Morgunblaðið - 26.04.1969, Page 18

Morgunblaðið - 26.04.1969, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 196® - SKIPULAG... Framhald af bls. 15. því, að nauðsynlegt var talið að hraða umbótum á uppskipunar- aðstöðu svo sem verða mætti, ekki hvað sízt vegna ástandsins Við Torfunef. Hinsvegar fylgdi ákvörðun þessari þung kvöð, þ.e. um endurkaup vöruskemmunn- ar, en hún mun kosta um 10 milljónir króna. SKIPULAGNING HAFNARSVÆÐISINS Þessu næst kom mál þetta til meðferðar hafnarmálastjóra og skipulagsstjóra ríkisins. Töldu þessir erríbættismenn rikisins mun hagkvæmara að byggja þessa vöruskemmu á framtíðar- hafnarsvæði samkvæmt væntan legu skipulagi. Bentu þeir jafn- framt á, að undirbúningur skipu lags Akureyrarhafnar væri svo langt kominn, að unnt væri að ljúka því það fljótt að fram- kvæmdir við framtíðarhöfn gætu þess vegna hafizt á komandi vori. Hafnarmálastjóri taldi og eðlilegt og nauðsynlegt, að í hinni fyrstu fjögurra ára áætlun um hafnargerðir í landinu, sem taka ætti gildi um næstu ára- mót, yrði gert ráð fyrir gerð fyrsta áfanga framtíðarvöruhafn ar á Akureyri. Og þegar ljóst var orðið, að ríkisstjórnin mundi beita sér fyrir verulegri fjáröfl- un til útrýmingar atvinnuleysi á þessu ári, og meðal þeirra að- gerða sem í athugun væru, væru möguleikar á að flýta ýmsum opinberum framkvæmdum, sem ella hefðu verið unnar á næsta ári, virðist opnast leið til fjár- öflunar til hafnargerðar á Akur: eyri þegar á næsta sumri. Af þessum ástæðum var ákveðið að hraða frágangi aðal- skipiflags Akureyrarhafnar, og hefur það nú verið samþykkt og verður staðfest þegar lög leyfa. í skipulagi þessu er gert ráð fyr- ir viðlegukanti við Torfunef fyr ir skip, sem ekki þarfnast vöru- afgreiðslu (skemmtiskip, varð- skip o.fl.). Sunnan Strandgötu, austan Hjalteyrargötu, er gert ráð fyrir 350 m löngum viðlegu- kanti fyrir vöruflutningaskip og verði rúm fyrir fjórar vöru- skemmur á hafnarbakka. Skap- ast þarna fyrsta flokks aðstaða fyT ir hraða og ódýra afgreiðslu skipa. Austan á Oddeyrartanga er gert ráð fyrir 260 m viðlegu- kanti, þar sem aðstaða verði fyr- irir uppkipun á lausu korni og Pönlnnoiiclag N.L.F.R. Aðalfundi félagsins er frestað til laugardagsins 3. maí ki. 2 e.h. STJÓRNIN. VOLVO N88 Mjög góður VOLVO N 88 árg. 1966 með nýjum 20 tonna aftanívagni frá DAF verksmiðjunum til sölu. Vagninn er með sturtum og er tilvalinn í efnisflutninga. ÞUNGAFLUTNINGAR H/F. Símar 84320 og 34635. STULKA óskast til almennra skrifstofustarfa. Vélritunar- og enskukunnátta nauðsynleg. Þýzkukunnátta æskileg. Ráðning sem fyrst eða eftir samkomulagi. Umsóknir sendist í pósthólf 244, Hafnarfirði. Umsóknareyðublöð fást í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Reykja vík og Bókabúð Olivers Steins, Ha úiarfirði. íslenzka Álfélagið h.f. Mosfellssveit — Mosfellssveit Þjóömálaverkefni næstu ára - Samgöngumál Fundur verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 20.30 að Hlégarði, Mosfellssveit. 1. Avarp: Flemming Jessen form. F.U.S. í Kjósarsýslu. 2. Frummælandi: Ingólfur Jónsson, samgöngumálaráðherra. 3. Fundarstjóri: Jón Atli Kristjánsson form. Týs F.U.S. Sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi og Reykjavík eru hvattir til þess að fjölmenna. F.U.S. í Kjósarsýslu — Heimir F.U.S. Keflavík — Stefnir F.US Hafnarfirði — Týr F.U.S. Kópavogi — Samband ungra Sjálfstæðismanna. sementi. Auk þess er þessi kant- ur ætlaður til afgreiðslu al- mennra vöruflutningaskipa ef kanturinn sunnan Strandgötu yrði ónothæfur vegna veðurs eða þéttsetinn skipum. Á því svæði sem Togairabryggjan er nú, er gert ráð fyrir að verði fiskihöfn, fyrir togara, vél’báta og smábáta. Verði gerður hafnar garður norðan Togarabryggjunn ar, sem myndi skipakví, sem komi í stað skipakvíarinnar við Torfunef. Nyrzti hiuti hafnar- svæði þessa er svæði skipavið- gerða og skipasmíða. Auk þessa er nú unnið að skipulagningu olíiuhafnar í Krossanesi. Hafnarstjórn samþykkti þann 10. marz sl. að leggja til að eftir talin hafnarmannvirki verði tek in inn á fjögurra ára fram- kvæmdaáætlun um hafnargerð í landinu, sem taka skal gildi um næstu áramót, eftir því sem fjár öflun Leyfir. í því sambandi fól hafnar- stjórn hafnarstjóra að gera rekstraráætlun fyrir Akureyrar- höfn fyir árin 1970—1973. Framkvæmdirnar eru taldar í forgangsröð: 1. Viðlegukantur á svæði hinnar almennu vörulhafnar 100—200 m. 2. Lokaframkvæmdir við drátt- arbraut og tilheyrandi hafnar- mannvirki. 