Morgunblaðið - 27.03.1969, Side 12

Morgunblaðið - 27.03.1969, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 190» - ALÞINGI Framhald af bls. 28 skipulag bygginga á Landsspít- alalóðinni og í hvaða tímaröð þær skyldu reistar. Hefur síðan verið unnið stöðugt að þeim mál- um og hefur komið í ljós að núverandi lóð Landssptíalans er of lítil til þess að hægt sé að koma þar fyrir nauðsynlegum byggingum. Hefur sú hugmynd komið fram, að flytja núverandi Hringbraut um 50 metrum sunn ar og mundu þá skapast mögu- leikar tii stórbygginga fyrir ýms ar stofnanir Landsspítalans og læknadeildar sunnan nýrrar Hringbrautar, og svigrúm auk- ast á núverandi lóð. Ráðherra sagði að þótt skipu- lag lóðarinnar hefði þokað veru- Iega áfram stæðu málin samt svo í dag, að ekki væri unnt að byrja á nýrri byggingu á því svæði, sem skipulagið nær yfir fyrr e n Ióðamáiin væru end- anlega ákveðin. Hér á eftir fer svar ráðherra við fyrirspurn Magnúsar Kjart- anssonar, en hún var svohljóð- andi: Hvenær má vænta þess, að hafizt verði handa um að stækka Fæðingardeild Lands- spítalans og koma þar upp sér- stakri kvensjúkdómadeild með aðstöðu til nútíma geislalækn- inga? ÆSKILEGT SJÚKRARÝMI FYRIR KVENSJÚKDÓMA Allbreytilegt er, hve mörg sjúkrarúm fyrir kvensjúkdóma eru talin nauðsynleg,- en í Sví- þjóð, þar sem kröfur eru hvað mestar, er áætluð þörf 30 til 40 rúm á hverja 100 þús. íbúa. Mið- að við þær tölur ættu hér á landi að vera 60—80 sjúkrarúm fyrir kvensjúkdóma (gynaecol- ogy)). Fyrir höfuðborgarsvæð- ið sjálft þyrfti um 30—40 rúm, og þar sem vissar aðgerðir á sviði kvensjúkdóma ver'ða ekki gerðar nema í sambandi við sér- deildir fyrir kvensjúkdóma, þarf að áætla a.m.k. helming af þeim 30—40 rúmum, sem þá vantar, sem viðbót við sjúkrarúmin fyr- ir höfuðborgarsvæðið. Yrðu rúm þá alls um 45—60 í kven- sjúkdómadeildum á höfuðborg- arsvæðinu. AÐSTAÐAN I DAG 1 fæðingardeild Landsspítal- ans eru 53 rúm. Þar af eru 27 áætluð fæðandi konum, en 26 konum með sjúkdóma, bæ'ði sjúk dóma, sem stafa frá þungun og kvensjúkdómum. Þau rúm skipt- ast yfirleitt þannig, að 10 rúm eru fyrir sjúkdqma um með- göngutímann, en 16 fyrir kven- sjúkdóma. Hús fæðingardeildarinnar var tekið í notkun á áriruu 1049. Er það því tuttugu ára um þessar mundir. Var bygging þessi kost- uð af ríki og Reykjavíkurborg sameiginlega, að 2/3 af borginni, en 1/3 af ríkinu, og báru þess- ir aðilar einnig kostnað af rekstri deildarinnar í þeim hlut föllum til ársins 1961, en síðan hefur ríkið staðið eitt að rekstri deildarinnar. Tók þá til starfa fæðingar- heimili Reykjavikurborgar méð 25 rúmum og var um það sam- komulag milli ríkis og borgar, að ríkið tæki þá að fullu við öllum kostnaði vegna fæðingar- deildar Landsspítalans. Geislalækndngar eru einungis framkvæmdar á einum spítala á landinu, Landsspítalanum, og annast röntgendeildin þær. Þar eru framkvæmdar geislalækn- ingar á illkynjuðum æxlum og öðrum þeim meinsemdum, sem geislarnir eru taldir geta lækn- að. Þeir kvensjúkdómasjúklingar, sem þurfa geislameðferð og þurfa að vera rúmliggjandi, liggja á fæðingardeildinni, en nýlega hefur verið sköpuð a’ð- staða í aðalbyggingu Landsspít- alans til að