Morgunblaðið - 27.03.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.03.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 106» 15 Loftur Loftsson, verkfrœðingur: ÓDÝR MATUR HANDA ÞRÓUNARLÖNDUNUM Verðugt rannsóknarefni NÚ STENDUR yfir söfnun til aveltandi fólks í Biafra. Er því ekki ólíklegt, að menn velti því fyrir sér, hvort ekki sé unnt að koma einhverju af hinni ódýru loðnu og skyldum fisk- tegundum (s.s. spærlingi, sand síld o.fl.) í einhverri mynd til þessa nauðstadda fólks í Biafra og víðar. Hér höfum við óhemju magn af ódýrri eggjahvítu-, kalk og fjörefnaríkri fæðu, sem þetta fólk þarfnast svo mjög. Aðeins skortir framtak og hugvit til að koma þessari fæðu í það ódýrt form, að unnt sé að skapa fram- tíðarmarkað fyrir hana, þar sem þörfin er mest. Erlendis hafa að vísu verið gerðar tilraunir með að fram- leiða manneldismjöl úr úrgangs- fiski og fiskúrgangi, en þetta virðist eiga nökkuð langt í land ennþá, m.a. vegna þess, að ekki er unnt að neyta þessarar fæðu beint, það þarf að blanda henni saman við brauð eða annan mat. Tæki til framleiðslunnar eru margbrotin og vinnsla allflók- in, og verð á mjölinu verður því sennilega fremur hátt, eða um nokkra tugi króna pr. kg. sam- kvæmt upplýsingum frá Banda- ríkjunum og Svíþjóð. Enda þótt skreið sé talin heppileg vara til sölu á þessum markaði, hefur hún ýmsa ókosti, m.a. takmarkað geymsluþol í hita beltisloftslagi, eða ca. 3 vikur. Ennfremur er þetta alldýr vara, sem aðeins hin efnameiri þróunarlönd geta veitt sér, sbr. Biafra fyrir borgarastríðið Til dæmist kostar hráefnið í 1 kg. af lélegri skreið um kr. 23. Einn- ig er hér takmarkað magn af þorski, sem er verðmikið hrá- efni til margs konar vinnslu. Þróun hérlendis hlýtur því að verða sú, að koma á land sem mestu af fyrsta flokks þorski, sem yrði alltof dýrt fyrir skreiðar- vinnslu. Þess vegna ber að leggj a mikla áherzlu á að rannsaka leiðir til að koma ódýrum fisktegundum á þessa markaði, bæði sjálfra okkar vegna og vegna hinna bágstöddu í þróunarlöndunum. Helztu vinnsluaðferðir, sem til greina koma, yrðu heilfrysting, skyndiþurrkun, söltun, þurrkun og niðursuða. Heilfrysting er ódýr. vinnslu- aðferð, en takmarkast af ófull- komnum frystibúnaði í dreifing- arkerfi neyzlulandanna. Það er því erfiðleikum háð að koma fiskinum « óskemmdum til neyt enda. Skyndiþurrkun í þurrkklefum (svipuðum saltfiskklefum) gæti komið til greina, sérstaklega ef grindunum er fyrst rennt í gufu klefa (stutt gufusuða stöðvar starfsemi gerhvata og bræðir úr lýsi) og síðan harðþurrkað í þurrkklefa við 50—70 C hita á nokkrum klst. Pakka yrði þessu helzt í loftþéttar plastumbúðir. Framleiðslukostnaður slikrar smá skreiðar gæti orðið mikli lægri en vanalegrar skreiðar úr léleg- um þorski. Pækilsöltun í stórum geymum væri líka athugandi, enda yrði fiskurinn harðþurrkaður á eftir í þurrkkelfum. Aðferð sú, sem gæti orðið væn Loftur Loftsson legust, er einföld niðursuða á hinu ódýra fiskhráefni í stórar dósir (1—3 kg). Yrði þá fiskur- inn annað hvort soðinn niður í heilu lagi, eða hakkaður og blandaður ýmsum öðrum ódýrum hráefnum, sem gerði matinn fjöl breyttari af næringarefnum og bragði, eftir þörfum viðkomandi markaða. Niðursoðinn yrði matur inn mjög auðveldur í flutningi og dreifingu í hitabeltislöndun- um, enda hefur hann þannig geysimikið geymsluþo, og hent- ar því langbezt á slíkum stöð- um. f þessu sambandi er ekki svo fráleitt að taka að einhverju leyti til fyrirmyndar niðursuðu eins og t.d. framleiðslu á niður- soðnum kjölturakkamat í Banda 'yíkjunum. Sjálfsagt væri að at- huga, hvort við gætum ekki not fært okkur slíkar aðferðir að einhverju leyti til að framleiða eggjahvíturíka fæðu handa hin- um fátæku, bágstöddu þjóðum. Hér á eftir fer stutt lýsing á hinni bandarísku niðursuðuað- ferð. í Bandaríkjum N.