Morgunblaðið - 27.03.1969, Blaðsíða 8
MORGrUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1969
Vilja f rjálst verð-
myndunarkerfi
Björgvin Schram endurkjörinn formaður
Félags íslenzkra sfórkaupmanna
Að'alfundur félagsins var hald-
inn í Súlnasal Hótel Sögu, laug-
ardaginn 22. marz 1969, og var
fundurinn fjölmennur.
Gestur fundarins var Geir
Hallgrímsson, borgarstjóri, sem
flutti ræ'ðu á fundinum um við-
skiptamál, og var góður rómur
gerður að ræðu hans. Svaraði
borgarstjóri síðan fyrirspurnum
sem til hans var beint.
Formaður félagsins, Björgvin
Schram, minntist látinna félags-
manna ,þeirra Arents Claessen,
Sturlaugs Jónssonar, Kristjáns
Kristjánssonar, Magnúsar Ö.
Ólafssonar og Ara Jónssonar.
Fundarstjóri var kjörinn Egill
Guttormsson, stórkaupmaður og
fundarritari Hafsteinn Sigurðs-
son, hrl., framkvæmdastjóri fé-
lagsins.
I skýrslu formanns, Björgvins
Schram um störf stjórnarinnar á
sl. starfsári vars kýrt frá hinum
fjöldamörgu málum, sem stjórn
félagsins hefir fjallað um, og bar
þar hæst verðlagsmálin.
Skýrði formaður m.a. frá því
að Hafsteinn Sigurðsson hrl.,
framkvæmdastjóri félagsins,
hefði sagt upp starfi sínu, og
mundi fara að starfa í Verzlunar-
banka íslands h.f. sem yfirmáð-
ur lögfræðideildar bankans. Við
þetta tækifæri þakkaði formaður
Hafsteini störf hans í þágu fé-
lagsins þau 13 ár, sem hann starf
aði fyrir félagið og tóku fundar-
menn undir þakkir formanns.
Hafsteinn Sigurðsson hrl.,
sagði frá starfsemi skrifstofu fé-
lagsins og þeim verkefnum, sem
unnið væri að um þessar mund-
ir.
Pétur O. Nikulásson, gjald-
keri félagsins, las upp reikn-
inga þes fyrir 1968. Þá flutti Jón
Jóhannesson skýrslu um starf-
semi Lífeyrissjóði verzlunar-
manna og Bergur G. Gíslason
skýrslu um starfsemi Islenzka
vöruskiptafélagsins s.f.
Björgvin Schram var endur-
kjörinn formaður til næstu
tveggja ára. Einar Farestveit og
Ólafur Guðnason gengu úrs tjórn
félagsins og gáfu ekki kost á
sér til endurkjörs. í stjórn félags
ins voru kjörnir í stað Einars og
Ólafs, þeir Kristján Þorvaldsson
og Jóhann ólafsson en aðrir í
stjórn félagsins eru Leifur Guð-
mundsson, Árni Gestsson, Pétur
Ó. Nikulásson og Gísli Einars-
son.
Endursko’ðendur voru kjörnir,
Tómas Pétursson og Geir G.
Jónsson, og fulltrúar félagsins í
stjórn Verzlunarráðs Islands,
Björgvin Schram og Kristján G.
Gíslason. 1 skuldaskilanefnd voru
kjörnir, Kristján Þorvaldsson,
Gunnar Eggertsson og Þórhallur
Þorláksson. í útflutnings'nefnd
eiga sæti Ólafur Ágúst Ólafsson,
Einar Farestveit og Margeir
Sigurjónsson.
Aðalfundurinn samþykkti svo-
felldar ályktanir:
VERÐLAGSMAL:
Aðalfundur F.Í.S. 1969 harmar
að ekki skuli þegar hafa verið
horfið með öllu frá því prósentu
álagningarkerfi, sem hér hefir
tíðkazit og varar við þeim geig-
vænlegu afleiðingum, sem þetta
álagningarkerfi getur haft á ís-
lenzka verzlun allri þjóðinni til
óbætanlegs tjóns um alla fram-
tíð.
