Morgunblaðið - 27.03.1969, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.03.1969, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1009 Ragnar Þ. Guðmunds- son skipstjóri-Minning í DAG fimmtudaginn 27. marz verður útför Ragnars Þ. Guð- mundssonar skipstjóra gerð frá Fossvogskapellu. Hann lézt að Landakotsspítala Jjann 19. þessa mánaðar eftir stutta legu, en langvarandi liei'lsuleysi. Ragnar var fæddur 7. 12. 1908 á ísafirði. Ungur að árum eða fyrir innan fermingu missti Ihann föður sinn og ólst siðan upp hjá vandalausuim. Það _var með Ragnar eins og marga Vestfirðinga að hugur Ihans beindist að sjónum. Það var um satján ára aldurinn að hann fór á togara með hinum alþeikkta afla og dugnaðar- manni Aðalsteini PáLssyni skip- stjóra, það var góður en harður skóli, það get ég sem þessar lín- ur skrifa vottað, en ég var búinn að vera í sarna skólanum áður en Ragnar kom þar, en það fór tfyrir honum eins og svo mörg- um sem með Aðalsteini voru að Jjeir ílengdust með horuim árum saman. Ragnar setti markið hærra en að vera á dekkinu þótt undir- búningsmenntun vaeri af skorn- um skammti og fór hann á Stýrimannaskólann og lauk það- an fiskimannaprófi 1940. Lá þá leiðin óslitið til sjós fyrst sem háseti, síðan bátsmaður og stýri- maður um margra ára skeið og alltaf með sama manninum Aðal- steini, og fyrir þá sem til þekktu, er þetta nægilegt vottorð um þann dugnað og hörku sem í Ragnari bjó. Það fór enginn sof- andi í ggen um þau próf í þá •daiga. Árin liðu og gerðist nú Ragnar skipstjóri lengi á m/b Hvítá ein- um af hinum svokölluðu Sví- þjóðarbátum. Á honum stundaði hann allan venjulegan veiðiskap | ?Faðir okkar og tengdafaðir Guðlaugur Jónsson Reykjahlíð 14, ^andaðist 26. þ.m. Fyrir hönd jaðstandenda. Jóna Guðlaugsdóttir, Jón Stefánsson. t Frænka mín Fanney Tómasdóttir, og farnaðist honum það vel. Kom þar fram hans dugnaður, kjarkur og sjómennska, Seinni eignaðist hann m/b Freyju, sem hann var kenndur við og. stýrði sjálfur meðan heilsa entist, en síðar Guðmund- ur sonur hans. Varð þá Ragnar að ganiga undir uppskurð og þótti það kraftaverki næst að hann skyldi komast lifanidi frá því, en upp frá því gekk hann eikki heill til skógar. Hann hefur síðustu árin starf- að sem vigtarmaður hjá Reykja- víkurhötfn, þar höfum við verið samstarfsmenn og hefi ég oft undrast hans mikla kjark og viljaiþreik, sem hann sýndi oft á lön.gum yinnudegi, og aldrei eitt æðruorð. Ég kynntist Ragnari vel, og það að góðu einu, hann var hjálplegur þar sem hann sá að skórinn kreppti, hvort eð var með ráðum eða dáð. Hann vissi ■góð skil á mörgu, því hann var óvenjugóðum gáfum gæddur. Einn eiginleika held ég hann hafi haft í ríkum mæli og það var hve barngóður hann var, það sá ég oft og heyrði hvort sem hann var að tala við sín eigin börn eða vandalaus, enda held ég að bömin hans hafi komið með sín vandamál til hans, og hann var hinn glaðasti, ef hon- t Útför eiginkonu minnar, Kristjönu Júlíu Örnólfsdóttur Grettisgötu 6, fer fram frá Fössvogskirkju fimmtudaginn 27. marz kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna. Þorlákur Jónsson. isem andaðist á Elliheimilinu Grund 20. þ.m. verður jarð- sett frá Fossvogskirkju föstu- |daginn 28. þ.m. kl. 3 e.h. Gunnar Aðalsteinsson. t Útför l Guðrúnar Magnúsdóttur tfrá Görðum, Ljósvallagötu 24, sem andaðist í Landspítalan- um 23. þ.m. verður gerð frá Dómkirkjunni laugardaginn §29. marz kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda. Gunnar J. Möller, Baldur Möller, Ingólfur Möller, Þórður MöUer. t Útför móður okkar Kristjönu Þóreyjar Jónsdóttur Mávahlíð 26, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. marz kl. 13.30. Sigrún Magnúsdóttir, Magnea Dóra Magnúsdóttir, Krístinn Magnússon. t Faðir minn Helgi Finnbogason Tangagötu 24, tsafirði, verður jarðsunginn föstudag- inn 28. marz frá ísafjarðar- kirkju. Húskveðja verður að heimili hans kl. 2. Fyrir hönd vandamanna. Sigríður Helgadóttir. um tókst að greiða úr vanda þeirra. Sterkan grun hefi ég um að ungi stjúpsonurinn sakni vinar í stað nú þegar pabbi hana er horfinn, því honum vildi Ra/gnar allt til góðs gera, éins og raunar öllum þar sem hann tók því. Ég þori nú ekki annað en hætta að hæla Ragnari, ef hann á að liggja kyrr, því ég held að hann hafi verið þvi mótfallin'n að vera hælt. Við samstarfs- mennirnir kveðjum hann og þökkum honum góða samveru. Ragnar var þríkvæntur, það slitnaði upp úr báðum fyrri hjónaböndum hans, en með fyrri konunni átti hann fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur, sem nú eru öll gift, þrjú hér í borg og einn son búsettan á Akur- eyri. Með annarri konu sinni eignaðist hann einn son. Árið 1959 giftist Ragnar eftir- lifandi konu sinni Jóhönnu Sig- urjónsdóttur frá Dýrafirði. Hún átti einn son Jens ,sem þau Ragnar hafa alið upp. Jóhanna hefur reynzt Ragnari hinn bezti félagi á hans erfiðustu tímium og þar til yfir laiuk. Og nú þegar Ragnar hefur runnið sitt aefiskeið á enda, er hann kvaddur atf ölium ástvin- um sínum í þeirri von og trú að Guð taki hann til sinnar friðar- haínar. Nikulás Kr. Jónsson. Ungir erlendir gestir ÞAÐ hefur lengi tíðkazf, að hebnili víða um lönd hafa tekið á móti erlendum unglingum til nokkurra vikna dvalar gegn greiðslu. Þar sem margar fyrir- spurnir hafa borizt víðs vegar að úr Evrópu um möguleika á slíkri samvinnu um æskulýðs- og alþjóðamál hér á íslandi, verður nú kannað hvort ein- hverjir hafj áhuga á að taka á móti erlendum unglingum á heimili sín. Ferðaskrifstofan SUNNA veit ir fyrirgreiðslu og upplýsingar til að byrja með á fimmtudögum milli kl. 1—3 síðdegis. Flestir munu unglingarnir koma rfá Bretlandi, en eisnnig frá megin- landi Evrópu. Dvalartíminn er frá einni viku til tveggja mán- aða, og aldur unglinganna er frá 17 til 25 ára. Nauðsynleg-t er, að einhver enskukunnátta sé á heimilunum og fyrirgreiðslan er húsnæði og fæði. Greiðslam er 10 pund á viku. Einar Gudmundsson skipstjóri Fæddur 29. marz 1941. Dáinn 7. marz 1969. Kveðja frá afa. Maður gerir sér ei ávallt Ijóst að áður en dagur rennur hefur óveður skollið yfir og svift í burtu ástvinum manns í blóma lífsins. Mér varð það í huga þegar ég heyrði þau sorgartíð- indi að m.b. Fagranes hafi farist með 3 mönnum á og að dóttur- sonur minn hafi verið skipstjóri á því, maður veit það að sjórínn er gjöfull, enn hann heimtar sínar fórnir, maður verður að sætta sig við það því það er Guðs vilji og lögmál lífsins að fæðast og deyja. Einar Guðmundsson skipstjóri, hann var fæddur 29. marz 1941, hann lætur eftir sig aldraða móð- ur, konu og 2 ung böm. Það er sár harmur kveðinn að þeim að sjá á bak elskúðum syni og eigin manni og föður í blóma lífsins, sem á alla lífstíð fyrir höndum og er að byrja sína lífsbaráttu til að sjá sér og sinni fjölskyldu farborða, hann ætlaði að helga hafinu sína krafta eins og svo margur góður drengur