Morgunblaðið - 28.03.1969, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.03.1969, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. MARZ 1960 LOFTPRESSUR Tökum að okkur alla lott- pressuvinnu. Vélaleiga Símonar Símonarsonar Sími 33544. IBÚÐIR I SMlÐUM Til sölu eru 3ja og 4ra herb. ibúðir við Eyjabakka 13 og 15. Úskar og Bragi sf. Sími 33147 og heimasímar 30221 og 32328. GETUM ÚTVEGAE heitan og kaldan veizlumat. Steikhúsið hf. Sími 42340. HANGIKJÖT Ennj-á bjóðum við nýreykt sauða- og lambahangikjöt á gamla verðinu. Kjötbúðin Laugaveg 32, Kjötmiðstöðin Laugalæk. HEIMSrND.NGAR Bjóðum eitt fjölbreyttasta kjötúrval borgarinnar. Heim- sendingargj. 25 kr. Kjötmið- stöðin I augalæk, s. 35020; Kjötb. Laugav. 32, s. 12222. ÁRBÆJARHVERFI - HREINSUN Fatamóttaka f. Efnal. Lindina. Pressun, frágangshreinsun, hraðhreinsum allan algengan fatnað samdægurs. Hrað- hreinsun Arbæjar, Rofabæ 7. UNGHÆNUR Hænsni 83 kr. kg., 10 stk. saman 75 kr. kg, kjúklingalæri 180 kr kg. Kiötmiðstöðin Laugalæk, Kjötbúðin Laugaveg 32. NÝTT — NÝTT Glæsilegt hornsófasett, tveir 3ja manna sófar ásamt sófa- borði með bókahillu, ve'ð aðeins kr. 19,870 Uppl. í síma 14275. VÖGGUR Höfum ávallt til sölu vöggur með hjólgrind og dýnu. Verð frá kr. 1 305.0C. Körfugerðin, Ingólfsstr. 16. MÁLMAR Kaupi eíns og áður alla málm eða járn langhæsta verði, staðgreitt. Arinco, Skúlagötu 55 (Rauðárport). Símar 12806 og 33821. ÚT ER KOMIN á vegum Leifturs hf. Ijóða- bókin I faðmi nætur eftir Benedikt Einarss.. Fyrst um sinn verður hún til sölu hjá höfundi í Skipholti 26, 3. h. ÓSKA EFTIR 2ja—3ja herb. íbúð. Tvö í heimili. Uppl. í síma 13694. KEFLAVlK — SUÐURNES Sænskar loftplötur, gólfflís- ar, veggfóður, fjölbr. úrval. Þvottahúsvaskar verð 1195 kr. Blöndunart, í bað og eld hús. Bílskúrs hurðajárn. — STAPAFELL HF„ sími 1730. KEFLAVlK — SUÐURNES Til fermingargjafa; Svefnpok ar, tjöld, vindsængur, gas- tfeki, ódýrt keramik. STAPAFELL HF„ sími 1730. AÐALFUNDUR Fuglaverndunarfélags Is- lands verður í Norræna hús- inu 29. marz kl. 5. Stjómin. FRÉTTIR Elliheimilið Grund Föstuguðsþjónusta kl. 6.30 síð degis. Valgeir Ástráðsson, stud. theol. prédikar. KFTJM og K, Hafnarfirði Kristniboðssamkoma á sunnudags kvöldkL 8.30 Séra Frank M. Hall- dórsson talar. Vinstúlkur syngja. Tekið á móti gjöfum til kristni- boðsins í Konsó. Allir velkomnir. Unglingadeildin, mánudagskvöld kl. 8 Allir piltar velkomnir. Frá Guðspekifélaginu Stúkan Dögun heldur fund í kvöld kl. 9 Kristján Fr. Guðmunds son heldur erindi: Samanburður trú arbragða. Allir velkomnir Kvenfélagið Seltjörn Fundur verður haldinn í Mýrar- húsaskóla miðvikudaginn 9. apríl kl 8.30 Spiluð verður félagsvist. Kvenfélagskonur, Njarðvíkum Athugið þriðjudaginn 1. apríl kl. 9 í Stapa. Skemmtiatriði. Kaffi- veitingar. Garðyrkjufélag íslands heldur fræðslufund í Domus Med ica kl. 8.30 í kvöld. Fundarefni: Hákon Bjarnason talar um t rjá- gróður í görðum og skjólbelti. All- ir velkomnir. Kvenfélag Garðahrepps Félagsfundur verður haldinn á Garðaholti þriðjudaginn 1. apríl kl. 8.30 Spilað verður Bingó Bazar Systrafélags Ytri-Njarðvíkur kirkju verður í Stapa laugardag- inn 29. marz kl. 3 Kvenfélagskonur, Keftavík Fundur í Tjarnarlundi þriðjudag inn 1. apríl kl. 8.30 Orlofsnefnd Keflavíkur verður með páskabingó eftir fund. Gestir velkomnir Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund í Sjómannaskólan- um þriðjudaginn 1. apríl kl. 8.30 Skemmtiatriði. Litskuggamyndir. Húsmæðrafélag Reykjavíkur inn 28. marz kl. 8 í Hallveigar- stöðum. Áríðandi mál. Félagsvist og kafíi. Hvítabandið