Morgunblaðið - 26.04.1969, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.04.1969, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26, APRÍL 1960 FRESKUR FRÁ FLORENCE Á FERÐ - EFTIR VALTÝ PÉTURSSON, USTMÁLARA ÞESSI fyrirsögn hlýtur að láta ótrúlega í eyrum þeirra, sem vita hvað freska er. Samt er hér um sannleikann að ræða. Eitt af kraftaverkum tækniald arinnar tuttugustu. Til að út- skýra þessar línur verð ég að segja í örfiáum orðum, hvað freskomálverk er í raun og veru. Það er algengur misskilning- ur hjá almenningi að öll vegg- málverk séu freskur, svo er ekki. Það er oft málað beint á veggi með venjulegum olíulit- um. Freska er ekki máluð beint á vegg, heldur í sérstak- an grunn, sem síðan þornax og verður þá partur af sjálfum veggnum. Fleiri en ein aðferð við freskomálverk hafa verið notaðar frá upphafi þessarar listgreinar, og er þar um tækni legt atriði að ræða, sem ég hirði ekki um að koma á fram- færi í þessu skrifi. Freskan hef ur þann eiginleika, að yfirleitt eru notaðir jarðlitir, sem sam- einast mjög vel grunninum og breyta dálítið um litatón við að þorna, en halda síðan mjög ferskum og sérstæðum blæ, en þeir eru í eðli sínu frábrugðnir hinum venjulegu olíulitum. Þetta var atriði, sem hinir gömlu meistarar urðu jafnan að hafa hugfast. Annað, sem skipti miklu máli, var, að í rök um grunni var engu hægt að breyta, alit varð að vera hár- nlákvæmt og því enn meiri vandi á ferð en þegar venjulegt olíumálverk var í smíðum. Frumdrög voru gerð að fresk- um á þann hátt, að fyrst var gerður grunnur úr gipsi, síðan teiknað á hann með venjulegu viðarkoli og þá var endurteikn að og gerðar breytingar með rauðum jarðlit, sem þornaði inn í gipsið. Þessi frumdrög eru kölluð SINOPIA og nafnið dregið af litnum (Sbr. Sinnop- er rautt). Loks var svo lagður rakur grunnur yfir smáparta af myndfletinum og listaverk- ið málað endanlega. Þessi smá partar voru miðaðir við hvað listamaðurinn afkastaði miklu á hverjum vinnudegi og kallast á ítölsku GIORNATE (dags- verk). Því er það auðvelt að ejá hve mörg dagsverk liggja í endanlegu listaverki af þess- ari gerð, því ef vel er að gáð, sjást alltaf skilin milli dags- verkana. Með þessu móti höfðu lietamennirnir frumdrögin allt af til að styðj ast við, meðan verkið var í smíðum. Allt fram á 16. öld tíðkaðist það mjög lít ið að listamenn gerðu teikning ar á pappír eða pergament, og er því mjög lítið tii af teikning- um og frumdrögum frá þessum tíma. En nú á síðustu árum hef ur verið fullkomnuð tækniað- ferð til að taka freskur af veggj um, og þannig hefur einnig verið gert mögulegt að endur- heimta sjálf frumdrögin, sem varpað hafa nýju ljósi á list frá fyrri öldum og gefið ómetan- léga upplýsingar um þá lista- menn, sem í hluit eiga. Það eru ftalir sem unnið hafa þessi af- Frummynd og freska eftir Andrea del Castagno. Hér sjáum við hvernig listamaðurinn hefur breytt að miklum mun verki sínu, er hann vann það endanlega. Það er einnig áberandi, hve frummydin er ferskari og iipurri í sjálfri teikningunni. rek, og voru þeir byrjaðir á að bjarga freskum fná eyðilegg ingu á þennan hátt, áður en stórflóðin 1966 gerðu hinn stór kostlega usla í listaverkaborg- inni Florenee. Áður fyrr voru gerðar marg- ar atrennur til að bjarga fresk- um, en þá var það oftast ein- asta ráðið að taka heila veggi og flytja. En hér var um hættu lega aðferð að ræða og var meira eyðilagt en bjarga, og það er ekki fyrr en nú á sein- Ustu árurn, sem þessi nýja að- ferð hefur getað komið að verulegu gagni. Ég ætla mér ekki að fara út í þá sálma að skýra þessa aðferð, enda botna ég lítið í henni sjálfur, en öll- um vísindamönnum á þessu sviði ber saman um, að ótrú- lega vel hafi hér tekizt og að nú sé hægt að taka heilar fresk ur af veggjum og færa þær yf- ir á varanlegra efni, og það hefur verið gert, meira að segja í stórum stíl. Þessi myndgerð, freskan, er fslendingum dálítið framandi, þar sem hér á landi eru að mínu viti aðeins tvær freskur til: Önnur í Landsfoanka ís- lands, eftir Kjarval, hin í Hall- grímskirkju í Saurfoæ, eftir finnskan listamann. Eftir flóðin miklu í Florence var víðtæk hjálparstarfisemi skipulögð um víða veröld til að bjarga þeim listaverkum, sem harðast höfðu orðið fyrir barð- inu á náttúruöfluinum, og voru Bandaríkjamenn, Hollending- ar og Bretar þar fremstir í flokki. Nú hafa ítalir sýnt þess um