3. Hafnargarður til norðurs frá Togarabryggju. 4. Lenging viðlegukants við Torfunef og lokun bátakvíar þar. 5. Framhaldsframkvæmdir við aimenna vörulhöfn eftir því, sem ástæða verður til. 6. Lenging viðlegukants austan frystihúss til suðurs. Ennfremur samþykkti hafnar- stjóm að leitað verði eftir láns- fé svo unnt verði að flýta fram- kvæmd fyrsta liðar þessarar framkvæmdaáætiunar til þessa árs. í því felt að á næsta sumri verði gerður 120 m kantur, sem er sú lengd sem talin er nauð- synleg svo unnt sé að byggja skemmu Eimkipafélagsins á end anlegum stað á næsta sumrL Jarðvegsrannsóknir á hafnar- svæðinu standa nú yfir. Þær nið urstöður, sem þegar eru fengnar, eru mjög hagstæðar. ÞÝBING HAFNARFRAM- KVÆMDA FYRIR ATVINNU- LÍFIÐ Eins og bent vair á í upphafi þessarar greinargerðar hafa hafnarbætur á Akureyri mikla þýðingu fyrir framtíðarþróun bæjarins. Annað veigamikið atriði þessa máls eru áhrif fram kvæmda þeirra, sem óskað er eftir að fá að hefja í vor (120 m viðlegukantuir) á atvinnuástand- ið á Akureyri. Ýmis tæknileg atriði mæla með því að þessi viðlegukantur verði gerður úr strengjasteyptum staurum. Með því móti fæst betri viðlega fyrir skip og komið er þá í veg fyrir sjórok yfir bryggjur, hús og vör- uir í hvassri sunnanátt. Auk þess er talið sennilegt, að þessi gerð verði ódýrari, því hér er um inn lenda framleiðslu að ræða, sem hefur hækkað mun minna í verði en erlent stálþiL Hér er um mjög stórt verk- efni að ræða fyrir strengj asteyp- una á Akureyri, sem mun gjör- breyta rekstrarhorfum hennar og gera henni kleift að fjölga verulega fólki. Þar sem horfur í byggingariðnaði bæjarins eru mjög bágar er þetta mjög þýð- ingarmikið atriði. Bygging vörugeymslu Eim- skipafélagsins er í beinu sam- bandi við þessar hafnarfram- kvæmdir. Kostnaðarverð hennar verður um 10 millj. kr. Því er hér samtals u.þ.b. 25 millj. kr. fjárfesting í bænum, sem að mjög verulegu leyti verður greidd út í vinnulaunum innan- bæjar. Samtímis þessu vinnur at- vinnumálanefnd Akureyrar nú að sameiningu þeirra tveggja steypustöðva, sem hér eru rekn- ar, í eitt fyrirtæki. í því sam- bandi er nú unnið að kaupum á mjög fullkominni steypublöndun arstöð frá Straumsvík og þá munu einnig skapast aðstæður til að stónbæta aðstöðu til fram- leiðslu á muldu steinefni. Hafn- arframkvæmdirnar munu bein- línis stuðla að því, að unnt verði að byggja hér upp öflugt þjón- ustufyrirtæki, sem á að geta aukið gæði bygginga á Akur- eyri og nágrenni og lækkað byggingarkotnað og einnig orðið bænum sjálfum til mikils hag- ræðis við sínar framkvæmdir. NIÐURSTÖÐUR Bætt hafnaraðstaða er mjög þýðingarmikil fyrir framtíðar- þróun og vöxt Akureyrar. Betri höfn og aukin uppkipun á Akur- eyri hefur einig mikla þýðingu fyrir þróun Norðurlands alls. Innan tveggja til þriggja ára verður nauðsynlegt að skerða mjög hafnaraðstöðuna við Torfu nef. Væri þá enginn viðlegu- kantur til í Akureyrarhöfn sem vöruflutningaskip hafa forgang að, ef ekki hafa verið gerð ný hafnarmannvirki fyriir þann tíma. Eimskipafélag íslands hef- ur óskað mjög eindregið eftir að fá bætta aðstöðu til uppkipunar og vöruafgreiðslu á Akureyri. Það er framúrskarandi æskilegt að sú aðstaða verði í framtíð- arvöruhöfn bæjarins, enda fæst aðeins með því móti hagkvæm vöruhöfn. Framkvæmdir þessar verða að langmestu unnar innan bæjar og hafa því mikla atvinnu aukningu í för með sér og efla þýðingarmikið byggingariðnaðar fyrirtæki, sem átt hefur í mikl- um rekstrarerfiðleikum að und- anförnu. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að grafa grunn og skurð, alls um 3500 rúmm. Útboðsgögn verða afhent á teiknistofunni óðinstorgi s/f., Óðinsgötu 7, 3. hæð, þriðjudaginn 29. apríl. Keffavíkurbœr óskar eftir 3 verkamönnum til starfa við hreinsun á holræsa- kerfi bæjarins. Nánari uppl. hjá bæjarverkstjórunum í áhaldahúsi Keflavíkur- bæjar við Vesturbraut nk. mánudag og þriðjudag kl. 10—12. Gorðleigjendiir í Kópnvogi Vinsamlegast greiðið gjöldin fyrir 10. maí. GARÐYRKJURAÐUNAUTUR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.