'jósmeriki og færibandið fer af stað og flytur loðnuna inn í sjóðarann, sem er lang- ur sívalningur. Þar er loðnan soðin við hita frá kyndistöð verksmiðjunnar, en hún eyðir að jafnaði 34 þúsund lítrum af olíy á sólarhring. Það er svolítið misjafnt hve langan tíma tekur að sjóða loðnuma og fer það eftir því hve gömu.1 hún er. Bezt er loðnan, ef hún hefur verið geymd í 3 — 4 daga — þá næst fitan bezt úr henni. Verksmiðjan getur brætt 400—450 tonn af alveg nýrri loðnu, en ef hún hetfur verið geymd í nokfcra daga er Oddgeir Pétursson: „Þetta er fagvinna." Guðni Guðmundsson og Einar Einarsson: „Maður samdauna lyktinni, hitanum 0g hávaðanum“. verður Loðnan, sem veidd var fyrr i mánuðinmn er nú orðin að mjöli, sem býður útfiwtninigs. Óskar Guðlaugsson verkstjóri og Stefán Hermannason, sem rannsakar prufur af mjölj og lýtsí eru ábyrgir fyrir þvi að þarna sé gott mjöL — Ljósm. Sv. 'Þ. í 12 tíma er nútíma þrælahald, en maður gæti ekki lifað öðruvísi. Þetta er alveg sér- staklega miikið núna, en þó ekikiert met, því að fyrir 2 — 3 árum var loðna stöðugt í 2 — 3 mánuði. Oddigeir sér einnig um pressuna, en 'þangað fer loðn- an úr sjóðaranum. Pressan skilur vökvann og mjölið að, og þaðan fer mjölið í þurrk- ara en vöikvinn í skilvindu. Þegar búið er að skilja lýsið úr vöikvanum fer vökvinn í eimara ..sem skilur frá það sem eftir kann að vera af mjöli í vöfkvanum. Hávaðinn í verksmiðjunni er slífcur að vart heyrist mannsins mlál. Og lyfctin . . . ★ Guðni Guðmundsson kynd- ari kyndir ofninn, sem þurrk- ar mjölið. — Hitinn inni í þurrkaranum verður mestur um 1400 stig segir Guðni, en tfyrir framan hann verður .hi'tinn 40—50 stig gæti ég trúað, þótt ég hafi aldrei mælt hanm. — Ég tefc orðið ekki lengur eftir hitanum, lyktinni eða hávaðanum. Maður verður samdauna þessu, enda er ég búinn að vera við þetta í tíu ár, aðallega inni á Kletti. Einar Einarsson var við eimarann, sem er rétt hjá þurrfcaranum. Það sem hann fær af mjöli úr vökvanum fer í ofninn hjá Guðna. — Ég er .búinn að vera við þetta síðan ’54, segir Einar. Ég var fastur i þessu, en hef ekki verið það nú tvö síðustu árin. Það er nóg að gera núna, en ég veit ekki hvort ég verð áfram þegar loðnu- vertíðin er búin. ★ Þegar mjölið fer úr þurrk- aranum fer það í 'kvörn sem malar það og þá er ekki annað eftir en vigta það í poka. Úr kvörninni fer mjöl- ið í sjálfvirka vigt, sem vigt- ar nákvæmlega 50 kiló og hleypir þeim niður um eins fconar trekt. Fyrir neðan hana stóð ungw piltur, Guð- Einum mikilvægum þætti verksmiðjunnar má ekki gleyma og það er rannsókn- arstofan. Þar hittum við Stefán Hermannsson. — Hér þarf í fyrsta lagi að fylgjast með rotviarnarefnun- Guðmundur Eiríksson: „Maffur fær hvergi slpona góffa vinnu núna.“ um, sem sett eru í loðnuna, ef hún þarf að geymast lengi segir Stefán. Svo þanf að fyigjast með mjölinu og lýs- inu sem unnið er. Prufur eru teknar hjá hverri vakt og vatns- og fituinnihald mjöls- in® athugað. Vaitnsinnihaldið má vera um 8%, en fitan sem minnst. Þetta eru aðeins vinnslupruíur sem hér eru tefcnar — útflutningsprufurn- ar eru teknar í rannsóknar- stofu fiskiðnaðarins. ★ Þannig hefur lifið gengið unídantfarið í fiskimjölverk- smiðjunum suð-vestanlands og nú eru verksmiðjurnar á Austtfjörðum vaknaðar