Morgunblaðið - 28.03.1969, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. MARZ 1909
Afurðalán til sjávanitvegsins hafa verið hækkuð. Venjuleg rekstrarlán til fiskiskipa aukin um
50% og 100 milljónir veittar í sérstök lán tilfiskiskipa.
•— Atvinnumdlanefnd
Framhald af bls. 1.
fækkað úr tæplega 5500
manns í lok janúar í um 2100
manns í fyrradag. Þessi
breyting hefur fyrst og
fremst orðið vegna þess, að
sjávarútvegurinn hefur starf-
að af fullum krafti frá því að
verkfallinu lauk. Hins vegar
er Ijóst að betur má ef duga
skal. Ræða Bjarna Benedikts-
sonar fer hér á eftir í heild:
1. FJÁRÖFLUN
í samkomulaginu frá 17. janú-
ar var gert ráð fyrir, að aflað
væri fjár að upphæð 300 millj.
kr. vegna starfsemi atvinnumála-
nefndanna. Frá upphafi var tal-
ið, að mikils hluta þessarar fjár-
hæðar yrði að afla með erlendri
lántöku. Ríkisstjórnin hóf þegar
i stað undirbúning að þessari
fjáröflun, og er nú tryggt, að er-
lent lán til þessara og annarra
þarfa mun bráðlega fást með
útboði á lánamarkaði í Evrópu,
avo sem fjármálaráðherra mun
gera Alþingi nánari grein fyrir.
Enda þótt frá upphafi væri
ljóst, að þessara 300 millj. kr.
yrði fyrst og fremst að afla með
erlendri lántöku, var æskilegt,
að nokkur hluti fjárins yrði feng
inn með láni innanlands, þar sem
margir af væntanlegum lántak-
endum eiga erfitt með að taka
lán i erlendri mynt, með þeirri
gengisáhættu, sem því fylgir.
Gert er ráð fyrir, að a.m.k. eins
þriðja hluta upphæðarinnar,
þ.e.a.s. 100 millj. kr., verði aflað
með lántöku innanlands, þar af
ekki minna en 50 millj. kr. á
þessu ári, og mun hæstv. fjár-
málaráðherra gera nánari grein
fyrir þeim ráðagerðum áður en
langt um líður.
Ríkisstjórnin gerði samkomu-
lag við Seðlabankann um, að
hann veitti Atvinnujöfnunar-
sjóði lán til bráðabirgða, til þess
að ekki þyrfti að verða töf á lán-
veitingum Atvinnumálanefndar
ríkisins eða á hagnýtingu þeirra
lána, sem hún samþykkti að
veita. Þeim lántakendum, sem
-»þegar hefur verið úthlutað lán-
um, hefur verið boðið að taka
með þessum hætti til bráða-
birgða innlent lán, er síðar yrði
breytt í endanlegt lán, þegar
fjár hefði verið aflað til fram-
búðar. Óhætt er því að fullyrða,
að dráttur á fjáröflun hefur ekki
valdið töfum á störfum_Atvinnu-
málanefndar ríkisins.
2. STARFSEMI AT-
VINNUMÁLANEFNDANNA
Þegar að gerðu samkomulag-
inu hinn 17. janúar var, í sam-
ræmi við það, boðað til ráð-
etefnu allra atvinnumálanefnd-
anna í Reykjavík og var hún
haldin dagana 27.-29. janúar.