slíkir sjúklingar geti legið þar í einu herbergi. Til geislameðferðarinnar hef- ur verið notað radíum, sem upp- haflega mun hafa verið aflað fyrir forgöngu Radiumsjóðsins, en endurnýjað og aukið verulega á síðasta ári. FRAMTÍÐARHORFUR ALMENNT Af þeim upplýsingum, sem raktar eru a’ð framan, er ljóst, að sjúkrarými fyrir kvensjúk- dóma er of lítið á sérdeildum hér á landi. Á það reynir þó sérstaklega í sambandi við kvensjúkdóma, sem þörf er á geislun við, því ekki er annað að leita þeirrar læknisþjónustu en á Landsspítal- ann. Ýmsar handlæknnisaðgerðir við kvensjúkdómum eru hins vegar framkvæmdar á hand- lækningadeildum annarra sjúkra húsa, svo þörfin á því sviði er leyst að vissu marki utan sér- stakra kvensjúkdómadeilda eins og er. Enda kemur það greini- lega fram í fyrirspuminni, að það er aðstáðan til geislameð- ferðar á kvensjúkdómum, sem fyrirspurnin fyrst og fremst beinist að. Til þess að bæta úr þeirri þörf, sem hér er óleyst, hafa, af heilbrigðisstjórnarinnar hálfu, verið uppi ráðagerðir um, að byggðar yrðu tvær 24 rúma deildir við fæðingardeild Lands spitalans, þannig, að þar yrðu 48 rúm fyrir kvensjúkdóma og svipu’ð tala rúma fyrir fæðing- ar og sjúkdóma um meðgöngu- tímann, eða alls 101 rúm. Einnig kæmi til greina, að skurðdeild fyrir kvensjúkdóma yrði að auki við annan spítala á höfuðborðarsvæðinu, t.d. Borg arspítalarjn með alls að 28 rúm- um. Slík deild væri þó ekki bundin við kirurgiska kvensjúk- dóma, heldur gæti hún rúmað vissa aðra kirurgiska sjúklinga. Til þess að koma upp betri áðstöðu fyrir geislalækningar og til þess að geta hið fyrsta tekið í notkun kobalttæki það, sem Krabbameinsfélag íslands hafði milligöngu um að var fært Landsspítalanum að gjöf, var ákveðið á sl. ári að byggja um 160 ferm. húsnæði við núver- andi húsnæði röntgendeildar, því ekki var talið unnt að koma því fyrir í núverandi húsnæði, sem röntgendeildin fær til um- rá'ða í kjallara gömlu Lands- sptíalabyggingarinnar, þegar eld húsið flytur í nýtt húsnæði, væntanlega eftir 1—2 ár. Sú lausn hefur þann kost, að unnt verður að taka kobaltæk- ið í notkun miklu fyrr, a.m.k. 4—5 árum fyrr en ef bíða hefði átt eftir nýrri geislalækninga- byggingu. Það var samdóma álit byggingarnefndar Landsspítalans og sérfræðinga þeirra, sem starfa við geislalækningar á röntgendeildinni, að hér væri um svo brýnt úrlftusnarefni að ræða að ekki væri stætt á því að bfða fullkominnar byggingar, þegar hægt væri að koma tæk- inu I notkun í bráðabirgðahús- næði nú þegar á þessu ári. Tæki þetta kemur að gagni, þótt ekki verði fjölgað sjúkra- rúmum fyrir kvensjúkdóma, því að nokkur hluti þeirra, sem á meðferð í tækinu þurfa að halda, þurfa ekki að liggja á sjúkrahúsi meðan á meðferð stendur. BYGGINGARMÖGULEIKAR SKIPULAGSMAL Byggingarsaga Landsspítalans á núverandi ló’ð hefst á árinu 1919, þegar ríkið kaupir lóð á Grænuborgartúni af Reykjavík- urbæ. Húsameistari ríkisins gerði síðan skipulagsuppdrátt að byggingu á lóðinni og teikning- ar að gamla hluta Landsspítal- ans, sem reyndar átti að vera allmiklu stærri skv. fyrstu til- lögum en hann endanlega varð. Ekki er ástæða til að rekja hér byggingarsögu Landsspítala lóðarinnar, nema