Morgunblaðið - 27.03.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.03.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1960 17 Störf unglinga á varðskipum — Þingsályktunartillaga Sigurðar Bjarnasonar samþykkt TILLAGA til þingsályktunar um störf unglinga á varðskipum »-ar í gær samþykkt á Alþingi bg afgreidd til ríkisstjórnarinn- ■ar. Sigurður Bjarn^son flutti til- löguna og var hún svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að gefa allt að 30 ’unglingum á aldrinum 15—17 ára tækifæri til þess að vinna Him borð í skipum landhelgis- |gæzlunnar um þriggja mánaða ■skeið á hverju sumri. Skal til- gangurinn með þessari þjónustu Vera isá að þjálfa unglingana í sjómennsku og kenna þeim ‘jafnframt þau störf, setn unnin *eru á vegum landhelgiisgæzlu og slysavarna Við strendur lands- ins. Þess skal gætt við val um- eækjenda um þessi störf, að þeir séu úr hinum ýnvsu landshlut- um. Allsherjarnefnd fjallaði um til löguna og mælti Ásgeir Péturs- son fyrir áliti hennar er irmræð- unni var fram haldið. f ræðu sinni sagði Ásgeir m. a. : Nefndin lei'taði umsagnar Landihelgisgæzlun'nar um málið og í svari hennar er máliinu vel tekið, en greint frá því, að kostn aður við framkvæmd tillögunn- ar að fullu, muni kosta nálega 1 millj. kr. árlega. Nefndar.menn líta .svo á, að unnt væri að þreifa sig áfram um framkvæmd þessa, þannig að ekki væri nauðsynlegtt að ráða 30 ungmenni til umræddra starfa frá öndverðu, heldur mætti hugsa sér að eitthvað færri yrðu ráðnir fyrst og snðan byggt á þeirri reynsl-u, sem þannig fengist. Þá kom fram í nefndinni sú •skoðun, að æskilegt væri að banna, hvort unnt væri að veita ungmennum sambærilega fyrir- greiðslu á öðrum sviðum at- vinnulífs okkar. Til dæmis að veita ungmennum færi á því, að þjálfast í störfum á fiski- og kaupskipaflota okkar, við iðju og iðnað og landbúnað. Fleiri svið athafnalífsins boma þá líka til íhugunar. Það eru gamialkunn sannindi, að reynslan er bezti skólinn. Þingsálybtunartillagan stefnir að því, að fylgja þroska- og þebkingarstarfi fræðsiuskyldun- ar eftir, með því að gefa ung- mennum færi á því að leggja hönd á plóginn, kynnast einum af höfuðatvinnuvegum okkar, sjómennskunni af eigin raun. Við störf á sjó læra þau að starfa undir stjórn hæfra manna. • Það má gera ráð fyrir því, að forsenda þess að menn læri að stjórna öðrum, sé einmitt fólg- in í því, að kunna að vinna skipulega umdir stjórn reyndra manna. Þá er og nokkur agi öll- um hollur, ekki sízt uogmenn- um, sem búa sig undir lífsstörf. Pensónulega finnst mér að að- alatriði þessa máls sé það, að veita piltum færi á aukmum þroska, án tilli’ts til þess hvaða störf þeir hyggjast leggja fyrir sig síðar. Með öðrum orðum, að hér sé ekki sérslaklega verið að æfa væmtanlegt starfsiið land- helgisgæzlunnar, þótt gera megi ráð fyrir því, að einhverjir þeirra kunni að velja sér þau störf sem framtíðarstarf. Víst er það, að hvar sem menn hasla sér völl við störf. er öllum nauðsynlegt að þekkja af eigin reynd aðalatvi'nnuveg landsmanna. Þingsólyktun um meðlugs greiðslur sumþykkt TILLAGA til þingsályktunar um endurskoðun lagaákvæða um meðlagsgreiðslur hefur verið af- greidd til ríkisstjórnarinnar sem ályktun Alþingis. Tillagan er svohljóðandi: Al- þingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að láta endurskoða gildandi lagaákvæði um meðlagsgreiðslur í því skyni að gera reglur um þær einfaldari en þær eru nú Verði stefnt að því, að endur skoðun þessari ljúki það tíman- lega að unnt verði að leggja fyr- ir næsta reglulegt Alþingi frum varp eða frumvörp til laga um þetta efni. Leitað verði samvinnu við Samband íslenzkra -sveitarfélaga um endurskoðun þessa. wm Svo sem sjá má á myndinni voru þingpallar þéttskipaðir er heilbrigðismáiin voru rædd. dreús, mannsins sem hafði kom- ið því í kring meðal 'annars að börn fengu mat að borða í skól- um landsins. Krakkarnir gátu ét ið heima hjá sér. Og víst hafði lýðræðið ekki dáið snöggum dauðdaga aðfaranótt 21. apríl eins og ýmsir frelsis- og lýðræð- isspekúlantar