hefur gjört og fórnað lífi sínu fyrir land sitt og þjóð, en Guð rétti sína líknahönd út og segir, þitt ævistarf er út runnið hér í heimi nú kemur þú tii mín góði dreng- ur og englar Guðs báru hann á örmum sínum til himna. minning Það er þungur harmur kveð- inn fyrir möður og eiginkonu að sjá á bak þessum glaðværa og myndarlega dreng í blóma lífs- ins, en það er huggun í sorg þeirra að þær geyma glaðar og fagrar minningar um hann í hjarta sínu. Ég votta þeim mína dýpstu hluttekningu og bið Guð að styrkja þær í sorg sinni og mót- læti. Guð blessi minningu þína elsku frændi minn. Sigurður Ishólm. Þiggðu nú óð minn, afadrengur kær. Öldumar falla, hátt sem risu í gær. Tómlegt er allt, því sor.gin lamar sár sviðanum valda innifrosin tár. Þú varst svo ungur, braut þín sýndist bein bjart var þitt svipmót, skapgerð þín svo hrein. Herskár er Ægir, engum veitir grið örlagasei’ður felst í bárunið. Störfin þin biðu, björt var ævileið. Brostu þér vonir, fjarri sorg og neyð. Sóttir þú fast, og djarft á Drafnar-slóð dugmikill færðir bjargir landi og þjóð. Harmurinn nístir, hjörtun örar slá hjörtun þau öll, sem voðasorgir þjá. Enn dreifast skýin, aftur sólin skín allt fer í horfið forna er myrkrið dvín. Hví skyldi mögla, drottinn dýrðarhár dvel þú hjá oss, og þerra vina tár. Send þína geisla, að mýkja meinin hörð mein þeirra er störfum áfram halda á jörð. FÉLAGSLÍF Armenningar! Skíðafólk, dvalarkort fyrir páskahelgina verða seld i Ant- ikabólstrun, Laugavegi 62, fimmtudag- og föstudagskvöld kl. 8—10. Uppl. í síma 10825. t Hugheilar þakkir færum við öllum nær og fjær fyrir auð- sýnda samú'ð og hlýhug við fráfall sonar okkar, bróður og fósturbróður Kjartans Sölva Ágústssonar, Ljósheimum 10. Foreldrar, systkin og fósturbróðir. Líður að kvöldi, kem ég senn til þín kýs þá að afadrengur bfði mín. Ljúft verður þá, í ljóssins vist með þér lægt hefur sjó, og engin hættusker. Sigurður ís-hólm. Kveðja frá eiginkonu og börnum. Þið sjáist ei framar, syngur hafsins bára er særoikið freyðir brimþvegnri að strönd af harmi í hjarta hrjóta perlur tára hugurinn órór flýr í muna lönd. Þar finnum við, vinur alla ástúð þína æskumannsins djörfu traustu hönd, sem með dáð og drengskap vildir sýna okkur, drauma fegurst hamingjunnar lönd. / En Drottinn, sem ræður bæði á láði og legi leið þinni héðan hefir bent til síp við biðjum að hann um alla eilífð megi með ylgeislum kærleikans launa störfin þín. Hann fleyið þitt færi að fríðum sólarströndum fylgi þér sjálfur, Ijósvakans um höf þú frjáls megir sofa, frelsarans í höndum friður hans signi þína votu gröf. Sigurunn Konráðsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns mnís, föður okkar, tengdaföður og afa Lofts Georgs Jónssonar. Laufey Einarsdóttir, börn, tengdabörn og barnahörn. Hjartanlegustu þakkir votta ég vinum mínum og vanda- fólki fyrir ógleymanlega gleði er það veitti mér með heim- sóknum og gjöfum á 80 ára af- mæli mínu 22. marz 1969. En sérstakiega þakka ég vinkonu minni Sigríði Bjömsdóttur veitingakonu við Gullfoss rausnarlegar og ástúðlegar móttökur á mér og gestum mínum á heimili sinu nefndan dag. Guð blessi ykkur öll. María Guðmundsdóttir frá Bjarnastöðum. SAMKOMUR K.F.U.M. — A.D. Aðalfundur félagsins verður I húsi þess við Amtmannsstíg í kvöld kl. 8,30. Venjuleg aðal- fundarstörf. — Stjórnin. Heimatrúboðið. Aknenn samkoma í kvöld kl. 20,30. — Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.