Megin hlutverk íslenzkrar
verzlunar hlýtur að vera það
sama og verzlunar hjá nágranna-
þjóðum okkar þ.e. að brúa bili’ð
milli framleiðslu og neyzlu í
þjóðfélaginu. Það er almennt við-
urkennt að blómleg framleiðslu-
starfsemi meðal vestrænna þjóða
byggist fyrst og fremst á þrótt-
mikilli og framtakssamri verzlun,
sem er megnug að afla markað-
£ir fyrir framleiðsluvörur þjóð-
anna. Þar af leiðandi hlýtur það
áð vera ekki siður hagsmuna-
mál íslenzkra framleiðsluatvinnu
vega en íslenzkra neytenda og
um leið allrar þjóðarinnar, að
íslenzkri verzlun sé gert kleift
að gegna sínu mikilvæga þjóð-
félagslega hlutverki.
Aðalfundurinn skorar á ríkis-
valdið að láta þegar í stað fara
fram rannsókn á skaðsemi nú-
verandi álagningarákvæða og
framkvæmd þeirra á efnahags-
Björgvin Schram
líf þjóðarinnar. Og þar sem mjög
veigamikil rök liggja þegar
frammi fyrir skaðsemi núverandi
álagningarkerfis, sem beinlínis
hindrar að þeir framleiðsluþætt-
ir, sem í verzlun eru, fái notiö
sín, skorar fundurinn á ríkis-
valdið að koma á, hið bráðasta,
frjálsu verðmyndunarkerfi í lík-
ingu við það sem þegar hefir
sannað ágæti sitt hjá nágranna
þjóðum okkar.
EINKASÖLUR RÍKISINS:
Aðalfundur Félags iselnzkra
stórkaupmanna 1969 beinir þeim
eindregnu tilmælum til ríkis-
stjórnarinnar, um leið og fund-
urin fagnar þeirri framkvæmda-
semi hennar að hafa fellt niður
rekstur Viðtækjaverzlunar ríkis-
ins, að einkasala á tóbaksvörum,
eldspýtum, bökurnardropum, ilm
og hárvötnum verði einnig felld
nfður.
Leyfir fundurinn sér að vísa til
álitsgerða tveggja þekktra endur
skoðenda, sem óumdeilanlega
sýnir að dreifingarkostnaður
ÁTVR er miklu hærri en heild-
sölufyrirtækja almennt.
VERZLUNARBANKI
ISLANDS H.F.:
Aðalfundurinn beinir því og til
ríkisstjómarinnar og Seðlabanka
íslands, að Verzlunarbanki Is-
lands h.f. fái sem allra fyrst rétt-
indi til að verzla með erlendan
gjaldeyri, þar sem telja verður
mjög óeðlilegt að verzlunarbanki
hafi ekki slík réttindi.
Telur fundurinn að hér sé um
mjög áríðandi mál aö ræða fyrir
verzlunarstéttina, sem ríkisstjóm
in og stjórn Seðlabanka íslands
verði að taka tillit til.
LANSFJARSKORTUR í
VERZLUN OG VIÐSKIPTUM:
Aðalfundurinn sikorar á ríkis-
stjórnina að hlu'tast nú þegar til
um útvegun á lánsfé til verzlun-
aríyrirtækja. Gengisfellingar
tveggja undanfarinna ára hafa
rýrt svo fjármagn fyrirtækja að
starfsemi þeirra er mikil hætta
búin, verði eigi úr bætt.
Vill fundurinn minna á, að
verzlunarfyrirtækjum var ekki
heimilað að selja vörubirgðir
með endurkaupsverði og að verzl
unarálagningin hefur æ ofan í æ
verið skert, þannig að verzlunar
rekstur er rekinn me'ð tapi að
meira eða minna leyti.
(Frá Fél. ísl. stórkaupmanna).
FASTEIGNASALAN,
Óðinsgötu 4 - Sími 15605.
TIL SÖLU
2ja og 3ja herb. ibúðir nýjar,
fullfrágengnar í Hraunbæ.
150 ferm. iðnaðarpláss í Kópa-
vogi, ódýrt.
3ja herb. íbúð við Bergstaða-
stræti, útb. 200 þús.
3ja herb. íbúð við Langholts-
veg.
Lítið hús við Vitastíg með tveim
ur íbúðum og verzlunarplássi,
eignarlóð.
Höfum kaupendur að öllum
stærðum íbúða, góðar útborg
anir. Eignarskipti oft mögu-
leg.
FASTEIG NASALAN
Óðinsgötu 4.
Simi 15605.
TIL SÖLU
2ja herb. íbúð í háhýsi við Aust-
urbrún. Vandaðar innrétting-
ar. Laus fljótlega. Fallegt út-
sýni.
3ja herb. 85 ferm. endaibúð á
1. hæð við Háaleitisbraut. —
Ibúðin lítur sérstaklega vel út.