í öðrum löndum vildu vera láta. Þvert á móti hafði lýðræðið í Grikklandi ver- ið lengi að tærast upp. Valda- rán Pattakosar átti sér aðdrag- anda, þó það kæmi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Lög- legur forsætisráðherra landsins hafði verið sviptur embætti löngu áður, völd konungs máttu sín meir en yfirlýstur vilji þjóð- arinnar. Og löngu áður en Patta- kos kom til skjalanna hafði fólk verið fangelsað, oft margir á dag, fyrir það eitt að tala óvirðulega um konunginn og skyldmenni •hans í strætisvögnum og krám. Þessar fréttir vöktu þó enga at- hygli utan landsteina fyrr en eft- ir valdaránið. Og engum hafði þótt taka því að minnast á ým- islegt smálegt sem þætti kynd ugt í lýðræðislöndum norðan Alpafjalla: til dæmis höfðu þing- menn verið skattfrjálsir og notið margskonar hlunninda annarra, þeir gátu ferðast ókeypis um all- an heim á kostnað almennings hvenær sem þá lysti í einkaer- indum, þeir greiddu engin opin- ber gjöld eða álögur og ráðherr ar höfðu um 300 þúsund krónur í svonefnda risnu á mánuði auk venjulegra launa. Margt fleira mætti tína til og sumt ekki stórt: þingmannsfrú ein úr miðflokkn- um hældist um það við mig að hún mætti parkera bílnum sín- um framan við brunahana af þvi bíllinn var merktur þingmann inum. Lögreglan gerði honör. — Atvinnulíf landsins hafði lengi verið lamað vegna verkfalla án þess nokkrar raunhæfar endur- bætur væru gerðar, ráðamönn- um gafst lítið tóm til að sinna kröfum verkfallsmanna, þeir voru önnum kafnir að skara eld að sinni köku, vitandi að tím- inn var naumur: þá níu mánuði sem við höfðum dvalið í land- inu var ný ríkisstjórn sett á lagg- irnar einum fjórum sinnum. Það var því engan veginn fyrirmynd Konur fjölmenntu ú þingpullu ER fyrirspurn Magnúsar Kjart- anssonar um stækkun Fæðingar- deildar Landsspitalans kom á dagskrá á Alþingi i gær, voru áheyrendapallar þingsins þétt- setnir konum. Mun langt siðan að svo margir áheyrendur hafa verið á þingpöllunum. Greinilegt var, að ræður þeirra þingmanna sem þátt tóku í um- ræðunum mótuðust mjög af nær- vist kvennanna og var sérstak- lega áberandi hvað þeir Einar Ágústsson og Hannibal Valdi- marsson ,,héldu sig til“ fyrir konunum. Er ræðumenn höfðu lokið máli sínu klöppuðu konurnar og varð forseti Sameinaðs Alþingis að grípa til bjöllunnar, en það mun brot á þingsköpum að hafa háv- aða í frammi á þingpöllum. Urðu konurnar samstundis við tilmælum forseta og hættu lófa- takinu. - RÆÐA JÖKULS Framhald af bls. 5 bítlahár var bannað og sundur- gerð í klæðaburði. Um nóttina höfðu 5000 manns verið handteknir á heimilum sín um, þar á meðal sjálfur forsæt- isráðherra landsins og að sjálf- sögðu feðgarnir Papandreú, kon- ungur ríkisins múlbundinn. Her foringjarnir réðu lögum og lof- um. Næstu daga rikti óvissa, ótti og uppgjöf, ýmiskonar orðrómur var á kreiki, enginn gat svarað þeirri spurningu sem brann á vörum fólksins: mundi nú brjót- ast út blóðug borgarastyrjöld? Hvar var andspyrnuhreyfingin? En bylting herforingjana hafði gengið snurðulaust og verið skipulögð og framkvæmd af fá- dæma nákvæmni: andspyrnan var flutt í fangelsi út í eyðiey þar sem húsaskjól var lítið fyrir sólarhitanum og lítið sem ekkert vatn að fá. Næstu dagar voru því furðu viðburðasnauðir. Skipulögð and- staða var engin þó nógu margir yrðu til þess að láta í ljós andúð sína, jafnvel götulögreglan var nú vopnuð og menn umsvifalaust fangelsaðir ef þeir voru staðnir að óvirðulegu tali um hina nýju einræðisstjórn. Brátt fór daglegt líf að færast í eðlilegt horf á ytra borðinu. Þó fór því fjarri að borgarbúar fengju sannar fregnir af því sem gerst hafði: innlend blöð voru ritskoðuð eða bönnuð, útlend blöð klippt og skorin loks þegar sala þeirra var leyfð, póstur lesinn og hlustað á öll símtöl við útlönd. Og þá var ekki leyft að tala nema fjórar höfuðtungur, það var heldur hart að kingja því að mega ekki tala íslenzku loks þegar frétta- stofnanir og vinir í Reykjavík náðu til okkar. Almenningur hafði hægt um sig enda örðugt um vik að