Morgunblaðið - 26.04.1969, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 196®
25
- BÓKMENNTIR
Framhald af bls. 1S
Reykjavík og íslenzkar bækur
þar á móti fáanlegar í einni búð
í Þórshöfn. En sá draumur
stúdentanna hefur ekki rætzt.
Augljóst er, hvað hamlar:
Þrátt fyrir öll okkar mörgu
skipti, er menningarlíf sem . og
annað daglegt lif þessara
tveggja grannþjóða svo fullkom-
lega aðskilið, sem framast má
verða.
Færeyingar, sem hingáð ber-
ast, koma flestir í atvinnuleit.
Þannig kynnast þeir auðvitað
tilteknum þáttum íslenzks
þjóðlífs, en ekki þeim, sem
vafða menningartengsl þjóða,
enda er ekkert fyrir þá gert hér,
nema telja skyldi, að stundum
er messað fyrir þá í útvarpinu.
Þegar við á hinn bóginn
dompum upp í Færeyjum, þá
erum við næstum alltaf á leið
eitthvert lengra, stönzum þar í
mesta lagi fáeinar klukkustund-
ir, mæiurn göturnar í Þórshöfn,
ökum yfir í Kirkjubæ, basta.
Og — svo maður vendi dæminu
við aftur — þá er svo alvanaleg
sjón hér heima að sjá færeysk-
um sjómönnum bregða fyrir, að
við erum farin að líta á þá sem
hálfgerða landa. En komi hing-
að færeyskur rithöfundur eða
listamaður, gegnir ö'ðru máli;
á hann er litið sem útlending,
jafnvel spurt — ef t. d. er um
rithöfund að ræða — hvort hann
skrifi á færeysku eða dönsku,
og ekki ófyrirsynju spurt.
Óþarft er að velta fyrir sér,
hver ávinningur yrði þessum
tveim þjóðum að steypa saman
menningarmarkaði sínum, ef
þess háttar hlutur er þá í raun
og veru framkvaemanlegur.
En slíkt mun ekki gerast fyr-
irhafnarlaust og ekki nema
þjóðirnar flétti betur saman
daglegt líf sitt og hætti að líta
á hvor aðra sem algerlega fram-
andi fólk.
Benda má á smátt fordæmi:
Morgunblaðið hefur öðru hverju
birt fréttabréf frá Færeyjum og
birt þau á — færeysku! Aldrei
hef ég heyrt þess getfð, að
Færeyjabréfin séu minna les-
in en annað efni blaðsins; þvert
á móti held ég, að margir hafi
gaman af færeyskunni, sem oft
og tíðum hljómar eins og kát-
lega skrumskæld íslenzka. Þessi
bréf hafa líka verið mjög
skemmtileg. En þau hafa komið
sivo strjált, að tæpast hefur ver-
ið hægt að lesa þau í samhengi:
maður er búinn að gleyma því
síðasta, þegar það næsta birtist.
íslenzka útvarpið heyrist
prýðilega :.il Færeyja, ekki ber
á öðru. Færeyingar eiga sína út-
varpsstö'ð, en útvarpa skemmri
tíma á dag en við. Þess vegna
mætti við og við útvarpa héðan
á færeysku, segjum eina til tvær
stundir í viku. Slíkt og þvílíkt
er nauðaalgerigt í veröldinni, að
ein þjóð útvarpi til annarrar —
á hennar tungu — til að kynna
sig og ménning sína. Einnig
mættu íslenzkir myndlistamenn
bjóða starfsbræðrum sínum í
Færeyjum að sýna hérna með
sér öðru hverju og leiða þá einn
og einn inn í hóp sinn miðjan.
Þannig tækjum við smám saman
a’ð líta á þá sem heimamenn.
Og hér mundi þeim bætast ör-
lítill markaður.
Ég tiltek hér þessi dæmi, af
því mér koma þau í hug n>ú á
stundinni. Vitanlega kann margt
annað að koma til greina, jafn-
nýtilegt.
I landfræðilegum skilningi
held ég, að við vitum nú svo
mikið um granna okkar Færey-
inga og eyjarnar þeirra, að litlu
þurfi við það að bæta, fyrr en
þá með enn nánari kynnum á
fleiri sviðum.
