Morgunblaðið - 28.03.1969, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. MARZ 196«
Jónína Baldvinsdóttir
Endunninningarnar nota sér
ýms tímamót til þess a'ð flokkast
og vekja athygli á sér. Þannig
verður dánardægur þeirx-a, sem
við þekkjum vel, til að rifja upp
minningar, og sama er að segja
Aðolfundur
veggfdðruru
AÐALFUNDUR Félags veggfóðr
arameistara í Reykjavík var hald
inn 18. marz sl.
í stjórn félagsins voru kosnir:
Einar Þorvarðarson, formaður,
Beinteinn Ásgeirsson, varaformað
ur, Rúnar Hannesson, ritari,
Gunnar Jónsson, gjaldkeri, Guð-
mundur Helgason, meðstjórnandi.
Framkvæmdastjóri félagsins er
Guðmundur J. Kristjánsson.
Ffugstjdnnn lézl
Ziirich, 25. marz AP
FLUGSTJÓRI EL AL þotunnar,
sem arabískir skæruliðar gerðu
árás á á Ziirichflugvelli í fyrra
mánuði, lézt af sárum sínum á
sjúkrahúsi í Sviss í dag. Tvíveg-
is var hann skorinn upp og í
seinna skipti i gær, en þrjú skot
höfðu hæft hann í magann.
Arabarnir þrír eru enn í haldi
í Sviss. ísraelskur öryggisvörður
skaut þann fjórða til bana. Ör-
yggisverðinum var sleppt fyrir
fáeinum dögum og er hann kom
inn til ísraels.
t
Eiginmaður minn og faðir
okkar
Kristján Gunnarsson
skipstjóri,
Miðbraut 6, Seltjamarnesi,
andaðist á Landspítalanum 26.
þessa mánaðar.
Emma Guðmundsdóttir
og bömin.
t
Eiginmaður minn
Gestur Pálsson
leikari, Bárugötu 33,
andaðist á Landspítalanum
aðfaranótt 27. marz.
Dóra Þórarinsdóttir.
t
Móðir og fósturmóðir okkar
Kristín Sigurðardóttir
Grandaveg 67,
um afmælisdaga, sem marka
meiri háttar áfanga.
Jónína Vilborg Baldvinsdóttir
frá Helguhvammi í HÚnavatns-
sýslu lézt sl. sumar. Hefði náð
sjöfugsáfariga i þessum mánuði.
En tiltölulega fljótt skipaðist á
annan veg. Jónína var góður full
trúi þeirrar alþýðu í sveit, sem
hóf ævi sína laust fyrir og um
síðustu aldamót og reyndi í
mörgu tímana tvenna, en vann
með elju að því að bæta og
byggja landið. Allir, sem til
þekktu, dáðust að dugnaði þess-
arar frænku minnar á næsta bæ
við hvaða störf sem var, þegar á
barns- óg uhglingsaldri. Éf starf-
ið kallaði að, jafnvel hin erfið-
ustu verk í sveit á þeim tímum,
var hún óðar komin þangað með
alla sína orku og fúsleik, hag-
sýni og vinnugleði. Og þessir
eiginleikar fylgdu henni hvar
sem hún fór, og entust til ævi-
loka. Gaman var að sjá þes^a
ósérhlifni og hispursleysi eiga
samleið með smekkvísi, listrænni
hneigð og hugkvæmni í með-
ferð fíngerðra hluta þegar frí-
stund gafst. Minnti þetta á móð-
ur hennar, Vigdísi Jónsdóttur og
hagleiksmenn í hennar ætt, þótt
nokkuð sé af slíkum eiginleik-
um í báðum ættum Jónínu.
Snemma fór hún að fást við tré-
skurð, en var síðar einn eða tvo
vetur á námskeiðum hjá Ríkharði
Jónssyni. Mun hún hafa átt kost
á að halda áfram á þeirri bíaut,
en kaus heldur sín marghliða
störf, einkum í sveit.
Mjög var Jónínu eiginlegt að
veita börnum ýmsa tilsögn, og
minnir sú hneigð á föðurafa
hennar, Eggert Helgason bónda í
Helguhvammi, en hans er a'ð
góðu getið í Sögu alþýðufræðsl-
unnar á íslandi fyrir merk
kennslustörf í héraði sínu.
Jónína kenndi nokkur ár handa-
vinnu við barnaskólann á
Hvammstanga, einnig einn vetur
við Húsmæðraskólann á Staðar-
felli hjá frk. Ingibjörgu Jóhanns-
dóttur, tréskurð og söng, en söng
kona var hún góð svo sem kirkju
gestir í hennar sveit muna.
Kenndi einnig tréskurð á nám-
skeiðum á Löngumýri síðar.
Það gladdi Jónínu mjög, að
sonur hennar, Vignir B. Árnason
húsgagnasmfður, sem hún unni
mikið og annaðist vel, erfði hag-
Ölöf Gísladóttir
— Minning
Fædd 13. júlí 1898.
Dáin 27. febrúar 1969.
Kveðja frá sonardóttur Mariu Jónsdóttur.
Ég þakka amma alla ástúð þína,
umhyggju og kærleik hvert eitt sinn,
ég bið minn Guð að láta ljós þér skina
og leiða þig i náðarhimlnn sinn.
Þar sem að gróa sjúkdóms þungu sárin
í sól hans dýrðar harma þorna tárin.
Þér drottinn launi öll þín æfi störfin,
því allt hið góða, bezt hans auga sér
þín hönd var fljótust þar sém mest var þörfin
það gleggsta vitni göfgi hjartans ber.