Allar innréttingar úr plasti og
harðviði. Ný teppi á stiga-
gangi og hluta af íbúðinni.
4ra herb. 100 ferm. risibúð við
Langholtsveg. Sérinngangur.
Útb. 300 þús.
4ra herb. sérhæð í tvíbýlishúsi
við Heiðargerði. Vönduð ibúð.
Falleg lóð.
4ra herb. 100 ferm. kjallaraibúð
við Úthlíð. Verð kr. 850 þús.,
útb. kr. 400—450 þús.
5 herb. 135 ferm. 3. hæð við
Rauðalæk, íbúðin Ktur vel út.
Sérþvottahús á hæðinni. Hag
stætt verð og útborgun.
6 herb. 147 ferm. endaíbúð á 3
hæð við Hvassaleiti. Vandað-
ar innréttingar. Sérþvottahús
í kjallara. Bílskúr. Skipti á
3ja—4ra herb. íbúð koma til
greina.
Einbýlishús —
tvíbýlishús
Húsið er við Kársnesbraut,
og er kjallari, hæð og ris og
er að nokkru leyti óinnréttað.
Útb. kr. 600—700 þús.
Iðnaðarhúsnæði
Húsið er tvær hæðir og ris,
um 70 ferm. hvor hæð. Loft-
hæð um 3 metrar. Hægt er
að aka inn á 1. hæð á þrem-
ur stöðum. Hagstætt verð og
útborgun. Góður staður.
í Breiðholti
eru 4ra herb. 98 ferm. íbúðir,
(sumar endaíbúðir) sem
verða tilb. undir tréverk vor-
ið 1970. Sumum þessum ib.
fylgir sérherb. í kjallara jg
öllum sérþvottahús á hæð-
inni. Gengið verður frá lóð
og sameign. Beðið verður eft-
ir húsnæðismálaláni.
Fasteignasala
Sigurðar Pálssnnar
byggingarmeistara og
Gunnars Jónssonar
lögmanns.
Kambsvegi 32.
Símar 34472 og 38414.
Kvöldsími sölumanns 35392.
27.
Andrés auglýsir
Verzlun okkar og verkstœði
eru flutt af Laugavegi 3
að ÁRMÚLA 5, (2. hœð)
Karlmannaföt, stakar buxur,
stakir jakkar og fleira
Saumum einnig eftir máli
M/ÐSrOÐ/AÍ
Ármúla 5
Sími 83800.
Ármúla 5.
Knattspyrnufélagii Víkingur
Aðalfundur félagsins verður haldinn í félagsheimilinu
í kvöld kl. 8.30
STJÓRNIN.
Bátaeigendur
Óska eftir að kaupa 15—30 tonna bát í góðu lagi.
Góð útborgun.
Tilboð sendist Mbl. fyrir 10. ágúst merkt: „6042".
Húsbyggjendur - húseigendur
Höfum tekið að okkur umboð fyrir tvöfalt gler frá Sam-
verk h.f Hellu. 1. flokks A-gler. 5 ára ábyrgð.
Sjáum um að taka mál, einnig um ísetningu sé þess óskað.
Höfum glerlista, undirborð og allt tilheyrandi. Leitið tilboða.
Ath.: Nú er rétti tíminn að panta fyrir sumarið fyrir þá sem
ætla að setja tvöfalt gler í eldri hús. Aðeins að hringja
í isma 51975.
TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR
Reykjavíkuivegi 68, Hafnarfirði — Sími 51975.
HVEITI
í 25 kílóa sekkjum.
Verð út á viðskiptaspjöld
kr. 324,oo.
Miklatorgi.
Vegna mikillar eftirspurnar óskum við
eftir ýmsum stærðum ibúða til sölu.
Höfum kaupendur að 4ra — 5 herb.
ibúðum. Mega vera i fjölbýlishús-
um, gjarnan í Háaleitishverfi eða
Hlíðunum. Miklar útborganir.
IBUÐA-
SALAN
SÖLUMAÐUR:
GÍSLI ÓLAFSS.
INGÓLFSSTRÆTI
GEGNT
GAMLA BÍÓI
SÍMI 12180.
HEIMASÍMI
83974.
Höfum kaupendur að 3ja herb. ibúðum
í Vestur- eða Austurborginni. Útb. kr.
500 — 700 þús.
Höfum kaupendur að jarðhæðum og
risíbúðum i Reykjavík eða nágrenni.