Dagbækur Hannesar Péturs-
sonar frá Færeyjaför hans, sem
út komu í hittífyrra, gefa glögga
hugmynd um daglegt líf á eyj-
unum, eins og það kemur fyrir
sjónir íslenzkum gesti og ferða-
manni. Og gleymum svo ekki
áðurnefndri bók Gils Gúðmunds-
sonar, tilefni þessa greinarkorns,
sem er ágæt landafræði, bók-
menntasaga og menningarsaga;
prýðilega rituð, eins og höfund-
ina í A-Þýzkalandi. Þeir fáu,
sem hugrekki höfðu til að
dreifa dreifibréfum með mót-
mælum gegn innrásinni, hafa
verið fangelsaðir og búa nú í
dauflegri vist í fangelsum fyr-
ir pólitíska fanga, svo sem Hoh
ehschonhausen í Austur-Berlín,
þar aem þeir afplána tveggja
til þriggja ára dóma.
„Það er ekkert rúm í þjóð-
félagi okkar fyrir stúdenta,
sem eru andsnúnir okkur“, við-
urkenndi prófessor Heidorn,
enda þótt hann neitaði því, að
slíkir stúdentar væru reknir úr
skóla umbúðalaust. í öllu falli
eru um 30 prs. allra stúdenta í
Þýzku æskulýðshreyfingunni
(Freie Deutsche Jugend), og
hafa því hugir þeirra þegar
fengið fremur fullkomna „með-
ferð“.
(Einkaréttur Morgunblaðið —
Daily Telegraph.)
Laust stari
Starf deildarfulltrúa í borgarbókhaldi er laust til umsóknar.
Umsóknir sendist skrifstofu borgarstjóra, Austurstræti 16,
fyrir 2. maí 1969
arins var von og vísa, greinagóð
og læsileg.
Sá, sesn leggur jeið sína til
Færeyja, jafnvel þó aðeins sé til
örskammrar viðstöðu, ætti ekki
að leggja af stað, fyrr en hann
er búinn að lesa báðar þessar
bækur.
Erlendur Jónsson.
HVERNIG ER?
Framhald af bls. 17
eru mjög ódýrar og hægt að fá
þær notaðar fyrir nær ekki
neitt.
Enda þótt meginþorri stú-
denta sé enn mjög gagnrýn-
inn á aðgerðir Sovétmanna í
Tékkóslóvakíu, gat ég ekki séð
nein merki þess, eins og and-
rúmsloftið nú er, að hætta sé á
neinskonar opinskárri and-
stöðu stúdenta við valdastjórn-
tsnsosRSRsnasstsnsRa
POPS
leika í kvöld.
OPIÐ KL. 9 — 1.
16 ára og eldri.
Munið nafn-
skírteinin.
ragiEiEKiHmag
onaiEmn ipisíwoli oraiRvöLi
HÖT«L Sik<tA
SÚLNASALUR
mm BJAMSOS OB HLJÖMSVEIT
7"
BORÐPANTANIR I SlMA 20221 EFTIR KL. 4. GESTIR AT-
HUGIÐ AÐ BORÐUM ER AÐEINS HALDIÐ TIL KL. 20.30.
DANSAÐ TIL KL. 2.
CFiBIHVOLD Oni j KVOLD DPIB l KVOLIl
MELAVÖLIUR
Reykjavíkurmótið í dag kl. 14.00
Víkingur — Þréttur
Dómari: Einar Iljartarson.
Línuverðir: Sveinn Gunnarsson og
Þorsteinn Björnsson.
Mótanefnd.
INGÓLFS-CAFÉ
GÖMLU DANSARNIR í kvöld.
llljómsveit JÓÍIANNESAR EGGERTSSONAR.
Söngvari: GRÉTAR GUÐMUNDSSON.
Aðgöngumiðasala frá kL 5. — Sími 12826.
I*
I
I
STAPI -
■f
JÚDAS OG
ROOF TOPS
leika og syngja í kvöld.
STAPI.