Morgunblaðið - 26.04.1969, Page 2

Morgunblaðið - 26.04.1969, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1969 Stal 80 þús. kr. frá gesti sínum ÁTTATÍU þúsund krónum stal innbrotsþjófur í fyrrinótt frá manni, sem á meðan sat í góðu yfirlæti hjá sambýliskonu þjófs- ins. Daginn eftir faldi sambýlis- konan þýfið í leiði í kirkjugarð- inum við Suðurgötu og þar vis- aði hún rannsóknarlögreglunni á það, þegar upp hafði komizt um alla málavöxtu. Eigandi peninganna fór á veit- ingahús síðasta vetrarkvöld og hitti þar fólk, sem hann taldi vera hjón. Þegar veitingahúsinu var lokað, bauð maðurinn „hjón- um“ þessum heim til sín og þá síðan heimboð þeirra. Hann vildi taka með sér eittihvað af peningum og sótti þá í læstan peningakassa, sem í voru eftir um 80 þúsund krónur. Peninga- kassann opnaði maðurinn að fólkinu viðstöddu. Þegar maðurinn hafði dvalið nokkra stund á heimili fólksins, Moskvu og Prag, 25. apríl. NTB ÓSTAÐFESTAR fregnir sem hafðar eru eftir austur-evrópsk um heimildum í Moskvu, segja að Sovétríkin mnni í næsta mán- uði kunngera áætlun um að kveðja heim herlið sitt frá Tékkóslóvakíu. Segir í fregnum þessum, að dr. Gustav Husak, hinn nýi leiðtogi kommúnista- flokks Tékkóslóvakíu, hafi átt um þetta viðræður við sovézka ráðamenn í sambandi við fund aðildarríkja COMECON, sem er efnahagsbandalag kommúnista- ríkjanna, í Moskvu. Talið er að um 70,000 mamna sovézkt lið sé í Tékkóslóvakíu. Þá birti júgóslavneska frétta- stofan Tanjug fréttir í dag, sem benda í sömu átt. Segizt Tanjug hafa a-evrópskar heimildir fyr- hr fregnum sínum, og að tilkymn iinig um brottkvaðningu sovézka herliðsins verði gefin út sam- tímis í Prag og Moskvu áður en alþjóðaráðstefna kommúnista- flokka hefst í Moskvu 5. júní. ENGIN HATIÐAHÖLD 1. MAt Yfirvöld í Tékkóslóvakiu hafa atflýst öllum meiriháttar hátíða- höldum í tilefni 1. maá, að því er bláðið Lidova Demokracia í hvarf húsráðandinn á braut og kom ekki aftur fyrr en að góðri stund liðinni og fór þá strax að sofa. Þegar maðurinn svo kom heim til sín, brá honurn illilega í brún, því peningakassi hans hafði ver- ið brotinn upp og allt féð tekið úr honum. Tilkynnti hann rann- sóknarlögreglunni þegar um þjófnaðinn. Rannsóknarlögreglan fór þeg- ar heim ti!l fól'ksins, sem eigandi peninganna hafði gist um nótt- ina. Maðurinn harðneitaði að vera nokkuð viðriðinn innbrotið en við yfirherslu viðurkenndi konan, að hann hefði skýrt henni frá innbrotinu og fengið henni peningana, sem hún kvaðst hafa falið í Leiði í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Þegar peningarnir voru fundn- ir, viðurkenndi sambýlism'aður konunnar að hafa framið inn- brotið og stolið peningunum. Prag skýrði frá í dag. Verður haldið upp á daginn með minni- háttar hátíðahöldum, sem dreift verður víðsvegar um borgina, en hinn venjulega skrúðgainga með þjóðarleiðtogana í fararbroddi, miun ekki verða farin þessu sinni. Hermt er að hátíðahöldin 1. maí hafi verið tid umræðu á æðstu stö’ðum alla þessa viku, og er talið að sú áikvörðun, að draga úr hátíðaliöldunum og dreifa þeim, stafi af því að ráða menn óttist mjög að andsovézk- ar tilfinningar landsmanna kumni að blossa upp. Sama blað í Prag sagði einn- ig í dag, að engin meiriihá'ttar Framhald á hls. 3 SEX foistöðumenn næturklúbb- anna í Reykjavík sitja nú í gæzluvarðhaldi og hefur lögregl an lokað klúbbunum og sett næt urvaktir við þá alla. Að sögn Bjarka jfilíassonar, yfirlögreglu- þjóns, verða kiúbbamir ekki opn aðir aftur nema dómsniðurstað- 140 söluhross skrúð ó Blönduósi Blönduósi, 25. apríl. TVEIR sænskir hrossakaup- menn komu hingað til Blöndu- óss á mánudag ásamt Gunnari Bjarnasyni, ráðunaut B.f. Þann dag keyptu þeir liðlega 100 hross