rök- ræða við skriðdreka og hríðskota byssur. Af sumum virtist bókstaf lega létt þungu fargi, nú yrði þó altént friður fyrir pólitíkusum og þjóðmálaskúmum í náinni framtíð og ágætt að losna við kosningabaráttuna sem var á næsta leiti. Enda sýnt um úr- slit þeirra kosninga, miðflokkur- inn átti í vændum glæstan sigur undir forystu Georgs Papan- Allt á sama staií BIFREIÐASALA EGILS Notaðar bifreiðar til sölu. Singer Vogue 65. Skipti æskileg á nýlegum Land- rover eða Gipsy. Singer Vouge 63. Ford Mustang árg. 68. Sér- lega glæsilegur. Willy's jeppi 63, 64, 66. Willy's Tuxedo 67. Skipti æskileg á nýlegum fólksbíl. Hillman IMP árg. 66. Toyota Crown, 6 manna 66 og 67. Moskwitch 65, 67. Moskwitch 68, skipti óskast á nýlegum Hillman eða Singer. Chevrolet Impala, árg. 60. Skipti óskast á góðum amerískum bíl. Trabant 66. Skipti koma til greina. Volkswagen rúgbrauð 66. Hillman Super Minx station, árg. 67. Ford Zephyr 4, 65. Tökum notaðar bifreiðar í umboðssölu. Úti- og inni sýningarsvæði. Látið bílinn standa hjá okk- ur meðan þér eruð í vinn- unni. Verður seldur þegar þér komið til baka. [gill Vilhjálmsson hf. Laugav. 116. Simi 22240. arlýðræði sem leið undir lok þessa dimmu nótt í apríl 1967. í dag er þjóðhátíðardagur Grikkja og brátt eru tvö ár lið- in frá va'Idaráninu. Herforingja- klíkan situr enn að völdum og lætur engan bilbug á sér finna. í fangðlsunum á Jaros og Leros hírist fólk enn og veit enginn hvenær eða hvernig þeirri vist lýkur. í kvennafangelsinu á eynni Krít eru geymdar 137 ko,n- ur, flestar án dóms og laga, sum- ar þeirra. helsjúkar og hafa ekki annað til saka unnið en bjarga lífi bræðra sinna og eiginmanna á flótta undan líflátsdómi her- foringjaklíkunnar. Þær lýsa kjör um sínum í bréfum sem smygl- að hefur verið út úr fangelsinu. Við megnum ekki að snúa lykl- inum í hinum þungu fangelsis- dyrum á eyjunum Jaros, Leros og Krít, þó við komum hér sam- an í Oddfellowhúsinu í Reykja- vík, hlustum á gríska tónlist og rifjum upp kynni okkar af grískri þjóð eina kvöldstund. Við ætlum okkur ekki þá dul að rödd okkar nái alla leið suður til Grikklands og því síður að nú- verandi valdamenn þar leggi við hlustir. En það er skemmra upp á Laufásveg. — Þegar unnið er að því leynt og ljóst að skipta heiminum öllum í tvö hernaðar- leg pólitísk áhrifasvæði, þá ligg- ur í augum uppi að herforingja- klíku í fátæku landi suður við Miðjarðarhaf helzt ekki uppi að fjötra heila þjóð án stuðnings voldugri aðila. Guðir Grikklands búa ekki lengur á Olympstindi, þeir eru staðsettir í Pentagon og ráða nútímalegri vopnum en þrumum og eldingum. Þó manns- lífum verði tortímt með byssu- kúlum og eldvörpum, þá er ekki hægt að skjóta frelsisþrá né ættjarðarást. í þeirri trú óskum við Grikkjum til hamingju með daginn. BlLAKAUR^ Vel með farnir bílar til sölu] og sýnis f bilageymslu okkar að Laugavegi 105. Tækifæri til að gera góð bílakaup.. — Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. Arg. 66 Saab 185 þús. 64 Willy's 145 þús. 68 Landrover 245 þús. 65 Taunus 17 M 180 þús. 67 Fiat 600 T 100 þús. 65 Renault R 4 65 þús. 63 Skoda Octavia 50 þús. 63 Volkswagen 1500 120 þ. | 63 Taunus L 7 M stat. 115 þ. 63 Comet 125 þús. 68 Fiat 125, 280 þús. 63 Taunus transit 60 þús. 62 Rambler American 95 þ 60 Benz 220 S 160 þús. 63 Benz 220 S 250 þús. 67 Cortina 200 þús. 64 DKW 65 þús. 60 Corvair 65 þús. 66 Bronco 245 þús. 66 Bronco 265 þús. 59 Rússajeppi 115 þús. 63 Rambler Class 130 þús. 67 Chevy II 300 þús. 67 Volksw. 1500 vél 180 þ. | 67 Volkswagen 150 þús. 68 Volkswagen 205 þús. 66 Fiat 1100 station 130 þ. Ódýrir bílar, góð greiðslukjör | 60 Volkswagen rúgbr. 45 þ 57 Buick sjálfsk. 38 þús. 46 Willy's 40 þús. Willy's 65 þús. 59 Simca 40 þús. Höfum kaupendur að nýleg- ] um Volkswagen, Cortina, Saab og jeppabifreiðum. Ennfremur að vel með förn- um Broncobifreiðum. Tökum góða bíla ! umboðssölul Höfum rúmgott sýningarsvæðí innanhúss. W&rrm UMBOÐIÐ SVEINN EGILSS0N H.F. LAUGAVEG 105 SIMI 22466

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.