Sumar nefndanna höfðu þá þeg-
ar haldið fundi með sér, en flest-
ar þeirra héldu fyrstu fundi sína
í Reykjavík þessa daga. Á fund-
unum fékkst eftir atvikum gott
yfirlit um atvinnuástandið í heild
og hverju héraði um sig. Enn
fremur voru starfshættir nefnd-
ann ræddir ítarlega og settar
þær starfsreglur, er fylgja þessu
frumvarpi sem fylgiskjal II. Að
lokinni ráðstefnunni voru nefnd-
irnar síðan beðnar um að gefa
nánari upplýsingar um einstök
atriði og þá fyrst og fremst um
þau atvinnutæki, sem ekki væru
starfrækt. Þær voru spurðar um
fiskiskip, er ekki væru gerð út
eða ekki væru líkur fyrir að
yrðu gerð út, fiskvinnslustöðvar
»og iðnfyrirtæki ,er ekki væru
starfrækt að fullu. Þá voru nefnd
imar einnig beðnar að benda á
opinberar framkvæmdir, sem
helzt gætu komið til greina í
sambandi við lánveitingar. Frá
nefndunum komu greinargóð
evör um þessi efni, og auk þess
ítarlegar skýrslur frá mörgum
eveitcirfélögum. Jafnframt þessu
tóku að berast umsóknir um lán
veitingar, ýmist fyrir tilstuðlan
nefndanna eða beir.t frá aðilun-
Um sjálfum. Flestar bárust þess-
ar umsóknir seint í febrúar og
fyrri hluta í marz. Væntanlega
má nú telja, að ýkja margar um-
sóknir berist ekki úr þessu. Hér-
aðanefndirnar hafa þegar veitt
umsagnir sínar um verulegan
hluta þessara umsókna og flokk-
að þær eftir mati sínu á þýð-
ingu þeirra.
Um síðastliðna helgi, þ.e.a.s.
þann 22. marz, höfðu borizt 275
umsóknir um lán eða styrki til
atvinnufyrirtækja víðsvegar að,
og eru umsóknir um opinfoerar
framkvæmdir þá ekki taldar
með. Láns- eða styrkjaupphæðir,
sem um er sótt, eru samtals 526
millj. kr. Flestar þessara um-
sókna eru vegna fiskveiða, eða
96, og nema 72 millj. kr. Frá
fiskvinnslufyrirtækjum, öðrum
en niðursuðu- og niðurlagningar-
verksmiðjum og fiski- og síldar-
mjölsverksmiðjum, eru 5i9 um-
sóknir ,að upphæð 101 millj. kr.
Frá niðursuðu- og niðurlagning-
arverksmiðjum eru 7 umsóknir,
30 millj. kr. að fjárhæð, og fiski-
og síldarmjölsverksrniðjum 8
umsóknir, 17 millj. kr. að upp-
hæð. Frá vinnslustöðvum land-
búnaðarafurða og fóðurblöndun-
arstöðvum voru 10 umsóknir, er
nema 57 millj. kr. Frá skipa-
smíðastöðvum og dráttarbraut-
um eru 9 umsóknir, að fjéirhæð
38 millj. kr., og frá netagerðum
5 umsóknir, samtals 27 millj. kr.
Þar við bætist mikill fjöldi um-
sókna, sem flokka má undir ým-
islegan iðnað, annan en þann,
sem áður hefur verið talinn og
eru þetta 81 umsóknir að upp-
hæð 185 millj. kr.
Þessar umsóknir atvinnufyrir-
tækja eru margvíslegrar tegund-
ar. Þar er bæði um að ræða um-
sóknir vegna framkvæmda, þ.e.
til stækkunar bygginga eða aukn
ingar vélakosta starfandi fyrirJ
tækja og til stofnunar hýrra fyr-
irtækja. Ennfremur er mikið af
umsóknum til endurskipulagn-
ingar á fjárhag starfandi fyrir-
tækja, er geri þeim kleift að
halda áfram starfsemi eða auka
starfsemi sína, án þess að um
beinar framkvæmdir sé að ræða.
Þetta eru tveir aðalflokkar um-
sóknanna. í þeim fyrri eru 141
umsókn, samtals að upphæð
324 millj. kr. í þeim síðari eru
82 umsóknir að upphæð 120 millj.
kr. Á milli þessara flokka eru þó
hvergi nærri skýr mörk, enda oft
um hvorttveggja að ræða, fram-
kvæmdir og endurskipulagningu
á fjárhag. Þá er nokkuð um um-
sóknir um hrein rekstrarlán, eða
31 umsókn að upphæð 65 millj.
kr. Umsóknir um styrki eru 21
að upphæð 16 millj. kr.
Umsóknirnar skiptast þannig
eftir landshlutum, að flestar
þeirra eru frá Norðurlandi,
þ.e.a.s. bæði Norðurlandskjör-
dæmi vestra og Norðurlandskjör
dæmi eystra, 86 umsóknir, sam-
tals að fjárhæð 171 millj. kr.
