Morgunblaðið - 28.03.1969, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.03.1969, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. MARZ I’96® Mœta þá Reykjavíkurúrvali en Hafnfirðingum á sunnudag 1»ÝZKU meisptararnir í hand- knattleik, liðsmenn Gummers- baeh "voru væntanleg'ir til lands- ins í nótt á leið sinni vestur um haf, þar sem þeir keppa við Bandaríkjamenn og Kanada- menn. Liðið áir hér og leikur hér tvo leiki, hinn fyrri á rnorg- un kl. 3.30 og Ihinn síðari á sunnudagskvöldið kl. 8.30 í LaugardalshöII. f fyrri leiknum mætir úrvatslið Reykjavikur Þjóðverjunum en í hinum síðari úrvalslið Hafnarfjarðar. í>að er gífurlegur fengur að þessari heimsókn því þett® lið mun sýna okkur það bezta sem evrópsk félagslið geta sýnt i handknatt’leik. Þýzka liðið er nýbakaður Þýzkalandismeistari innanhúss og hefur oft áður unnið þann titil og einnig unnið Evrópubikar félagsliða, svo hér eru gestir ekki af lakara taginu. Sem Þýzka.landsmeistari kem- ur Gummers'baeh í Evrópu- keppni félagsliða næsta vetur ásamt FH og ekki er loku fyrir það skotið að liðin lendi þá hvort gegn öðru. Raunar ihefði verið meira í það varið að mótherjar hér hefðu t. d. verið okkar bezta lið í dag, FH og síðan hefði landsliðið fengið reynsluleik, Fram sigraöi KR örugglega Karl Jóhannsson sýndi frábœran leik í FYRRAKVÖLD bar Fram sig- urorð af KR I leik liðanna í 1. deild Islandsmótsins í hand- knattleik. Lokastaðan varð 25:19, en jafntefli 11:11 var í hálfleik. Var leikurinn mun jafnari en únslitatölur |gefa til kynna, en hörð og ákveðin vörn Framara í siðarj hálfleik, ásamt ágætri frammistöðu Þorsteins í marki þeirra skapaði þeim svo stóran sigur. Leikurinn hófst með mikilli markasúpu, því þegar 3 mínút- ur voru liðnar höfðu 5 mörk verið skoruð. Fram hafði yfir- leitt frumkvæðið í háifleiknum, mest 4 mörk, en undir lok hans tókst KR að jafna, er Karl Jó- hannsson gerði hvert markið af fætur öðru. Skoraði hann 9 af 11 mörkum KR í hálfleiknum. í síðari hálfledk sýndi Fram þá varnaraðferð sem verið hef- ur þeim árangursrík í vetur m.a. í leikjum þeirra við ÍR. Voru KR-ingar sem nfllguðust varnar- vegg þeirra jafnan teknir ómjúk um tökum. Hefðu dómararnir með réttu mátt taka þyngra á brotum þeirra. Tók Fram for- ystu þegar í upphafi hálfleiks- ins og hélt hennd leikinn út. Langbezti maðurinn á leik- vellinum var Karl Jóhannsson, en í fyrri hálfleik var hann | sannarlega í essinu sínu. Hilm- ar Björnsson sýndi einnig ágæt- an leik og spilaði Karl upp. 1 li«i Fram átti Þorsteinn Björns- son beztan leik og er þetta sennilega hans beztd leikur í ís- landsimótinu. Ingóilfur stóð sig einnig vel, en KR-ingaT gáfu honum oft mjög ákjósanlegt svigrúm til að skjóta. Nefna ber einnig Sigurð Einarss’on. sem sjaldan á slæma leiki. Dómarar voru Björn Kristjáns son og Gastur Sigurgeirsson og sem fyrr segir hefðu þeir mátt vera ákveðnari. Mörkiin skoruðu. Fram: Ingólfur 9, Guðjón 4, Sigurður 4, Arnar 4, Gylfi 2, Sigurbergur 1, Rúnar 1. KR: Kard 14, Hilimar 2, Stein- ar 1, Haraldur 1, Geir 1. Gretar Steindórsson gerir æfingar á tvísla. í fimleikum KR tii því ekki vei’tir því af sam- æfingunni fyrir átökin siðar á árinu. En hand’knattleiks ráðin í Reykjavík og Hafnar- firði sem að móttöku þýzka liðsins standa ákváðu að ’hafa fyrirkomulagið eem raun er á. Það eitt er víst að það verður Framhald á bls. 31 íslandsmót v eroiaun Verðlaunagripi til keppninnar hafa gefið: Samvinnutryggingar bikar í fiokkakeppni karla, Sjó- vá gefur bikar í flokkakeppni kvenna, Jón Jóhannesson (ís- landsmeistari 1937) gefur styttu til íslandsmeistara í fimleikum karla og Hannes Þorsteinsson .