heldur fund í Hallveigarstöðum þriðjudag 1. apríl fundurinn hefst kl. 8.30 Ungmennafétagið Afturelding í Mos fellshreppi minnist 60 ára afmælis síns með samsæti að Hlégarði laug- ardaginn 12. apríl kl. 3 og býður þangað félögum sínum og öðrum sveitungum, vinum og stuðnings- mönnum. Skemmtun verður haldin kl. 9 á sama stað. Bræðrafélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík heldur aðalfund sunnudaginn 30. marz kl. 3 i Tjarnarbúð, uppi stjórnin GENGISSKRÁNING Nr. 32 - 18. narr 1969. Kaup Sala 1 Bandar. dollar 87,90 88,10 l'Sterlingspund 210,05 210,55 1 Kanodadollar 81,76 81,96 100 banakar krónur 1.172,48 '1.173,13* 100 Norskar krónur 1.231,10 1.233,90 100 Sænskar krónur 1.688,63 1 702,49 100 Flnnsk mörk 2.101,87 2’. 106,63 100 Franskir Irank.rl.772,30 1.776,32 100 Belg,.frankar 174,73 175,15 100 Svlssn. ír.nkar 2.046,40 2.031,06 100 Gyllini 2.422,73 2.428,23 100 Tékkn. krónur 1.220,70 1,223,70 100 V.-bfsk mörk '100 Llrur 2.188,00 2.193,04* 13,96 14,00 100 Austurr. sch. 339,70 340,4'8 100 Pesetar 126,27 126,55 7 ioo Reikningskrónur* Vöruskiptalönd 99,86 100,14 1 Aeikningsdollar- Vöruskiptalönd 87,90 88,10 1 Rélknlngspund- Vöruskiptalönd 210,95 211,43 LEIÐRÉTTING í minningargrein um Leó Jóns- soní blaðinu s.l. þriðjudag misrit- aðist að hann hefðu flutzt til Siglu- fjarðar 1939. Það átti að vera 1929. Árnað heilla Spakmœli dagsins Þegair maður gætir hins háværa tómleika heimsins, efnislausra orða og fánýtra gerða, þá verður fróun að því að hugsa til hins mikla ríkis þagnarinnar.sem nær upp fyrir allar stjörnur og niður fyrir veldi dauðans. Það eitt er stórt, allt annað er smátt. — Carlyle. En sá sem hefur heimsins gæði og horfir á bróður sinn vera þurf- andi og afturlýkur hjarta sínu fyrir honum, hvernig getur kærleiki Guðs verið stöðugur í honum (1. Jóh. 3:17) í dag er föstudagur 28. marz og er það 87. dagur ársins 1969.Eftir lifa 278 dagar. Árdegisháflæði kl. 2.42 Slysavarðstofan í Borgarspítalan- um er opin allan sólarhringinn. Simi 81212. Nætur- og helgidagalæknir er í síma 21230. Neyðarvaktin svarar aðeins & virkum dögum frá kl. 8 til kl. f simi 1-15-10 og laugard. kl. 8-1. Keflavíkurapótek er opið virka ðaga kl 9-19, laugardaga kL 9-2 ng sunnudaga frá kl. 1-3. Borgarspítalinn í Fossvogi Heimsóknartími er daglega kL 15.00-16.00 og 19.00-19.30 Borgarspítalinn i Heilsuverndar- stöðinni Heimsóknartími er daglega kl. 14 00 -15.00 og 19.00-19.30 Kvöld og helgidagavarzla í iyfja búðum í Reykjavík vikuna 22.— 29. marz er í Borgarapóteki og Rey kj avíkurapóteki. Næturlæknirí Hafnarfirði aðfaranótt 29. arz er KristjánJó- hannesson sími 50056 Kópavogsapótek er opið virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—2 og sunnudaga kl. 1—3 Næturlæknir í Keflavík 25.3—26.3 Guðjón Klemenzson 27.3 Kjartan Ólafsson 28.3.29.3 og 30.3 Arnbjörn Ólasfson 31.3 Guðjón Klemenzson Ráðleggingarstöð Þjóðkirkjunnar er í Heilsuverndarstöðinm (Mæðradeild) við Barónsstíg. Við- talstími prests er á þriðjudögum og föstudögum eftir kl. 5. Viðtals- cími læknis er á miðvikudögum eítir kl. 5. Svarað er í sima 22406. Bilanasími Rafmagnsveitu Rvík- ur á skrifstofutíma er 18-222 Næt- ur- og helgidagavarzla 18-230. Geðverndarfélag Islands. Ráð- gjafa- og upplýsingaþjónusta að Veltusundi 3, uppi, alla mánudaga kl. 4—6 síðdegis, — sími 12139. Þjónustan er ókeypis og öllum heimil. AA-samtökin í Reykjavík. Fund- Ir eru sem hér segir: í félagsheimilinu Tjarnargötu 3c. Á miðvikudögum kl. 9 e.h. Á fimmtudögum kl. 9 e.h. Á föstudögum kl. 9 e.h. í safnaðarheimilinu Langholts- kirkju: Á laugardögum kl. 2 e.h. í safnaðarheimili Neskirkju: Á laugardögum kl. 2e.h. Skrifstofa samtakanna Tjarnar- götu 3c er opin milli 5-7 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Sími 16373. AA-samtökin i Vestmannaeyjum, Vestmannaeyjadeild, fundur fimmtudaga ki. 8.30 e.h. 1 húsi KFUM, Orð lifsins svara í síma 10000. IOOF 1 = 150328814 = H. u. 12 Helgafell 59693287 VI. — 2 sá HÆST bezfi Hann: „I Austurlöndum fær maður tvo asna fyrir eina konu.