þjóðum þakklæti sitt með því að senda þeim einstæða sýningu af freskomyndum, sem teknar hafa verið af veggj um gamalla húsa þar í landi, bæði sjáifar freskurnar og sin- opiurnar, sem í ljós komu, er freskurnar voru fjarlægðar. Þessi sýning verður ekki end- urtekin, og er því merkil'egur atburður í lktalífi veraldar. Að sjálfsögðu er hún einnig hin fyrsta sinnar tegundar og ef til vill sú einasta. Hér er því einstakt tækifæri fyrir þá, sem geta veitt sér þann unað að sjá listaverk, sem mörg voru falin í skúmaskotum kirkna upp undir rjáfri og ósýnileg að mestu leyti fyrir þá, er heim- sóttu viðkomandi byggingar. Önnur voru jafnvel undir máln ingarlagi og algerlega ósýnileg, og 'hafa ekki komið fyrir mann leg augu um langan aldur, og frummyndirnar voru ekki áður þekktar. Sumir hafa af vrsu maldað í móinn og haldið því fram, að þessi verk hafi glalað gildi sánu við það að vera færð úr sínu upprunalega umhverfi, þar sem þau hafa verið anar þáttur í sjálfum arkitektúrn- um. Þeir hafa að vísu nokkuð til síns máls, en það verðar öllu að bjarga þessum listaverkum frá tortímingu og gera þau að- gengileg fyrir mannfólkið. Engin sýning á síðari ártrm hefur dregið að sér eins margt fólk og þessi. Þegar sýnkigin var í New York á síðastliðnu hausti, stóð fólk í löngum bið- röðum til að komast inn og Metropo'litan siafnið varð að hafa opið fram undir miðnæ'.ti til að anna aðsókninni. Sömu sögu er að segja frá Amsler- dam, og nú er daglega fullt hús í Heyward Gallery í Lon- don, en þar var sýningin opn- uð fyrir nokkrum dögum, og stendur fram eftir sumri. Það mun heldur ekki ofmælt að þessi sýning á erindi til allra listamanna og hvers einasta nemenda í myndlist. Ég var það heppinn að sjá þessa sýningu bæði í New York og London. Það er mikill mun- ur á, hve betúr fer um sýning- una í London en í New York. Hér er það auðvitað hið glæsi- lega sýningarpliáss í Heyward Gallery, sem ræður miklu. En það er einn þáttur í þeirri menningarmiðstöð, sem Lund- únarbúar eru að koma sér upp á syðri bakka Thames. Það er áfast við hljómleikahöllina miklu, Festival Hall, og þar er einnig í smíðum nýtt Þjóðleik- hús, allt á sama stað. Slíkt fyrirkomulag virðisit nú mjög í tízku og hefur gefið góða raun. í þessu sambandi má benda á Lincoln Center í New York og Kennedy Center, sem þeir eru að byggja í Washington D.C. Um sjálf listaverkin á þess- ari sýningu verður ekki deilt. Hér eru á ferð verk eftir marga mestu meistara mál- aralistarinnar frá því um 1200 fram á 16. öld, svo sem Giotto, Andrea del Cast- agno, Fra Angelico, svo að ég nefni aðeins örfá nöfn. Einnig eru þarna verk eftir svo til til óþekktra meistara, og jafnvel eru sumir höfundarnir óþekkit- með öllu. Það er því ekki að furða, að því er lýst yfir, að slík sýning muni ekki verða endurtekin, svo miklr gersem- ar eru hér 'á ferð. Ekki dettur mér til hugar að fara út í það að gera svo mikið, sem einu af þesisum verkum skil í stuttri blaðagrein, en eitt vil ég gjarn- an að komi fram. Hve undr- andi margir hafa orðið á þeim frummyndum ,sem þarna koma fyrir augu almennings í fyrsta sinn, og hve frjálslega og nú- tímalega þessir gömkx meistar- ar raunverulega unnu, þegar þeir þurftu ekki að þrúgaist af formúlum sinnar eigin samtíð- ar, og hve mikinn húmanisma má lesa úr þessum frummynd- um. Gríðarlega vönduð sýningar skrá hefur verið gefin út með þessari sýning-u, þar sem upp- lýsingum um tækni og ævisög- ur listamannanna eru gerð góð skil. En allt þetta fyrirtæki, sem er ofsaiega dýrt, hefur not ið fj árfoa gsstu ð n i n gs hins heimsþekkt'a fyxirtækis Oli- vetti, og hefur ekki verið mögu legt án þess.. Að lokum langar mig til að hnýta hér við svolítilli sögu af sjálfum Michelange'lo, þegar hann var fenginn til að gera skreytingarnar frægu í Cistine kapelluna í Fáfagarði. Þá hafði loftið verið undirbúið af iðnað armönnum og var til þes's ætl- azt, að hann málaði verk sín á þurran grunn með venjulegum olíulitum. Meistarinn varð æf- ur, lét fjarlægja þennan þurra grunn og heimtaði að fá að gera skreytingu sína í fresko- tæki á blautan grunn. Sagt er að hann hafi þá lýst því yfir, að olíumálverk væri ágætt dútl fyrir kvenfólk og hæfði fyrir hæggengit heilabú. Þetta gefur góða hugmynd um, hvert álit þessi öri meisbari hafði á fresko myndgerð. Yaltýr Pétursson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.