hvað haldið hefur verið áfram að auka vi’ð byggingum á lóðina, síðast eld- húsi og mötuneytisbyggingu, sem byrjað var að byggja 1966. Ekki hafði í byrjun verið byggt með framtíðarskipulag Landsspítalans sérstaklega fyrir augum, heldur eftir því sem þörf var fyrir á hverjum tima. Þvi var það í ársbyrjun 1965, sem heilbrigðismálaráðherra ákvað að fela byggingarnefnd Landsspitalans það verkefni að gera tillögur um skipulag bygg- inga á Landsspítalalóðinni og í hvaða tímaröð þær skyldu reist ar. Jafnframt kom þá í bygg- inganefndina fulltrúi frá lækna- deild Háskólans með það fyrir augum að sameinaðar skyldu á lóð Landsspítalans byggingar fyrir allt læknanám, bæði hið verklega, sem þegar er þar, þ.e. sjúkrahúsið, og hið bóklega, sem enn er í öðrum byggingum Há- skólans, en við of þröngan húsa- kost. Byggingarnefndin tók þegar að kanna möguleiika á því að ganga frá endanlegu skipulagi lóðarinn ar, en komst jáfnframt fljótlega að raun um, að allar áætlanir fyrir framtíðarbyggingar þyrfti að vinna frá grunni, áður en unnt yrði að gera nokkrar endan legar tillögur um skipulag á lóð- inni. í fyrstu var kannað, hvaða möguleiki væri á að koma fyrir byggingum og hve mi'klu magni bygginga á þeirri lóð, sem af- markast af núverandi Hring- braut, Barónsstíg, Eiríksgötu og Snorrabraut, og var húsameist- ara ríkisins falið að gera tillögur um það. Þær tillögur, sem fyrst komu frá húsameistara, voru sið an óformlega lagðar fyrir borg- aryfirvöld til athugunar, og kom þá fljótlega í ljós, að þau töldu að mjög skorti á, að séð væri fyrir nægjanlegum bílastæðum fyrir bær byggingar, sem þar voru fyriir'hugaðar. Einnig var mjög fundið að hæð húsa á lóð- inni, og eins, að þau kæmu of nálægt þeiri íbúðabyggð, sem væri í nálægð spitalans. Jafnframt því að gerðar voru tillögur að fyrirkomulagi og stærð bygginga á framangreindri lóð, var af byggingarnefndarinn- ar hálfu unnið að því að fá yfir- lit frá öllum deildum spitalaps og Háskólans um áætlaða fram- tíðarhúsaiþörf þeirra deilda, sem læknakennslu annast. Síðla vetr- ar 1967 lágu síðan fyrir niður- stöður um framtíðarhúsnæðis- þörf Landspítalans með 700 rúmum og húsnæðisþörf fyrir kennslu læknastúdenta við lækna deild Háskólans, Til að vinna að lausn skipu- lagsmálanna var vorið 1967 á- kveðið, í samráði við borgar- verkfræðinginn í Reykjavík, að leita aðstoðar danskra verkfræð- inga og arkitekta, sem unnið höfðu að skipulagsmálum Reykja- vikurborgar, og fór húsameistari ríkisins ásamt Bárði ísleifssyni, arkitékt, og Guðmundi Þór Páls- syni, arkitekt, til Kaupmanna- hafnar og dvöldu þar meginihluta aprílmánaðar, ásamt dönskum sérfræðingum. við tillögugerð um skipulag Landspítalalóðarinnar og fyrirkomulagi bygginga. Niðurstaða þess starfs var sú, að möguleiki væri að koma mikl- um hluta nauðsynlegra bygginga fyrir á lóðinni norðan Hring- brautar, en ókannað var, hyort það yrði leyft vegna nálægðar við íbúðarbyggingar við Baróns- stíg og Eiríksgötu. Ljóst var einnig, að ^atnakerfi borgarinn- ar er ekki skipulagt til að taka við slíku magni bygginga á þeirri lóð, og bílastæði yrði að finna utan hennar. Er hér var komið málum, kom borgarverkfræðingur, Gústaf