til þess að taka við loðnunni af Lón^bugt. STAKSTEIItlAR Ungur vísindamaðui tekur til máls Alþýffublaffiff birti sl. sunnu- dag samtal við ungan visinda- mann, Leó Kristjánsson jarffefflis fræðing frá ísafirffi. Hann stund- aði nám við Edinborgarháskóla og fleiri háskóla á Bretlandseyj- um en vinnur nú viff raunvísinda stofnun Háskólans. A næstunnt hyggst hann halda til Nýfunda- lands og ljúka þaðan e.t.v. dokl- orsprófi eftir svo sem 2 ár. En hann segist vera staffráffinn í því aff smúa heim aftur og kemst siðan aff orffi á þessa leiff: „Ég er ekki aff flýja land vegna þess aff ég telji ekki verandi hér. Siður en svo. Náttúruvísinda- menn geta haft nóg fyrir stafni á tslandi og munu áreiðanlega hafa þaff um ófyrirsjáanlega framtíð. Hér er urmull ókann- affra vifffangsefna, — og það við- fangsefni, sem ekki koma til með aff kosta nein ósköp, en eru áríffandi engu aff síffur. Nei, ég fer utan einfaldlega til þess að sjá mig um, kynnast nýjum mönnum og málefnum, víkka sjóndeildarhringinn sem maður segir.“ Vaxandi skilningur Síffar í samtalinu kemst hinn ungi vísindamaffur aff orffi á þessa leiff: „Ég er ekki kominn til meff að samþykkja þaff, að hér sé svo sérstaklcga slæm aðstaða til vís- indaiffkana. Viff erum aff vísu töluvert á eftir nágrannaþjóffum okkar, t.d. á sviffi náttúrufræffi- rannsókna, vegna skorts á fé og mannafla. En ég held aff ástand- iff fari batnandi og skilningur al- mennings og ráffamanna á gildi hagnýtra rannsókna og svo- nefndra undirstöðurannsókna, sem hér hefur skort mjög til skamms tíma, hafi glæffst til muna á síðustu árum. Og þaff er mikill misskilningur aff standa í þeirri trú að rannsóknir og vísindastörf þurfi endilega að kosta morff fjár. Aff vísu eru mörg slík vifffangsefni fjárírek, — en alls ekki öll. Þaff er oft hægt að byggja upp mikilvægar rannsóknir stunda merk visinda- störf án þess aff þaff kosti nein ósköp. Og einmitt hér — þar sem t.d. vantar svo tilfinnanlega athugun á almennri jarff- fræffi landsins — ætti slíkt auffveldlega að vera hægt. Annars held ég að þaff sé affal- lega samvinnu- og skipulagsleysi, sem standi náttúrufiæffingastétt landsins fyrir þrifum.“ Enn segir í sarn alinu: — „Þú er ekkert hrifinn af „Surtseyjarævintýrinu", Leó? Þér finnst sem sé þaff hafi verið gert of mikiff úr bví á kostnaff annarra ekki ómerkari viðfangs- efna? — Já, vafalaust. Ég fæ t.d. ekki skiliff að þaff hafi mikla visindalega þýffingn aff fylgjast gaumgæfilega með því, hve margir fuglar hafa viffdvöl í Surtsey, effa hve mikiff fugladrit safnast þar fyrir.“ Menntaskóli á Isafirði TJndir lok samtalsins spyr blaffamaffurinn Leó Kristjánsson um skoðun hans á menntaskóla á Vestfjörffum. Svaraffi hann þeirri spurningi^ á þessa leiff: — „Mér finnst þaff alveg bara siálfsagt, segir hann og gerist ákafur. Þetta er hara kjaftæffi, sem sumir eiu aff halda fram að það fáist ekki kennarar að æðri skólum úti á landi. Það er fullt af mönnum, sem vilja miklu heldur vera úti á landi. Og að halda þvi fram, að ekki sé hægt að fylla menntaskóla á fsafirði, ia, það er álika mikil vitleysa. Og ég vil bara benda á það í eitt skipti fyrir öll aff Húsmæðra- skólinn á tsafirði er alltaf fullur nf stelpum!" * * *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.