Næst flestar eru frá Austurlandi,
54 umsóknir að upphæð 84 millj.
kr. Frá Vesturlandi eru 36 um-
sóknir, að fjárhæð 52 millj. kr.
Phá Suðurlandi eru 32 umsóknir,
sem nema samtals 68 millj. kr.
Frá Vestfjörðum eru 28 umsókn-
ir, samtals 36 millj. kr. og frá
Reykjanesi eru 21 umsókn, að
fjárhæð 52 millj. kr. Fæstar eru
umsóknirnar frá Reykjavík, eða
18, að upphæð 64 millj. kr. sam-
tals.
3. STARFSEMI ATVINNU-
MÁLANEFNDAR RÍKISINS
Þegar samkomulagið 17. janú-
ar var gert hafði gengisbreyting-
in skapað grundvöll þess, að at-
vinnuástand í landinu gæti að
nýju færzt í eðlilegt horf. Það
var hins vegar ljóst, að margvís-
legra viðbótarráðstafana væri
þörf, til þess að unnt yrði að hag
nýta þennan grundvöll, og fjall-
aði samkomulagið einmitt um
sum þeirra vandamála.
Eitt þeirra var aukning rekstr-
arfjár fyrirtækja, en þörf henn-
ar varð enn brýnni við gengis-
breytinguna. Undirbúningur var
fljótlega hafinn til úrbóta í
þessu efni, og var það m.a. rætt
á fyrstu fundum Atvinnumála-
nefndar ríkisins. Þær ráðstafan-
ir, sem í þessu skyni voru gerð-
ar, eru í aðalatriðum þessar:
Afurðalán til sjávarútvegsins
voru hækkuð í samræmi við
verðfoækkanir vegna gengisforeyt
ingarinnar og hefur þetta leyst
þau rekstrarfjárvandamál fisk-
vinnslustöðva, sem stöfuðu af
gengisbreytingunnL Þá ákvað
Seðlafoanki íslands að verja 100
millj. kr. til sérstakra rekstrar-
lána til fiskiskipa. Þessi rekstr-
arlán skyldu einkum notuð til
að létta byrði af lausaskuldum
og þau veitt fyrir milligöngu
viðskiptabanka til 1 % árs,
þ.e.a.s. tveggja vertíða. Ennfrem
ur ákváðu viðskiptafoankarnir að
auka venjuleg rekstrarlán til
fiskiskipa um 50%. Framan-
greindar ráðstafanir komu til
framkvæmda strax og vertíð
hófst eftir sjómannaverkfallið.
Loks ákvað Seðlabankinn að
verja 150 millj. kr. til aukning-
ar rekstrarlána iðnaðarins í sam-
vinnu við viðskiptabankana.
Veiting þessara lánveitinga hófst
um miðjan febrúar og hefur hald
ið áfram síðan, en þessar lánveit-
ingar taka nokkurn tima, þar sem
fyrirtæki verður að sækja um
þær hjá viðskiptabanka sínum
og málið fer síðan til athugunar
í Seðlabankanum. Framkvæmd
þessara ráðstafana er þó nú
komin vel á veg. í upphafi árs
fengu ennfremur allmörg frysti-
hús, er voru í fjárhagserfiðleik-
um sérstaka fyrirgreiðslu, sam-
tals að upphæð 30 millj. kr. af
fé, sem Atvinnujöfnunarsjóði
hafði verið veitt með fjárlögum
í þessu skyni. Auðvitað hefur
ekki allur vandi verið leystur
með þessum ráðstöfunum, og
sjálfsagt stendur sitthvað enn til
bóta, einnig hjá öðrum atvinnu-
greinum. Ýmsir gera sér t.d. títt
um óhæfilegan gróða verzlun-
arinnar á sl. árum. Sannleikur-
inn er hinsvegar sá, að verzlun-
in hefur verið hart leikin síðustu
misseri. Hennar almennu vanda-
mál hafa raunar ekki verið rædd
í Atvinnumálanefnd ríkisins, en
sjálfur verð ég að lýsa þeirri
skoðun, að kanna þurfi betur
ýms atriði er hér að lúta t.d.
nauðsyn á ráðstöfunum til að
hagræða eða breyta lausaskuld-
um verzlunarinnar vegna gengis
breytinganna tveggja á hliðstæð
an hátt og gert hefur verið fyrir
aðra höíuðatvinnuvegi, þótt af
öðrum orsökum sé. Ákvarðanir
um það verður þó að taka á öðr-
um vettvangi en þessara nefnda
og skal ég því ekki fara fleiri
orðum um þetta að sinni.