og verður markaðurinn opinn fram til næstu mánaðamóta og ef til vill fram í miðjan maí. Skráð söluhross eru nú um 840 talsins, þar af um 60 tamin, aðallega hestar. Kaupfélag Hún- vetninga hefur séð um skrásetn- ingu hrossanna en Páll Siguirðs- son mun veita þeim viðtöku fyr ir hönd kaupenda. Nokkuð af hrossunum verður flutt til Sauð- árkróks og þaiu tekin þar í skip um mánaðamótin en hin er ráð- gert er að flytja út um miðjan maí og verða þau væntanlega tekin í skip á Skagaströnd. — B.B. Donsknr kvikmyndir í DAG klukkan 2 síðdlegis efna fimm féiög hér í borginmi sam- eiginiega til kvikmyndasýninigar í Nýja Bíó. Hvert þessana félaga vinnur að dansk- íslenzkium mái efnd: Dansk- íslenzka félagið, Dansk kvindekliub, Det diamsfce seiskap, Foreningen Dammebrog og Sfcamdimavisk Boldtbluib. Sýnd verður kvi'kmynd sem gerð var í tilefni af 75 ára aifmæli Frið- riks IX Daniafconumgs og hefur þetssi mynd ekki áður verið sýnd hérlendis og heitir á dömsku: En lykkelig familie. Að sýniiragu hennar lokinni verður sýnd mynd sem fjallar um Græmlamdsleið- aragra Knud Rasmussen. Aðalfnndur Norrænn félngs- ins nsunnu- dngskvöld AÐALFUNDUR Norræna félags inis í Roykjavík verður haldinn í Norræraa húsinu sunmiudaigs- kvöldið 27. apríl kl. 20.30. Á dag skrá era venjuleg aðalfumdar- störf. Æskik-gt <?r að félagsmenm fjöl nmenmi. an í máli þeirra heimili það. Mál klúbbanraa eru nú í dóms- rannsókn hjá sakadómi Reykja- víkur og að nýbyrjuðum sumar deginuim fyrsta fóru menm frá sakadómi í alla klúbbana og sagðii Þórður Björnsson, yfinsakadóm- ari, Morgunblaðinu, að lagt hefði verið hald á skjöl og ýmis sakar gögn, m.a. allt áfengi, sem fammst í húsakynmum klúbbanma. For stöðumenn klúbbamina voru tekn- ir til yfirheyrslu og í gær voru þeir úrskurðaðir í allt að sjö daga gæzluvarðhald. Sýningu Eiríks nð Ijúkn SÝNINGU Eiríks Smiths í Boga salnum lýkur anmað kvöld en Eiríkur sýrur þarna 21 malverk. Aðsókn að sýningunni hefir ver ið með ágætum og fimm mál- verk hata selzt. Öll málverkim eru til söki o.g er veTð þei'nra frá 9 upp í 70 þúsund króniur. VIÐTALSTIMI BORGARFULLTRÚA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS laugardagur 26. apríl. I víðtalstíma borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins laugard. 26. apríl taka á móti að þessu sinni Kristján J. Gunnarsson og Bragi Hannes- son. Viðtalstíminn er milli kl. 2—4 í ValhöII v/Suðurgötu og er þar tekið á móti hverskyns ábendingum og fyrirspurnum er snerta mál- pfni Reykjavíkurhorgar. Lítið um dýrðir í Prag 1. maí Hátíðahöldum dreift um alla borg — Mikil skrúðganga verður hinsvegar í Bratislava — Verður Sovétherinn fluttur brott? Næturklúkkunum loknð ' Forstöðumenn þeirra í gœzluvarðhaldi STAUNISTINN I I N-K0REU — sem egnir Bandaríkjamenn VTLL einvaXdur Norður-Kór- eu, Kim II Sung, stríð við Bandaríkin til þess að sam- eina alla Kóreu uradir sína stjóm? Kim er einn af síð- ustu gömlu stalinistunum, sem enn eru við völd í heimi komrraúnista. Hann stjórnar Norður-Kóreu með harðri hendi og hefux alla þræði í sínum höndum. Þess vegna finrast stjómmálafréttarituir- um ekki ósennilegt, að hann hafi sjálfur fyrirskipað töku bandaríska njósnaskipsins Pueblo í fyrra og árásina á bandarísku könnunarflugvél- ina á dögunum. Því hetfur jafnvefl verið fleygt, að hann vilji egna Bandaríkjamenn til styrjald- ar. Til dæmis sagði banda- ríski flotaforinginn John V. Smith, sem er fulltrúi í vopna hlésnefnd Sameinuðu þjóð- anna í Panmunjom, skömmu eftir tökiu Pueblo, að hann teldi að Norður-Kóreumenn mundu fagna þvi, ef málið leiddi til árekstra. Hann sagði að Norður-Kóreumenn væru „óðir 'hundar, aðeins þrepi of- ar dýrum" í fraarraburði sín- um fyrir rannsóknarrétti