-Ameríku er mjög mikið framleitt af svoköll- uðum kjölturakkamat (Pet Food) úr ódýru hráefni, annað hvort í þurrkuðu eða niðursoðnu formi. T.d. er áætlað, að árið 1964 hafi slíkur matur verið framleiddur fyrir nokkur huindruð milljón dali. Árið 1958 vár þar fram- leitt meir en 3.000.000.000. lbs. af þessari fæðu, aðallega fyrir kjölturakka og heimilisketti. Þegar kjölturakkamatur er soðinn niður, er gætt fyllsta hreinlætis og strangt eftirlit haft með því, að hráefnið sé alveg óskemmt. Hráefni í slíkan mat er mismunandi, en aðaluppistað- an er þó ódýr fiskur, fiskúr- gangur, kjötúrgangur, hvalkjöt eða selkjöt. Saman við þetta er oft blandað mjöli (kartöflumjödi eða soyjamjöli), grænmeti, fjör- efnum (t.d. fisklifur) o.s.frv. Úr þessu fæst ódýr en heilnæm og rétt blönduð fæða, sem oft er hollari en fæða sú, sem eigend- ur þessara heimilisdýra neyta sjálfir. — í öllum tilfellum er maturinn vel hakkaður fyrst, gufusoðinn, blandaður í hitara, settur heitur í dósirnar, geril- sneyddur í „autoklöfum“, dósir kældar, merktar og þeim pakk- að í bylgjupappakassa. Yfirleitt eru notaðar stórar dósir, frá 1 lbs upp í 7 lbs. Á vesturströnd Bandaríkjanna er síld unnin í slíkan dósamat þannig: Byrjað er á að gufu- sjóða hana (pilohard) í gufusuð- ara, eins og notaður er í vana legri síldarmerksmiðju. Síðan fer síldin í skrúfupressu, sem press ar vatn og olíu úr henni, þannig að „pressukakan" inniheldur um 2prs. lýsi og um 65prs. vatn. Pressukakan er sett heit ofan í 1 lb eða 7 lbs dósir, saman við hana er settur eimaður pressu- vökvinn, sem nú er orðinn olíu laus og aðeins helmingur af upp haflegu rúmmáli. Þá er dósunum lokað strax á meðan þær eru heitar og síðan eru þær geril- sneyddar í autoklöfum. Stundum. er forsoðinni og malaðri korn- vöru blandað saman við pressu- kökuna, áður en hún er sett í dósirnar. Önnur aðferð er fólgin í því, að gufusoðið hvalkjöt og fisk- ur (eða fiskúrgangur) er hakk- að og hökkuðu grænmeti, korni lifur og öðrum matarefnum bland að saman við í gufuhituðum blöndungi og blandan forsoðin í ca. 20 mín. Blandan er sett heit í 1 lb. eða 7 lbs dósir, þeim lokað og þær gerilsneyddar í autoklöfum við ca. 115 C gufu hita í 1!4 klst. (1 Ib dósir) allt upp í 4 klst. fyrir 7 lbs dósir. Matvælin í minni dósun- um eru seld sem kjölturakkamat ur. en hinar stærri fara til fisk eldisstöðva og til loðdýrabúa. Hér á landi, höfu við ódýra loðnu, smásíid, hvalkjöt og fisk lifur, svo að eitbhvað sé nefnt. Athugandi væri því, hvort ekki mætti sjóða niður á ofangreind an hátt blöndu úr þessum hráefn um, sem bætt yrði í mjöli og ákveðnum bragðefnum, allt eft ir matarvenjum væntanlegra neyt enda, og hafa dósirnar stórar, 1—3 kg. Við vitum, að gott er borða steikta loðnu í heilu lagi, þó að hún sé ekki slógdregin oghausskorin. Hvað yrði þá því til foráttu að taka heila loðnu og sjóða hana niður tii mann- eldis, sérstaklega á þeim tíma, sem hún inniheldur sem minnst fitumagn? í því sambandi væri vel