Með framangetnum aðgerðum
hefur verið stuðlað að því, að
sjávarútvegur hefur verið stund-
aður með góðum árangri á þess-
ari vertíð frá því að sjómanna-
verkfallínu lauk. Fiskibátar hafa
verið gerðir út með eðlilegum
hætti, og fiskvinnslutæki verið
nýtt eftir því sem hráefni hefur
fengizt. Af þessu hefur leitt, að
þörf fyrir afskipti atvinnumála-
nefndanna af ftekiveiðum og
fiskvinnslu hefur ekki reynzt
jafn brýn og ætlað hafði verið
af ýmsum, áður en áhrifa þess-
ara aðgerða fór að gæta. Atvinnu
málanefndirnar hafa þó vissu-
lega þýðingarmikið verk að
vinna til lausnar á sérstökum
vandamálum í þessum efnum,
svo sem nú skal nánar vikið að.
Atvinnumálanefnd ríkisins hef
ur látið athugun á umsóknum
vegna fiskibáta njóta forgöngu
umfram aðrar. Umsagnir héraða
nefnda um báta bárust snemma,
en síðan var þremur trúnaðar-
mönnum ríkisnefndarinnar, völd
um af þeim þremur höfuðaðil-
um er hana skipa, falið að kanna
umsóknirnar nánar. Þessi trúnað
armenn hafa gert drög að tillög-
um um meðferð lánsumsókna
vegna fiskibáta og hafa nú lokið
könnun á flest öllum þeim um-
sóknum, er borizt hafa. í stuttu
máli eru niðurstöður trúnaðar-
mannanna þær, að fram úr þeim
erfiðleikum, sem þarna sé við
að etja, verði sjaldnast ráðið
með nýjum lánveitingum fyrir
milligöngu Atvinnumálanefndar
ríkisins. Lausnar vandans sé oft-
ast að leita hjá þeim fjárfesting-
arlánasjóðum, sem að þessum
málum starfa, þ.e. einkum Fisk-
veiðasjóði og Atvinnujöfnunar-
sjóði. Samkomulag hefur og orð-
ið um það á milli Atvinnumála-
nefndar ríkisins og Atvinnujöfn-
unarsjóðs, að hann taki að sér að
leysa sérstök vandamál, sem að
hafa borið, t.d. vegna breytinga
á skipum til togveiða og til
kaupa á veiðarfærum í því
skyni. Ennfremur er talið, að
Atvinnujöfnunarsjóður geti yfir-
leitt greitt úr þeim vandamálum,
sem upp koma í sambandi við
kaup á notuðum bátum, vegna
endurbóta báta, þar sem Fisk-
veiðasjóður getur einnig hlaupið
undir bagga, og vegna sérstakra
greiðsluerfiðleika báta. Þá eru
lánareglur um nýsmíði báta svo
rúmar, að ekki er þörf nýrra
lánastofnana heldur fjáröflunar
til þess að sjóðir þeir, sem annast
eiga um þessar lánveitingar, hafi
nægilegt fé milli handa. Þrátt
fyrir þetta hafa trúnaðarmenn-
irnir talið, að í einstökum til-
vikum, svo sem vegna sérstakra
óhappa, sé eðlilegt, að Atvinnu-
málanefnd ríkisins veiti fyrir-
greiðslu um lán, enda hafa nokk
ur slík lán verið samþykkt og
önnur munu væntanlega brátt
bætast við.