Pálsson, fram með þá hugmynd, hvort ekki væri ráðlegra að flytja núverandi Hringbraut ca. 50 metrum sunnar, niður fyrir bakka núverandi Hringbrautar. Við það fengi Landspítalinn auk ið lóðarrými, þannig að bifreiða- stæði gætu verið á þvi svæði, serri núverandi Hringbraut er. Þannig mundu einnig skapast möguleikar til stórbyggingar fyr ir ýmsar stofnanir Landspítalans og læknadeildar sunnan nýrrar Hringbrautar, og svigrúm aukast á núverandi lóð. Síðan sú tillaga kom fram, hefur verið gerð at- hugun á því, hvaða möguleikar væru á að skipuleggja Landspít- alalóðina með tilliti til þess, og hefur verið stillt upp af hálfu húsameistara nokkrum möguleik iim, sem virðast fullnægja kröf- um borgárinnar betur um hæð hÚ3a og nálægð þeirra við íbúð- ahhverfi norðan og austan Land- spítalalóðarinnar. Yrðu þannig aðallega sjúkradeildir á núver- andi lóð Landspítalans, en rann- sóknastofur og ýmsar kennslu- stofur læknadeildar Háskólans sunnan Hringbrautarinnar, auik sjúkradeilda, sem þar teldust mun betur staðsettar, svo sem t. d. ný geðdeild. Við flutning Hringbrautarinn- ar og sikipulag Landspítalalóðar samkvæmf því, þ. e. byggingar beggja vegna neðan Hringbraut- ar og bílastæði á því svæði, sem Hringbrautin liggur nú um, vinnst það fyrst og fremst fyrir Landspítalann, að miklu betri skipulagsmöguleikar fást á gömlu lóðinni, auðveldara verður að koma þar fyrir þeim bygging- um, sem æskilegt er að séu í beinuim tengslum við núverandi spitalakjarna, og einnig fást möguleikar fyrir bifreiðastæði á þeim hluta lóðarinnar. Af byggingarnefndarinnar hálfu hefur. sú lausn, sem hér er raikin, þ. e. flutningur Hring- brautarinnar og bygging rann- sóknastofu og kennsluaðstöðu sunnan Hringbrautar verið talin æakilegasta lausn á skipulags- málum Landspítalabygginga og læknadeildar Háskólans, og er það álit nefndarinnar byggt á rannsóknum þeirra sérfræðinga, innlendra og erlendra, sem unn- ið hafa að þessum málum, eins og að framan er raikið, því að með því að hafa byggingar sunn an Hiingbrautar, opnast miklu meiri möguleiki á framhaldi bygginga þar, og af borgaryfir- valda hálfu hefur verið gert ráð fyrir, að Landspítalinn og stofn- anir hans gætu þá í framtíðinni haft að mestu leyti til umráða landsvæðið allt, sem myndast milli Hafnarfjarðarvegar og nýrr ar gö'u frá Sóleyjargötu suður í Fossvog upp í Öskjuihlíð, og er þarna um mjög stórt landsvæði að ræða. Mun það stærra en nú- verandi Landspítalalóð. Þótt sikpulag lóðarinnar hafi þannig þokað verulega áfram, standa málin samt svo í dag, að ekki verður byrjað á nýrri bygg ingu á því svæði, sem skipulagið nær yfir fyrr en lóðamálin eru endanlega ákveðin. Varðar þetta bæði geilsalækningadeildarhús og viðbyggingu við fæðingar- deildina. Þess er vissulega að vænta, að skipulagið fáist endanlega ákveð ið, áður en mjög langur timi líði enn, þau atriði, sem óleyst eru nú, eru fyrst og fremst fjárhags legs eðlis. Það hefur komið fram í álits- gerðum byggingarnefndar Lands- spitalans og landlæknis, og ég hef eindregið stutt þá stefnu, að þegar hafizt verður handa um byggingu frekara sjúkrarýmis á landsspítalalóðinni, er kvensjúk dómadeild og geðdeild