ítyttu til íslandsmeistara í fim- leikum kvenna. ★ Danskir yfirdómarar Til aðstoðar við framkvæmd mótsins hafa verið fengnir tveir danskir fimleikameistarar, hjón- in Else og Kurt Trangbæk. Þau munu setja dómara og keppend- ur inn í alþjóðlegar keppnisregl- ur, auk þess sem þau verða yfir- dómarar á mótinu, hvort í sínum flokki. Unglingoliðið leikur tvo leiki íyrir norðnn um nœstu helgi „LANDSLIÐIГ í knattspyrnu leikur næsta æfingaleik sinn á sunnudaginn og verða mótherj- arnir þá liðsmenn Akraness. Leik urinn verður á Háskólavellinum kil 2. Unglingalandsliðið heldur til Húsavíkur og leikur kl. 2 á laug ardaginn gegn liði Völsunga, en ’heldur síðan landveg til Akur- eyrar og keppir við Akureyringa kl. 2 á sunnudaginn. Staðan í Englandi Staðan í 1. o«r 2. deild: 1. deild Derby County 35 19 11 5 47:30 49 Leeds Utd. 33 23 8 2 59:24 54 Middlesbro 36 19 8 9 55:41 46 Liverpool 32 21 6 5 52:19 48 Crystal Palace 34 18 8 8 59:41 44 Arsenal 32 19 8 5 45:18 46 Cardiff City 37 19 6 12 64:47 44 Everton 31 17 10 4 64:27 44 Charlton 35 15 12 8 50:46 42 Chelsea 35 16 8 11 62:45 40 Millwall 36 17 7 12 55:42 41 West Ham 33 13 13 7 62:41 39 Carlisle 36 14 10 12 41:40 38 Southampton 36 13 11 12 45:43 37 Sheffield Utd. 36 14 9 13 55:46 37 Tottenham 33 10 15 8 49:42 35 Huddersfield 34 14 8 12 45:45 36 Burnley 35 13 8 14 45:67 34 Blackpool 35 11 13 11 44:36 35 Ipswich 35 12 9 14 51:51 33 Birmingham 35 14 6 15 63:55 34 Sheffield Wed. 32 10 11 11 34:39 31 HuII City 35 10 14 11 49:47 34 Wolverhampton 34 9 13 12 35:45 31 Blackburn 32 12 9 11 39:39 33 Manchester Utd. 34 10 11 13 45:45 31 Aston Villa 36 10 13 13 34:44 33 West Bromwich 33 11 8 14 44:56 30 Portsmouth 36 9 14 13 43:45 32 Manchester City 32 10 9 13 54:44 29 Norwich 33 12 7 14 42:42 31 Newcastle 31 9 11 11 40:43 29 Bristol City 35 9 13 13 40:44 31 Nottingham For. 34 8 12 14 40:47 28 Bolton 35 9 12 14 47:55 30 Stoke City 34 8 12 14 38:48 28 Preston 35 9 12 14 32:42 30 Sunderland 35 9 10 16 38:62 28 Oxford 35 8 8 19 28:50 24 Coventry 34 8 8 18 41:54 24 Bury 34 8 7 19 40:66 23 Leicester 31 6 10 15 28:53 22 Fulham 35 7 9 19 36:67 23 Q.P.R. 37 3 9 25 33:87 15 endurvakið eftir 30 ára hlé Mótið haldið í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi á sunnudag NÆSTKOMANDI sunnudag Góð þátttaka gengst nýstofnað Fimleikasam- band íslands fyrir íslandsmeist- aramóti í fimleikum í íþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi. Er þetta fyrsta íslandsmeistaramótið í fimleikum í rúm 30 ár. Mótið hefst kl. 2 og er keppt bæði í meistaraflokki karla og kvenna. í karlaflokki er keppt í 5 greinum: Á svifrá, á tvíslá, í hringjum, stökkum á hesti og gólfæfingum. í kvennaflokki er keppt í fjórum greinum: Gólf- æfingum, á slá, kistustökkum og á dýnum. íslandsmeistari getur sá einn orðið, sem hlýtur flest saman- lögð stig úr öllum greinunum, en sigurvegari í hverri grein fær meistaratitil. Keppendur í karlaflokki verða 18—20 talsins, en 13 í kvenna- flokki. Keppendur eru frá KR, Ármanni og íþróttabandalagi Sigulfjarðar. Keppni fer sam- tímis íram í báðum flokkum. Auk einstaklingskeppninnar verður flokkakeppni, þar sem fjórir stigahæstu menn frá hverju félagi mynda flokk. Veiða þe:r að hafa keppt í öll- um greinum. Cy/o ANNAR leikurinn í meistara- keppni KSÍ og KRR fer fram í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. Eins og kunnugt er eiga þátttöku rétt í þessari keppni þau lið er árið á undan sigra í íslandsmót- inu og í bikarkeppni KSI — þ.e. liðin sem öðlast rétt til þátttöku í keppninni um Evrópubikarinn. Einum leik er lokið í keppn- inni. Fór hann einnig fram í Eyj um en hér er Melavöllurinn enn ekki tilbúinn til kappleikja, en inn á þessa leiki er seldur að- gangur. Fyrsta leiknum lauk með jafntefli. Síðustu tveir leik- ir keppninnar verða svo í Reykja vík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.