þeim, sem flotinn setti á lagg irnar vegna töku Pueblo. Lloyd M. BuOhner, skip- herra á Puefolo, tók í sama streng og sagði að Norður- Kóreumenn væru ,grimmir og hrottalegir villimenn". Aðrir meðlimir áhafnarinnar kváðu jafnstetkt að orði í lýsingum sínum á þeim mis þyrmingum ,sem þeir urðu að þola í fangavistinnL Kim, sem opinberlega er titlaður forsætisráðlherra þótt hann sé einvaldur, hefur lengi verið hlynntur styrjöld. Oharles H. Bonesteel hers- höfðingi, yfirmaður 8. banda- ríska hersins í Kóreu, hefur þebta að segja um Norður- Kóreu og einræðisherrann: „Einræðish errann í Norður Kóreu, Kim II Sung, hefur margoft ítrekað opiraberlega, að takmark haras sé að sam- eina landið undir kommún- istastjórn, með valdi ef nauð- syn krefur. Honum hefur einu sinni mistekizt að fá þessu framgengt, og hann fyr irlítur löglegar leiðir og frjálst val. Þess vegna hafa Norður-Kóreumenn endur- byggt herafla sinn frá grunni, en auk þesis sem þeir eru þannig búnir undir venju lega styrjöld, hafa þeir öðlazt hæfni til umfangsmi'kils eld- flaugabernaðar“. HREISUN í HERNUM. Öll raunveruleg völd í Norð ur-Kóreu eru í höndum Kim II Sung eins og breytingar er gerðar voru á heratjórn- inni fyrr á þessu ári bera vott um. Sér/ræðingar í Asíumál- u>m vei'ttu þvi eftirtekt, að Kim forsætisráðlheTra virtist hafa losað sig við hugsanlega keppinauta án þess að nokk- ur kurr gerði vart við sig. Aðrir töldu, að þessar hreins- ani-r ættu rætur sínar að rekja til þess, að víðtækar árásaraðgerðir gegn Suður- Kóreiumönnum fóru út um þúfur í fyrralhauist. Þá var 120 mönnum skipað að koma á fót skæruliðabækistöðvum í Suður-Kóreu, en þeir voru flestir felldir eða teknir hönd um. Kim 'orsætisráðherra hef- ur öðru hverju átt í útistöð- um við bæði Rússa og Kín- verja, en þó hefur hann þeg- ið að;toð frá báðum. Margir, sem fylgzt hafa með ferli hans segja, að hann sé ákafur þjóðerni&sinni, enda þótt hann sé eldiheitur kommún- isti. Þar - af leiðandi hafi hann reynt að halda jafnvægi milli Rússa og Kínverja og. sýnt við það mikla kærasku. En Kim á Rússum það að þakka að hann komst til valda árið 1945. Þótt Kim, sem nú er 57 ára, sé fæddur í Kóreu, flýði hann ásamt for eldnum síraum til Mansjúríu undan Japönum, sem réðu lögum og lofum í landinu frá dögum rússnes'k-japanska stríðsins 1904-05 til loka síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Skömmu fyrir síðari heims- styrjöldina hélt Kim til Sov- étríkjanna þar sem hann gekk í Rauða herinn. Hann sneri aftur til Kóneu með Kim II Sung rússneska hernámsliðinu 194)5 og var skipaður forsæt- isráðherra bráðabirgðastjórn- ar Norður-Kóreu þegar land- inu var skipt. í Kóreustríðinu sendu Kín- verjar honum eina milljón hermanna. Rúasar hafa séð honum fyrir miklu magni her gagna og atvinnutækja. VAFINN DÝRÐARLJÓMA Á uradanfömum árum hef- ur hann otft haft orð á því, að kommiúnismi í Kóreu verði að þróast sjálfstætt. Honum hefuæ verið þannig lýst, að hann sé hreinn snillingur í pólití'sku baktjaldama'kki, og miskunnarlausar pólitiskar hreinii'anir hatfa verið eitt helzta tæki hans. Þótt fáir kommúnistaleiðtogar séu eins lí'tt kunnir erlendis, er Kim forsæti'sráðlherra frægur í Norður-Kóreu. Dýrkuninni á persónu hans hefur verið líkt við dýrkunina á Mao Tse- tung í Kína. Ekki er enn ljóst 'hvað vak ir fyrir Kim rraeð því að erta Bandaríkjamenn og hvað hann heldur að hann fái fram gengt. En þeir sem vel hafa fylgzt með ferli Kirns furða sig ekki á framferði hans. Kim II Sung telur sig gegna örlagaríku hlufcverki í sög— unni og enn er hugsjón hans ekki orðin að venulega, en hann er staðráðinn að hrinda henni í framkvæmd hvað sem það kosfcar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.