at- hugandi, hvort ekki mætti fram- kvæma þetta í síldarverksmiðju. Ný og óskemmd loðna yrði þá send í gegnum sjóðarinn og pressuna (tækin að sjálfsögðu vel hreinsuð áður), og pressu- kakan geymd í frystigeymslum í stórum plastpokum til seinni tíma ásamt öðrum efnum í niðursuð- una, s.s. hvalkjöti, fisklifur o.fl. Þegar bræðslu væri lokið, yrði unnt að hefja niðursuðuna og nota þá gufu verksmiðjunnar til þessa. Viðbótartækin, sem þá þyrftu, yrðu hakkavél, gufuhitað ur blöndungur, dósalokunarvél og autoklafar. Væri þá unnt að Framhald á bls. 16 Mikil eftirspurn eftir ís- lenzkum hrossum erlendis — Verðið er frá 20 þúsund til 60 þúsund krónum — sagði Steinþór Cestsson í rœðu á Alþingi í gœr í ræðu, sem Steinþór Gests- son (S) flutti í Efri deild Al- þingis í gær um frv. sem land búnaðarnefnd deildarinnar hefur flutt um útflutning hrossa kom fram, að mikil eftirspurn er nú eftir íslenzk- um hrossum einkum frá V- Þýzkalandi, Bandaríkjunum, Danmörku og Hollandi. Þá skýrði alþingismaðurinn einnig frá því að verð til fram leiðenda væri nú frá 20 þús- und og upp í 60 þúsund krón- ur miðað við tamin hross og færi verðlag hækkandi erlend is og væru sölumöguleikar góðir. í ræðu sinni fjallaði Stein- þór Gestsson almennt um út- flutning hrossa, þ.á.m. stóð- hesta og fer hún hér á eftir nokkuð stytt: Það mun öllum kunnugt að á fyrstu 2—3 áratugum þessarar aldar var all mikill útflutningur á hrossum héðan frá íslandi sem var þá fyrst og fremst til þesg að þau voru notuð í kolanámum í Stóra-Bretlandi og varð þarna um verulegt magn að ræða og sæmilegt verð, að talið var þá, fyrir þau hross sem út voru flutt. Eins og allir þekkja hafa þessi verkefni fallið niður fyrir hestana, vélar hafa verið tekn ar til þess að leysa þá af hólmi í þessum efnum og féll því sú sala niður að öllu og var engin um skeið. Útflutningur mun hafa hafist að nýju eftir 1950 Þá var breytt um vinnu fyrir hrossin, þannig að nú voru þau seld til þess að vera sporthestar fyrir fólk, ýmist á meginlandi ellegar á Bretlandi. Höfuðútflutningur- inn hefur beinzt til V-Þýzka- lands, nokkuð til Hollands. Sviss og nú að síðustu til Danmerkur og til Bandaríkjanna. Þetta munu vera helztu löndin sem hafa keypt hross héðan frá íslandi. Á árunum 1968 munu hafa verið flutt út 650 hross, ung og göm- ul. Fyrir þennan útflutning munu hafa fengizt á árinu 1960 noikk- uð á 10 millj. kr. og er því meðal verð á hross rúmlega 13.000 kr. Þetta meðalverð er ekki hátt mið að við það sem er hér á hross- um innarilands en þess ber þó að gæta í þessu sambandi, að verulegur hluti af útflutnings- hrossunum munu hafa verið fol öld og að sjálfsögðu hefur það dregið nokkuð verðið niður en þó er það svo að almennt er það álit þeirra sem þarna þekkja til að þetta verð hefði getað verið nokkuð hærra ef verulega vel hefði verið staðið að þessum mál um af okkar hendi. Horfurnar í þessum útflutningmálum eru þær nú að eftirspurn er allmikil eftir hrossum og einkum frá þeim 'löndum, sem áður hafa keypt af okkur sem sagt V-Þýzkalandi, Bandaríkjunum en þá er vax- andi eftirspurn í Danmörku. Er hún miklu meiri en hún hefur verið að undanförnu og í Hol- landi er nokkur eftirspurn. Að sjálfsögðu hefur gengisbreyting in sem gerð var á s.l, hausti haft nokkur áhrif á verð t il framleiðenda hérna þannig að ég hygg að nú munu hrossin vera keypt fyrir frá 20.000 kr og upp í 60.000 kr. þ.e.a.s. þegar