Þína minning geymi ég alla æfi mína,
þín indæl mynd er greipt í huga mér.
t
Útför móður okkar
Kristjönu Þóreyjar
Jóhannsdóttur
Mávahlíð 26,
fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 28. marz kl. 13.30.
Sigrún Magnúsdóttir,
Magnea Dóra Magnúsdóttir,
Kristinn Magnússon.
t
Okkar innilegustu þakkir til
allra nær og fjær, sem auð-
sýndu okkur samúð og vin-
semd við andlát og jarðarför
Jakobs Frímanns
Kristinssonar
fyrrv. útgerðarmanns Hrísey.
Fillippía Valdimarsdóttir
börn og tengdabörn.
leik hennar; einnig hitt, að hann
gerðist skólakennari í smíðum.
Eitt sinn sagði hún við mig: Ég
hef aldrei haft áhyggjur út af
kaupgreiðslum til mín, ekkert
skipt mér af káuphæðinni! Sámt
sem áður réðst hún í það meðan
sonur hennar var stutt kominn
í námi, að hefja byggingu mynd-
arlegrar íbúðar handa þeim, sem
þau luku vi'ð í sameiningu. Þar
með auðnaðist henni einnig að
búa í haginn fyrir tengdadóttur
og barnabörn og vera með þeim
síðustu árin.
Ég hugsa mér keppni í kunn-
áttu margs konar starfa í sveit og
kaupstað, fyrr og nú, og myndi
Jónína hafa hlotið mjög háa stiga
tölu. En dagleg trúmennska og
fúsleikur verða ekki mæld í stig
um, en um þær dyggðir eiga allir
þeir, sem störfuðu með Jónínu
eða henriar starfa nutu, hinar
beztu minningar.
Helgi Tryggvason.
Hfífor Sigurbjörnsson fró
Seyðisfirði
Fæddur 31. október 1935.
Dáinn 11. janúar 1969.
Kveja frá ástvinum.
Félagi, sönur, faðir og bróðir,
fljótt varstu kallaður burtu frá okkur.
Eftir þér vinirnir horfa nú hljóðir.
Horfinn, en hversvegna? svarar því nokkur?
Veitt okkur huggun, ó, himneski faðir,
harmurinn þungi í brjóstinu situr,
hjúpast í dimmunni dagarnir glaðir,
döggin er héla og andvarinn bitur.
Linaðu, Drottinn minn, sviða í sárum.
Saknaðargráturinn harmana stilli.
Geymdu þann vin, sem svo ungur a'ð árum
okkur er horfinn. Stund ber á milli.
V. S.
Kristjana Þ.
Jóhannsddóttir
Kveðja frá barnabörnum
Fædd 8. 6. 1891
Dáin 21. 3. 1969
Á helgum kveðjudegi við hinzta
beðinn hljóða,
um hugi okkar streymir hið ljúfa,
sanna og góða.
Sem minningarnar geyma frá
Iiðnum lífsins stundum,
þvi ljós og fegurð, amma, í
návist þinni fundum.
Frá fyrstu ævidögum við áttum
ástúð þína,
er ávallt léztu göfug i orði og
verki skína.
Þú geymdir dýran fjársjóð í þínu
hreina hjarta,
sem hjá þér ætíð fundum, þinn
kærleikseldinn bjctrta.
Hann vermdi ungar sálir, þau
góðu áhrif geymast,
sem gull í okkar hjörtum og
miinu aldrei gleymast.
Þú lifðir mild og hógvær, og virt
og elskuð varstu,
að veita öðrum blessun, það
aðalsmerki barstu.
andaðist að heimili sínu mið-
vikudaginn 26. marz.
Hólmfriður Sölvadóttir,
Valdís Ármannsdóttir.
t
Eiginkona mín
Lára Jóelsdóttir
Læk,
verður jarðsungin frá Brefða-
bólsstaðarkirkju á Skógar-
strönd laugardaginn 29. marz
kl. 2 e.h. Bílferð verður frá
Umferðarmiðstöðinni kl. 8 ár-
degis sama dag. Fyrir mína
hönd, barna og tengdabarna.
Jónas Guðmundsson.
t
Útför
Guðrúnar Magnúsdóttur
frá Görðum, Ljósvallagötu 24,
sem andaðist í Landspítalan-
um 23. þ.m. verður gerð frá
Dómkirkjunni laugardaginn
29. marz kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda.
Gunnar J. Möller,
Baldur Möller,
Ingólfur Möller,
Þórður Möller.
t
Þökkum af alhug auðsýnda
samúð og vinsemd við andlát
og útför móður ihinnar,
tengdamóður og ömmu
önnu S. Guðjónsdóttur.
Helgi J. Sveinsson,
Sigriður Sigurðardóttir,
Sigurður Helgason,
Sveinn G. Helgason,
Ágústa Helgadóttir,
Jóhann Helgason,
Ilelgi S. Helgason.
t
Þökkum innilega sýnda samúð
og hluttekningu við andlát og
útför
Erlendar K. Helgasonar
vélstjóra.
Sérstakar þakkir færum við
læknum og hjúkrunarliði
Handlækningadeildar Land-
spítalans.
Lára Kristinsdóttir,
Gunnar Erlendsson,
Guðmundur Erlendsson,
Elísabet Helgaöóttir.
Nú heitar, djúþar þakkir þér
hjörtu okkar færa,
sem helgan dóm við geymum
ætíð þina minning kæra.
Og elskulega amma, hvar okkar
liggja leiðir,
hjón ljós frá göfgi þinni á
ævisporin breiðir
Hjartans þakkir sendi ég öll-
um er glöddu mig með heim-
sóknum, gjöfum, skeytum og
hlýjum kveðjum á sjötugs-
afmæli mínu 13. marz.
Ingibjörg Eyvindsdóttir.