“ Hún: „Þá hef ég verið snuðuð, ég fékk ekki nema einn.“ Stórgjöf til Háteigskirkju Háteigskirkja hefur nýverið fengið góða gjöf frá einu sókn- arbarni s'nu, Benedikt Einars- syni. Benedikt hefur nýlega sent frá sér myndarlega ljóðabók: „f faðmi nætur", sem út er gef- in af Leiftri h.f. Gaf hann Há- teigskirkju 100 eintök af bók- inni, sem safnaðarstjórn má selja kirkjunni til styrktar. Verð ur hvert eintak tölusett og selt á 300 krónur, en það er verð bókarinnar. Ljóðabókin er tilvalin til ferm ingargjafa í sókninni, og hún verður seld daglega í kirkjunni kl. 3—5 og auk þess við mess- ur. Ekki er nokkur vafi á því, að Háteigssöfnuður mun verða fús til þess að kaupa hók þessa, og styrkja þannig kirkju sína. Ljóðabókin: í faðmi nætur er 124 bls, að stærð, bundin í svart áhirtingsband, en formála. að bókinni skrifar Jón Björnsson rit höfundur. Segir þar um Bene- dikt: „Benedikt Einarsson er Skaft fellingur að ætt og uppruna. Hann er fæddur 6. janúar 1893 i Suður-Hvammi í Mýrdal, af ætt Þorsteins Steimgrímssonar, bróður eldprestsins nafnkunna. Heitinn er hann eftir Benedikt Þórðarsyni skáldi, sem drukkn- aði ásamt öfjörð sýslumanni í Kötlukvísl á Mýrdalssandi 1823 Afi Benedikts og Stelngrímur Thorsteinsson skáld voru bræðra symr. Benedikt missti föður sinn á fyrsta ári, en dvaldist hjá móð- ur sinni til tíu ára aldurs. Hann stundaði flest þau störf, sem fyr ir koma í sveitum, sjómennsku í Vestmannaeyjum, Vík og á Austurlandi, auk landbúnaðar- starfa. Síðan gerðist hann starfs Benedikt Einarsson. maður Kaupfélags Skaftfellinga um fjórtán ára skeið, og síð- ast var hann verzlunarstjóri á Minniborg 1 Grímsnesi. Hann er kvæntur Vilborgu Oddsdóttir frá Nýjabæ í Landbroti. Þau flutt- ust til Reykjavíkur árið 1934 og hafa átt hér heima síðan.“ í bókinni gætir mikillar fjöl- breytni. þar eru ættjarðarljóð, ferðakvæði, lausavísur og and- leg ljóð, auk nokkurra minning arljóða. Við birtum hér fyrir neðan eitt af kvæðunum i bók- inni um Háteigsklrkju, en það á önmitt vel við, þegar minnzt er þessarar góðu gjafar Bene- dikts til sóknarkirkju sinnar. Benedikt er öryrki, og gjöf hans er gefin af góðum og einlægum hug til kirkjunnar, og nú er það annarra safnaðarmanna að sjá um, að öll eintökin hundrað seljist, svo að kirkjunni verði af mikið gagn. Háteigskirkja (Arkitekt: Ilalldór Jónsson). HÁTEIGSKIRKJA Er hornsteinn var lagður í júní 1960 Er hornsteinn var lagður í júní 1960. Hér rís af grunni vegleg kirkja Krists, er kynslóðunum veitir hvíld og næði. I fögrum sölum margþætt mótuð list, en máttur Drottins blessar heilög fræði. Hér kirkjuturnar gnæfa himinhátt, og hljómur klukkna boðar fólk til tíða. Á helgum stundum hingað sækja mátt og hjartafrið í sorgum lífs og kvíða. Þetta hús er helgað Drottins náð, svo Háteigssókn hér finna guð sinn megi, frá þessum sölum út um tsaláð á öldum ljóssins fagna nýjum degi. Við biðjum Guð, er gaf oss þetta land og gegnum þrautir verndar hverju sinni: í þessu húsi knýtist bræðraband, svo birtu kærleikans hér börn þín finni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.