það, sem mest er aðkallandi. FJÁRHAGSMÁL Æskilegast væri að geta reist allar nauðsynlegar byggingar sem fyrst og á sem skemmstum tíma. Undanfarin ár hefur verið byggt á Landsspítalalóðinni fyrir eftirtaldar upphæðir: Jóhann Hafstein verði að hefja nýjar framkvæmd ir fyrr en árið 1972. Hæstvirt A1 þingi ákvarðar fjárveitingarnar frá ári til árs, og fjárhagsgetan markast að sjálfsögðu af efnum og ástæðum þjóðarinnar og eins hinu, hvaða forgang háttv. þing menn vilja veita slík.um fjárfram lökum, umfram önnur. Lasta ég ekki afstöðu þingmanna að þessu leyti hin siðustu ár. TÍMASETNING: Þó svo að skipulagsmál væru leyst og peningar væru nægir fyrir hendi til að reisa kvensjúk dómadeild, er óhjákvæmilegt að það taki tíma. Til að fullgera teikningar og aðra slíka undir- búningsvinnu, svo sem útboðs- gögn. þarf allmarga mánuði og til að fullgera slíkar byggingar þarf a.m.k. þrjú ár, frá því fram kvæmdir hefjast. Má áætla, að allt að 4 ár líði, frá því að minni háttar spítalabygging er ákveð- in .. .nkvæmt frumteikningu og þar til hún er komin í notkun, miðað við beztu aðstæður. NIÐURSTAÐA: Miðað við allar aðstæður er þess vart að vænta, að hafizt verði handa um stækkun fæðing ardeildarinnar fyrr en í fyrsta lagi eftir 2 ár, en aðstaða til nú- tíma geislalækninga ætti að kom ast í gagnið á þessu ári, þó við fremur ófullkomnar aðstæður. Ekki virtist grundvöllur fyrir fullkomnari geislalækningastarf- semi hér á landi án tafar, tækni- lega s éð, en þeirri,sem verið er að koma upp, en aðstaða þarf að batna og hún mun gera það. Ég hefi lýst því afdráttarlaust yfir og geri enn, að sú bráða- birgðabygging, sem kobalt-tæk- inu til geislalækninga verður nú komið fyrir i, 4-5 árum fyrr en með nokkur öðru móti, eins og aðstæður eru og skýrt hefir ver ið, mun ekki, ef ég fæ nokkru um ráðið, og má ekki hafa minnstu áhrif á framkvæmda- hraða þeirra mjög svo brýnu og veigamiklu framtíðarverkefna, sem hér bíða úrlausnar. Ég hefi ekki treyst mér til þess að bera ábyrgð á, að nokkurra ára bið yrði enn á því, að hinar mikil- vægu nútíma geislalækningar gætu hafizt hér á landi. Magnús Kjartansson þakkaði ráðherra ítarleg svör við fyrir- a ■ TS , ■H 00 J 3 já /i c« £2 æ> & no +* > + '3 2 w .£ £ £3 w > Alls 'C* VI ví .£ 3 t þús. kr. þús. kr. þús. kr. þús. kr. þús. kr. 1968 29.116 15.864 391 45.371 45.371 1967 34.392 9.088 5.026 48.506 54.197 1966 22.645 5.539 1.386 29.570 33.949 1905 19.617 1.448 21.065 37.790 1964 20.820 20.820 32.080 1963 15.550 15.550 27.790 1962—1953 59.797 59.797 164.730 201.937 31.939 6.803 240.679 385.590 Til þess að ljúka þessum bygg ingum, sem nú er unnið að, þarf a.m.k. fjárveitingu þessa árs og tilsvarandi f járveitingar næstu tveggja ára. Verði ekki hægt að veita stór- lega auknu fé til byggingarfram kvæmda á Landsspítalalóðinni, eru ekki miklar horfur á, að unnt spurn sinni. Gagnrýndi hann síð an að kobalt tækin hefðu ekki verið tekin í notkun fyrr og sagði að þrjú ár væru þegar lið *n í aðgerðarleysi frá því að Landsspítalanum bárust þau að gjöf. Sagði Magnús að ekki hefði fyrst og fremst skort fjárveiting Framhald á Ms. 21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.