miðað er við tamin hross. Þetta er all miklu betra verð en verið hefur áður. Verðið er hækkandi erlend is, þessi útflutningsvara er lúx usvara og sölumöguleikar okkar eru til þess að gera góðir á þessu sviði vegna þess hversu fram'leiðslan hér er lítil miðað við stærð þess markaðar sem við förum inn á. Þetta verð sem ég hef nefnt hér 20.000 til 60.000. kr. er að sjálfsögðu miðað við að þetta séu valin hross sem fara úr landi og ég verð að segja að mér finnst að það sé það sem við þurfum fyrst og fremst að keppa að, að flytja út sem allra bezta vöru á þessu sviði því að það segir sig sjálft að í þessari verzlun eins og ann arri hefur það afgerandi áhrif á sölumöguleikana í framtíðinni að I vandað sé til þeirrar vöru, sem Steinþór Gostsson verið er að selja. Hins vegar hefur það viljað brenna við á undanförnum árum að farið hef ur gripur og gripur, sem hefur langt frá því staðizt þær kröfur sem gerðar hafa verið til þeirra af kaupandanum og hetfur að sjálfsögðu rýrt álit á þeirri framleiðslu sem við höfum verið að koma í verð. Það er einn megintilgangur með flutningi þess frv. að koma við þeirri vöru- vöndun sem líkleg er til að stuðla að því að við vinnum og komumst inn á tryggari mark að heldur en fram til þessa hef ur verið. Og annar liður í þessu efni sem ekki er hægt að ganga fram hjá þegar rætt er um út- flutning á hrossum, að nú er svo komið að á meginiandi Evrópu a.m.k. í V-Þýzkalandi og Dan- mörku og e.t.v. víðar er komin upp nokkur ræktun á íslenzka hestinum. Þeir hafa fengið útflutta kyn- bótagripi og geta því framræktað okkar hross og það er komið af stað á nokkrum stöðum og um það hefur nokkuð verið deilt, hvort þar hafi verið farið inn á rétta braut eða ekiki. Ýmsir telja að eðlilegra hefði verið að við höfum einir haft ræktun hross- anna með höndum en aðeins selt gelta hesta úr landi svo öðrum gæfist ekki kostur á að koma fram ræktun, en þessu er til að svara að mér er ekki kunnugt um að nokkurs staðar um víða ver- öld sé einokun á ræktun á ein- stökum kynjum. Kynbótadýr eru flutt milli landa hvarvetna og af ýmsum bústofnskynjum og reynsl an virðist vera sú- þegar litið er á þetta mál í heild, að þar sem kyn hafa sérræktast virðist vera mjög erfitt að koma fram jafn góðri ræktun í nýju umhverfi og fá það sama út úr ræktun kynjanna í nýju umhverfi eins og er í þeirra heimalandi. Þetta á ekki einungis við um hesta, þetta á um flest þau kyn sem ræktuð hafa verið Ég, hygg því að það fari ekki á milli mála, að við eigum einmitt að nota okkur af þessu sama, við eigum að stuðla að því að það sé mögu legt að rækta íslenzkan hest ann- ars staðar heldur en hér heima og ef sú ræktun tekst sæmilega hjá okkar viðskiptaþjóðum, þá hygg ég að þetta verði fvrst og frernst til þess að auika hróður okkar hestakyns og það verði aldrei til hættulegrar samkeppni fyrir okkur, vegna þess hve markaðssvæðið er stirt. Þar sem okkar íslenzki hestur hefur komið til nota meðal ann arra þjóða, þá hefur hann þótt sérstæður og hefur unnið sór hylli hvarvetna þar sem hann hefur komið sem sérlega góður og þægilegur reiðhestur. Ég hygg að það frv. sem hér er flutt það muni stuðla að því að meiri fest- ar komist á um útflutning á þess um verðmæta varningi sem við getum flutt úr landi og tryggt okkur sölumöguleika á honum í framtíðinni betur en nú er hægt að gera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.