Á meðal þeirra fiskibáta, sem
sótt hafa um lán eru að sjálf-
sögðu all margir, sem fengið hafa
mikil lán, en eiga annað hvort
ekki lengur fyrir skuldum aða
standa fyrirsjáanlega ekki undir
auknum skuldum. Þeir, sem svo
stendur á um, eru sennilega
ekki fleiri nú en lengst af hefur
tíðkazt. Á meðal hins mikla
fjölda báta, sem hér eru gerðir
út, hljóta alltaf að vera nokkrir,
sem þannig er komið fyrir, og
því er ekki unnt að aðstoða með
frekari lánveitingum. Sterk rök
má færa fyrir því bæði um fisk-
veiðar og fiskvinnslu, að þessar
atvinnugreinar eigi í erfiðleik-
um ekki svo mjög af of naumum
lánveitingum, heldur miklu
frekar af hinu, að lánsfé hafi
ekki verið notað af nægilegri
fyrirhyggju.
Enda þótt fiskveiðar séu nú
stundaðar með eðlilegum hætti
og fjánhagsörðugleikar eða láns-
fjárskortur hamli sjaldnast
rekstri fiskiskipa, getur starf-
semi atvinnumálanefndanna haft
mikla þýðingu fyrir lausn sér-
stakra vandamála. Slík vanda-
mál eru einkum tvenns kon-
ar: Útgerð togara eða stórra tog
báta frá þeim stöðum á landinu,
þar sem slíkar veiðar hafa ver-
ið stundaðar árangursríkt, þarf
að haldast. Er hér um að ræða
Reykjavík, Hafnarfjörð, Akur-
eyri og Siglufjörð. En kunnara
er en frá þarf að segja, að á
undanförnum áratug hefur tog-
urum mjög farið fækkandL
Þessi þróun er nátengd takmörk-
unum á veiðkvæðum togaranna,
skipShafnarstærð, hinum mikla
uppgangi síldveiðanna, betri að-
stöðu og afla hinna minni þorsk-
veiðibáta. Togveiðar á stórum
togskipum hafa hvorki staðist
samkeppni við síldveiðar né við
þorskveiðar minni báta, enda
þótt togaraútgerðin hafi notið
opinfoerra styrkja umfram aðra.
Þrátt fyrir þessa annmarka er
sem sagt þýðingarmikið, að út-
gerð stórra togskipa sé haldið
áfram frá þeim stöðum, þar sem
þau ein geta skapað grundvöll
fyrir öflugum sjávarútvegi, þó
að álitamál geti verið, hver gerð
og stærð togveiðiskipa muni
henta bezt í þessu skyni.
Fyrir Atvinnumálanefnd
Reykjavíkur hafa legið tillögur,
sem hún hefur sent til Atvinnu-
málanefndar ríkisins, um við-
gerð á þremur gömlum, reyk-
vískum togurum, sem legið hafa
ónotaðir um nokkurra ára skeið.
ítarlegar athuganir og viðræður
hafa farið fram um viðgerð og
útgerð þessara skipa, og sýnist
sitt hverjum hvað hyggilegt sé
í þessum efnum, þótt óumdeilt
sé, að viðgerð skipanna og út-
gerð muni um sinn skapa mikla
atvinnu. Atvinnumálanefnd rík-
isins hefur því boðið Reykjavík-
urborg að láni til langs tíma þá
upphæð, sem þarf til viðgerðar á
þessum togurum, og er talið að
hún sé um 26 millj. kr. Á valdi
Reykjavíkurborgar er hins veg-
ar að kveða á um, hvort þessari
upphæð skuli varið til viðgerðar
á þessum þremur tilteknu tog-
urum eða til eflingar fiskveiða
frá Reykjavík á annan hátt, sem
Atvinnumálanefnd ríkisins sam-
þykkir. Um leið og Atvinnumála
nefnd ríkisins tók þessa ákvörð-
un ákvað hún, að svipaðri upp-
hæð skyldi varið til eflingar
fiskveiða frá öðrum stöðum, þar
sem togaraútgerð hefur sérstaka
þýðingu.
Enginn efi er á, að fiskiskipa-
smíði innanlands er mjög löguð
til þess að bæta í bráð úr at-
Framhald á bls. 19